Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Page 9
LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990. 9 Vísnaþáttur Saga íslenskrar nútíma- ljóðagerðar enn ósögð Þeir sem annars hafa yndi af skáldskap, og það hafa allir betur gefnir íslendingar haft frá upphafi vega, komast ekki hjá því að bera höfunda saman, samtímamenn og raunar óháð hðinni tíð og þeirri sem er að renna. Oft höfðu fæstir landsmenn ráð á að stunda aðra dægradvöl en vísnagerð og að tálga spýtu, jú, stunda tóskap og ísaum af listfengi. Allir vita að á okkar öld hefur ljóðagerð islendinga tekið miklum breytingum og við lagað okkur stórum meir að háttum annarra þjóða en áður var gert, enda gátum við lengi dregið það, jafnvel okkur til ávinnings, vegna fjarlægðar frá öðrum þjóðum og margs konar sér- stöðu. En það mun ekki, er fram líða stundir, verða tahð okkur til sóma hve margir mennta- og gáfu- menn okkar hafa gert smekkvísum skáldum okkar örðugt um vik að vinna sín skylduverk á þessu sviði þegar rétti tíminn var kominn til þess að hefjast handa fyrir alvöru að gera rími - og rímleysi - jafn- hátt undir höfði og láta eðlilega þróun tímans fá að ráða, með smekkvíslegri handleiðslu auðvit- að. Ég leyfi mér að minna á orð sem ég lét fylgja fyrstu útgáfu Þorpsins 1946 (þriðju bókar minnar): „Ég mun aldrei með öllu neita mér um þann munað og ánægju að ríma sum kvæða minna, þar sem það á við.“ Stytt og endursagt eftir minni. Og við það hef ég staðið; fyrr og síðar sýnt að ég er fullfær um að ríma, þótt aðrir haíi eflaust oftast gert það betur en ég. Rímleysið sigraði hérlendis sem annars staðar. En ahs staðar hafa breytingunni fylgt gallar hennar ekki síður en kostirnir og kannski hvergi fremur en hér. Enn eru sum skáldefnin, og þá ekki síður rit- dómararnir og bókmenntafræðing- arnir, í stórhópum jafnráövihtir í dómum sínum og sjálfsyrkingum og þeir voru þegar ég reið á vaðið 1947. Og aðeins ein af órímuðum bókum mínum, sú seinasta, seldist í 500 eint. upplagi á útgáfuári. Og var það þó Menningarsjóður sem gaf út. Fyrsta bók mín, að mestu rímuð, seldist líka upp útgáfuárið 1937. En vinir mínir höfðu safnað áskrifendum og ég bar hana til kaupenda. En bók eftir sjálfan mig hef ég aldrei boðið til sölu. Vafasamt að þetta eigi erindi hér. En einhvern tíma þarf það að segj- ast. Við Guðmundur G. Hagalín vorum góðir kunningjar. Síðustu bindin af ævisögu hans komu aldr- ei út, voru kannski ekki skrifuð. Ég spurði: Hvers vegna? Enn þurfa nokkrir viðkvæmir menn að deyja áður, svaraði hann. Líklega fer eins fyrir mér. En í handritum mínum geymist margt um sögu nútíma- ljóðagerðar sem bókmenntamenn framtíðarinnar mega hugleiða. En í útlöndum koma hka út vafasamar ljóðabækur, þar en ekki hér lifa þær stutt sumar og deyja hljóðlega. Það er ahs staðar vandaverk að yrkja vel þó ekki sé nema fer- hendu. Það bið ég lesendur mína að muna. En hvergi þaðan sem ég hef spurnir hafa bókmenntapáfar gert þessa sjálfsögðu þróun í ljóðagerð- inni jafnörðuga sem á íslandi. Breytingamennimir einir vita hve þetta hefur reynst erfitt. Vissuiega Vísnaþáttur vann hinn mikh smekkmaður, dr. Jón Helgason, furðulegt þrekvirki sem vísindamaður og skáld en vin- ir hans, Laxness og aörir ónefndir bókmenntapáfar, gerðu útlegð Jóns og harmsögu Jónasar Hall- grímssonar að beittum vopnum gegn okkur sem vorum að reyna að vera okkar eigin samtímamenn í ljóðageröinnUVið urðum að gefa út flestar bækur okkar sjálfir og hggjum með upplög þeirra í bið eftir brennum eigin dánarbúa. Þar hafa flest forlögin og flestir bók- menntafræðingarnir okkar ungu brugðist okkur. Gamlarvísur Þormóður skáld Eiríksson frá Gvendareyjum á Breiðafirði var uppi um 1668-1741. Hann var rímna- og vísnahöfundur: Móri Mótgangsóra mergðin stinn mér vill klóra um bakið. Iha fór hann Móri minn, mikið stóri sauðurinn. Getur nokkur skýrt orðið „issum“ í næstu vísu? Rökkur Álfar hreykja issum sín eldi feykja mér fyrir brýn, þankinn veikir þeirra grín. Þú mátt kveikja, dóttir mín. Við Odd lögmann Hér er engin hurð að gátt hittir loku kengur. Kjaftshögg hefur enginn átt ári hjá mér lengur. Mælt við sýslumann Ef bindur mig í baggakrans, bölvaður mammonsjútur, þá skal ég binda helskó hans svo hvergi losni knútur. Ur hrakningsrímu Óspök gerðist aldan blá, af því kenndi grunna. Dóttir Ránar digur og há dundi á borðið þunna. Skolaðist um þá skerjagjálp, skvetti fengu marga. Á gekk meir en mannleg hjálp mætti í nauðum bjarga. Gvendarvísa Þótt lagður sértu í logandi bál, lika tll ösku brendur. Hugsa ég til þín hvert eitt mál, Hafnareyja-Gvendur. Galdra-Loftur í huganum stríðir ærið oft óróleiki nægur, síðan ég missti hann litla Loft, er löng mér stytti dægur. Vetrarvísureftir ÞorlákÞórarinsson 1711-1773 Sumarið þegar setur blítt sólar undir faldi, eftir á með eðhð strítt andar veturinn kaldi. Felur húm hið fagra ljós, frostið hitann erfir. Væn að dufti verður rós, vindur logni hverfir. Lýðum þegar lætur dátt lukkubyrinn mildi, sínum hug í sorgarátt sérhver renna skyldi. Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi. AMSTERDAM HLIDID AÐ EVRÓPU Raunar má segja að hún sé hliðið að allri heimsbyggðinni. Þaðan er greið leið með bílaleigubílum (þeim ódýrustu í Evrópu) og/eða lestum suður um alla álfuna. Þaðan flýgur líka KLM til yfir 130 borga í 80 löndum. Á mörgum þessara flugleiða getur Arnarflug boðið sérstaklega hagstæð fargjöld. Hliðið er opið. Gjörið svo vel og gangið inn. Lágmúla 7, síml 91-84477. Flugstöð Lelfs Eiríkssonar, sími 92-50300.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.