Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Side 38
50 LÁUGARDAÖUR 18. AöUST 1990. ' Afmæli dv Halldóra Gunnarsdóttir HaUdóra Gunnarsdóttir, Brunn- um, Suðursveit, Austur-Skaftafells- sýslu, er sextug í dag. Halldóra er fædd á Vagnsstöðum í Suðursveit og ólst þar upp. Hún gekk í farskóla og unglingaskóla á heimaslóðum. Hún lauk prófí í Hús- mæðraskóla Þingeyinga á Laugum 1952. Halldóra var matráðskona við Hrollaugsstaðaskóla í 14 vetur og við matreiðslustörf hjá Vegagerð ríkisins flest sumur 1953-1961. Hún var búsett á Kálfafelh í Suðursveit 1956-1980 en síðan á Brunnum í sömu sveit. Hún var ein af stofnend- um kvenfélagsins Óskar í Suður- sveit 1946 og var í stjóm þess félags í áratugi. Einnig var hún í stjóm Ungmennafélgasins Vísis í tæp þrjá- tíu ár og í stjórn Menningarsam- bands Austur-Skaftafellssýslu og slysavamadeildar Suðursveitar um tíma. í mörg ér var Halldóra í sókn- arnefnd Kálfafellssóknar og í eftir- töldum nefndum á vegum Borgar- hafnarhrepps í mörg ár: Skólanefnd, heUbrigðisnefpd, barnavamar- nefnd, bókasafnsstjóm og kjör- stjóm. Fyrr á ámm tók hún þátt í leikstarfsemi í Suðursveit. Halldóra giftist 21. apríl 1957 Bjama Bjamasyni, f. 14. maí 1889, d. 16. apríl 1980, verkstjóra hjá Vega- gerð ríkisins. Foreldrar Bjama vora Bjami Jónsson frá Bfldsey í Snæ- fellsnessýslu og kona hans, Herdís Dagsdóttir. Sonur HaUdóra og Bjama er: Bjami Skarphéöinn Gunnar, f. 9. maí 1955, verkamaöur á Höfn, kvæntur Jónu Ingólfsdóttur frá Grænahrauni, skrifstofustjóra í úti- búi Landsbanka íslands á Höfn, dóttir þeirra er Bjarney, f. 28. janúar 1989. HaUdóra á tvö systkini. Bróðir hennar er Þórarinn Guöjón, f. 5. fe- brúar 1932, b. á Vagnsstöðum, kvæntur Ingunni Jónsdóttur frá Smyrlabjörgum. Dóttir þeirra er Sigríður Lúcia og sambýlismaöur hennar er Einar Hjalti Steinþórs- son. Systir Halldóru er Guðný Val- gerður, f. 24. október 1935, gift Sig- urði Sigurbergssyni, b. á Stapa í Nesjum, börn þeirra era: Sigurbjörg meinatæknir, gift doktor Hjörleifi Einarssyni; Sigríður Gunnþóra skrifstofustjóri, gift Ingimar Birgi Bjömssyni húsasmíðameistara; Hallur sjómaöur; Sigurlaug Jóna læknafulltrúi, gift Guðna Olgeirs- syni námstjóra; Hulda Steinunn verkakona, gift Jóni Ágúst Sigur- jónssyni verkamanni; og Gísli Skarphéðinn verkamaður. Foreldrar Halldóru eru Gunnar Jens Gíslason, f. 28. nóvember 1904, b. á Vagnsstöðum, og kona hans, Sigríður Þórarinsdóttir, f. 28. febrú- ar 1893, d. 16. júlí 1969. Gunnar Jens er sonur Gísla, b. á Vagnsstöðum, Sigurðssonar. Móðir Gísla á Vagns- stöðum var Rannveig Jónsdóttir, b. í Borgarhöfn, Þorsteinssonar og konu hans, Katrínar Jónsdóttur, b. í Borgarhöfn, Þorleifssonar, b. Hól í Landeyjum, Sigurðssonar, sýslu- manns á Smyrlabjörgum, Stefáns- sonar. Móðir Gunnars, föður HaUdóra, var Halldóra Skarphéðinsdóttir, b. í Borgarhöfn, Pálssonar, b. í Amar- drangi, Jónssonar, prests á Kálfa- felU, Jónssonar. Móðir Páls í Amar- drangi var Guðný Jónsdóttir, próf- asts á Prestsbakka, Steingrímsson- ar og konu hans, Þórunnar Hannes- dóttur Schevings, sýslumanns á Munkaþverá. Móðir Skarphéðins Pálssonar var Guðlaug Jónsdóttir, b. í Holti á Síðu, Pálssonar og konu hans, Ragnhildar Jónsdóttur, b. í SvínafelU, Ás- mundssonar, b. í SvínafelU, Sveins- sonar. Móðir Jóns var Ragnhildur Jónsdóttir b. í SkaftafelU, Einars- sonar. Móðir Halldóru Skarpéðinsdóttur var Þórann Gísladóttir, b. á Fagur- hólsmýri, Gíslasonar. Móðir Gísla á Fagurhólsmýri var Sigríður Lýðs- dóttir, sýslmnanns í Vík, Guð- mundssonar. Móðir Þórunnar Gísladóttur var Jórunn Þorvarðs- dóttir, b. Hofsnesi Pálssonar, b. Hofi, Eiríkssonar, Jónssonar, b. á HnappavöUum, Einarssonar. Sigríður móðir Halldóra var dóttir Þórarins, b. í Borgarhöfn, Gíslason- ar, b. Breiðabólsstað, Þórarinsson- ar, b. Breiðabólsstað, Jónssonar, b. Uppsölum Þórarinssonar, b. Leiti, Pálssonar. Móðir Jóns á Uppsölum var Sigríður Brynjólfsdóttir, prests á KálfafeUsstað, Guðmundssonar. Kona Jóns Þórarinssonar var Krist- ín Vigfúsdóttir, prests á Kálfafells- stað, Benediktssonar. Móðir Gísla Þórarinssonar á Breiðabólsstaö var Þorbjörg Snjólfsdóttir, b. í Stóralág, Eyjólfssonar og konu hans, Álf- heiöar Hannesdóttir, b. MeðalfeUi, Jónssonar. Móðir Þórarins í Borg- arhöfn, afa Halldóru, var Guðný Jónsdóttir, b. í Flögu á Mýrum, Jónssonar. Móöir Jóns í Flögu var Sigríður Steingrímsdóttir, b. á Núpi á Berufjarðarströnd, Eiríkssonar. Móðir Sigríðar Þórarinsdóttur, móður Halldóru, var Guðríður Jónsdóttir, b. á Kálfafelli, Þórðar- sonar, b. á KálfafeUi, Steinssonar. Móðir Jóns Þórðarsonar var Stein- unn Jónsdóttir, b. í Borgarhöfn, Bjömssonar, b. Reynivöllum, Halldóra Gunnarsdóttir. Brynjólfssonar, bróður Sigríðar í Leiti. KonaBjörn Brynjólfssonar var Bergljót Sigurðardóttir, systir Þorleifs á HóU. Móðir Guðríðar í Borgarhöfn var Sigríður Sigurðar- dóttir, b. ReynivöUum, Arasonar, b. SkálafelU, Sigurðssonar. Móðir Sigríðar var Guðný Þorsteinsdóttir, b. á FeUi, Vigfússonar og konu hans, Ingunnar Guðmundsdóttur, b. á KálfafeUi, Brynjólfssonar, bróöur Björns á Reynivöllum. Eyjólfur Einarsson Eyjólfur Einarsson listmálari, Framnesvegi 2, Reykjavík, varð fimmtugur í gær, 17. ágúst. Eyjólfur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk landsprófi 1956 og var tvo vetur í menntaskóla eftir það. Á ungUngsárum stundaði Eyjólfur nám í leirmótun hjá Ás- mundi Sveinssyni og einnig í módel- teikningu í Handíða- og myndhsta- skólanum. Eyjólfur var við nám á Listaakademíunni í Kaupmanna- höfn 1962-1966. Hann var um árabil sjómaður á togurum Bæjarút'gerðar Reykjavíkur. Eyjólfur var í stjóm Félags íslenskra myndUstarmanna 1984-1989. Eyjólfur giftist 1978 Sigríði Jónu Þorvaldsdóttur, f. 17. nóvember 1940, teiknikennara. Foreldrar Sig- ríðar era Þorvaldur Guðjónsson, netagerðarmaður á Akureyri, og kona hans, Helga Sigmjónsdóttir. Sonur Eyjólfs af fyrra hjónabandi er Einar, f. 26. nóvember 1958, frí- kirkjuprestur í Hafnarfirði, kvænt- ur Eddu MöUer, f. 1. ágúst 1959, skrifstofumanni og eiga þau tvö börn. Systkini Eyjólfs era Elsa, f. 16. júlí 1935, gift Ólafi Ólafssyni lög- fræðingi; Ámi, f. 13. júU 1943, fram- kvæmdastjóri; Hflmar, f. 31. maí 1949, forvörður í Morkinskinnu, kvæntur Kristínu Finnsdóttur kennara; og systir Eyjólfs samfeðra er Unnur, gift Ólafí Magnússyni húsasmið. Foreldrar Eyjólfs vora Einar Ey- jólfsson, f. 1897, d. 1959, kaupmaður í Reykjavík, og kona hans, Gyða Ámadóttir, f. 1915, d. 1964. Einar var sonur Eyjólfs „landshöföingja" odd- vita í Hvammi á Landi, Guðmunds- sonar, afa Eyjólfs Ágústsonar í Hvammi og langafa Guðlaugs Berg- manns, forstjóra Kamabæjar, Egils Gr. Thorarensens, forstjóra Síldar- rétta í Kópavogi, Guðlaugs Ægis Magnússonar, forstjóri MM á Sel- fossi, og Guðlaugs Tryggva Karls- sonar hagfræöings; afkomandi Markúsar Bergssonar sýslumanns á Ögri, forföður Jóns Baldvins Hannibalssonar og Jóhannesar Nordals. Móðir Eyjólfs var Guðríð- ur Jónsdóttir, b. í Gunnarsholti, Jónssonar. Móðir Jóns var Guðríð- ur Ámadóttir, prests í Steinsholti, Högnásonar „prestafööur“ Sigurðs- sonar, forföður Vigdísar Finnboga- dóttur, Þorsteins Erlingssonar, Tómasar Sæmundssonar og Jó- hanns Hafsteins. Móðir Guöríðar var Guðbjörg, systir Guðna, afa Guðna Kristinssonar í Skarði. Guð- björg var dóttir Jóns b. í Skarði á Landi, Árnasonar, b. á Galtafelli, Finnbogasonar, föðurbróður Jó- hanns, langafa Ingólfs Margeirsson- ar ritstjóra. Móðir Einars var Guð- rún Kolbeinsdóttir, b. á Hlemmi- skeiði á Skeiðum, Eiríkssonar, b. og dbrm. á Reykjum, Vigfússonar, ætt- föður Reykjaættar, langafa Sigur- geirs Sigurðssonar biskups, föður Péturs biskups. Móðir Guðrúnar var Solveig Vigfúsdóttir, b. á Fjalli á Skeiðum, Ófeigssonar, föður Ófeigs ríka á Fjalli, afa Grétars Fells og Tryggva Ófeigssonar útgerðar- manns. Gyða var dóttir Áma, prófasts á Stóra-Hrauni, Þórarinssonar, jarð- yrkjumanns á Stórahrauni á Eyrar- bakka, Árnasonar, b. á Klasbarða í Vestur-Landeyjum, Jónssonar. Móöir Þórarins var Jórann, systir Tómasar Fjölnismanns, afa Jóns Helgasonar biskups og langafa Helga Tómassonar yfirlæknis, föður Ragnhildar alþingismanns. Jórunn var dóttir Sæmundar, b. í Eyvindar- holti undir Eyjafjöllum, Ögmunds- sonar, prests í Krossi í Landeyjum Högnasonar, „prestaföður" prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Sigurðs- sonar, föður Böövars, langafa Þor- valdar, afa Vigdísar Finnbogadótt- ur. Móðir Sæmundar var Salvör Eyjólfur Einarsson. Sigurðardóttir, systir Jóns, afa Jóns forseta. Móðir Árna á Stóra-Hrauni var Ingunn, systir Helga, afa Ás- mundar Guðmundssonar biskups og langafa Ólafs Skúlasonar bisk- ups. Ingunn var dóttir Magnúsar, alþingismanns í Syðra Langholti, Andréssonar og konu hans, Katrin- ar Eiríksdóttur, systur Kolbeins á Hlemmiskeiði Móðir Gyðu var Elísabet, dóttir Sigurðar, b. í Syðra-Skógarnesi, Kristjánssonar, b. í Ytra-Skógar- nesi, Gíslasonar. Móðir Kristjáns var Katrín Bárðardóttir, systir Halldóra, langömmu Daða, föður Sigfúsar Daðasonar skálds. Móðir Elísabetar var Guöríður Magnús- dóttir, b. í Skógamesi, Jónssonar. Móðir Magnúsar var Guðríður Jónsdóttir Hólaráðsmanns Jóns- sonar og konu hans, Guðrúnar Benediktsdóttur, skálds á Stóra- Þverá í Fljótum, Sigurðssonar. Móð- ir Benedikts var Guðrún Þorsteins- dóttir, b. í Stóru-Brekku í Fljótum, Eirikssonar, ættföður Stóra- Brekkuættarinnar, langafa Gunn- laugs, afa Jóns Thoroddsens skálds. Móðir Guöríöar var Kristín Sigurð- ardóttir, b. í Skógamesi, Guð- brandssonar, bróður Þorleifs, fóöur Þorleifs, læknis í Bjarnarhöfn. Móð- ir Sigurðar var Kristín Pétursdóttir, prests í Miklaholti, Einarssonar, langafa Péturs Eggerz, afa Kristjáns Thorlaciusar, fyrrv. formanns BSRB. 95 ára Eggert V. Briem, Suðurgötu 16, Reykjavík. 85ára Rósa Halldórsdóttir, Tjörnum, Saurbæjarhreppi,Eyja- flarðarsýslu. 80 ára Guðrún Guömundsdóttir, Hraunteigi 12, Reykjavflc. Ágúst Bjarnason, Hringbraut 50, Reykjavík. 75 ára Sigurlaug Valdemarsdóttir, Blöndubyggð 6B, Blöndósi. Jakob Ólafsson, Háteigsvegi 8, Reykjavík. Guðrún Þórðardóttir, Grundargarði, 5 Húsavík. 70ára Gunnar Jóhannsson, Blikabraut 10, Kefiavik. Oddný Þorkelsdóttir, Skúlagötu 15, Borgamesi. Rósalinda Magnúsdóttir, Bakkastíg 17, Eskifirði. Benedikt Sigfússon, Beinárgerði, Vallahreppi, S-Múla- sýslu. Sessejj a Guðmundsdóttir, Kleppsvegi6, Reykjavík. Arahólum 6, Reykjavík. Sigríður Hansdóttir,. Sólheimum 27, Reykjavik. Una Einarsdóttir, Hafnarbyggð 15, Vopnafiröi. 50 ára Grétar Jón Magnússon, Bylgjubyggð22, Ölafsfirði. Unnur Ragnarsdóttir, Hamraborg 28, Kópavogi. Hildur Sigursteinsdóttir, Hafnarbraut 15, Hafiiarhreppi, A- Skaftafellssýslu. Þór Ingi Erlingsson, Réttarbakka 21, Reykjavik. Guðný Sigriður Elísdóttir, Hrísalundi 10E, Akureyri. 40ára_______________ Ágústa S. Gunnlaugsdóttir, Álftalandi 13, Reykjavík Hrönn Rikharðsdóttir, Lyngbarði 9, Hafnarfirði. Lýður Guðmundsson, Hraunbæ 63, Reykjavík. Helgi Magnússon, Álftahólum 6, Reykjavlk. Helgi Ragnar Guðmundsson, Vogagerði 17, Vatnsleysustrandar- hreppi, Gullbringusýslu. Gunnar Jónsson, Sólgarði, Saurbæjarhreppi, Eyja- Qarðarsýslu. Guðjón Gunnlaugsson, Miöstræti 23, Neskaupstað. Sigurmann Rafn Stefánsson, Fagrahvammi 11, Hafnarfirði. Sævar Sigursteinsson, Setbergi 11, Ölfushreppi. Sigurður Jarlsson, Stórholti25,ísafirði. Andlát Friðrós S. Jóbannsdóttir, Ellert Gary Magnússon Látinn er í Bandaríkjunum Ellert Gary Magnússon, fæddur 30. aprfl 1919. Ellert var sonur Eiríks Magn- ússonar, hálibróður séra Eiríks J. Eiríkssonar, fyrrum þjóðgarðsvarð- arogskólastjóra. Ellert stundaði lengst af land- búnaðarstörf í Minnesota en var áður atvinnuhermaður og hðsfor- ingi í Bandaríkjaher. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Rúnu, sem er af íslensku bergi brotin, og tvær dæt- ur, Kristínu og Jan. Eftirlifandi systkini Ellerts eru Magnús Al, Al- dís og Jakobína sem öll era búsett í San Diego í Bandaríkjunum. Leiðréttingar I afmæhsgrein um Pál Pálsson var ranglega farið með nafn móð- urömmu hans. Hið rétta er að hún hétKristín. Ranglega var farið með föðumafn afa Magnúsar Guðmundssonar í af- mælisgrein. Afi Magnúsar hét Kristján og var Sveinsson. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.