Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1990. 3 PV ___________________________ Viðskipti Islands og Sovétríkjanna: Fréttir Utanríkisráðherra áhyggjufullur - vegna vanefnda Sovétmanna á viðskiptasamningum landanna Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra hefur látið afhenda Konstantín F. Katushev, utanríkis- viðskiptaráðherra Sovétríkjanna, bréf varðandi vandamáhn í viðskipt- um þjóðanna. í bréfmu lætur Jón Baldvin í ljós alvarlegar áhyggjur vegna þess að greiðslur hafa ekki komið fyrir sjáv- arafurðir sem fluttar hafa verið frá íslandi til Sovétríkjanna samkvæmt viðskiptasamningi þjóðanna. Þá eykur það enn á áhyggjur Jóns Baldvins að sovéski viðskiptaaðilinn Sovryflöt, segist ekki ætla að halda gerða samninga og hætta að taka við vörum frá íslandi. Jón Baldvin rekur í bréflnu hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir afkomu íslenskra sjómanna og fiskvinnslu- fólks. Hann vísar á bug fullyrðingum Sovétmanna um gjaldeyrisskort og minriir á kaup íslendinga á vörum frá Sovétríkjunum sem færir þeim mikinn gjaldeyri. Þá lýsir Jón Baldvin einnig yfir áhyggjum vegna þess að Sovétmenn hafa ekki staðið við samninga um greiðslur fyrir ullarvörur sem fluttar hafa verið frá íslandi til Sovétríkj- anna. -S.dór Laugarvatn: Ætla að spila bridge í 60 tíma Fjórði bekkur Menntaskólans á Laugarvatni stendur þessa dagana fyrir fjársöfnun, en ætlunin er að fara í útskriftarreisu næsta vor. Lið- ur í söfnuninni er bridgekeppni þar sem 4 nemendur ætla að spila bridge í 60 klukkutíma og reyna þar með að slá íslandsmetið. Metið er 52 klukkutímar og það voru nemendur fjórða bekkjar sem útskrifuðust fyrir fjórum árum, sem settu það met. Sigrún Theódórsdóttir, formaður nemendaráðs, segir að til að geta slegið íslandsmetið þurfa nemend- urnir að sitja fram á sunnudagskvöld við spOamennskuna, en þeir byrjuðu í gærmorgun. Þeir fá 5 mínútna hlé á hverjum klukkutíma, en verða annars að sitja við. „Við höfum verið að safna áheitum og það hefur geng- ið ágætlega. Það ríður því á að þeim takist þetta. í dag verðum við svo í Kolaportinu þar sem við ætlum að selja brodd og hverabakað brauð sem við bökum sjálf.“ Kristinn Kristmundsson, skóla- meistari ML segir að sér lítist ekki vel á þetta uppátæki nemendanna. „Mér líst illa á þetta. Þetta er alltof mikO áreynsla, en þeir verða að fá að reka sig á það sjálfir." -ns Ný þingmál Jón Sæmundur Siguijónsson, Al- þýðuflokki, hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að aftur verði teknir upp hinir gömlu einkennisbókstafir skráningar- svæða við skráningu bifreiða. Jón vill að kostir hins nýja skráningar- kerfis verði þó látnir halda sér. Hann leggur til að fyrir framan fastanúmer bifreiða komi bókstafur þess svæðis sem bifreiðin er frá. Sá stafur verði límdur á plötuna. Ef bif- reiðin er seld milh svæða má rífa þennan staf af og setja bókstaf nýja svæðisins í staðinn. Ölafur Þ. Þórðarson, Framsóknar- flokki, hefur lagt fram fyrirspurn tO landbúnaðarráðherra. Spurningar Ólafs eru: Hvernig ástand girðinga Landgræðslunnar á Vestfjörðum sé, hvað uppgræðslu innan þeirra miði, hvenær talið sé að uppgræðslunni verði lokið og hvenær megi í síðasta lagi búast við að landi innan girðing- arinnar verði skilað til eigenda. Geir H. Haarde, Sjálfstæðisflokki, hefur lagt fram frumvarp til laga um leiðréttingu á afturvirkum ákvæðum um útreikning húsnæðisbóta, vaxta- bóta og vaxtaafsláttar í lögum nr. 79/1989 og lögum nr. 117/1989, um breytingar á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignaskatt. Þá hafa þau Guðrún Helgadóttir, Alþýðubandalagi, Jón Helgason, Framsóknarflokki, og Árni Gunn- arsson, Alþýðuflokki, lagt fram breytingartúlögu við fjárlagafrum- varpið og leggja til að Hið íslenska þjóðvinafélag fái 500 þúsund krónur á fjárlögum næsta árs. VERTU MEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN , UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULlNA: 991000 -S.dór .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.