Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Blaðsíða 29
41
LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1990.
„Ég fæ iðulega þunglyndiskast þegar ég fæ útborgað en svo reynir
maður að gleyma þessu," segir Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona.
DV-mynd GVA
maöur aö gleyma þessu.
Ólík hlutverk
Ég hef haft gaman af að leika öll
þau hlutverk sem ég hef tekið aö
mér, þó þau séu mjög ólík. Mér
fannst til dæmis yndislegt aö leika
fyrir noröan hjá Leikfélagi Akur-
eyrar. Þá var ég nýútskrifuö og þaö
var gott aö komast úr skólanum
og fá fyrsta hlutverkið á sitt á sviði.
Maður komst aöeins niður á jörð-
ina við það. Það var hka svo rólegt
fyrir norðan, góður mórall og gott
að vinna þar. Á sama tíma og ég
var að vinna þar var ég að æfa hlut-
verkið mitt í Kjöti, það var því
mikið að gera hjá mér fyrir áramót-
in.
• Svo hringdi Kjartan Ragnarsson
leikstjóri í mig um páskana og bauö
mér hlutverk í, Ég er meistarinn.
Það er gaman að fá að takast á
við ólík hlutverk. Það er viss viður-
kenning að fá slík tækifæri og um
leið flnnst mér að mér hafi veriö
sýnt traust sem ég vona að ég verð-
skuldi.
Ég á mér ekki neitt óskahlutverk.
Mér finnst yfirleitt það sem ég er
aö gera hverju sinni það skémmti-
legasta sem hægt er að gera. Ég
tala nú ekki um ef maður er í góð-
um hópi með góðan leikstjóra þá
hugsar maður ekki um annað.
Jú, heyrðu annars, ég hefði ekk-
ert á móti því að fá tækifæri til að
leika í kvikmynd einhvem tímann
seinna.
- Hvað tekur svo við?
„Eftir áramótin hetjast svo æf-
ingar á verkinu 1932 eftir Guðmund
Ólafsson sem Borgarleikhúsið ætl-
ar að setja upp, svo það er nóg
framundan, í bili,“ segir Elva Ósk.
-J.Mar
Ég verð
læknir í
næsta lífi
- segir Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona
„Ég held að ef maður vinnur vel,
reynir að gera aUtaf eins vel og
maður getur og hefur að auki ein-
hveija hæfileika þá skili það sér,“
segir Elva Ósk Ólafsdóttir leik-
kona.
„Við vorum átta saman í bekk,
allt mjög ólíkir einstaklingar. Það
er ekki á vísan að róa í atvinnumál-
um leikara og erfitt að sjá fyrir
hveijir fá vinnu að loknu námi. En
íslenskir leikstjórar eru mjög dug-
legir að koma í Nemendaleikhúsið
og fylgjast vel með nemendum
skólans auk þess sem margir þeirra
vinna með okkur. Það er því í raun
í skólanum sem þetta byijar allt
saman.
Elva Ósk hóf nám í Leiklistar-
skóla íslands haustið 1985 og út-
skrifaðist vorið 1989. Hún lék í
tveimur leikritum á sviði í fyrra-
vetur; í húsi Bernhörðu Alba hjá
Leikfélagi Akureyrar og í Kjöti eft-
ir Ólaf Hauk Símonarson. í vetur
hefur hún svo farið með stórt hlut-
verk í Ég er meistarinn eftir Hrafn-
hildi Hagalín Guðmundsdóttur.
Verkið hefur fengið mjög góðar við-
tökur og hafa gagnrýnendur lofað
mjög frammistöðu Elvu Óskar.
Auk þess hefur hún leikið í
nokkrum útvarpsleikritum og
unnið fyrir sjónvarp. Um þessa
helgi á að hefja sýningar á stuttum
leikþáttum sem heita Líf í tuskun-
um og eru eftir Jón Hjartarson og
fer Elva með hlutverk í einum
þættinum.
Vestmannaeyingur
„Ég er fædd og uppalin í Vest-
mannaeyjum. Það var mikið leik-
Ustarlíf í Eyjum á uppvaxtarárum
mínum. Þar var og er starfandi
öflugt áhugamannaleikhús og ég
byijaði að leika með því þegar ég
var 12 ára. Ég man eiginlega ekki
eftir mér öðruvísi en ég hefði áhuga
á leiklist.
Þrátt fyrir það var ég í hálfgerð-
um vandræðum með hvað ég ætti
að taka mér fyrir hendur. Eftir 9.
bekk ákvað ég þó að prófa við-
skiptabraut í Fjölbrautaskólanum
í Vestmannaeyjum en eftir vetur-
inn var ég alveg búin að fá nóg. Það
er ekki hægt að vera að læra eitt-
hvað sem maður finnur sig ekki í.
Það hefur engan tilgang.
Ég var 16 ára þegar ég flutti að
heiman og fór aö búa með strák.
Við bjuggum eitt ár á Dalvík en
fluttum svo aftur til Eyja og keypt-
um okkur íbúð. En eins og gengur
og gerist þá gliðnaði sambúðin og
við þróuðumst sitt í hvora áttina
og það endaði með því að við ákváð-
um að shta sambandinu.
Vildi fá eitthvað
útúrlífinu
Þá ákvað ég flytja til Reykjavíkur
því mér fannst ekkert fyrir mig að
gera í Eyjum. Líflö þar gengur út
á fisk og því fá atvinnutækifæri á
öðrum sviðum. Ég vildi fá eitthvað
meira út úr lífinu og á endanum
dreif ég mig af stað. Eg flutti í bæ-
inn um áramótin 1985 og fór að
vinna á veitingahúsi. Um vorið fór
ég svo í þetta fræga inntökupróf í
Leiklistarskólann og stóðst það.
Mér fannst það erfitt og mikil
taugaspenna í kringum það. Þetta
er eitt af því sem maður gleymir
seint. Um svipað leyti og ég var í
inntökuprófunum kynntist ég svo
núverandi sambýlismanni mínum,
Andra Emi Clausen.
Áður en ég ákvað að drífa mig í
Leiklistarskólann höföu margir
hvatt mig til að fara í leiklistarnám.
Löngunin blundaði líka alltaf í mér
og innst inni vissi ég að þetta væri
það sem ég vildi gera. Á tímabih
var ég raunar að hugsa um að ljúka
stúdentsprófi og fara í læknisfræði
í Háskóla íslands. Ég hef alltaf ver-
ið mjög spennt fyrir henni en eins
og ég sagði einhverju sinni þá er
ekki hægt að gera allt í þessu lífi,
ég verð bara læknir í næsta lífi.
En kannski gerði það útslagið að
ég ákvað að gerast leikkona að ég
lék hlutverk ungfrú Snæfells- og
Hnappadalssýslu í kvikmynd Þrá-
ins Bertelssonar, Nýtt líf. Það setti
punktinn yfir i-ið. Mig langaði svo
ofboðslega að læra leiklist eftir það.
Ég er afar sátt við að hafa farið í
leiklistarnám. Það eina sem mig
langar til að gera í dag er að leika.
Léleg launakjör
Ég velti því aðeins fyrir mér að
fara í framhaldsnám í leikstjóm á
meðan ég var í skólanum en eins
og er hef ég lagt þau áform á hill-
una. Það er kannski eitthvað sem
ég geri síðar.
Ég er lausráðin hjá Borgarleik-
húsinu og mig langar í sannleika
sagt ekki til að fastráða mig neins
staðar.
Ég hef haft samfellda vinnu síðan
ég útskrifaðist svo ég hef ekki haft
neinar áhyggjur, hef alltaf verið á
launum í leikhúsinu. Á milli gríp
ég svo í að vinna sem þjónn á Hót-
el Sögu, það er nauðsynlegt fyrir
leikara að hafa einhverja auka-
vinnu.
Launamál leikara eru nefnilega
ekkert til aö hrópa húrra fyrir. í
mánaðarlaun er ég með um 60 þús-
und sem manni finnst nú hálfgrát-
legt. Fyrir þremur áram var ég að
vinna í afleysingum sem aðstoðar-
manneskja á lögfræðiskrifstofu og
þá var ég með 60 þúsund í mánað-
arlaun. Ég er með sambærileg
launakjör í þjónsstarfinu og sem
leikkona sem er ólíkt erfiðara starf
auk þess sem maður eyddi íjórum
árum í að læra þaö. Launakjörin
eru því skammarleg.
Ég fæ iðulega þunglyndiskast
þegar ég fæ útborgað en svo reynir
v -
r
verðíð hefur
lækkað
Honum fannst í lagi
að keyra heim...
Eftireinn-ei aki neinn!
MÍUMFERÐAR
Wráð
* með hjólbörðum
* 750 kg burðargeta
Kr. 44.695,-