Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGÚR 3. NÓVEMBER 1990. - hvemig hefur skemmtanalífið í Reykjavík breyst með tilkomu kránna? Fyrir rúmu ári áttu Reykvíkingar ekki ýkja margra kosta völ ef þeir vildu veita skemmtanafýsn sinni útr- ás. Risastórir skemmtistaðir í út- hverfum borgarinnar gerðu sitt ýtr- asta til þess að höfða til fólks með íburðarmiklum skemmtunum. Gjarnan fylgdi matur með í kaupun- um og dansleikur á eftir. Þessir stað- ir sóttust gjaman eftir þeim sem höfðu fé handa á milli, vildu frekar fá hjón á fertugsaldri en unga fátæka námsmenn klædda eftir vafasamri tísku. Þeir sem ekki höfðu efni á að kaupa sig inn á mat og skemmtiatriði en vildu samt fara út á meðal fólks og skemmta sér biðu til klukkan eliefu. Þá var hringt á leigubíl og beðiö í 15 mínúttn- eftir honum. Síðan tók við önnur eins bið í endalausri röð fyrir utan vinsælustu staðina. Þetta þýddi að þegar inn var komið voru gestim- ir kaldir, hraktir og þyrstir og kon- umar úrillar vegna íslenskrar veðr- áttu í biðröðinni sem hafði gjöreyði- lagt hárið á þeim. Hins vegar var hægt að setjast inn á vínveitingastaði í miðbænum sem spmttu upp í kjölfar hins illræmda bjórlíkis hér um árið og tórðu nokkr- ir af þegar bjórlíkisflóðinu skolaði burt. Þetta vom ekki alltaf vistlegir staðir og það eina sem þeir buðu upp á var félagsskapur annarra gesta og samræður við þá undir dynjandi tón- list úr hátölurum. Breyttirtímar með bjór í stuttu máli sagt þá hefur þetta gjörbreyst. Bjórinn var leyfður 1. mars 1989 eins og flestum ætti að vera kunnugt og það sama ár fengu 25 nýir staðir vínveitingaleyfi og 10 hafa bæst í hópinn það sem af er þessu ári. Flestir nýju staðanna em á svæði sem afmarkast af Aðalstræti að vestan og Rauðarárstíg að austan. Á þessu svæði er víðast þægilegt göngufæri milh veitingahúsa. Aíleið- ingamar em mjög skemmtilegar frá sjónarhóli þess sem dáir fjölbreytt skemmtanalíf. í skefjalausri sam- keppni um gesti bjóða flestir þeirra upp á einhvers konar skemmtiatriði. Lifandi tónlist af ýmsu tagi er þar efst á matseðlinum. Blús af öllum tegundum er mest áberandi. en jass- sveitir, kántrísöngvarar og ellipopp- Nýir og breyttir tímar i næturlífinu eru runnir upp. DV-myndir RaSi Sumir kjósa aó leysa Iffsgátuna í djúpum samræðum viö fótstall musteris Mammons. Tl WCETIK'f 't S' f pl j I 1 ' V1 j I J; i : fífil ! i ' !, * m í r ■ JLJLJi arar rifjandi upp létta blómabama- slagara fylgja fast á eftir. Þar við bætist að krárnar taka, með örfáum undantekningum, ekki aðgangseyri heldur kjósa að leggja þess meira á drykkina á bamum sem er auðvelt síðan álagning veitingahúsa á sterka drykki var gefin frjáls fyrir rúmu ári. Þetta þýðir að sá sem er elskur að tónlist og þykir gott í staupinu getur rambað milli staða góðglaður og val- ið sér krásir af því nægtaborði sem á boðstólum er. Dæmigert kráaramb Dæmigert kráaramb síðustu helgar byijaði á Púlsinum, tónlistarbar við Vitastíg þar sem Sveitin milli sanda lék mjúka kassagítarslagara frá því fyrir tuttugu ámm eða meira. Þaðan lá leiðin á Blúsbarinn á Laugavegi þar sem Vindlar Faraós léku sér að léttum jassfrösum. Þaöan var síðan stutt niður á Tvo vini við Frakkastíg þar sem Loðin rotta lék framsækna nýbylgjutónlist fyrir unghðana. Næsti viðkomustaöur var Fimman í Hafnarstræti enda farið að halla undan brekkunni. Þar fór rokksveit- in Ghdran hamförum í kjaharanum svo húsið nötraði og hljóðhimnur gestanna máttu vart við meiru. Eftir það var tilvahð að hta inn í Ölkjahar- ann bak við Dómkirkjuna þar sem tveir ungir menn léku rútubíla- söngva á hljómborð og gítar viö gey- sigóðar undirtektir kráargesta. Með örstuttri viðkomu á Hressó í Austur- stræti var við hæfi að hefja hringinn aftur upp Laugaveginn. Ó, þér unglingafjöld Unglingamir setja talsverðan svip á næturlíf miðbæjarins, sérstaklega í Austurstræti og Lækjargötu. Þeir ráfa um í smáum og stórum hópum eða sitja saman á tröppum skemmti- staðanna og masa saman og sumir skála. Oft á tíðum virðist það kaldr- analegur skemmtanamáti að híma úti við og drekka gosblandað brenni- vín af stút en ungdómurinn virtist ekki taka það nærri sér enda leður- gallamir vindþéttir. Sumir skemmtistaðanna virðast gera sveigjanlegar kröfur tíl aldurs- takmarks. Þannig sáu blaðamenn á pöbbarölti víða unghnga á aldrinum 15-16 ára inni á skemmtistöðum þar sem vínveitingar em viöhafðar. Án þess aö gerð væri sérstök úttekt á því þá virðast veitingastaðir sveigja lagabókstafinn th þess að mæta minni aðsókn sem óhjákvæmilega fylgir auknu framboði. Löggæslan tvöfölduð Að sögn Áma Vigfússsonar, aðal- varðstjóra lögreglunnar í Reykjavík, var löggæsla í miðborginni nálægt því tvöfölduð síðasthðið haust. Það var fyrst og fremst gert vegna aukins fjölda unglinga sem söfnuðust fyrir í miðbænum. „Ég á ekki von á því að það breyt- ist neitt meðan þessir krakkar hafa ekki í neitt hús að venda th þess að skemmta sér,“ sagði Ámi. Hann taldi að aukinn ásókn fuhorðins fólks í miðbæinn vegna fjölgunar kránna kahaði ekki á aukin umsvif lögregl- unnar. Kúnnamir ánægðir enveitingamenn áhyggjufullir Að þessum breyttu aðstæðum og auknu samkeppni geta stóru skemmtistaöimir í úthverfunum ekki lagað sig enda standa þeir hálf- eða galtómir margar helgar. Þeir sem áður blótuðu biðröðunum hafa kom- ist að því að þegar framboðiö er nóg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.