Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1990. 5 Vidtalið Fréttir DV*tnynd GVÁ Getekkiteikn- aðólaprik skammlaust Nafn: Heimir Már Pétursson Aldur: 28 ára Starf: Blaðamaður og nýráð- inn ritstjórí Norðuriands Heimir Már Pétursson hefur veríö ráöinn ritstjóri Norður- lands á Akureyri og tekur viö því starfi á næstunni. Hann er stjórn- málafræöingur aö mennt og stundaði auk þess nám í íjöl- miðlafræði við Háskóla íslands, Undanfarin tvö ár hefur Heimir Már starfað sem blaðamaður á Þjóðviljanum, en starfaði áður viö ýmis störf, meðal annars sem sjómaður. Auk þessa er Heimir skáld og hafa þrjár ljóðahækur komiö út eftir hann. Ætlar ekki að munn- höggvast við allaballa Aöspurður segir Heimir Már að ritstjórastarílð leggist vel í hann. „Norðurland er últrapólitískt Al- þýðubandalagsblað og því spenn- andi aö fá að ritstýra því nú þeg- <tr kosningar eru að ganga í garð. Ég á hinsvegar ekki von á því að deilurnar í flokknum nái að neinu marki inn i útgáfustarfið fyrir noröan. Ég ætla allavega að reyna að sneyöa sem mest hjá þessum deilum og undir engum kringumstæðum fara að munn- höggvast við allaballa." Blaóamaöurinn og Ijóðskáldið Aö sögn Heimis Más á blaða- mennskan sér ýmsar hliöar. Yfir- leitt finnst honum þó starfiö skemmtilegt. „Maður er dags daglega með puttana á þjóðar- púlsinum og kynnist því vel bak- hliðinni á þeim fréttum sem al- menningur les. í starfinu kynnist maður allskyns fólki úr öllum stéttum og lögum þjóðfélagsins. Það er hinsvegar spurning hvort þetta leiði til þess að maöur verð- ur geggjaðri eða ógeggjaöri fyrir vikið. Hvað mig varöar þá veit ég það ekki.“ Heimir Már segir að starf sitt sem blaðamaður fari afleitlega með ljóðskáldið sem býr i honum því blaðamaðurinn tileinki sér skrif sem á lítiö skylt viö bók- menntalegan texta. Hann segist vera ljóöskáld sem yrki mynd- rænt en vill aö öðru leyti lítt skil- greina yrkisefni sín. „Ef ég myndi líta á Ijóð mín á sama hátt og alkó- hólistinn á brennivínið þá segöi ég að einhver handan raunveru- leikans skrifaöi í gegnum mig. Ég freistast þó til aö líta á ljóöin mín sem myndir. Ætli það stafi ekki af því aö ég er ómögulegur myndlistarmaður. Get ekki einu sinni teiknað Óla prik skamro- laust.“ Aðspurður kveðst Heimir Már ekki kvíöa því aö flytjast af möl- inni norður á land þrátt fyrir aö hann hafi yndi að stórborgarlíf- inu. „Þaö er nú min skoðun aö borgarmenningin býr fyrst og fremst sem tilfinning hið innra hjá hverjum og einum. Ég er þess fullviss að sú tilfinning veröur ekki bæld á Akureyri." Heimir á sér mörg áhugamál en þó hefúr hann eínkum gaman af tónlist. í sérstöku uppáhaldi hjá honum eru John Lennon og bróöirhansRúnarÞór. -kaa Hörð samkeppni um af la línubáta á Vestfiörðum Svo virðist sem allhörö samkeppni sé um afla línubáta á Vestfiöröum um þessar mundir. Hólmgrímur Sig- valdason, útgerðarmaður á Þingeyri, hefur aö undanfórnu verið að landa viö og við á Flateyri og segist hann gera það vegna þess að Hjálmur hf. á Flateyri hafi átt handa sér kvóta. Hann segist líka landa á Þingeyri öðru hvoru. Hólmgrímur segir að á Flateyri séu greiddar 52 til 53 krónur fyrir kílóið af þorski. Á Þingeyri var það lægra en hefur nú verið hækkað í sömu upphæð en þó með því fororði að fiskurinn sé 2,5 kíló það minnsta. Hann segir að fiskvinnslustöðvar séu öðru hvoru að hringa í línubát- ana og óska eftir því að þeir landi hjá sér og bjóða þá einhveija þjón- ustu í staöinn. í janúar á þessu ári gerði kaup- félagið á Þingeyri samning við eig- endur línubáta um að það sæi um að 20 til 30 prósent af afla þeirra færi í gáma. Auk þeirrar þjónustu fengu línubátar ís hjá kaupfélaginu. „Aftur á móti urðum við aö greiða kostnaðinn við að fylla gámana og koma þeim um borð í flutningaskip. Ég var aldrei sáttur við þennan samning og skrifaði raunar aldrei undir hann,“ sagði Hólmgrímur. Hann sagöist ekki vita hvort eig- endur fleiri línubáta frá Þingeyri myndu fylgja sér í að landa á Flat- eyri. Menn spiluðu þetta nokkuð eft- ir eyranu. Eitt væri þó alveg ljóst aö kosturinn við að landa heima væri ótvíræður og vægi upp á móti ýmsu sem í boði væri annars staðar. -S.dór EITTHVAÐ FYRIR A T T A xTlJL/J____ KONUR OG KARLA Ó.I t I f ' f ( tí» Y\i f} Hfc' -AíÚiW ÚTG.NÓVEMBER ÚTG.NÓVEMBER The í CARY % LINEKER IIOH \ K)'f R' i ’H LV ÚTG.NÓVEMBER JrttsJífifflílllWf--. ÚTG.NÓVEMBER UTG.NOVEMBER K ffekf INTÍRÍNAÍ AJFFAJiRS ÚTG.NÓVEMBER VIDEOHOLLIN LAGMÚLA 7. SÍMI685333 HAMRABORG11. SÍMI 641320 ÞÖNGLABAKKA 6, MJÓDD, SÍMI 670066 SMIÐSBÚÐ 6. GARÐABÆ, SÍMI 42633

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.