Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1990.
17
Bridge
Pólsk kona fékk Solomonverð-
launin fyrir besta úrspilið
IBPA, alþjóðlegt félag brigeblaða-
manna, velur árlega nokkur spil til
verölauna, ýmist fyrir bestu spila-
mennskuna, bestu sagnröðina, bestu
varnarspilamennskuna o.s.frv.
Verðlaun fyrir besta úrspilið nefn-
ast Solomonverðlaunin og að þessu
4 KD1073
Y -
♦ K863
+ ÁG105
Bridge
* 854
Y K8642
♦ GIO
+ 862
N
V A
S
♦ 6
V G10973
♦ Á92
+ D974
Stefán Guðjohnsen
sinni hlaut pólsk bridgekona þau, en
spilið kom fyrir í Evrópukeppni í
fyrra.
Spilið er frá leik Pólverja og sveitar
Terraneo frá Austurríki.
Það er óhætt að segja að Raczynska
hafi spilað eftirfarandi spil frábær-
lega vel, en sjón er sögu ríkari.
S/N-S
* ÁG92
Y ÁD5
♦ D754
+ K3
Sagnimar vom auðveldar:
Suður Norður
Raczynska Szymanowski
1 grand 2 lauf
2 spaðar 6 spaðar
Þegar maður sér öll spilin virðist
slemman vonlaus því engin leið virð-
ist til þess að sleppa við að gefa tvo
slagi á tígul.
Vestur spilaði út tígulgosa og suður
fékk slaginn á drottninguna. Getið
þið séð hvernig sagnhafi vann spilið?
Hún tók þrisvar tromp, síðan kóng
og ás í laufi og spilaði laufgosa. Þegar
austur gaf kastaði sagnhafi tígh.
Framhaldið var síðan frábært; Rac-
zynska spilaði litlum tígli úr blindum
frá kóngnum. Ef austur lætur ásinn
fær hann ekki fleiri slagi og spilið
er unnið - ef hann lætur lítið fær
vestur slaginn á tíuna og verður að
spila upp í hjartagaffalinn því hann
á ekkert nema hjarta á hendinni.
Þar með hurfu tveir tíglar úr blind-
um og spilið var unnið. Frábær spila-
mennska.
Þaö er athyglisvert að sagnhafi
spilaði ekki fjórða laufinu og tromp-
aði, en þá hefði hún gefið vestri færi
á að brillera með því að kasta tígul-
tíunni, þá heföi austur alltaf fengið
tvo slagi á tígul.
Minningarmót um
Alfreð G. Alfreðsson
Bridgefélag
Kópavogs
Þann 10. nóvember næstkomandi
verður haldið í íþróttahúsinu í Sand-
gerði minningarmót um Alfreð G.
Alfreðsson. Mótið er jafnframt af-
mælismót Bridgefélagsins Munins í
Sandgerði. Minningarmótið hefst kl.
9.30 þann 10. nóv. og er þátttaka mið-
uð við 34 pör. Spilaöur verður baró-
meter með 2 spilum á milli para.
Mjög vegleg verðlaun eru í boði og
er áætlað að mótinu ljúki um kl.
19.30. Skráning er á skrifstofu BSÍ.
Alfreð, sem lést á liðnu sumri langt
um aldur fram, sat í stjórn Bridge-
sambands íslands á árunum 1969-80
og var forseti þess 1979-80. Hann var
og landsliðsfyrirliði frá 1971-
75. Hann var einnig um árabil helsta
drifijöðrin í starfi Bridgefélags Suð-
urnesja og einn af bestu spilurum
þeirra Suðurnesjamanna. Eitt af
þeim fjölmörgu málum sem Alfreð
bar mjög fyrir brjósti var unglinga-
og fræðslustarf innan bridgehreyf-
ingarinnar. Af því tilefni hafa nokk-
ur félög og einstaklingar ákveðið að
stofna minningarsjóð um Alfreð og
mun fé sjóðsins renna óskipt til ungl-
ingastarfsins. Þeiní sem hafa áhuga
á að láta fé af hendi rakna og leggja
góðu máh lið er bent á Bridgesam-
band íslands.
Bridgefélag Kópavogs er 30 ára um
þessar mundir. í tilefni þess efna fé-
lagið og Sparisjóður Kópavogs til
stórmóts. í bridge í Félagsheimili
Kópavogs helgina 3.-4. nóvember
næstkomandi. Spilaður verður tví-
menningur með barómeterfyrir-
komulagi og hefst spilamennska kl.
10.00 báða dagana. Mjög góð peninga-
verðlaun eru í boði, samtals að upp-
hæð kr. 300.000. Spilastjóri verður
Hermann Lárusson og reiknimeist-
ari Kristján Hauksson.
Þátttökutilkynningar berist til for-
manns bridgefélagsins, Þorsteins
Berg, sími 73050 (vs.), 40648 (hs.),
keppnisstjóra Hermanns Lárusson-
ar, sími 41507 eða á skrifstofu Bridge-
sambands íslands, sími 689360.
KVIK KLÆÐASKAPAR
ÓTRÚLEGA ÓDÝRIR
r
Gerð 50-hvítur
50 x 210 x 60 sm
m/hattahillu, slá fyrir
heröatré og höldum.
AÐEINSKR. 9.478,-
LdJ
Gerð ÍOO
tvöfaldur, hvítur
ÍOO x 210 x 60 sm
m/skilrúmi, hattahillu,
3 hillum, slá fyrir
herðatré og höldum.
AÐEINSKR. 14.760,-
feaBfó
m
BÆJARHRAUNI 8 • HAFNARFIRÐI
SÍMI 651499
RAUTT EÐAL-GINSENG
RÉTTI LEIKURINN
„Stórmót í skák eru mjög krejjandi.
Þess vegna nota ég Rautt eðalginseng.
Þannig kemst ég í andlegt jafnvægi,
skerpi athyglina og eyk úthaldið.“
RAUTT GINSENG
SKERPIR ATHYGLI
EYKUR ÞOL
Helgi ÓlaJ'sson
stórmeistari í skák
A LEIGUNUM
Flashback
, - \
plot síhsatioh
Prisoner of Rio
The Take
The Image
# §
1 i\
UU'ðii M-.il 1 iSlWC'
& I
iAMTOK SllkSKKA tHOIAHDAtKU