Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1990.
Andri V. Sigurðsson, Fram, skorar hér eitt marka sinna gegn Stjörnunni án þess að Patrekur Jóhannesson komi
neinum vörnum við. Lið þeirra urðu í 2. og 3. sæti deildarinnar en Valsmenn unnu hana án teljandi vandræða.
• DV-mynd Ómar
Davið Þór Hallgrimsson býr sig hér undir að taka aukakast að loknum leiktima i ieik ÍBV og FH en FH-ingar ráða
ráðum sinum. Davið skoraði úr aukakastinu og tryggði liði sínu rétt til að leika áfram í 1. deild en FH féll í 2. deild.
DV-mynd Ómar
Óvænt úrslit í
2. flokki kvenna
- KR vann alla leiki sína
Um síðustu helgi var leikið í 1. og
2. deild 2. flokks kvenna. 1. deildin
var leikin í Seljaskóla og var þar um
harða keppni að ræða sem endaði
með sigri KR.
Víkingar í gang í
seinni hálfleik
Fyrirfram áttu menn von á að leikur
KR og Víkings yrði úrslitaleikur
þessa aldursflokks. Ekki varð mönn-
um að ósk sinni því KR-stúlkurnar
hreinlega gengu yfir Víkinga allt frá
fyrstu mínútu og var staðan í hálf-
leik 10-4 KR í vil. Víkingar bættu
mikið viö sig í seinni hálfleik og varð
lokastaðan 15-12.
Ekki verður hjá því komist að
minnast á hlut dómara í þessum leik
en þeir voru mjög hlutdrægir í byij-
un og höfðu á fyrstu mínútum afger-
andi áhrif á gang leiksins KR í vil.
Bestar í liði KR voru þær Sigurlaug
Benediktsdóttir, Sigríður Pálsdóttir
og Anna Steinsen. Bestar í liöi Vík-
inga voru þær Inga Stefánsdóttir og
Helga Brynjólfsdóttir.
Hreinn úrslitaleikur
Gróttu og KR
Leikur KR og Gróttu var hreinn úr-
slitaleikur um 1. sæti tarnarinnar.
KR-stúlkurnar komu ákveönari til
leiks og leiddu frá fyrstu mínútu
leiksins til þeirrar síðustu og sigr-
uöu, 13-9, eftir að staðan í hálfleik
hafði verið 9-5. Bestu leikmenn KR
í leiknum voru þær Sigurlaug, Sig-
ríður og Vigdís Finnsdóttir. Best í
liði Gróttu var Ema Hjaltested.
Lokastaða 1. deildar:
KR........................10
Grótta...........................7
ÍBK Stjarnan 5 4
Víkingur 4
FH... “ 0
Það verður því lið FH sem fær það
erfiða hlutskipti að falla í 2. deild.
Það þarf þó ekki að örvænta sé tekið
mið af síðustu 2 leikjum liösins.
2. deild
Selfoss tryggði sér þátttöku í 1. deild
með stórsigri á Fram en það var úr-
slitaleikur tarnarinnar.
Lokastaða 2. deildar:
Selfoss......................10
Fram..........................8
Þór...........................6
Haukar........................4
Völsungur.....................2
HK............................0
15
Handknattleikur unglinga
Valur
deildar-
meistari
- vann alla leiki sína í 2. flokki karla
Valsmenn urðu deildarmeistarar í
2. flokki karla er þeir gerðu sér lítið
fyrir og unnu alla andstæðinga sína
i 1. deild. Var sigur þeirra í deildinni
verðskuldaður og verða þeir að teljast
líklegir til að verða í einu af toppsæt-
unum er yfir lýkur í vor þrátt f' ár
að liðiö sé að mestu skipað leikmöm.-
um er léku í 3. flokki á síðasta ári.
Valur og Fram
í tveimur
efstu sætunum
Leikur Vals og Fram var úrslitaleik-
ur deildarinnar að þessu sinni þrátt
fyrir að hann hafi ekki verið vel leik-
inn. Valsmenn höfðu alltaf forustuna
í leiknum og var sigur þeirra verð-
skuldaður. I hálfleik leiddi Valur,
10-12, en lokatölur urðu 22-17.
Mörk Vals: Dagur Sigurðsson 5,
Ólafur Stefánsson 5, Sveinn Sigfmns-
son 5, Valgarð Thoroddsen 4, Magnús
M. Haraldsson 2 og Gústaf B. Isaksen
1.
Mörk Fram: Karl Karlsson 8,
Gunnar Kvaran 3, Jason Ólafsson 2,
Andri V. Sigurðsson 2 og Páll Þó-
rólfsson 2.
Stjarnan sigldi lygnan sjó um miðja
deild, gerði jafntefli viö FH og vann
ÍBV.
Leikur ÍBV og FH var úrslitaleikur
deildarinnar um fall í 2. deild. Leik-
urinn var jafn allan tímann en ÍBV
tryggði sér áframhaldandi veru í 1.
deild með því að skora úr aukakasti,
13-12, að loknum leiktíma.
KRíl.deild
KR og ÍR háðu haröa baráttu um
laust sæti í 1. deild. Keppni liðanna
í 2. deild var mjög jöfn og spennandi
og var lítill munur á liðunum. Hand-
boltinn, sem var sýndur í 2. deild,
Umsjón
Heimir Ríkarðsson
og
Lárus H. Lárusson
var ekki upp á marga fiska en þó brá
fyrir ágætum leikköflum.
Úrslitaleikur deildarinnar var við-
ureign KR og ÍR. ÍR dugöi jafntefli í
þessum leik þar sem þeir höfðu unn-
ið alla andstæðinga sína til þessa.
KR-ingar byriuðu leikinn gegn ÍR
mun betur og höfðu örugga forustu
í hálfleik, 7-4. í seinni hálfleik bættu
ÍR-ingar varnarleik sinn til muna og
gátu fyrir vikið beitt hraðaupphlaup-
um til að freista þess að jafna leik-
inn. Það tókst ekki og marði KR eins
marks sigur, 9-8, og leikur því í 1.
deild í næstu umferð en ÍR-ingar, sem
voru aðeins einu marki frá því að
vinna deildina, verða að leika áfram
í 2. deild.
Haukar og Grótta urðu í þriöja til
fjórða sæti með fjögur stig .
Neðst í 2. deild varð lið Gróttu. sem
vann ekki leik að þessu sinni.
UBKvann3. deild
UBK tryggði sér rétt til að leika í 2.
deild með því að vinna alla andstæð-
inga sína. Víkingar urðu í 2. sæti,
Selfoss í 3. sæti og HK í 4. Þessi liö
leika áfram í 3. deild.
Margir bjuggust við að viðureign KR og Víkings yrði úrslitaviðureign 1.
deildar en reyndin varð önnur. Hér sést Helga Brynjólfsdóttir skora eitt
marka Víkings gegn KR er Vikingar reyndu að vinna upp forskot KR-inga.
Það verður hörkukeppni milli FH, Næsta törn í 2. flokki verður helg-
Fram og Þór á Akureyri í næstu törn. ina 23.-25. nóvember.