Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1990.
Erlendbóksjá
Lady Colin Canipbell
iuu) Uv ,'otMfw/iu/ tfiwnc úf/ÍSSó
G.H. FbEMING
Alræmt enskt
skilnaðarmál
Fyrir rúmlega einni öld, eða
áriö 1886, var ensk hefðarfrú,
lafði Campbell, miðdepill lengstu
skilnaöarréttarhalda sem sögur
fara af í Bretlandi.
í átján daga var einkalífi henn-
ar og eiginmannsins, Campbell
lávaröar, lýst í smáatriðum í rétt-
arsalnum. Sá vitnisburður var
aðalefni dagblaða, sem sum hver
líktu henni við hina nautnasjúku
Messalínu, og helsta umræðuefni
landsmanna vikum saman.
Höfundur bókarinnar rifjar
upp gang þessara réttarhalda frá
degi til dags og byggir þar einkum
á frásögnum fjölmiðla þar sem
opinbert eftirrit er ekki fyrir
hendi. Dregin er upp ítarleg
mynd af lávarðarhjónunum, sem
aldrei hefðu átt að ganga í það
heilaga, og þá alveg sérstaklega
af lafði Campbell. Hún var stór-
merk kona sem sætti sig ekki við
þann þrönga bás sem hefðir Vikt-
oríutímans mörkuðu giftum kon-
um.
Þetta er í senn forvitnileg frá-
sögn af alræmdum réttarhöldum,
merkileg svipmynd af óvenju-
legri konu og glögg lýsing á fé-
lagslegri stöðu enskra kvenna
fyrir hundrað árum.
VICTORIAN „SEX GODDESS".
Höfundur: G. H. Flemlng.
Oxford University Press, 1990.
Skugginn
Söguhetjan í nýjustu drauga-
sögu Stephen King er rithöfund-
ur sem skrifar undir tveimur
nöfnum - annars vegar sem „al-
varlegur" skáldsagnahöfundur
og hins vegar sem smiður blóð-
ugra spennusagna.
Hann fer leynt með afþreying-
arskrif sín epda sinnir hann þeim
eingöngu til að græða peninga.
Svo fer þó að hann er afhjúpaður
og verður sér þá úti um góða
auglýsingu með því að setja á
sviö fyrir útbreitt tímarit „útför“
spennusagnahöfundarins.
Vandinn er bara sá að þessi
skuggi rithöfundarins hefur eng-
an áhuga á því að vera dauður
og grafinn og gengur því aftur.
Hvemig maður sem aldrei hefur
verið til getur gengið aftur er að
sjálfsögðu sérsvið Kings að út-
skýra enda vanur i faginu.
Þrátt fyrir fáránleika söguþráð-
arins tekst King hér eins og oft
áður að semja hörkuspennandi
hryllingssögu. Enda er enginn
honum færari í að skrifa svo eðli-
lega og blátt áfram um makalaust
rugl að lesandinn verði fastur i
netinu til bókarloka.
THE DARK HALF.
Höfundur: Stephen Klng.
New Enqllsh Library, 1990.
Háskólaforsetinn
sem lét sig hverfa
Julian Nance Carsey, sem gjaman
var kallaður Jay frændi af vinum
sínum og kunningjum hafði höndlað
flest það sem venjulega telst vera
inntak ameríska draumsins.
Hann bjó ásamt glæsilegri konu
sinni í stóru, sögufrægu húsi skammt
frá höfuðborginni Washington þar
sem hann gegndi vel borguðu auka-
starfi sem ráðgjafi.
Hann var á miðjum aldri, 47 ára,
þekktur og vinsæll í Charles-sýslu í
Maryland þar sem hann var forseti
háskólans og hafði verið um árabil.
í þessari byggð var hann ein af meg-
instoðum samfélagsins, drifkraftur-
inn á bak við mikla uppbyggingu
skólans, fastagestur ásamt konu
sinni í öllum boðum og veislum, dug-
mikill og ráöagóður vinur sem alltaf
var hægt að leita til þegar vanda bar
aö höndum.
Að morgni miðvikudagsins 19. maí
árið 1982 hélt háskólaforsetinn að
heiman frá sér eins og venjulega,
steig upp í glæsibifreið sína, hringdi
í einkaritara sinn á leiðinni í vinn-
una og baö hann að afpanta fyrir sig
tannlæknatíma þann morguninn af
því hann yrði seinn fyrir - og lét sig
svo hverfa.
Hvarf sporlaust
Eiginkona, samstarfsmenn og vinir
fóru að undrast um Jay fljótlega
þennan sama dag. Flestum datt í hug
að eitthvert slys heföi komið fyrir,
eða þá að hann hefði orðið fómar-
lamb glæps, en allir töldu samt rétt
að bíða einn dag eða svo með að til-
kynna hvarf hans og sjá hvort Jay
skilaði sér ekki.
En daginn eftir bárust eiginkon-
unni, vinnuveitendum og fáeinum
vinum bréf og kort sem Jay hafði
póstlagt daginn sem hann hvarf. Þar
sagði hann störfum sínum lausum
og tilkynnti konu sinni, án nokkurra
frekari útskýringa, aö hann væri far-
inn og kæmi aldrei aftur.
innar um háskólaforsetann sem
hvarf.
Jay skildi ekki eftir sig nein spor
um ferðir sínar og því spurðist ekk-
ert til hans mánuöum saman. Eigin-
konan leitaði til lögreglunnar en hún
gat lítið aðhafst meðal annars vegna
þess að það taldist vart til glæpa að
láta sig hverfa af sjálfsdáðun.
Að því kom að Washington Post og
fleiri dagblöð fóru að skrifa um mál-
ið og það vakti áhuga CBS-fréttastof-
unnar. Þar starfaði Jonathan Cole-
man, höfundur þessarar bókar, og
fékk það verkefni að kanna hvarf
háskólaforsetans. Af því varð fyrst
ítarleg frásögn í sjónvarpinu en síð-
ar, eftir nokkurra ára þrautseigju,
þessi frábæra bók.
Hvers vegna?
Coleman byrjar bók sína daginn
sem Jay lét sig hverfa og lýsir viö-
brögðum eiginkonu, samstarfs-
manna og vina sem höfðu alls ekki
áttað sig á því að Jay væri ósáttur
við tilveruna eða ætti við erfið
vandamál aö stríða.
Höfundurinn hefur talað viö allt
þetta fólk og lýsir bæði aðgerðum
þess og hugsunum. Hann hefur einn-
ig átt ítarleg samtöl við Jay og segir
ítarlega frá því nýja og gjörólíka lífs-
munstri sem Jay reyndi að skapa sér
á flóttanum. Jafnframt útskýrir Jay
eftir bestu getu hvers vegna hann
þoldi ekki lengur við og greip til
þessa óyndisúrræðis.
Þetta er afar áhugaverð frásögn.
Höfundurinn dregur upp úr pússi
sínu lítil myndbrot úr ýmsum áttum.
Smátt og smátt falla þau saman og
gefa heildarmynd af manni sem fékk
svo rækilega fylli sína af því að lifa
og hrærast í ameríska draumnum
aö hann hvarf á brott í leit að öðrum
lífsstíl án þess einu sinni að hafa fyr-
ir því að segja bless við konu sína
eða vini.
EXIT THE RAINMAKER.
Höfundur: Jonathan Coleman.
Dell, 1990.
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur:
1. Stephen King:
THE DARK HALF.
2. Martln Amis:
LONDON FIELDS.
3. Scott Turow:
PRESUMED INNOCENT.
4. Len Oelghton:
SPY LINE.
5. TSue Townsend:
TRUE CONFESSIONS OF ADRIAN
ALBERT MOLE.
6. J. Barnes:
A HISTORY OF THE WORLD IN
10'/2 CHAPTERS.
7. Rose Tremaln:
RESTORATION.
8. isaac Asimov:
NEMESIS.
ð. Vlíglnla Andrews:
GATES OF PARADISE.
10. Eltis Peters:
A RARE BENEDICTINE.
Rit almenns eðlis:
1. Peter Mayle:
A YEAR IN PROVENCE.
2. Nigel Nicolson:
PORTRAIT OF A MARRIAGE.
3. Denis Healey:
THE TIME OF MY LIFE.
4. Rosemary Conley:
COMPLETE HIP & THIGH DIET.
5. Rosemary Conley:
INCH-LOSS PLAN.
6. Hannah Hauxwetl:
SEASONS OF MY LIFE.
7. Roger Penroso:
THE EMPEROR’S NEW MIND.
8. Hllary Rubinstein:
THE DOOD HOTEL GUIOE 1901.
9. Mlchael Lewis:
LIAR’S POKER.
10. Phlllp Larfcln:
COLLECTED POEMS.
(Byggt á The Sunday Rmes)
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. Stephen King:
THE DARK HALF.
2. Scott Turow:
PRESUMED INNOCENT.
3. Carrie Físher:
POSTCARDS FROM THE EDGE.
4. Stephen Coonts:
THE MINOTAUR.
$, John Jakes:
CAUFORNIA GOLD.
6. Kathleen E. Woodlwlss:
SO WORTHY MY LOVE.
7. Allan Gurganus:
OLDEST LIVING CONFEDERATE
WIDOW TELLS ALL.
8. Jennifer Lynch:
THE SECRET DIARY OF LAURA
PALMER.
9. V.E. Mitchell:
ENEMY UNSEEN.
10. Ken Follott:
THE PILLARS OF THE EARTH.
11. Isaac Aslmov:
NEMESIS.
12. Tom Clancy:
CLEAR AND PRESENTDANGER.
13. Plars Anthony:
ISLE OF VIEW.
15. Amy Tan:
THE JOY LUCK CLUB.
14. Jack Higgins:
COLD HABOUR.
Rit almenns eölis:
1. Robert Fulghum:
ALL I REALLY NEED TO KNOW I
LEARNED IN KINDERGARTEN.
2. M. Scott Pacfc:
THE ROAD LESS TRAVELED.
3. Thomas L. Frledman:
FROM BEIRUT TO JERUSALEM.
4. Stephen Hawking:
A BRIEF HISTORY OF TIME.
5. Jill Ker Conway: ’
THE ROAD FROM COORAIN.
6. Tracy Kiddcr:
AMONG SCHOOLCHILDREN.
7. Erma Bombeck:
I WANT TO GROW HAIR, I WANT
TO GROW UP, IWANT TO GO TO
BOISE.
8. Jonathan Coleman:
EXIT THE RAINMAKER.
9. Michael Lewis:
LIAR’S POKER.
10. B. S. Siegel:
LOVE, MEDICINE AND MIRAC-
LES.
(Byggt á New York Times Book Review)
Danmörk
Metsölukiljur:
1. Marilyn French:
SIN MORS DATTER.
2. Isabel Allende:
EVA LUNA.
3. Jean M. Auel:
HULEBJ0RNENS KLAN.
4. Salman Rushdie:
DE SATANISKE VERS.
SKYLDIG.
5. Jean M. Auel:
MAMMUTJÆGERNE.
6. Jean M. Auel:
HESTENES DAL.
7. Isabel Allende:
ÁNDERNES HUS.
8. Ib Michael:
KILROY KILROY:
9. Bjarne Reuter:
MANEN OVER BELLA BIO.
10. Benazir Bhutto:
0STENS DATTER.
(Byggt á Poliiiken Sondag)
Umsjón: Elías Snæiand Jónsson
Ástir sjónvarps-
fréttamannsins
Ástir og frami Maggie Sommers
er efniviður þessarar nýju ástar-
sögu sem er hugguleg afþreying.
Maggie þessi er bandarískur
sjónvarpsfréttamaöur sem fetar
smátt og smátt upp metorðastig-
ann. En starf hennar sem frétta-
manns, meðal annars í stríös-
þjáðu landi Líbana, er þó fyrst
og fremst notað hér sem raun-
sætt baksvið atburðanna því
einkalíf hennar og þá sérstaklega
ástarmálin eru meginviðfangs-
efni höfundarins. Og þar hefur
Maggie í nógu að snúast því elsk-
hugarnir eru margir, þar á meðal
ísraelskur herforingi.
Þetta mun vera fyrsta skáld-
saga höfundarins sem hefur sér-
þekkingu á málefnum landanna
fyrir botni Miðjarðarhafsins, eins
og það heitir víst á útvarpsmáli,
enda sérfræðingur í þeim efnum
um árabil hjá bandaríska utan-
ríkisráðuneytinu. Auk þess hefur
hún starfað fyrir bandarískar
sjónvarpsstöðvar og þekkir því
vel til þeirra staöa og starfa sem
hún hefur valið sem sögusvið.
ABSENCE OF PAIN.
Höfundur: Barbara Victor.
Pengujn Books, 1990.
Saga enskra
bókmennta
í þessari vönduðu og skemmti-
lega myndskreyttu bók er rakin
í máli og myndum saga enskra
bókmennta, ritaðra á ensku, frá
því um árið 700 og fram á okkar
daga.
Bókinni er skipt í átta kafla sem
hver um sig nær yfir afmarkað
tímabil en þau eru mislöng.
Upphafskaflinn lýsir þannig
skáldskap á ensku í nærri átta
hundruð ár éða allt til ársins 1485.
Þá tekur við valdatími Túdorætt-
arinnar og sérkafli um Shakespe-
are. Sautjánda öldin fram til end-
urreisnar konungdæmis á Eng-
landi fær sérstaka umfjöllun og
sömuleiöis átjánda öldin að upp-
hafi rómantísku stefnunnar.
Á eftir kaflanum um rómant-
ísku skáldin kemur tvískipt um-
íjöllun um það sem kallaðar eru
viktorískar bókmenntir, en síðari
hlutinn nær reyndar fram að
þriðja áratug aldarinnar. Loks er
svo fjallað um árin 1930-1980.
Höfundarnir, sem eru jafn-
margir og kaflar bókarinnar,
Ijalla um efni og túlkun helstu
skáidverka hvers tímabils fyrir
sig og setja bæði verkin og höf-
unda þeirra í sögulegt samhengi.
THE OXFORD ILLUSTRATED
HISTORY OF ENGLISH
LITERATURE.
Rltstjóri: Pat Rogers.
Oxford University Press, 1990.