Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Blaðsíða 46
58 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1990. Menriing A&næli Óvirk söguhetja Þessi saga segir frá ungum pilti utan af landi sem stundar nám í háskólanum í Reykjavík í fyrsta hluta. í öörum hluta er hann heimagangandi sambýhsmaður í Kaupmannahöfn og stuttur lokaþáttur segir frá lífl hans í Bandaríkjunum. Formlega minnir þetta á þroskasögur en í raunini þroskast hann ekki lengst af, frekar hitt. Sálræn vandamál eru í sviðsljósinu í þessari sögu. Pilturinn þjáist af feimni, honum leiðist námið og virð- ist ekki eiga sér neina kunningja meðal námsfélaga, hvað þá vini. Fyrrverandi sambýliskona reynir að reisa hann við en það vekur honum bara sjálfsaumkun og aukna vesöld. Ekki á hann nein áhugamál heldur nema þá löngun að verða maður með mönnum. Fjöl- skylda hans er yfirleitt öðruvísi fólk, virðist hresst og sjálfsöruggt en að sama skapi þrúgandi fyrir sögu- hetju. í öðrum hluta virðist helsta vandamál hans leyst, kvenmannsleysið, því þá er hann í sambúð með heillandi konu og þau unna hvort öðru. En þá kemur bara þeim mun betur i ljós meginvandamál hans, skortur á sjálfstrausti og þarmeð stefnu í lífinu. í ör- stuttum þriöja hluta segir hann frá því hvernig þessi vandamál leystust. En þar er svo fljótt farið yfir sögu, miðað við vandamálaþættina, aö lausnin verður held- ur ósannfærandi. Stíll Sagan sýnir góð tök á dæmigerðu málfari. Persónur tala hver í sínum stíl og þannig að undirritaöur a.m.k. kannast við það, svona talar þetta fólk. En sá böggull fylgir skammrifi að ekkert kemur á óvart, það verður lítið líf í mannskapnum. Þetta eru skrípamyndir og gagnvart þeim verður óvirk söguhetjan óskýr per- sóna. Það verður léttir að því þegar loks birtist eðlileg- ur maður í fyrsta hlutanum, jafnvel þótt hann tali bjagaða íslensku. Þetta er danskur hommi og hlutverk hans í sögunni virðist helst vera það að sýna fram á aö hommar séu ekkert verri en annað fólk. Æth flest- um lesendum sögunnar hafi ekki verið það ljóst fyrir? Hvað sem því líöur sýnir þetta hvers kyns sagan er, hún hefur það hlutverk fyrst og fremst að sýna lesend- um fram á tiltekin sannindi en er ekki bókmenntaverk í sjálfri sér. Þess vegna er hún svo takmörkuð við sálræn vandamál einstaklings af tiltekinni gerð. Og hér kemur að eilífðarvandamáli höfunda sem eru að Bókmenntir Örn Ólafsson lýsa leiðinlegu lífl söguhetju. Er hægt að sýna lesend- um það án þess að þeim leiðist svo lesturinn að þeir gefist upp? Það er einmitt hætt við því þegar saga tak- markast svo mjög við einn streng. í sögunni er mikið um vísanir í alls kyns bókmennta- verk. Yfirleitt er slíkt til að þétta sögu, draga inn skylt efni en framandi sem gerir heildarmyndina ríkulegri. En hér virðist þetta ekki vera til annars en skrauts. E.t.v. gegnir öðru máli um neðanmálsgreinarnar, enda þótt þær séu líka tískufyrirbæri. Þær hafa yfirleitt þann tilgang að kippa lesandanum út úr sögunni, minna hann á að hún sé tilbúningur. Og það er hér í samræmi við kennsluhlutverk þessarar sögu. Virkar bókmenntir í viðtali við sálfræðing fær söguhetja lausnina á þeim (bls. 143-4). Sem barn var hann skammaður fyrir hluti sem honum fundust lítilvægir og smám saman fór hann að hafa stöðuga sektarkennd: „Þú vissir alltaf upp á hár hvað móður þinni fannst eða mundi flnnast en hafðir sjaldan sjálfstæða skoðun á málinu... Þín eigin sjálfsmynd mótaðist af því hvað öðrum fannst um þig. Þú fékkst aldrei tíma til að finna sjálfan þig og þurftir því stöðugt á staöfestingu umhverfisins að halda.“ Annar sálfræðingur kennir honum bataráðið, aö reyna markvisst að breyta nútíðinni í staö þess að pæla í fortíðinni. Það er auðvitað gamalkunnugt aö nota skáldsögur til að „útbreiða sannindi" eða boðskap. En spurningin er hvort skáldsögur séu heppilegasta form til þess. Þaö vita aðrir betur en ég, t.d. bókaútgefendur, en ég held að alþýölegt fræðirit sem segði í þessu tilfelli ýmsar skyldar sjúkdóma- og lækningasögur kæmi þessum fróðleik miklu betur til skila og seldist betur en svona skáldsaga með boðskap. Nautnastuldur. Skáldsaga eftlr Rúnar Vignisson. Forlagió 1990, 228 bls. Bíóhöllin - Af hverju endilega ég? ★★ Gerilsneyddur farsi Þessi léttruglaða gamanmynd, byggð á sögu krimmahöfundarins Westlake, sver sig í ætt við evr- ópskan farsa þar sem glundroði ræður ríkjum og allir eru á eftir öllum. í þessu tilfelli eru allir á eftir tveim smákrimmum sem voru svo (ó)hepnnir að ræna Byzantiumloganum sem er risastór rúbíni. Krimmamir eru tveir Kristófer- ar: Lambert og Lloyd. Allir eru LAPD, CLA, sendifull- trúar Tyrklands, sem áttu að fá rúbíninn afhentan, meðlimur armensku þjóðernisvakningarhreyfmgar- innar að ógleymdum öllum glæpamönnum borgarinn- ar. Þetta er að vísu ekki eins fyndið og þaö kannski hljómar. Þetta er frekar ódýr saga og dálítið fyrir neð- an virðingu stórleikara á borð viö Lambert og Lloyd. Þeir virðast þó skemmta sér bærilega. Senunni stelur hin óþekkta Wendel Meldrum í Montypythonesku hlutverki, sem Armensk hermdarverkakona sem hót- ar að myrða eigin fjölskyldumeðlimi ef hún fær ekki Kvikmyndir Gísli Einarsson Logann. Það tekur hana að sjálfsögðu enginn alvarlega svo hún stendur við hótanir sínar. Það koma góðir brandarar með reglulegu millibili, handritið er ekki barnalegt og léttleikinn heldur uppi afþreyingargildinu. Mikið verður þetta skothelt video- dæmi. Why Me? (Band-90). Handrit: Donald E. Westlake ettir eigin bók. Leikstjóri: Gene Ouintano (For Better or For Worse). Leikarar: Christophe(r) Lambert (Greystoke, Subway, Hig- hlander, To Kill a Priest), Kim Greist (Brazil, Throw Momma ...), Christopher Lloyd (Dream Team, BTTF1-3), J.T. Walsh, Michael J. Pollard (Dick Tracy, Next of Kin), Wendel Meldrum. Laugarásbíó - Pabbi draugur ★ Ví Cosby klikkar Enn ein mistök Bili Cosby, þó ekki nærri því eins stór og hans seinasta mynd „Leonard Part VI“. Cosby leikur hér bráðkvaddan einstæðan þriggja barna föð- ur, sem snýr aftur sem draugur. Þetta er enginn venju- legur draugur því allir sjá hann vel í myrkri. Cosby þarf að þrauka í vinnunni í nokkra daga til að fá líf- trygginguna sem fylgir stööuhækkuninni sem hann á í vændum. Hvemig hann fer að þvi er meginefni mynd- arinnar auk þess sem honum semur við ættingja og vini og getur bætt fyrir afskiptaleysi sitt. Þessi hálf-draugasaga er barnaleg í besta lagi því söguþráöurinn er of fjarstæðukenndur til þess að telj- ast einu sinni fantasía. Cosby, sem viröist vera í enda- lausri heimsókn hjá tannlækninum, fettir sig og brett- ir af miklum móð en af einhverjum ástæöum tekst kímnin hans ekki eins vel á hvíta tjaldinu og í sjón- varpi. Hvað kímni varðar er af mörgu slíku að taka í myndinni, allt frá farsakenndri hegðun Cosby upp í Kviktnyndir Gísli Einarsson vafasama orðaleiki. Hlutfallið er þó ekki vel heppnuð- um bröndurum í hag. Viljandi eða óviljandi er þetta bara mynd fyrir böm. Þau sem ég heyrði til virtust skemmta sér hið ágæt- asta svo þá er bara fyrir mömmu (og) eða pabba að bíta á jaxhnn og láta sig hafa það, úrvaliö fyrir smá- fólkið er ekki það mikið þessa dagana. Ghost Dad (Band. 90), 84 min. Handrit: Brent Maddock & S.S. Wilson (Tremors, Short Circuit). Leikstjóri: Sidney Poitier (Fast Forward, Hanky Panky). Leikarar: Bill Cosby (Leonard Part IV), Kimberley Russel, Denise Nicholas, lan Bannen, Dana Ashbrook (Twin Peaks). Ásthildur G. Steinsen Ásthildur G. Steinsen, Smyrla- hrauni 20, Hafnarfirði, varð sextug ígær. Ásthildur er fædd í Reykjavík og ólst þar upp. Á æskuárunum bjó hún í Skerjafirði þar sem fjölskyld- an bjó til 1942 er Reykjavíkurflug- völlur var by ggður og hópar fólks urðu að flytja burtu. Ásthildur var í námi í Skildinganesskólanum, síð- ar í Laugarnesskóla og síðan í Ágústarskóla í tvo vetur. Hún vann viö Langlínumiðstöðina í Reykjavík frá 1947 og síðan á Talsambandinu við útlönd og vann samtals 33 ár hjá Pósti og síma. Ásthildur var farar- stjóri í Júgóslavíu og Búlgaríu í tvö sumur og hefur verið starfsmaöur Alþingis síðustu fimm árin. Fjölskylda Ásthildur er gift Garðari Steinsen, f. 19. nóvember 1931, deildarstjóra hjá Vegagerð ríkisins. Foreldrar Garðars eru Vilhelm Steinsen, f. 28. júlí 1903, nú vistmaður á Hrafnistu, og kona hans, Kristensa Marta Steinsen, f. 11. september 1906, d. 19. desember 1982. Synir Ásthildar og Garðars eru: Már, f. 26. mai 1952, framleiðslustjóri hjá Weiders farmacautisk fabrik í Kragerey í Noregi; kona hns var Sigurbjörg Elfa Bergsteinsdóttir, þau skildu, dóttir þeirra er Vala. Synir Más fyr- ir giftingu eru: Pétur og Jacob; Vil- helm,f. 17.júníl960. Systur Ásthildar eru Jóhanna, f. 15. júlí 1926, gift Halldóri Magnús- syni, deildarstjóra hjá Skeljungi, og eiga þau þrjár dætur, og Erla, f. 27. maí 1929, gift Gunnari Mekkinós- syni og áttu þau fimm börn en íjög- ur þeirra eru á Ufi. Bróðir Ásthildar samfeðra er Hörður, f. 19. júlí 1937, kvæntur Helgu Albertsdóttur hjúkrunarfræðingi. Ætt Foreldrar Ásthildar voru Guð- mundur Benjamínsson, f. 19. sept- ember 1900, d. 11. ágúst 1965, klæð- skerameistari og kona hans, Vilborg Einarsdóttir, f. 1. mars 1904, d. 30. maí 1950. Guðmundur var sonur Benjamíns, f. 15. maí 1848, d. 13. jan- úar 1903, bókavarðar og kennara í Flatey á Breiðafirði, Jóhannesson- Asthildur G. Steinsen. ar, f. 22. desember 1795, d. 8. júlí 1859, b. á Kirkjubóli í Bæjamesi, Bæringssonar. Móðir Jóhannesar var Steinunn Björndóttir, b. á Stað- arfelli, Ásgeirssonar. Móðir Benja- míns var Ingibjörg, f. 7. júní 1805, d. 5. september 1883, Guðmunds- dóttir, b. í Hvallátrum, Einarssonar, bróður Eyjólfs „eyjajarls". Móðir Guðmundar Benjamíns- sonar var Guðríður, f. 22. júlí 1871, Sigurðardóttir, b. í Hlíð í Álftafirði Jóhannesonar og konu hans, Þóru Gunnlaugsdóttur, Gunnlaugssonar, b. á Bjarnastöðum í ísafirði, Jóns- sonar. Móðir Þóru var Gróa Bjarna- dóttir, b. á Marðaeyri, Jóns hrekks, lögsagnara í Æðey, Einarssonar. Vilborg var dóttir Einars, b. á Meðalfelh í Nesjum, ættfóður Með- alfellsættarinnar. Einar var sonur Þorleifs, b. í Stórulág, Sigurðssonar. Móðir Þorleifs var Þóra Magnús- dóttir, prests í Bjarnanesi, Olafsson- ar. Móðir Einars var Sigríður Ein- arsdóttir, b. á Meðalfelli, Jónssonar og konu hans, Vilborgar Bergsdótt- ur, b. á Háhóli, Magnússonar, bróð- urÞóru. Móðir Vilborgar var Jóhanna Sig- ríður, systir Bjarna, fóður Hlífar, ömmu Hannesar Hlífars Stefáns- sonar skákmeistara. Jóhanná Sig- ríður var dóttir Snjólfs, b. á Karls- stöðum, Sigurðssonar og konu hans, Hólmfríðar Ófeigsdóttur, systur Jó- hönnu, langömmu Más Elíssonar, forstjóra Fiskveiðasjóðs íslands. .nov. 90 ára 60ára Oddgeir Hjartarson, Hólmgarði 33, Reykjavík. Jóna Hansdóttir, Miðstræti2,Neskaupstað. t- JakobÁrnason, 80 ára JónG. Jóhannsson, Lyngheiði 19, Selfossi. Hörður Bjarnason, Laufásvegi 47, Reykjavík. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Brekkugötu 12, Hafnarfirði. Guðrún Friðjónsdóttir, HverílsgötuóA, Siglufirði. Helga Jóhannsson, Sæviöarsundi 29, Reykjavík. Auðunn Jóhannesson, Efra-Hóh, Vestur-Eyjafjallahreppi. 50ára Benóný Eiríksson, Kúrlandi 26, Reykjavík. HenryÓlafsson, Skúlagötu9, Stykkishólmi. 70 ára 40ára Magnús Stefánsson, Björn Jónsson, Kalastööum I, Strandahreppi. Áshamri 75, Vestmannaeyjum. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! yujraoAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.