Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1990. Utlönd Evrópumálin valda forsætisráðherra Breta ómældum erfiðleikum: Thatcher á f allanda fæti - hnignandi efnahagur heima fyrir veldur líka minnkandi vinsældum Margrét Thatcher, forsætisráö- herra Breta, hefur orðið fyrir alvar- legu áfalli með afsögn Sir Geoffreys Howe. Við því mátti hún síst þegar hnignandi efnahagur heima veldur því að vinsældir hennar minnka dag frá degi. Thatcher hefur verið risinn í breskum stjórnmálum í ellefu ár en nú kann að verða breyting þar á. Innan íhaldsflokksins eru menn farnir að efast um hvort rétt sé að Thatcher leiði flokkinn í þingkosn- ingunum 1992. Um tíma í haust var talað um að hún hygðist flýta kosn- ingunum en það er nú talið útilokað. Eins er óvíst hvort hún reynir við framboð í fjórða sinn eins og hún hét á flokksþingi íhaldsmanna í haust. Það er fyrst og fremst afstaðan til Evrópumálanna sem veldur því að Thatcher er komin í vanda. Hörð andstaða hennar gegn því að ganga til móts við önnur Evrópuríki, t.d. í gjaldeyrismálum, aflaði henni þó vinsælda í upphafi þessa kjörtíma- bils en nú er Bretum að verða ljóst að þeir eiga ekki um marga kosti að velja. • Geoffrey Howe sá að ekki var um annað að gera fyrir Breta en að fylgja öðrum Evrópuríkjum í náinni sam- vinnu, hvort sem Bretum væri þaö ljúft eða leitt. Hann kaus að víkja og líklegast er að enginn flokksmaður freisti þess aö velta Thatcher úr sessi sem leiðtoga íhaldsflokksins þegar kosið verður um embættið síðar í þessum mánuði eða í byrjun desemb- er. Aðeins einn af þingmönnum flokksins hefur beinlínis lýst þeirri skoðun sinni að flokksmenn verði að láta reyna á það hvort Thatcher hafi nægilegt fylgi til að leiða flokk- inn fram að kosningunum 1992. Eng- inn af áhrifamestu forystumönnun- um hefur þó vogað sér að orða nokk- uð slíkt. Þrír menn eru nefndir sem arftak- ar Thatcher en enginn þeirra þó lík- legur til að reyna aö koma járnfrúnni á kné. Þessir menn eru Howe, sen nú fór úr ríkisstjórninni, Michael Heseltine og Douglas Hurd. Heseltine hefur þegar lýst því yfir að hann fari ekki fram gegn Thatcher. Hurd vill sem minnst gera úr deilum innan íhaldsflokksins og stuðningsmenn Howes segja að hann muni aldrei reynaaöfellaThatcher. Reuter Noregur: Ráðherradómur Stoltenbergs gagnrýndur Gro Harlem Brundtland sætir harðri gagnrýni í Noregi fyrir að ætla að velja Thorvald Stoltenberg sem aðstoðarforsætisráðherra og ut- anríkisráðherra. Stoltenberg er nú framkvæmda- stjóri flóttamannahjálpar Samein- uðu þjóðanna en í gær var staðfest í höfuðstöðvum stofnunarinnar að hann ætlaði að segja embættinu lausu til að geta tekið við ráðherra- dómi. „Þetta er hneyksli," segir Annette Thommessen, yfirmaður norsku flóttamannastofnunarinnar. „Þetta þýöir að norskir stjórnmálamenn telja innanríkismál mikilvægari en örlög 15 milljóna flóttamanna." Stoltenberg var utanríkisráðherra í stjórn Gro Harlem Brundtland á árunum 1986 til 1989. í janúar á þessu ári flutti hann sig til Genfar og tók þar við embætti framkvæmdastjóra hjá flóttamannastofnuninni. Brundtland hefur valið marga af ráðherrunum, sem sátu með henni í fyrri stjórn, til að sitja í þeirri nýju. Ekki er búist við að valdataka henn- ir leiði af sér miklar breytingar í Noregi því stjómin er í minnihluta og styðst við hlutleysi miðjutlokka. Málefni Evrópubandalagsins, sem urðu stjórn Jans P. Syse að falli, veröa enn óleyst en Verkamanna- flokkur Brundtland er ekki eiþhuga ÍafstÖðunnÍtÍlEB. Reuter HinsTiiraairami NÝl miSSKÓMI SPOR I RÉTTA ÁTT Danskennsla á myndbandi Þetta er fyrsta myndbandið með danskennslu sem gefið er út á íslandi. Danskennslan er sett upp þann- ig að fyrst lærir nemandinn frumsporin, síðan er ann- að afbrigði fyrir þá sem vilja læra meira. Eftirfarandi dansar eru á myndbandinu: Enskur vals Jive Quick Step Ræll Cha Cha Cha Myndbandið verður kynnt sunnudaginn 4. nóv. að Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði, í húsakynnum Nýja Dansskólans frá kl. 11-18. Símar 652285, 38830, 653107. Persaflóadeilan: Vélarbilun íOlfert Aðalvél dönsku korvettunnar Olferts Fischer er biluð og talið að nokkrir dagar líði áður en vélamönnunum um borð tekst að gera skipið klárt í slaginn við Saddam Hussein á ný. Skipið er þó ekki með öllu afl- vana því það er einnig knúið gas- hverflum sem enn eru í full- komnu lagi. Þó þykir ekki ráðlegt að vera mikið á ferli um Persa- flóann fyrr en hægt er að sigla fyrir fullu afli. Ritzau Peningamarkaöur INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób. 2.0-2.5 Lb.Bb,- Sb Sparireikningar 3jamán. uppsögn 2,5-3 Allir nema Bb 6mán. uppsögn 3,5-4 Ib.Sb 12mán.uppsögn 4-5 1b 18mán. uppsögn 10 Ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema ib Sértékkareikningar 2-2,5 Lb.Bb,- Sb Innlán verötryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5 Allir 6mán. uppsögn 2,5-3,0 Allir nema lb Innlán með sérkjörum 3-3,25 Ib Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 7-7,25 Ib Sterlingspund 13,5-13,6 Sp Vestur-þýsk mörk 7-7,25 Sp Danskarkrónur 9-9,4 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv.) 12,25-13.25 Allir Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 11,25-13.5 Ib Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir . Hlaupareikninqar(vfirdr.) 15,5-16,0 Bb.lb Utlan verötryggö . Skuldabréf 7,75-8,5 Lb Utlán til framleiðslu Isl. krónur 11,75-13,5 ib SDR 11-11,25 Lb.Bb,- Sb Bandaríkjadalir 10-10,2 Allir nema Sp Sterlingspund 16,5-16,7 Allir nema Sp Vestur-þýsk mörk 10-10,2 Allir nema Sp Húsnæðislán 4.0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 21,0 MEÐALVEXTIR óverðtr. okt. 90 14,0 Verðtr. okt. 90 8.2 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala okt. 2934 stig Lánskjaravísitala nóv. 2938 stig Byggingavisitala okt. 552 stig Byggingavisitala okt. 172,5 stig Framfærsluvisitala okt. 147.2 stig Húsaleiguvisitala óbreytt 1 .okt VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,136 Einingabréf 2 2,787 Einingabréf 3 3,377 Skammtímabréf 1.729 Lífeyrisbréf Kjarabréf 5,079 Markbréf 2,705 Tekjubréf 2,005 Skyndibréf 1,514 Fjölþjóðabréf 1.270 Sjóósbréf 1 2.466 Sjóðsbréf 2 1.785 Sjóðsbréf 3 1,716 Sjóðsbréf 4 1,473 Sjóðsbréf 5 1,033 -Vaxtarbréf 1,7425 Valbréf 1,6355 Islandsbréf 1,065 Fjórðungsbréf 1,040 Þingbréf 1,065 Öndvegisbréf 1,058 Sýslubréf 1,070 Reiðubréf 1,049 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnur m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 688 kr. Eimskip 570 kr. Flugleiðir 220 kr. Hampiðjan 176 kr. Hlutabréfasjóður 174 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 182 kr. Eignfél. Alþýðub. 131 kr. Skagstrendingur hf. 420 kr. Islandsbanki hf. 179 kr. Eignfél. Verslunarb. 140 kr. Olíufélagið hf. 605 kr. Grandi hf. 215 kr. Tollvörugeymslan hf. 110 kr. Skeljungur hf. 667 kr. Ármannsfell hf. 235 kr. Útgerðarfélag Ak. 325 kr. Olís 200 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi. kge. Nánari upplýslngar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.