Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 3,. NÓVEMBER 1990. „Það væri alveg hörmulegt ef kall- inn hætti í pólitík með þéssum hætti því hvað sem um hann má segja þá hefur hann verið alveg geysilega öt- ull að beijast fyrir sitt kjördæmi. Þetta er velviljaður maður sem mörgum þykir mjög vænt um og hafa fulla ástæðu til. Þess vegna verður sjálfsagt reynt að sætta þetta mál og fá kallinn til þess að taka heiðurssætið á listanum. Margir stuðningsmenn Þorvaldar réðu honum frá því að fara í þetta prófkjör en því er þannig farið í póli- tík að menn taka sínar ákvarðanir sjálfir og mæta örlögum sínum sjálf- ir. í þessum slag verður hver að liggja sem hann hefur um sig búið,“ sagði einn af forvígismönnum vest- firskra sjálfstæðismanna í samtali við DV þegar rætt var um örlög Þor- valdar Garðars Kristjánssonar, fyrr- um forseta Sameinaðs Alþingis og þingmanns Vestfirðinga. Flokksmenn Þorvaldar sendu hon- um ákaflega skýr skilaboö í próíkjör- inu sem fram fór fyrir viku. Þar hafn- aði Þorvaldur, sem sóttist eftir fyrsta sætinu, í því fjóröa. Hann hlaut að- eins 212 atkvæði í fyrsta sætið en Matthías Bjarnason, samherji hans og andstæðingur að fornu og nýju, fékk 515 atkvæði í fyrsta sæti og skip- ar það. Þorvaldur hefur tekið þessum tíð- indum fálega og hefur sagt við fjöl- miðla að hann skilji ekkert í þessum úrshtum og muni eftirláta öðrum aö skilja það. Hann hefur sagt aö hann taki þessi úrslit ekki nærri sér og sé vanur áföllum af þessu tagi. Þegar úrslit lágu fyrir eftir prófkjörið var það fyrsta verk talningarmanna að hringja í Þorvald og samkvæmt heimildum DV tók hann úrshtum mjög illa. Stuðningsmönnum hans á Vest- Þorvaldur Garðar Kristjánsson fékk skýr skilaboð frá flokksmönnum sínum sem höfnuðu honum í prófkjöri á dögun um. Þýðir þetta að hann sé hættur í pólitik eftir áratuga setu á þingi? við hlið fyrir flokkinn í tveimur efstu sætunum. Það tókst að bera klaeði á vopnin og allar götur sínar hafa þeir félagar skipað fyrsta og annað sæti listans, Matthías þó ávallt í fyrsta sætinu. „Þeir talast við en það er ekki meira en svo. Þetta hefur alltaf verið mjög sárt á milli þeirra,“ sagði vest- firskur sjálfstæðismaöur við DV. Vestfirskur kenningasmiður full- yröir að höfnunin nú sé Þorvaldi enn þungbærari en nokkurt annað áfall sem hent hefur hann á ferlinum vegna þess að eftir að Matthías lýsti því yfir að hann ætlaöi að draga sig í hlé 1988 hafi Þorvaldur eygt lang- þráðan möguleika á að verða 1. þing- maður Vestfirðinga, nokkuð sem hann hafi dreymt um síðan í fyrstu kosningunum 1952. Þetta tækifæri gekk honum úr greipum þegar Matt- hías ákvað að stíga fram einu sinni enn. Þorvaldur hefur ávallt þótt fylginn sér og tregur tii að láta af þeim emb- ættum sem hann hefur skipaö. Þann- ig var hann áfram fulltrúi á þingi Evrópuráðsins árin 1967 til 1971 þó hann væri utan þings. Margir Vestfirðingar segja hann hafa unnið afar vel fyrir kjördæmiö og þannig hafi framkvæmdamenn alls staðar á Vestfjörðum alltaf haft samband við Þorvald þegar vantaði peninga til þess að byggja brú eða leggja veg og veita fé til uppbygging- ar. Þetta hafi líka giit um þá sem ekki voru stuðningsmenn hans. Margir nefna Vestfjarðaáætlun sem eitt helsta afrek Þorvaldar á þingi en þá fékk hann fé úr Viðreisnarsjóöi Evr- ópu til uppbyggingar á Vestfjöröum. Hvað nú, Þorvaldur? Spurningin sem flestir velta eflaust Hvað nú, Þorvaldur Garðai? fjörðum, sem DV hefur rætt við, komu þessi úrsht mismikið á óvart en sumir þeirra segjast hafa séð þetta fyrir nokkru áður en prófkjörið fór fram. Aðrir segjast hafa bent honum á þennan möguleika fljótlega eftir að ijóst varð að Matthías Bjarnason gæfi kost á sér. „Þetta er klassískt dæmi um stjórn- málamann sem ekki þekkir sinn vitj- unartíma. Þetta er svipað og þegar Geir Hallgrímssyni á sínum tíma var hafnað af flokknum og engum kom það á óvart nema honum sjálfum," sagði vestfirskur sjálfstæðismaður til margra ára í samtali við DV. „Það virtist sem menn settu aldur hans talsvert fyrir sig. Yngra fólk virðist ekki jafntilbúið og áður til þess að setja þessa gömlu skarfa í efstu sætin,“ sagði annar sjálfstæðis- maður. Þessi yfirlýsing stenst tæp- lega í ljósi þess að Matthías Bjarna- son sem lenti í efsta sæti er aðeins tæpum tveimur árum yngri en Þor- valdur Garðar. Kenningasmiðir í hópi vestfirskra, sem DV hefur rætt við, hafa skýringu á reiðum höndum. Ljóst var aö Matthías Bjamason ætlaði að draga sig í hlé og lýsti hann því yfir á fundi kjördæmisráðs 1988. Þorvaldur stefndi hins vegar ótrauð- ur á efsta sætiö. Ungir menn innan flokksins vildu gjaman losna við þá báða og fengu því Matthías til þess að fara fram á ný með því skilyröi að hann sæti lítið á þingi næsta kjör- tímabil svo Guðjón Arnar fengi að spreyta sig ásamt Einari Guðfinns- syni. Þessi leikflétta, sem miöaði að því að koma Þorvaldi úr öruggu sæti, virðist hafa gengið upp. Heimildar- maður, sem tók þátt í talningunni, segir reyndar að ekki hafi verið hægt að sjá á kjörseðlum að bandalag hafi verið í gangi. Matthías Bjamason viðurkennir að hafa stutt Einar Guð- fmnsson en segir enga samninga hafa verið gerða. Baristumáhæl og hnakka ' Þorvaldur Garðar Kristjánsson hóf feril sinn í stjómmálum árið 1952. Hann lauk prófi frá lagadeild Há- skóla íslands 1948 og sat þá í Stúd- entaráði fyrir Alþýöuflokkinn. Hann stundaði síðan framhaldsnám í einn vetur við háskóla í London en réðst til starfa hjá Útvegsbankanum fyrkt eftir heimkomuna. Þegar Ásgeir Ásgeirsson, þingmað- ur Vestur-Isfirðinga, var kjörinn for- seti fóru fram aukakosningar. Þor- valdi fannst tilvalið að spreyta sig á heimavelli en hann er fæddur á Kirkjubóli í Valþjófsdal við Önund- aríjörð árið 1919. Hann fór því fram fyrir sjálfstæðismenn í vestursýsl- unni og tapaði fyrir framsóknar- manninum Eiríki Þorsteinssyni á Þingeyri. Aftur var kosið 1953 og fór á sömu leið. Næst var kosið 1956 og nú hafði Þorvaldur unnið þaö mikið fylgi að Framsókn og kratar mynd- uðu bandalag gegn honum og mátti hann þvi enn láta í minni pokann. Sigurinn var loksins í höfn 1959 þeg- ar Þorvaldur Garðar var kjörinn á þing fyrir sitt kjördæmi og var þá einn af fjórum þingmönnum sem sjálfstæðismenn áttu í fimm kjör- dæmum á Vestfjöröum. Það var skammgóður vermir því höfuömál kosninganna var breyting á kjördæmaskipan. Sá elsti og reynd- asti af sjálfstæðismönnum vestra, Gísli Jónsson, Baröstrendingur, leiddi listann og Kjartan Jóhannsson ísfirðingur var í öðru sæti. Þorvaldur var því aftur kominn út í kuldann. 1963 gáfu tveir efstu menn listans ekki kost á sér og í naumri kosningu tókst Þorvaldi að tryggja sér annað sæti listans á eftir Sigurði Bjamasyni frá Vigur. Einu atkvæði munaöi í kjördæmisráði á honum og nýhða í landsmálapólitík, Matthíasi Bjarna- syni, bæjarstjórnarfulltrúa á ísafirði, sem lengi hafði starfað fyrir flokkinn á þeim vettvangi, og öllum að óvör- um komst hann inn á þing sem upp- bótarþingmaður. 1967 eru aftur kosningar og var nú hart barist um sæti á listanum. í kjördæmisráði, sem annaðist skipan listans enda próíkjör ekki þekkt að- ferð, féllu atkvæði þannig að Matthí- as skyldi skipa annað sætið en Þor- valdur það þriðja. Þetta túlkaöi Þor- valdur sem óvægna aðíor að sér og heldur því enn fram að fulltrúinn eini sem greiddi Matthíasi úrslitaat- kvæði hafi verið ólöglega skipaður. Úrskurði kjördæmisráðs varð ekki hnikað og reiddist Þorvaidur ákaf- lega og neitaði að taka sæti á listan- um. Fór því svo að hann var utan þings næsta kjörtímabfl. Heimildarmenn DV vestra fullyrða aö í tengslum við val á lista sjálfstæö- ismanna bæði 1963 og 1967 hafi bar- áttan milli þeirra tveggja verið afar harkaleg og iðulega óvönduðum meðulum beitt. Baráttan fór aðallega þannig fram að þegar einstök flokksfélög kusu fulltrúa 1 kjördæmisráð þurfti að sjá tO þess að réttur maður væri kosinn. Þeir félagar báðir stunduðu grimmar smalanir á lykilfundi í félögunum og beittu ýmsum brögðum til þess að skrá sína stuðningsmenn í félögin. Gömul félög voru dubbuð upp og smalað á fundi til þess eins að kjósa í kjördæmisráðið og jafnvel ný félög stofnuð. Heimildarmenn DV segja að 1963 hafi Þorvaldur litið á Matthías sem nýliða eða aðkomumann í vestfirskri pólitík og tahð sig eiga meira tilkall tO öruggs sætis á listanum eftir að hafa streðað í kjördæminu í rösk tíu ár. Það hafi naumlega tekist og 1967 hafi Þorvaldi því þótt sem Matthías sækti sitt mál af mikilli hörku og fallið þungt aö þurfa að láta í minni pokann fyrir honum eins og raunin varð á. Klæði á vopnin Áriö 1971 var svo haldið prófkjör sjálfstæðismanna á Vestfjörðum vegna komandi þingkosninga. Matt- hías og Þorvaldur börðust harkalega um fyrsta sætið og mátti Þorvaldur láta í minni pokann. Vestfirskur sjálfstæðismaður, sem sat í kjör- dæmisráöi á þessum árum, sagði í samtali við DV að ósamkomulag þeirra félaga hefði verið slíkt að ráð- ið hefði unnið mikið sáttastarf tO þess að þeir gætu barist saman hlið fyrir sér er sú hvort Þorvaldur hyggi á sérframboð. Þorvaldur segist sjálf- ur ekki hafa haft það í huga. Jafnt- framt segist hann ekki hafa gefist upp og ekki vera hættur í pólitík. Fæstir munu gera ráö fyrir því að hann taki sæti á hsta sjálfstæðis- manna nema ef tækist að semja um einhvers konar sættir mOli hans og annarra frambjóöenda og hefur þá heiðurssætið, þ.e. það neðsta veriö nefnt sem ætti þá að sýna að engin sárindi væru mOli Þorvaldar og fiokksforystunnar. Þeir Vestfirðingar sem DV ræddi við eru varkárir í yfirlýsingum um hugsanlegt sérframboð. Síðast kom fram klofningsframboð úr Sjálfstæð- isflokknum 1983 þegar Sigurlaug Bjarnadóttir fékk ekki það sæti sem hún sóttist eftir. T-listinn fékk tals- verðan stuðning en var langt frá því að koma manni að. Benda má á að Guðjón Arnar Kristjánsson var á sín- um tíma í þriðja sæti T-listans en hefur tvisvar síöan átt sæti á D-list- anum og nú í þriðja sæti eftir próf- kjör. Þetta vilja heimildir DV meina að sýni að ekki sé grundvöllur fyrir klofningsfrámboði í röðum sjálfstæð- ismanna. Ennfremur benda menn á að með tilkomu Kvennalista, Þjóðarflokks og fleiri smærri framboða sé ekki sú völ á lausafylgi í kjördæminu sem áður var. Því eigi Þorvaldur í rauninni engan fýsilegan valkost, eftir tæplega aldar- fjórðungs þingsetu, annan en þann að draga sig í hlé eftir höfnun kjós- enda í stað þess að hætta með reisn. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.