Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1990. 25 Unglingafjöld skemmtir sér á sinn hátt í íslenskum hráslaga og brosir framan I heiminn. Fulloröna fólkið stendur í skipulegri biðröð eftir að komast inn á barinn. Þetta er það sem trekkir aö. Lifandi tónlist á vinalegum stöðum með ókeyp- is aðgang. Kristján Kristjánsson syngur blús af mikilli innlifun. Matur er mannsins megin, líka þegar maöur er úti að skemmta sér. þá þarf ekki að standa í biðröð. Eng- inn aðgangseyrir gerir flakkið ódýr- ara og fyrir þá sem ekki drekka er það með öllu ókeypis. Þó flestir séu sammála um að þeim sem fara út að skemmta sér hafi ekki fjölgað og núverandi ástand hljóti að setja marga veitingastaðina á höfuðið þá er það tvímælalaust viöskiptavinur- inn sem nýtur góðs af öllu saman. Biðraðimar hafa ekki alveg horfið því við vinsælustu staðina í mið- bænum er stöðugt biðröð. Hins vegar gerir flakkið á gestunum það að verkum að röðin hreyfist nokkuð hratt. Á þeim stöðum, þar sem bið- raðamenningin var reynd, tók ekki nema örfáar mínútur að komast inn því stöðugur straumur fólks var út úr húsunum. Sú gagnrýni hefur heyrst að ekki séu gerðar sömu kröfur til veitinga- staða og áöur var og fagkunnátta sé í lágmarki. Á umræddu kráarambi var gerð tilraun og átta barþjónar á jafnmörgum stöðum beðnir um Pina Colada, sem er þekktur kokkteill. Aðeins tveir þeirra vissu hvað það var en hvorugur átti allt sem til þurfti til þess að blanda drykkinn. Breyting í vændum Nú virðast ýmis teikn á lofti um það að sífellt fleiri staðir krefja fólk um aðgangseyri. Þetta á einkum við um vinsælustu staðina sem bjóða upp á lifandi tónlist og virðist Púls- inn við Vitastíg ætla að fylgja þvi fordæmi sem Tveir vinir við Frakka- stíg gáfu fyrir skömmu. „Þetta er bara tímabundið hér á bæ,“ sagði Yngvi Öm Stefánsson, annar af framkvæmdastjórum Púls- ins, í samtali viö DV. „Þegar ein- hverjir tónlistarmenn eða aðilar eins og Jassvakning í þessu tilfelli eru með staðinn á leigu þá er þeim auð- vitað fijálst að taka aðgangseyri. Það hefur verið stefna okkar fram til þessa að gera þaö ekki. Hitt er svo annað mál að ég hef á tilfinningunní að þetta sé að breyt- ast,“ sagði Yngvi Örn. „Tónlistar- menn iðka það í auknum mæh, þegar þeir eru ráðnir til þess að spila, að >vilja taka staðinn á leigu og íáta greiða aðgangseyri sem kemur í þeirra hlut. Þetta er auðvitað mjög eðlilegt og sjálfsagt þvi þeir, eins og annað fólk, vilja hafa tryggar tekjur. Margar þeirra hljómsveita, sem hér spila, em vinsælar og telja sig geta farið fram á aðgangseyri." Leigubílstjórar hafa löngum fylgst öðrum mönnum betur með skemmt- analífinu. Hafa þeir orðið varir viö breytinguna sem hefur orðið? „Það er enginn vafi á þvísagði fuhorðinn leigubílstjóri í samtah við DV. „Síðasta helgi var tfl dæmis ægilega dauf á stóru stöðunum, nema kannski helst í Breiðvangi. Hitt er annað mál að maður verður ekki svo mikið var við rápiö á fóUdnu milU kránna. Það lætur setja sig út einhvers staðar í jaðri miðbæjarins og labbar svo á miUi. Það er alltaf fólk í Kvosinni, t.d. við Gaukinn er aUtaf biðröð alveg langt fram á nótt frá því snemma á kvöldin.“ Hvort þetta er bylgja breyttra tima í skemmtanalífinu, sem rís hæst þessa dagana og á eftir að brotna á klettóttri strönd framboðs og eftir- spumar, skal ósagt látiö en óneitan- lega er gaman að vera skemmtana- og tónUstameytandi meðan hún gengur yfir. -Pá Löggæsla hefur veriö tvöfölduö frá f fyrra og mun veröa svo áfram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.