Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1990.
SNYRTIFRÆÐINGAR
Til sölu amerískt snyrtivöruumboð, góðir
tekjumöguleikar. Lítill lager. Tilboð sendist DV, merkt
„Snyrtivöruumboð 44444“.
Jólabasar Sólvangs
Hinn stórglæsilegi jóla-
basar Sólvangs i Hafnarfirði
verður i dag, laugardag 3.
nóvember, og hefst kl. 14
i anddyri Sólvangs. Fallegar
jólagjafir og margt fleira.
Allt handunnar vörur.
kLíElij iu n u á Irl lii Aiii i iulLILI i
jTrnlíí m h jalia fi] iHtffiWll
l-* * m L" 5 íH? " Í \*m
LEIKHÚSSTJORI
Staða leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar er laus
til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með föstu-
dagsins 23. nóv. 1990. Umsóknir skulu berast for-
manni Leikfélags Akureyrar, Sunnu Borg, sem gefur
allar nánari uppl. í síma 96-25073.
Leikfélag Akureyrar
Hafnarstræti 57
600 Akureyri
fFÉLAGSMÁLASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Síðumúla 39 - 108 Reykjavík - sími 678500
FÉLAGSRÁÐGJAFI
50% staða félagsráðgjafa er laus á hverfaskrifstofu í
miðbænum. Um er að ræða afleysingastarf í 10
mánuði.
Verkefnin eru aðallega á sviði meðferðar og barna-
verndarmála.
Upplýsingar um stöðuna gefur Anni Haugen yfirfé-
lagsráðgjafi í síma 625500.
STARFSMAÐUR
Laus er staða starfsmanns við fjölskylduheimili fyrir
unglinga. Um er að ræða 65% stöðu í vaktavinnu á
sambýli f.yrir 5 unglinga. Menntun og/eða reynsla á
sviði uppeldismála æskileg.
Nánari upplýsingar í síma 681836 eftir kl. 16.00 alla
virka daga.
Umsóknarfrestur er til 15. nóvember.
VERKSTJÓRAR í ÖLDRUNARÞJONUSTU
Verkstjóra í heimaþjónustu vantar í félags- og þjón-
ustumiðstöðvar fyrir aldraða aó Norðurbrún 1 og
Vesturgötu 7.
Starfssvið verkstjóra er fólgið í daglegum rekstri
heimaþjónustu aldraðra, verkstjórn og ráðgjöf við
starfsmenn.
Æskilegt er að umsækjendur geti unnió sjálfstætt
og hafi einhverja reynslu á sviði félagslegrar þjón-
ustu og þægilegt viðmót í mannlegum samskiptum.
Nánari upplýsingar veita forstöóumenn, Steinunn í
Norðurbrún 1, sími 686960, og Eygló á Vesturgötu
7, sími 627077.
Umsóknarfrestur er til 9. nóvember.
SJÚKRALIÐI í ÖLDRUNARÞJÓNUSTU
Sjúkraliða vantar til aðstoðar við böðun aldraðra.
Um er að ræða 50% starf við félags- og þjónustumið-
stöðina að Vesturgötu 7. Góð vinnuaðstaða og full-
' komið sjúkrabað.
Upplýsingar veitir Eygló forstöðumaður í síma
627077.
Umsóknarfrestur er til 9. nóvember.
Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknareyðu-
blöðum sem þar fást.
Hinhliðin
Mér finnst ég einna
fremstur sjálfur
Stefánsson
Þaö er Ragnar Stefánsson jarö-
skjálftafræðingur sem sýnir á sér
hina hliöina í dag. Ragnar hefur í
mörg ár starfað á vinstri kanti
stjórnmálanna, meöal annars í Fylk-
ingunni, hann var einn af stofnend-
um Félags vinstri sósíalista hér á
landi og nú síðast hefur hann starfaö
innan vébanda Alþýöubandalagsins.
Ragnar vakti athygli um síöustu
helgi þegar hann ásamt sjö öðrum
gekk út af fundi miðstjómar Al-
þýðubandalagsins í kjölfar snarpra
deilna um hvort samþykkja ætti til-
lögu um fordæmingu á bráöabirgða-
lögunumm sem sett voru á BHMR
en tillögunni var vísaö frá á fundin-
um.
Fullt nafn: Ragnar Kristján Stefáns-
son.
Fæðingardagur og ár: 14.8.1938.
Maki: Ingibjörg Hjartardóttir.
Börn: Ég á íjögur börn, Kristínu,
Stefán, Gunnar og Bryndísi.
Bifreið: Ég á ekki bíl en konan mín
á Lödu.
Starf: Deildarstjóri j arðeðlisfræði-
deildar Veðurstofu íslands.
Laun: Um 100 þúsund krónur á mán-
uöi.
Áhugamál: Pólitík og svo fer ég mik-
ið í leikhús.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur í lottóinu? Ég hef nú bara einu
sinni spilað í lottóinu og þá fékk ég
tværtölurréttar.
Hvað fínnst þér skemmtilegast að
gera? Vera með skemmtilegu fólki.
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera?-
Vera eitthvað annað en ég er sjálfur.
Uppáhaldsmatur: Saltfiskur með
hamsatólg.
Uppáhaldsdrykkur: Allt sem rennur.
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag?Mér finnst að
ég sé einna fremstur sjálfur.
Uppáhaldstimarit: Bandaríska tíma-
ritið Militant en það íjallar um póli-
tik
Hver er fallegasta kona sem þú hefur
séð fyrir utan maka? Það er Sigrún
Hjartardóttir en hún og eiginkona
mín eru eineggja tvíburar.
Ertu hlynntur eða andvígur ríkis-
stjórninni?Ég er andvígur mörgu af
því sem hún hefur gert en ég er
hlyntursumu.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta?Fidel Castro. Mig myndi langa
til að ræða við hann um vandamál
„Sem sagt sósialískt ísland,“ segir Ragnar.
DV-mynd GVA
nútimans.
Uppáhaldsleikari: Charlie Chaplin.
Uppáhaldslcikkona: Sigrún Óskars-
dóttir.
Uppáhaldssöngvari: Mérfinnst Meg-
as bestur.
Uppáhaldsstjómmálamaður: Birna
Þórðardóttir.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Ég
hef aldrei haft gaman af teiknimy nd-
um. Eina teiknimyndapersónan sem
ég man eftir er Andrés önd.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Mér finnast
ýmsar sænskar og ítalskar kvik-
myndir góðar. Ég man sérstaklega
eftir einni mynd Ingmars Bergman
sem mig minnir að heiti Þættir úr
hjónabandi.
Ertu hlynntur eða andvígur veru
varnarliðsins hér á landi?Ég er and-
vígurveruhersins.
Hver útvarpsrásanna finnst þér be-
st?Útvarp Rót.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Jón Múli
er alltaf mitt uppáhald.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2?Sjónvarpið.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Enginn
sérstakur.
Uppáhaldsskemmtistaður: Ég fer oft-
ast á Naustkrána.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Fram.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni?Koma hernum úr landi.
Svo vildi ég gjarnan sjá manneskju-
legt þjóðfélag hér á landi sem tekur
tillit til allra. Ég vildi líka koma á
jafnvægi i byggð landsins svo fólk
hafi jöfn tækifæri á að búa þar sem
það sjálft óskar. Ég vildi líka sjá
verkalýðshreyfinguna rísa upp og
taka málin í eigin hendur og skapa
þannig raunverulegt lýðræði þar
sem allir geta verið þátttakendur.
Sem sagt sósíalískt Island.
Hvað gerðir þú í sumarfríinu?Ég gifti
mig og svo lá ég í leti það sem eftir
varfrísins. -J.Mar
Uppáhaldsmatur á sunnudegi__
Fiskur og viskíkökur
Guðrún Bjarnveig Magnúsdóttir,
skólastjóri Tónlistarskólans í Bol-
ungarvík, sendir okkur tvær eftir-
lætisuppskriftir sínar að þe'ssu sinni.
Skoskar viskíkökur
12 sneiðar af brúnu brauði skornar
í hringi
smjör
laukur
sveppir
bacon
rjómi
mjólk
viskí eöa portvín
Brauðhringirnir eru vættir vel meö
bræddu smjöri og síðan settir á bök-
unarplötu inn í heitan ofn í 10 mínút-
ur. Bacon og laukur steikt þar til
laukurinn verður fallega gulur, þá
er sveppunum bætt á pönnuna og
steikt áfram í 2 mínútur. Mjólk og
rjóma hellt yfir og látið malla um
stund (má þykkja með sósujafnara).
Hálfu glasi af viskíi eða portvíni
bætt í og öllu blandað saman. Þessu
Guðrún Bjarnveig Magnúsdóttir
skólastjóri.
er síðan skipt niöur á brauðhringina
tólf og rifnum osti stráð yfir og bakað
í ofni í 10-15 mínútur. Tilvalið sem
forréttur.
Ljúffengur fiskréttur
ýsuflök
hveiti kryddað með karrú, salti og
pipar
sveppir - helst nýir
hörpudiskur
rækjur
kræklingar
rjómaostur
kaífirjómi
(koníak)
Fiskinum er velt upp úr krydduöu
hveitinu og hann steiktur á pönnu
og færður yfir á eldfast fat. Smjörs-
teiktum sveppunum er þá dreift yfir
ásamt léttsteiktum hörpudiski, rækj-
um og kræklingi. Rjómaosturinn
hrærður út í kaffiijómann ásamt
koníaki og því síðan hellt yfir fisk-
inn. Rifnum osti stráð yfir og bakað
í 15-20 mínútur í heitum ofni. Borið
fram með hrísgrjónum og hrásalati.
-Pá