Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1990.
15
„Ert’ ekki læs, mannskratti.
Sérðu ekki skiltið um stöðvunar-
skylduna?" Hann rak höfuðið hálf-
ur út úr bílnum og öskraði framan
í mig. Ég hef áreiðanlega verið nið-
urlútur í sætinu, enda vissi ég upp
á mig sökina. Það var ekki mér að
þakka að árekstur hlaust ekki af
eftirtektarleysi mínu. Skiltið stóð
þarna og samt anaði ég áfram á
gatnamótunum. Ég las ekki það
sem mér bar.
Hversu oft lendum við ekki í svip-
aðri aðstöðu? Tökum ekki eftir
hinu sjáanlega, lesum ekki fyrir-
mælin, horfum í gegnum textann
sem er fyrir framan okkur? Víst
er ég læs en margt er það sem fer
fyrir ofan garð og neðan, vegna
þess að ég hirði ýmist ekki um aö
lesa það sem ég á að lesa, eða skil
ekki það sem ég er að lesa. Las
maður ekki námsbækurnar spjald-
anna á milli í skólanum og stóð
samt á gati þegar maður var spurð-
ur um það sem búið var að lesa?
Flettir maður ekki dagblöðunum á
hverjum degi án þess þó að lesa
þau? Tekur maður sér ekki bók í
hönd í rúminu á kvöldin og upp-
götvar svo að maður var alls ekki
að lesa það sem maður var að lesa?
Já, við erum meira og minna öll
læs og skrifandi, en það er ekki
sama að lesa og lesa og heldur ekki
það sama aö skrifa og skrifa. Sjáðu
til, lestur er afstæður, skrif eru
misjöfn og okkur er vorkunn.
Stundum er kvartað undan minnk-
andi bóklestri en hafa menn þá gáð
að þeim bókmenntum sem boðið
er upp á? Hvers virði er bókaflóðið
ef ekkert er þar bitastætt? Hvers
virði er lestur, ef hann skilur ekk-
ert eftir?
Blindur er
bóklaus maður
Fróðir menn segja að lestur sé
forsenda framfara, menningar og
auðlegðar. Uppspretta þekkingar-
innar. Það er nokkuð til í því að
blindur er bóklaus maður. Orð eru
til alls fyrst og námið vísar veginn.
Námsbækumar voru aldrei nein
leikfóng sem maöur hafði yndi af
og þær voru meira að segja brennd-
ar á báli þegar síðasta prófinu lauk.
En hitt er skylt að játa að náms-
bækurnar komu manni á sporið og
dýrmætust allra bóka var Gagn og
gaman, sem lauk upp þeim leynd-
ardómi sem stafrófið býr yfir. Staf-
ir með hljóðum, stafir í orðum, sem
hafa merkingu út af fyrir sig og
raðast saman í hugsanir og tján-
ingu. Nýr heimur opnast, heimur
ævintýra og fróðleiks, ímyndunar
og veruleika. Hugsið ykkur hvað
það er mikil guðsgjöf að læra að
lesa og skrifa og hvað við erum
miklir lukkunnar pampfílar að
vera læs. Sem er þó ekkert sjálfgef-
ið. Rúmur fjóröungur fullorðinna í
heiminum er ólæs. í Afríku einni
eru meira en helmingur fullorð-
inna ólæsir og yfir eitt hundrað
milljónir barna á grunnskólaaldri
í þróunarlöndunum stunda ekki
skólanám. Og svo erum við hissa á
því þótt Sameinuðu þjóðimar
ákveöi að tileinka árið 1990 barátt-
unni gegn ólæsi i heiminum!
En hvaða erindi á slík barátta
hingað til lands? Til hvers er verið
að troða ári læsis upp á fuUmennt-
aða íslendinga? Eru ekki allir læsir
og skrifandi á gamla Fróni? Erum
við ekki hamingjusamlega fær um
að lesa og skilja það sem okkur
sýnist?
Tuttugu sekúndna
athygli
Það er nú það. í orði kveðnu er
það sjálfsagt svo. En ef að er gáð,
fer minna fyrir lestrinum. Hvað
lesum við á hlaupum hins daglega
amsturs? Hvað er langt síðan við
lásum Laxness? Sá rétti upp hend-
ina sem hefur lesið Njálu nýlega.
Eða bara langa blaðagrein. Þeir
sem fást við blaðamennsku og fjöl-
miðla þekkja þá viðurkenndu stað-
reynd að langfiestir lesendur blað-
anna, lesa ekki annan texta en fyr-
irsagnir, skoða myndirnar og kíkja
í mesta lagi á myndatexta. Ekki
vegna þess að menn séu ekki læsir,
heldur vegna þess að þeir ýmist
hafa ekki tíma eða orku til að lesa
meira. Blaðamönnum er uppálagt
að hafa textana sem stysta til að
treysta því að einhver lesi blaðið.
Langar greinar eru lagðar til hlið-
ar.
í Bandaríkjunum hafa þeir mælt
það út að athygli fólks endist í tæp-
lega tuttugu sekúndur og er lengd
sjónvarpsauglýsinga oftast miðuð
við þá timalengd. Hvað skyldi þá
athyglisgáfan endast þeim sem lesa
og þurfa aö einbeita sér að því sem
ekki kemur fram í töluðu máli eða
mynd?
Og svo er hitt. Þótt lestrarkunn-
áttan sé fyrir hendi, hvernig geng-
ur viðkomandi að skilja það sem
hann er að lesa?
Hrognamálið
Ég les mikið. Það fylgir vinnunni
og það fylgir þeirri tilraun að vera
með á nótunum. Maður þarf að
vera viðtalshæfur. En ég skal fyrst-
ur manna játa að ég skil stundum
hvorki upp né niður í því sem ég
les og þykist þó ekki vera vit-
lausari en hver annar. Allir kann-
ast við stofnanamálið, slanguryrð-
in eða fagoröin, sem stundum gerir
íslenskuna að óskiljanlegu hrogna-
máli. Tökum dæmi: í riti Seðla-
bankans, sem þó er skrifað fyrir
almenning var verið að að lýsa töl-
fræðikönnun á verðbólgu á Islandi.
Þar segir meðal annars: „Með því
að bæta liðunum (w-p)-l og (pmp)-l
við jöfnuna höfum við gert tafin
Laugardags-
pistm
Ellert B. Schram
gildi verðs, launa og innflutnings-
verðs að óháðum breytum í jöfn-
unni, með þeirri takmörkun að
stiki hvers verðs er jafn summu
stika launa og innflutningsverðs
með öfugu formerki. Jafna fellur
betur að mæhngunum ef þessari
takmörkun er sleppt og þá verður
annarrar gráðu liöurinn ómark-
tækur.
Margliður í tíma er leiðinda-
breytur í líkönum af hagstærðum
og því verri sem þær eru af hærri
gráðu. Þær staðgenglar breyta sem
ættu að vera í jöfnunum, en annað
hvort er ekki vitað hveijar eiga að
vera eða mælingar ófullnægjandi.
Lítil ástæða er til að hagstærðir
fylgi slíku formi til lengdar og því
hætt við að jöfnurnar henti illa til
að spá langt fram á við þó að þær
faUi vel að mældum gögnum. Það
er ekki hægt að hæta úr þessum
galla með því að sleppa margUðn-
um; jöfnur sem breytur vantar í
eru enn verri en þær bæta það upp
með margliðum. Það er sjálfsagt
að taka þær með í reikninginn
meðan verið er að leita að hentugri
jöfnu, en ef vel tekst til verða stikar
þeirra ómarktækir og þá er þeim
sleppt í endanlegri útgáfu jöfnunn-
ar.“
Tilvitnun lýkur.
Er einhver sem skUur þessa ís-
lensku? Er nema von að maður fái
vanmáttarkennd og efist um að
vera læs á ástkæra, ylhýra málið?
Eða grípum niður í lýsingu íþrótta-
fréttaritarans á handboltakapp-
leiknum:
„Einar, Sigurður, Magnús,-
Magnús, Sigurður, Einar, Einar á
Sigurð, Sigurður aftur á Einar, sem
gefur í hornið og Skúli fer inn úr
horninu og skýtur!“
Tilvitnun lýkur.
Hvað á maður að halda? Eru
mennimir að fljúgast á? Hvernig
er hægt að fara inn úr horni? Og
hvað var Skúh að gera á „toilett-
inu“ í miðjum kappleik?
Ástkæra,
ylhýra málið
Að öllu gamni slepptu, þá finnst
hér því miður fólk í landinu, sem
ekki skilur einu sinni einfóldustu
upplýsingar, texta eða merkingu
orða á blaöi. Mér er sagt af fróðum
mönnum hjá Menningar- og
fræðslusambandi alþýðu, að þar
komi fjöldinn allur af fólki á nám-
skeið, sem ekki getur leyst einfóld-
ustu krossapróf, af því fólkið kann
ekki að lesa úr þeim spurningum
sem lagðar eru fyrir. Aðrir eru þeir
sem ekki geta notað síma af því
þeir kunna ekki að fletta upp í
símaskrá. Kunna ekki stafrófsröð-
ina, átta sig ekki á niðurröðun
nafnanna.
Samkvæmt rannsóknum þurfa
nær tveir af hverjum tíu grunn-
skólanemendum á sérkennslu að
halda vegna lestrarerfiðleika.
Sumir læra aldrei að lesa svo vel
sé, hvað þá að skilja hvað þeir lesa.
Jónas Hallgrimsson orti á sínum
tíma:
„Ástkæra, ylhýra málið/ og allri
rödd fegra/ blíð sem að barni kvað
móðir/ á hrjósti svanhvítu/ móður-
málið mitt góða/ hið mjúka og ríka/
orð áttu enn eins og forðum/ mér
yndið að veita.“
Nú er ekki nærri víst að allir
skilji þennan ástaróð til Ástu, til
móðurmálsins. Jónas er varla les-
inn lengur, nema af skyldurækni í
skólum og af fáeinum sérvitringum
sem hafa yndi af ljóðagerð. Þjóð-
skáldin eru kominn úr tísku og
þeir Bubbi og Megas teknir við. Og
Sverrir Stormsker.
Jónas var hinsvegar svo heppinn
að vera uppi á undan sjónvarpi og
poppi og hans kynslóð nærðist á
töluðu og skrifuðu máli. í þá daga
unnu menn bug á kansellíustílnum
og prentsmiðjudönskunni og áttu
orð, sem voru öllum röddum feg-
urri. „Fegurra mál á ei veröldin
víð,“ sagði Einar Benediktsson.
Orðaforðinn
Nú er fegurðin fólgin í því að
sletta tökuorðum, afbakaðri út-
lensku og afmynduðum orðskrip-
um. Orðaforðinn er eftir því. Ungl-
ingarnir segja að eitthvað sér „has-
arderað“ þegar atburður er hroll-
vekjandi. Það er kölluð ákvarðana-
taka á fínu máli, þegar einhver tek-
ur ákvörðun. Menn spá í hlutina
eða pæla í þeim, þegar þeir velta
einhverju fyrir sér. Ferðalangar
fara út, þegar þeir fara utan, allt
er agalegt, sem er ánægjulegt og
mál eru til skoðunar, þegar þau eru
rannsökuð, metin eða athuguð. Ál-
málið er til skoðunar, yfirlýsing
ráðherrans er til skoðunar, jafnvel
slys og afbrot eru til skoðunar þeg-
ar best lætur.
Og hvernig á þá unglingur nútím-
ans að skilja þá lýsingu skáldsins
að móðurmálið eigi orð eins og
forðum, yndið mér að veita? Það
er enginn maður meö mönnum
sem nennir að lesa ljóð af þessu
tagi. Hvað þá að skilja það.
Á ári læsis yppta menn öxlum
yfir fánýti einhvers átaks, sem okk-
ur kemur ekki við. Vorum við ekki
öll og allir útskrifuð læs í barna-
skóla þegar við gátum bunað út úr
okkur völdum köflum sögubókar-
innar? Erum við ekki öll og allir
fær um að lesa textann á sjón-
varpsskjánum, þegar útlenskan
bregst okkur? Erum við ekki löngu
orðinn uppgefinn á dagblaðaijölda
og jólabókaflóði og rukkunarbréf-
um sem ætla okkur lifandi að
drepa? Við hendum þessu frá okk-
ur, sækjum myndbandaleigur í
stað bókasafna, flettum glans-
myndatímaritum í stað ljóðabóka
og kaupum enska glæpareyfara í
staðinn fyrir íslensk skáldverk.
Lesturinn er í lágmarki, tjáskiptin
í skötulíki og orðaforðinn safnast
saman í nokkrum tugum stikk-
orða, sem bjarga okkur í gegnum
strjálar samræður. Ef þú hefur
ekki tekið eftir þessu þá líttu í eigin
barm. Líttu á sjálfan þig, lestur
þinn og orðin sem þú notar. Gáðu
aö, kæri íslendingur, ertu læs
mannskratti?
Ellert B. Schram