Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1990.
Fréttir
DV
Borgarar um allt land leita til Sjálfstæðisflokks eða Heimastjómarsamtaka:
Borgaraf lokkurinn er að
liðast í sundur
- ástæðan sögð algert forystuleysi
„Viö sem stóðum aö Borgara-
flokknum hér í Vestfjarðakjördæmi
erum farin úr flokknum aö einu og
öllu leyti. Við viljum hvorki sjá þerin-
an flokk né heyra. Við munum aldrei
kannast við flokkinn og skömmumst
okkar fyrir að hafa verið í honum,“
sagði Gunnar Sigurðsson á Þingeyri,
fyrrverandi formaður kjördæmis-
ráðs Borgaraflokksins á Vestfjörð-
um, í samtali við DV.
Borgaraflokkurinn virðist í upp-
lausn og af samtölum við borgara-
flokksmenn í öllum kjördæmum
landsins utan Reykjavíkur virðist lít-
il von til þess að Borgaraflokkurinn
bjóði fram í vor. Flokksstarf er ekk-
ert og eru viðræður um inngöngu í
Sjálfstæðisflokk eða samstarf við
Heimastjórnarsamtök víðast í gangi.
DV hefur sagt frá því að kjördæm-
isráð borgara á Vesturlandi væri á
leið yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Á
fundi þess í fyrrakvöld var mikill
hiti í mönnum vegna gagnrýni Sig-
urðar Sigurðssonar rafvirkja í DV
þar sem hann sagði flokkinn vera að
syngja sinn svanasöng. Gekk Sigurð-
ur af fundinum í hita leiksins og
sagði á eftir að sumir borgaraflokks-
menn neituöu að horfast í augu við
veruleikann.
í Noðurlandi eystra segir Héðinn
Sverrisson í Mývatnssveit, sem skip-
aði þriðja sæti listans í síðustu þing-
kosningum, að unnið sé að samei'n-
ingu litlu flokkanna og samræður viö
Heimastjómarsamtökin séu í gangi.
„Ég og félagar mínir í kjördæmis-
stjórninni höfum ekki trú á og þykir
hæpið að Borgflokkurinn bjóði sér-
staklega fram hér. Flokkurinn er að
liöast í sundur og flokksmaskínan
hefur einangrast bæði gagnvart
landsbyggðinni og félögunum í
Reykjavík," sagði Héðinn.
í Reykjaneskjördæmi eiga sér stað
viðræður milli Heimastjórnarsam-
takanna og borgara.
„Flokkurinn hefur farið svona
vegna algers forystuleysis. Þessir
menn hugsa bara um sjálfa sig, jeppa
og konfekt, en ekki hinn almenna
flokksmann. Það var ekki hægt að
starfa með forystunni," sagði Hörður
Helgason, fyrrverandi formaður
kjördæmisráðs flokksins á Reykja-
nesi.
Á Suðurlandi er allt í óvissu en
eftir samtölum við borgaraflokks-
menn þar að dæma era menn ekki
alltof bjartsýnir á framboð í kjör-
dæminu. Hafa heimastjórnarsam-
tökin borið víurnar í borgara á Suð-
urlandi.
Framboösmál borgara hafa ekkert
verið rædd á Norðurlandi vestra en
þar munu einhverjar viðræður við
Heimastjómarsamtökin hafa átt sér
stað.
Á Austurlandi vissu borgara-
flokksmenn ekkert um framboðsmál
og töldu afar ólíklegt að um framboð
yrði að ræða.
í Reykjavík var um eitt hundrað
manna fundur í flokknum í fyrra-
kvöld en þar benti hins vegar ekkert
til að flokkurinn væri að leggja upp
laupana.
-hlh
Július Sólnes, formaður Borgaraflokksins:
Sjúklingurinn
hressari en
sumir
„Ég á von á því að flokkurinn bjóði
fram í öllum kjördæmum í vor, það
er verið að vinna að því,“ sagði Júl-
íus Sólnes, umhverfisráðherra og
formaður Borgaraflokksins, við DV
vegna efasemda um framboð flokks-
ins í vor. ■
- Nú hefur komið fram gagnrýni
þess efnis að forystan hafi slitið
tengslin við hinn almenna flokks-
mann úti á landsbyggðinni og það
standi flokksstarfmu fyrir þrifum?
„Ætli þetta sé nokkuð verra eða
betra en í öðrum flokkum. Ég er nú
búinn að vera á þeytingi um allt land
í þrjú ár þannig aö ég kannast ekki
við þetta.“
- Borgaraflokkurinn er þá ekki að
liðast í sundur?
„Nei. Þó fari einn eða tveir menn
fri okkur þar sem þeir hafa ekki
halda
fengið einhver embætti eða stöður
sem þeir töldu sig eiga rétt á kippi
ég mér ekki upp við það. Ég lít svo
á að sjúklingurinn sé nú hressari en
sumir halda þar sem menn nenna
að eyða svona miklu púðri á hann í
blöðum. Ég er mjög bjartsýnn. Þó
okkar staða kunni að líta mjög slak-
lega út í svipinn þá er margt að gerj-
ast undir yfirborðinu."
- Nú kemur fram ákveðin vís-
bending í skoðanakönnunum þar
sem flokkurinn er á núlli?
„Bæði og. Þaö er ekki alger sann-
leikur sem felst í því sem menn eru
að svara í skoðanakönnunum núna.
Menn eru fyrst og fremst aö láta í
ljós óánægju sína yfir þeim launum
og þeirri afkomu sem þeir búa við.“
-hlh
Kraftakeppnin Kraftur 90 hófst í gærdag. I hópkeppninni er staöa íslands, Bandaríkjanna og Bretlands jöfn eftir
fyrsta dag en í einstaklingskeppninni er Bandarikjamaðurinn Bill Kazmaier efstur. Annar er landi hans, Martröð-
in, eða O.D.Wilson. Þá koma Hjalti Úrsus og Magnús Ver og loks Bretarnir Adrian Smith og Jamie Reeves. Á
myndinni er Hjalti að bisa með 9 tonna trukk i eftirdragi. Keppninni verður framhaldið i Reiðhöllinni klukkan 17 i dag.
DV-mynd JAK
Ný lánshæfnieinkunn ríkissjóðs:
Getum greitt erlendar
skammtímaskuldir
- fær einungis miðlungseinkunn vegna langtímalána
Loönan NA af Glettingi:
Vænar
torfurá
suðurleið
Errúl Thorarensen, DV, Eskifirði:
„Það hefur verið bræla á loðnu-
miðunum síðustu daga, svarta-
bylur aðfaranótt föstudagsins og
7-8 vindstig. Hins vegar er veðrið
að ganga niður núna og það er
vonast til að hægt verði að kasta
með kvöldinu," sagði Bjarni
Gunnarsson, skipstjóri á Hólma-
borg SU11 frá Eskifirði, í samtali
viö DV í gær, fóstudag. Miili 20
og 25 loönuskip era nú á miðun-
um, einhver þeirra færeysk.
Það er athyglisvert hve loðnan
er komin sunnarlega. Flotinn er
nú staddur um 43 sjóraílur norö-
austur af Glettingi þannig að það
er aðeins um sjö klukkutíma stím
inn til Eskifjarðar.
„Ég fæ ekki betur séð en þaö
sé þónokkurt magn af loönu hér
á miöunum og það á allstóra
svæði,“ sagöi BjarniGunnarsson.
„Greiöari aðgangur að erlendum
lánastofnunum og betri vaxtakjör er
helsti ávinningur þess að fá góða
lánshæfnieinkunn,“ sagði Ólafur
Ragnar Grímsson fjármálaráðherra
á blaðamannafundi í vikunni. Tilefni
fundarins var að kynna nýtt láns-
hæfnimat á ríkissjóöi vegna útgáfu á
skammtímaskuldabréfum á alþjóö-
legipn lánamarkaði. Matið fram-
kvæmdi bandaríska matsfyrirtækið
MoodysÞ Investors Service og gaf þaö
ríkissjóði einkunnina P-l, sem fyrir-
tækið gefur einungis öraggum greiö-
endum.
Á fundinum kom fram að frá því
síðla árs 1985 hefur ríkissjóður gefið
út skammtímaskuldabréf á erlend-
um lánamarkaði. Undanfarna mán-
uði hefur ríkissjóður nýtt sér ríflega
70% af gildandi lánssamningi og úti-
standandi skammtimaskuldir nema
um 10 milljöröum króna. Flest eru
skuldabréfin til þriggja mánaða.
Að sögn Ólafs Ragnars hafa kröfur
á alþjóðlegum lánsmörkuöum aukist
verulega á undanförnum mánuðum
og því sé mikilsvert fyrir íslendinga
að fá bestu einkunn. Þá sagði hann
að mikilvægi þessa myndi enn auk-
ast þar sem íslendingar ætluðu sér
með ýmsum hætti aö taka þátt í al-
þjóðlegri opnun á fjármagnsmarkað-
inum.
í umsögn MoodysÞ meö lánshæfnis-
einkunninni segir að ísland hafi alla
burði til að standa við erlendar
skuldbindingar sínar og bent er á að
þjóðartekjur íslendinga séu með
þeim hæstu á mann meðal OECD-
ríkja. Einnig þykir kostur að stjórn-
arfar hér á landi er stöðugt og að
böndum hefur verið komið á verð-
bólguna.
Skortur á agaðri hagstjórn og þrá-
lát verðbólga á árum áður, ásamt
sveiflum í útflutningstekjum og
smæö hagkerfisins, valda því hins-
vegar að Islendingar hafa ekki náð
nema miölungsgóðri lánsmatseink-
unn vegna langtímalána aö mati Ól-
afs Ragnars. Hann undirstrikaði að
matseinkunnin væri þó ekki þaö lág
að hún veikti stöðuna á lánamarkað-
inum. Hins vegar væri brýnt að
minnka erlendar lántökur sem mest.
Samkvæmt yfirliti yfir mat Moodys
á langtímalánshæfni 28 landa er Is-
land í sjötta til níunda neðsta sætinu.
Asamt Islandi fá Suður-Kórea og
Tæland miðlungseinkunnina A2.
Lægri einkunnir fá Kína, Hong Kong,
Ungverjaland, Malasía og Venesúela.
-kaa