Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Blaðsíða 27
LAUGARDÁGtm '3. 'N'ÓVKMBHÍR 1900/ I Elín Birna Hjaltadóttir og Ársæll Gunnsteinsson á heimili sinu í Breiðholti. DV-mynd GVA Þá er farið með sérstakt áhald inn í slagæð á hálsinum og síðan þrætt inn í hjartað og tekið örsmátt sýni úr því. Læknarnir fylgjast með þessu á skjá og ég hef einu sinni fengið að sjá. Það er óþægileg tilfmning að sjá einhvern aöskotahlut snerta hjartað í sér meðan þaö slær. Maður frnnur ekki svo mikið til því beitt er stað- deyfingu en mér finnst þetta alltaf óþægilegt," segir Elín Bima og getur hver sem er sett sig í hennar spor hvað það varðar. Flestir upplifa sennilega sitt eigið hjarta sem dálítið viðkvæmt líffæri. Eitt lyfjanna, sem Elín Bima tekur tvisvar á dag og verður að gera það sem eftir er ævinnar, er cyklosporin sem á að halda aftur af ónæmiskerfi líkamans og koma í veg fyrir að lík- aminn hafni hjartanu. Þetta þýðir að hún þarf að gæta sín sérstaklega á öllum umgangspestum og viðhafa varúð í mataræöi. „Það kemst upp í vana að fara sér- staklega varlega með sig,“ segir Elín Birna. „Mér skilst að fólk sé misjafn- lega mikið hrætt eftir þessa aðgerð en mér fmnst þetta ekkert mál og upplifi mig ekkert brothætta. Matar- æðið verður að passa því það væri ekkert gamanmál aö fá matareitrun eða einhveria sýkingu við þessar aðstæður en líkaminn hefur auðvitað minna mótstöðuþol. Sumir fá auka- verkanir, megnan höfuðverk af þessu lyfi, en það hefur fram til þessa farið ágætlega í mig.“ Sá lungunum hent í ruslafötuna Meðan hjónin biðu úti í London eftir nýju hjarta handa Elínu Bimu voru þau í stuðningshópi sem sér- staklega er settur upp fyrir fólk í þessari aðstöðu. Þar hittist fólk af öllum þjóöernum sem bíður eftir nýju hjarta og ræðir tilfmningar sín- ar gagnvart þessari reynslu og fær á fundi til sín fólk sem gengist hefur undir svipaðar eða sams konar að- gerðir og sýndar eru myndir um fólk fyrir og eftir aðgerð. Þeir sem treysta sér til þess geta fengið að sjá slíkar aðgerðir á mynd- bandi og Elín Birna valdi þann kost og fylgdist með á myndbandi þar sem skipt var um hjarta og lungu í sjúkl- ingi. „Mér fannst það ekkert óþægi- legt,“ segir hún. „Þetta var frekar til þess að fræðast um það hvað biði mín. Það eina sem mér fannst ónota- legt við þaö sem ég sá var í lokin þegar læknarnir tóku lungun sem voru fjarlaegð og hentu þeim í rusla- fótuna. Þessir fundir geröu mér mjög gott. Það var ómetanlegt að kynnast þessu fólki og finna að maður var ekki einn í þessu." Þau hjónin eru sammála um að séra Jón Baldvinsson, sendiráðs- prestur í London, hafi reynst þeim ómetanleg stoð og stytta en hann hafði mikið samband við þau og var boðinn og búinn á nóttu sem degi til þess að vera þeim til aðstoðar. „Þeir eru ekki á flæðiskeri staddir sem eiga hann að,“ segir Elín Birna og Ársæll tekur undir. „Við máttum hringja í hann hvenær sem var sólar- hringsins og hringdum að nóttu til í ein tvö skipti. Auðvitað reyndi það svolítið á taugamar að bíða svona. Ég fékk stundum svartsýnis- og þunglyndis- köst og var mjög langt niðri og þá var gott að hafa séra Jón til þess að tala við.“ Synir Elínar Birnu og Ársæls heimsóttu móöur sína til útlanda og dvöldu hjá henni í viku hvor. For- eldrar hennar komu og dvöldu lengi og vinir og kunningjar komu við þeg- ar tækifæri gafst. Aljt þetta varö til þess aö létta þeim biðina. „Fjölskylda mín og reyndar tengdafólkið líka hefur veitt okkur ómetanlegan styrk í gegnum þetta allt saman. Bæði við aðstoð við heim- ihshald meðan ég var frá vegna veik- inda og einnig með nærveru sinni og stuðningi," segir Elín Birna og Ársæll tekur undir það af heilum hug. Hafa áður lent í mikilli ógæfu Þau hjón hafa áður lent í miklu mótlæti og þekkja sorgir og áföll. Þau eiga tvo syni, Björn Kristin, sextán ára, og Jóhann Karl, níu ára. Þegar sá eldri, Bjöm, var níu ára lenti hann í alvarlegu umferöarslysi og slasað- ist mikið. Hann lá meðvitundarlaus mjög lengi og var ekki hugað líf. Þeg- ar hann kom til meðvitundar aftur kom í ljós að hann hafði skaddast varanlega. Hann haföi algjörlega misst minnið og þurfti aö læra að tala, ganga og hreyfa sig að nýju og var að því leyti eins og nýfæddur. Þegar hann vaknaði til lífsins á ný var hann í fósturstellingum og allir vöðvar orðnir krepptir. Fyrst á eftir var hann því í hjólastól og það þýddi að móðir hans varð aö hætta að vinna til þess að geta hugsaö um hann en hún vann á þeim tíma sem kennari við Hagaskóla. „Þetta var svona dæmigert gang- brautarslys. Einn bíll stoppaði en annar tók fram úr honum og ók á strákinn. Þetta var gífurlega erfiö reynsla því við héldum um tíma að við myndum missa hann. Það var líka erfitt að líða óvissuna um það hvernig hann kæmi út úr þessu. Það er varla hægt að lýsa því hvernig reynsla þetta var. Það ná engin orð yfir það,“ segir Elín Birna. „Hann hefur mikið náö sér en er dálítið á eftir í námi. Hann sleppti hjólastólnum fyrir nokkrum árum en á dálítið erfitt með gang því jafn- vægisskyniö er ekki fullkomið enn.“ - Hafði þetta djúpstæð áhrif á þau? „Við þurftum að skipta um húsnæöi því hitt var svo gamalt og þröngt og var erfitt að hafa hjólastól þar inni. Við vorum bæði mjög hrædd um yngri strákinn á eftir og ég held að við höfum jafnvel ofverndað hann,“ segir Ársæll. „Svo finnst mér maður veröa sjálfur hræddari í umferöinni og jafnvel þora ekki að stoppa við gangbrautir af ótta við að verða óbeint valdur að slysi. Svo fer ekki hjá því að maður hafi fundið til reiði vegna þess að auðvitað varð þetta slys fyrir gáleysi,“ segir Ársæll. Fjórum til fimm árum eftir að slys- ið varð fór að verða vart við heilsu- leysi Elíriar Birnu þannig aö segja má að síðustu níu ár hafi verið erf- iður tími fyrir fjölskylduna sem nú eygir von um að geta á ný lifað eðli- legu lífi. Afölluhjarta Fjöldamörg orðatiltæki eru tengd hjartanu og gefa til kynna að fólk hafi lengi litið svo á aö hjartað væri uppspretta tilfinninga. Fólki er eitt- hvað hjartans mál, vonar af öllu hjarta, er með hjartaö á réttum staö, ef með stórt hjarta eða hjartagott og segir eitthvað af innstu hjartarótum eða veit eitthvað í hjarta sínu. Elín Birna er félagi í fámennum klúbbi íslenskra hjartaþega. Finnst henni hún hafa breyst eitthvað við að fá nýja tilfmningamiðstöð? „Nei, það flnnst mér ekki,“ segir hún og hlær. „Maður lítur kannski öðrum augum á lífið eftir að hafa gengiö í gegnum þessa miklu reynslu en það hefur ekkert með hjartað sjálft að gera.“ „Þetta er bara dæla sem þurfti að skipta um og nú er þaö búið,“ segir Ársæll vélvirki og brosir. Þau segjast ætla aö taka lífinu með bjartsýni og ró og fara að leiðbeining- um læknanna sem leggja áherslu á að réttum reglum um æfingar og mataræði sé framfylgt. Þjálfun til þess að veita Elínu Birnu líkamlegan styrk á ný hefst ekki alveg strax en þegar þar að kemur verður það tekið föstum tökum en allt með gát. Allt þetta telja þau vera skref í áttina til heilbrigðs lífs. „Aðalatriðið er aö þaö er dásamlegt að vera komin heim og það er nóg í bili,“segirElínBimaaðlokum. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.