Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1990. Kvikmyndir dv Þeir sem muna langt aftur í bíómenningu okkar íslendinga vita aö svona á tíu ára fresti sýndi Gamla bíó hina klassísku teiknimynd Walt Disneys Fantasíu og ávallt viö miklar vinsældir. Þessi stórfenglega teiknimynd sem gerð var við nokkur af meistaraverkum klassískra tónsmíöa hefur orðið mörgum um- hugsunarefni á þeim fimmtíu árum sem liðin eru frá því hún var frumsýnd. Eins og á íslandi hefur Fantasía oft verið endursýnd í Bandaríkjunum en gæðum síend- urtekinna filma hefur hrakað mikið og ljóst var að ef ætti að endursýna hana einu sinni enn yrði að kosta miklu til. Endalausar endur- gerðir eftir eldri kópíum sem til voru höfðu náð að eyðileggja næstum alla upprunalega Kvikmyndir Hilmar Karlsson hti og hljómburðurinn varð verri og verri. 1982 var gerð tilraun með að hljóðrita tónlist- ina upp á nýtt og dreifa myndinni þannig en sú tilraun mistókst með öllu. Það kom í ljós að upprunaleg tónlistarupptaka undir stjóm Leopold Stokowski var of stór hluti af heild- inni og tónlist tekin upp í fullkomnu nútíma hljóðveri skemmdi aðeins heildaráhrif. Það var svo 1988 aö Walt Disney fyrirtækið ákvað að flaggskip Disney fyrirtækisins, Fant- asía, yrði endurunnið og ekkert til sparað. Voru veittar milljónir dollara til verksins. Skyldi hver rammi upprunalegrar kópíu tek- inn og hreinsaður og tónlistinni yrði_einnig reynt að bjarga með nýjustu tækni. Nú er þessari dýra þohnmæðisvinnu lokið og sýning á Fantasíu orðin að veruleika. í 461 kvikmyndahúsi í Bandaríkjunum um síöustu helgi var Fantasía frumsýnd og var troðfullt á allar sýningar og komu hátt í níu milljónir dollarar inn sem var toppurinn þá helgi. Þeir fjölmörgu tæknimenn, sem höfðu unnið við myndina í tvö ár, gátu því brosað og verið ánægðir með starf sitt. Metnaöarfyllsta teiknimyndin Vinsældirnar voru ekki eins mikiar þegar Fantasía var frumsýnd 13. nóvember 1940 enda aöstæður hinar verstu sem hægt var að hugsa sér. Heimsstyrjöldin síðari var nýhafm í Evr- ópu og vofði yfir Bandaríkjunum. Þar með var ljóst að myndinni yrði ekki dreift í Evrópu. Og út frá áhrifum stríðsins voru þær kvik- myndir vinsælastar þár sem þjóðerniskenndin var mest. Fantasía vakti þó strax mikla at- hygli en myndiryvár mjög dýr, kostaði á þriðju milljón dollarásem eru mun meira í dag og þrátt fyrir agæta aðsókn varð hún fyrsta teiknimynd Walt Disneys í fullri lengd sem tap varð á. Fantasía braut blað í kvikmyndasögunni. í fyrsta skipti var komið fyrir hátölurum á bak við tjaldið og í salnuin til að tónhstin nyti sín. Þessa tækni kölluðu menn frá Disney fyrir- tækinu Fantasound. Þaö var kannski einmitt þessi tækni sem varð þeim að falli. Engin kvik- myndahús réðu við að kaupa tækin og því varð aö flytja þau sem til vorua milli kvik- myndahúsa, oft um langan veg og aldrei var hægt að sýna myndina í mörgum kvikmynda- húsum í einu. Tónlistin var upprunalega hljóðrituö á stál- þráð, en sú upptaka er löngu týnd. Þaö sem menn komnust næst að finna þegar endur- vinnsla hófst var upptaka sem gerð var 1955 eftir frumgerðinni. Púsluspil Það leit ekki vel út í byijun með endurvinnslu á upprunalegri kópíu. Fyrir það fyrsta var hún í mörgum hlutum misjafnlega illa fómum og sagði yfirmaður verksins sem áöur hafði stjómað sams konar vinnu viö Mjallhvíti og Bambi aö þetta væri óvinnandi verk og mynd- in væri mun verr farin en fyrrnefndar mynd- ir. Og eins og áður sagði var upprunalega tón- hstarupptakan ekki til. En Disney fyrirtækið heimtaði að eitthvað yrði gert. Mynd þessi væri minnismerki um þá snillinga sem störfuð hjá Disney á fjórða áratugnum og það verk sem mesta vinnan var lögð í. Frumherjarnir ættu því skhið að hið „óvinnandi verk“ væri unnið. Það var úr miklu að velja þegar farið var í geymslu Disney í Burbank í Kahforníu. Innan um upprunalegu eintökin voru nefnilega margar endurgerðir og tók þaö sinn tíma að sortera hið ónothæfa frá því nothæfa. Þegar svo loks var komið niður á eintök sem skyldu notuð tfl hreinsunarinnar byrjaði vinnan. Hver einasti rammi var fyrst hreinsaður í höndunum. Þegar þeirri vinnu var lokið var svo fariö með filmuna í gegnum fuUkomnustu hreinsivélar sem til eru. Út úr þessu varð svo til „master“. Vinnan var nú samt ekki búinn, því upprunalegir litir höföu dofnaö mikið og það varð því að skerpa alla hti og taka ákvörð- un um birtu og skugga. Á endanum varð til eintak sem sérfróðir segja að sé mun betra en upprunalega útgáfa. Þótt tónlistin sé kannski ekki eins skörp og væru hún tekin upp í THX þá hefur tekist á undraverðan hátt aö gera hana ferska aftur þótt liðin séu fimmtíu ár frá því Leopold Stokowski stóð með tónsprotann í hendi og stjórnaði hljómsveitinni sem lék klassísk verk eftir Beethoven, Tjakovsky, Bach, Stravinski, Schubert og Mussorgsky. Teiknifigúrurnar hafa aftur á móti lifnaö aftur við í sínum upp- runalegu htum og gleðja unga sem aldna viö leik undir tónaflóði sem ræður gangi atburð- arásarinnar í Fantasíu. -HK KENNETH BRANNAGH, sem fékk tvær óskarstilnefningar fyrir mynd sína Henry V, bæði fyrir leikstjóm og íyrir leik í aðal- hlutverki, er nú loks kominn á stað með aöra kvikmynd. Eins og í Henry V leikstýr- ir hann sjálfum sér. Myndin er í engu hk kóngaleikritum Shakespeares, heldur hefur Brannagh valið sér Los Angles nútímans fyrir rómantískan þriller sem nefhist Dead Again. Þar leikur eiginkona Brannagh Emma Thompson stúlku sem lendir óvænt í miðri morðrannsókn einkaspæjara sem Brannagh leikur. Aðrir þekktir leikarar sem leika í myndinni eru Andy Garcia og Hanna Schyguha. Spenntir kvikmyndahús- gestir geta ekki vænst þess að sjá Dead Again fy rr en haustið 1991. En öhum aðdá- endum góðra kvikmynda er bent á að Há- skólabíó mun taka Henry V th sýningar í næstu viku. * * * EIN AF JÓLAMYNDUM Bióhallarinnar verður að öhum hkindum Three Men and a Lady. Eins og vafalaust alhr renna grun í er hér um framhald hinnar vinsælu myndar Three Men and a Baby. Þeir eru aftur mætt- ir til leiks i piparsveinahlutverkin, Tom Selleck, Steve Guttenberg og Ted Danson. Nú er Mary htla ekki lengur fimm mánaða pelabam, heldur fimm ára telpa, mjög sjarmerandi og skemmtileg í þokkabót. Fé- lagarnir þrír hafa aftur tekið að sér barnið og býr móðirín einnig hjá þeim. Nú er hún á leiðinni til London í leit að frægö ogframa. Sú stutta var ekki lengi að læra þá hst að vefja þremur pöbbum um fingur sér og það er því erfitt fyrir pabbana aö sætta sig þá ákvörðun móðurinnar að taka barnið meö sértil London. ★ ★ ★ JULIA ROBERTS er vafalaust vinsælasta k vikmy ndaleikkonan í dag. í þeim fáu kvik- myndum sem hún hefur leíkið í hafa hlut- verkin verið frekar léttvæg, en með einstök- um sjarma hefur hún gert þau lifandi. Hún fær þó að sýna hvað hún getur í kvikmynd- inni Sleeping With the Enemy. Þar mun koma í ljós hvort hún ræður viödramatískt hlutverk sem kallar á aha eiginleika sem góð leikkona þarf að hafa. Leikur hún unga konu sem gifst hefur „röngum manni“. Á yfirborðinu virðist hiónabandiö eölilegt en eiginmaðurinn er sálsjúkur og fiallar mynd- in um þá ákvörðun eiginkonunnar að kom- ást út úr hjónabandinu hfandi. Meöleikarar hennar í myndinni eru Patrick Bergin og Kevin Anderson. Leikstjórí er Joseph Ru- ben. ★ ★ ★ STEVEN SPIELBERG er búinn að ráðstafa sér næstu árin. Áður hefur verið skýrt frá ákvörðun hans um að ieikstýra Jurrasic Parksem gerð er eftir skáldsögu Michaels Crichton. Þar náði hann feitum bita sem leikstjórar á borð viö Tim Burton, Richard Donner og Joe Dante höfuð einnig haft hug á. Nú hefur verið tilkynnt að þegar hann hefur lokiö rayndinni um stálrisaeðlumar þá muni hann taka th við gerð myndarinnar Hook. Þar með rætist gamall draumur hans aö leikstýra kvikmynd um Peter Pan. í handritinu er Peter Pan oröinn ráðsettur fjölskyldumaður og á tvö böm. Dag einn birtist Hook skipstjóri, höfuðóvinur hans frá æskuárunum, og rænir börnum hans tveimur og hefur með sér til „Landsins sem ekki er til“. Peter Pan á því ekki annarra kosta völ en að halda á eftir honum og freista þess að ná bömum sínum aftur. Spielberg hefur þegar tryggt sér leikara í aðalhlut- verkin og þeir em ekki af verri endanum. Dustin Hoffmann mun leika skipstjórann vonda og Robin Williams mun leika Peter Pan. * * * ÞAÐ ER EKKI aöeins Peter Pan sem fær nýja yfirhalningu hjá kvikmyndajöfrum í Hollywood, heldur eru nú þessa dagana að hefjast tökur á kvikmyndinni Robin Hood - Prince of Thives sem eins og nafnið bendir til fjallar um Hróa höttog ævintýrihans. Ekkert veröur til sparað við að gera þessa kvikmynd að stórfenglegri ævintýramynd. Það sem haföi þó úrslitaþýðingu að lagt var út í kvikmyndagerö þessa að Kevin Costner samþykkti að leika bjargvættfátækhng- anna sem hefur aðsetur í Skírisskógi. Leik- stjóri er Kevin Reynolds.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.