Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1990. 21 Cooper og Truman virða fyrir sér lík Lauru Palmer. Tvídrangar: Það er fiskur í kaffikönnunni / Finnst þér skrýtiö að þaö skuli vera fiskur í kafíikönnunni? Finnst þér einkennilegt aö kona, sem missti mann sinn í skógareldi, skuli æ síðan ganga með trjádrumb í fanginu og ræða við hann ef henni leiöist? Þetta er meöal þess sem er að finna í þáttaröðinni um Tvídranga, Twin Peaks, sem heíja göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Þættirnir gerast eins og nafn- ið bendir til í smábænum Tvídröng- um rétt við kanadísku landamærin. Laura Palmer finnst myrt og illa leik- in í stöðuvatni og lögreglan í Tví- dröngum stendur ráðþrota. Þegar önnur stúlka finnst nær dauða en lífi sendir alríkislögregl.an Dale Coo- per fulltrúa á staöinn til að rannsaka málið ásamt Harry Truman lög- reglustjóra. Cooper er reyndar eng- inn venjulegur lögreglumaöur held- ur ólæknandi bökuæta (pie) og vill helst leysa málin með því að láta lausnina birtast sér í draumi. Það er fallegt í Tvídröngum þegar sólin skín en undir lygnu yfirborðinu leynast ill öfl og hræðileg leyndar- mál. Þess vegna er fiskur í kafSkönn- unni. Amerískir sjónvarpsgláparar féllu kylliflatir fyrir Tvídröngum og talið að um 30 milljónir fylgist meö hveij- um þætti. En hvað er svona skemmtilegt viö þættina. Söguþráð- urinn er óheyrilega flókinn og fyrir aðdáendur morðgátna hreinasta martröð því hann er á kafi í folskum vísbendingum. Flestar ef ekki allar persónurnar eru smáskrýtnar og samtölin oft á tíðum afar einkenni- leg. Potturinn og pannan bakvið allt saman, Davið Lynch, sem bæði leik- stýrir pg skrifar handritið ypptir öxl- um. „Ég skil þaö ekki,“ segir hann. „í mínum augum eru þetta ósköp venulegir sjónvarpsþættir." „Þetta er eins og Sögur úr Sámsbæ (Peyton Place), segir John Waters leikstjóri sem er mikill aðdáandi þáttanna. „Eini munurinn er sá að í þessum bæ eru allir geggjaðir.“ „Hryllileg og kæfandi miðju- mennska Cosby kynslóðarinnar var að ganga af amerísku sjónvarpi dauðu. Loksins kom eitthvað fyrir fólk sem finnst skrýtið eðlilegt," seg- ir annar aðdáandi. „Þættirnir eru eins konar menn- ingarlegur safnhaugur," segir Mark Frost sem skrifar handritið ásamt Lynch. „Þarna eru tákn, persónur og fyrirbæri úr öllum þeim sjón- varpsþáttum sem viö ólumst upp við.“ Hver er David Lynch? Lynch þessi fæddist í smábænum Missoula í Montana, 20. janúar árið 1946 og stendur því á 45. aldursári, sonur húsmóður og vísindamanns. Hann fór eftir hefðbundna skóla- göngu til náms í listaháskóla í Boston þar sem hann lagði stund á málara- list en eftir stutta dvöl þar fór hann til Evrópu. Þar tolldi hann stutt því hann gat ekki hugsað sér aö vera meira en 7.000 mílur frá MacDonalds. Lynch slæptist í margs konar vinnu eftir heimkomuna en settist fljótt aftur á skólabekk við listahá- skólann í Philadelphiu. Þar dró hann saman hráefniö í hina hræðilegu fjöl- skyldumynd Eraserhead eða Strok- leöurhaus sem fljótt öðlaðist mikla hylli neðanjarðar þrátt fyrir að hún væri af vanefnum gerð. Framleiö- andinn Mel Brooks valdi þess vegna Lynch til þess að leikstýra Fílamann- inum sem hlaut miklar vinsældir með John Hurt í aðalhlutverki. Þar á eftir ofreyndi Lynch sig þegar hann leikstýrði Dune sem gagnrýnendur rifu í sig og þótti mistakast gjörsam- lega. Lynch var ekki af baki dottinn heldur bjó til kvikmyndina Blue Vel- vet sem, eins og Tvídrangar, fjallar um smábæjarlíf og sérstaklega er skyggnst undir yfirborðið. Myndin sló í gegn og þótti geggjað ímyndun- arafl Lynch og súrrealísk og hrotta- leg sýn hans á lífið fá að njóta sín til fullnustu. Pauline Kael, sem er þekktur bandarískur kvikmynda- gagnrýnandi, sagði eftir að hafa séð myndina: „Kannski er ég úrkynjuð en þetta vil ég sjá aftur." Á grundvelh þessarar velgengni fékk Lynch tækifæri til þess að gera Tvídranga og vinsældir þeirra hafa komið framleiðendum gjörsamlega í opna skjöldu. Hann lætur sér sjálfur fátt um finnast en heldur áfram að mæta á hverjum degi klukkan hálf- þrjú á hamborgarastaðinn Bob’s Big Boy í Hollywood þar sem hann fær sér sinn reglulega mjólkurhristing og punktar hugmyndir hjá sér á servíettu. Hann hefur ekki misst dag eða mjólkurhriSting úr síðustu sjö ár. Lynch er tvígiftur og á tvö börn úr fyrri hjónaböndum. Hann hefur verið orðaður við leikkonuna Isa- bellu Rossehni. Láta sér fátt um finnast íbúarnir í Snoqualmie í Washing- ton fylki láta sér fátt um þættina finnast. Bærinn og umhverfi hans mynda umgerð þáttanna um Tví- dranga. í Snoqualmie búa 1.500 manns og þar hefur ekki verið fram- inn glæpur svo orð sé á gerandi í manna minnum. Flestir íbúanna fylgjast með þáttunum til þess að sjá kunnuglegt landslag líða hjá en finnst fátt um söguþráðinn. Fæstir þeirra hafa reynt að verða ríkir á Tvídrangaæðinu sem gengur yfir Bandaríkin utan eigandi eins veit- ingastaðar sem auglýsir sérstaka Tvídrangahamborgara. Flestir túristanna og fréttamann- anna sem koma til Snoqualmie líta innð í Mar-T kaffihúsinu og fá sér böku (pie) að hætti Coopers lögreglu- manns. „Ég hef verið að baka allt mitt líf en nú er ég hræddur um að gera eitthvað vitlaust," segir bakar- inn Garnet Cross sem er 72 ára. -Pá Hver drap Lauru Palmer? Hópur ibúa Tvidranga við útför hennar. Er morðinginn þar á meðal? Trjádrumbakonan sem er ein sérstakasta persóna Tvidranga. Travel Ratvís - ferðaskrifstofa Hamraborg 1-3, sími: 91-641522 FERÐASMELLUR Upplýsingar og farpantanir í símum 652266 og 641522 Trier - helgarferð Brottför 22. nóvember. Fararsyóri: Arthur Björgvin Bollason. Verð frá Kr. 32.800.* ’lnnifalið flug til Lux, akstur til Trier, gisting í 3 nætur og alvöru fararstjórn. Ferðasmellir boðnir af ferðaskrifstofunum. Ratvís og Alís tryggja gæði og öryggi. ■HHFARKORT •Verð á mann, 2 i herbergi. flugvallarskattur ekki innifalinn. IATA ferðaskrifstofur FERÐASKRIFSTOFA Sími 652266 Ratvís - ferðaskrifstofa Hamraborg 1-3, sími: 91-641522

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.