Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1991. Fréttir Dómur Hæstaréttar vegna áfrýjunar ríkissaksóknara í Hafskipsmálinu: Frávísunarkrafa ekki tekin til greina - vel saminn domur, segir Jon Steinar Gunnlaugsson lögmaöur Hæstiréttur hefur kveöiö upp dóm þar sem frávísunarkrafa fjög- urra manna í svokölluðu Hafskips- máli, sem ríkissaksóknari áfrýjaði, var ekki tekin til greina. Sautján menn voru upphaflega ákæröir vegna Hafskipsmálsins. Sérstakur ríkissaksóknari í málinu, Páll Arn- ór Pálsson, áfrýjaði hins vegar aö- eins aö því er varðaði íjóra sak- borninga. Jón Steinar Gunnlaugsson, verj- andi eins fjórmenninganna, segir dóm Hæstaréttar vel saminn: „Þetta er vandaður dómur og ég tel að niðurstaðan sé lögfræðilega rétt. Auðvitað voru veruleg rök fyrir kröfunni um frávísun - um það má vísa til dóms Hæstaréttar. En því miður eru íslensku lagaá- kvæðin svona og niðurstaðan því á þessa leið. Mín skoðun er aö hraöa mætti málum frekar og reyndar liggur fyrir frumvarp til laga um meðferð opinberra mála um það atriði,“ sagði Jón Steinar í samtali við DV í gær. Fjórmenningarnir kröfðust frá- vísunar á máhnu í Hæstarétti á þeim forsendum að áfrýjunar- stefna hefði ekki verið gefm út inn- an lagalegs frests. Héraðsdómur gekk 5. júlí í fyrra en endanlegar dómsgerðir í málinu bárust Páli ekki í hendur fyrr en 14. desember. Áfrýjunarstefnan var gefm út þremur dögum síðar. Fjórmenn- ingamir töldu frest ríkissaksókn- ara hafa hafist 5. júlí en því mót- mælti ákæruvaldið. Hæstiréttur komst að þeirri nið- urstöðu að væri ekki litið til ákvæða í lögum um meðferð opin- berra mála heföi ekki verið nauð- synlegt fyrir ríkissaksóknara aö láta ákvörðun um áfrýjun bíða þar sem hann hefði haft í höndum öll gögn sem þurfti til aö taka ákvörð- un um áfrýjun - hraða bæri ákvörðun um áfrýjun og meöferö ákæruvaldsins hefði tekið langan tíma. Væri hins vegar litið til laga um dómsgerðir ættu öll skjöl í máli án tvímæla að liggja fyrir. „Ef sá kostur er valinn að telja frest sérstaks ríkissaksóknara til að áfrýja þessu máli hafa hafist 5. júlí 1990 er því gengið gegn skýr- ingu ákvæðisins eftir orðanna hljóöan sem tíðkanleg hefur ver- ið . . . Af framanskráðu leiðir að frávísunarkröfur ákærðu verða ekki teknar til greina,“ sagði meðal annars í dómi Hæstaréttar. -ÓTT Afangaskýrsla sjö manna nefndarinnar lögð fram: Ríkissjóður greiði nítján milljarða í sauðfjárrækt - þar afríflega 5,5 milljarða á næsta ári Alls má gera ráð fyrir að ríkissjóð- ur muni greiða hátt í nítján milljarða til stuðnings sauðfjárræktinni fram til ársloka 1997, ef farið verður að tillögu sjö manna nefndarinnar um úrbætur í greininni. Nefndin gerir ráð fyrir að miðað við ársverk verði alls um 1800 bændur í fullu starfi við sauðfjárrækt. Hinar margumtöluðu tillögur sjö manna nefndarinnar voru kynntar á blaðamannafundi í gær. Nefndin leggur til miklar breytingar á skipu- lagi sauðfjárframleiðslunnar sem hafi þann tilgang að bæta samkeppn- isstööu hennar gagnvart öðrum mat- vælum, lækka verð til neytenda og draga úr opinberum framlögum. Meðal þeirra tillagna, sem nefndin lagði fram, er að gengið verði sem fyrst frá nýjum búvörusamningi við bændur sem gildi til sex ára frá og með árinu 1992 þegar núgildandi samningur fellur úr gildi. Gert er ráð fyrir að í þeim samningi verði horfið frá niöurgreiðslum og útflutnings- bótum vegna kindakjötsframleiðsl- unnar. í staðinn komi beinar greiðsl- ur til bænda sem taki mið af spá um innanlandsneyslu kindakjöts. Lagt er til að greiðslur þessar verði um helmingur af því afurðaverði sem sauöfjárbændur fá fyrir framleiðslu sína. Samkvæmt útreikningum nefndarinnar munu útgjöld ríkis- sjóðs vegna þessa nema tæplega tíu milljörðum fram til ársins 1997. Eftir sem áður er gert rað fyrir að ríkissjóður niðurgreiði hluta virðis- aukaskatts á kindakjöti og ullar- framleiðslunni. Alls er gert ráð fyrir að í slíkar niðurgreiðslur fari ríflega þrír milljarðar til ársloka 1997. Tillögur nefndarinnar gera einnig ráö fyrir aö á næstu átján mánuðum kaupi ríkissjóður upp um 3700 tonn af þeim framleiðslurétti sem sauð- fjárbændur hafa í dag. Alls er hann upp á ríflega tólf þúsund tonn nú en yrði 8300 eftir kaupin. Þess ber þó að geta að um 2800 tonn af núverandi framleiðslurétti eru ekki nýtt af bændum vegna leigu á honum og riðuveikiniðurskurðar. Raunveru- legur samdráttur í framleiðslunni yrði því um 1000 tonn. Alls er áætlað að verja um þremur milljörðum til þessa verkefnis. Fyrir ríkissjóð myndi þetta þýða rúmlega 2,5 millj- arða í útgjöld á næsta ári. Athygli vekur að nefndin gerir ráð fyrir að bændum verði heimilað að selja framleiðsluréttinn frá og með næstkomandi hausti. Með þessu tel- ur nefndin að ná megi fram hagræð- ingu og framleiðniaukningu. í ár og á þvi næsta hefði ríkið hins vegar forkaupsrétt á 20 prósentum af þeim rétti sem er seldur. Að sama skapi mætti enginn bóndi auka fram- leiðslurétt sinn um meira en 15 pró- sent. -kaa Enn eitt slys vegna lausagöngu hrossa: Þetta gengur ekki lengur - segir Bjöm Mikaelsson, yfirlögregluþjónn Björn Mikaelsson, yfirlögreglu- króki, Farþegi í bílnum slasaðist þjónn á Sauðárkróki, hef'ur ákveðiö en billinn er mikið skemmdur. Af- að kalla saman hagsmunaaöila lífa varö bæöi hrossin. vegna tíðra slysa sem hafa orðið vegna lausagöngu hrossa. Eins og „Þetta gengur ekki lengur. Það fram kom í DV í gær hafa fjórtán verður að finna einhverjar leiðir hrossdrepistíslysumívetur,mjög til að reyna að koma i veg fyrir mikiö tjón hefur orðið á eignum og þessi slys. Um þessar mundir eru nokkrir hafa slasast. engar girðingar á kafi í snjó þannig aö ekki er hægt aö segja að það séu Enn eitt slysiö vegna lausagöngu þær sem ekki halda hrossunum," búíjár varð skömmu fyrir miönætti sagði Björn Mikaelsson yfirlög- á fimmtudagskvöld þegar bifreið regluþjónnísamtaliviðDVígær. lenti á tveimur hrossum við bæinn -ÓTT Kimbastaði skammt frá Sauðár- ■W'.'.'U.'.i Bjarni Friðriksson júdómaður var heiðraður sem iþróttamaður Reykjavíkur 1991 í hófi sem fram fór í Höfða i gær. Bjarni hampar hér bikar sem honum var afhentur við það tækifæri. DV-mynd Hanna Jarðardeila 1 Haukadal: Hreppsnef ndin tapaði forkaupsréttarmáli - vUdinýtaþannréttágjafaafsali Nýlega kvaö landbúnaðarráðu- neytið upp úrskurð í deilumáli um forkaupsrétt hreppsnefndar á jörð- inni Laxaborg í Haukadal í Dala- sýslu. Hreppsnefndin vildi nýta for- kaupsrétt sinn á jörðinni sem búið var að gefa út gjafaafsal á en ráðu- neytið gat ekki fallist á þann rétt. Málið snýst um það að eigandi jarð- arinnar, Ingiríður E. Olafsdóttir, ákvað að gefa Skógrækt ríkisins jörð- ina en hún og maður hennar höíðu ræktað hana upp og stundað á henni umfangsmikla tijárækt. Eftir að maður hennar lést vildi hún gefa Skógræktinni jörðina til áframhald- andi ræktunar og gaf út gjafaafsal. Samkvæmt jarðalögum er skylt að tilkynna slíkt sveitarstjóm og jarða- nefnd og afla samþykkis þeirra. Jarðanefnd var samþykk ákvörð- uninni en hreppsnefndin var hins vegar mótfallin og taldi að gjöfin þjónaði ekki hagsmunum sveitarfé- lagsins og að Skógræktin hefði ekki skilgreint hvemig hún hygðist not- færa sér hana. Þar sem nefndirnar vom ekki sammála var málinu vísað til landbúnaðarráðuneytisins sem úrskurðaði á fyrrgreindan hátt. Jón Höskuldsson, deildarstjóri í landbúnaöarráðuneytinu, segir að úrskurðurinn byggist á því að um gjafaafsal hafi verið að ræða og því hafi hreppsnefndin ekki haft for- kaupsrétt. „Við höfnum því að forkaupsréttur sveitarfélagsins verði virkur við að- ilaskipti sem þessi því þegar slíks réttar er neytt á að liggja fyrir ein- hver samningur þar sem greint er frá endurgjaldi og slíku og hreppsnefnd- in gengur inn í. í þessu tilfelli var ekki um neitt endurgjald að ræða og þess vegna ekki hægt aö ganga inn í neinn samning. Við teljum að viö svona gjöf verði forkaupsrétturinn ekki virkur,“ segir Jón. Árni Sigurðsson, oddviti hrepps- nefndarinnar, segir að landbúnaðar- ráðuneytið hcifi úrskurðarvald í þessu máli. „Ég sé ekki að neitt ann- að sé hægt að gera en að hlíta þessum úrskuröi." -ns Þórarinn V. Þórarinsson: Þjóðfélagið skuldarbændum „Sauðfiárræktinni hefur veriö haldið í hefiargreipum ofstjórnar af sfiómvöldum. Fyrir vikið er fiöldi bænda bundinn átthaga- fiötrum og getur sig hvergi hreyft þar sem þeir hafa bundið ævi- starfið i fiárfestingum sem þeir komast ekki frá. Þjóðfélagið skuldar þessu fólki bætur fyrir það tjón sem það hefur orðið fyr- ir vegna þeirra vitlausu ákvarð- ana sem stjórnvöld hafa tekið um árabil,“ sagði Þórarinn V. Þórar- insson, framkvæmdasfióri Vinnuveitendasambandsins, á blaðamannafundi í gær. Svar þetta gaf Þórarinn þegar hann var spurður hvort honum fyndist rétt að ríkissjóður aðstoö- aði fólk í öðrum atvinnugreinum á sama hátt og nefndin legði til að gert væri viö bændur. Væri til dæmis ekki eðlilegt aö taka upp beinar greiðslur úr ríkissjóði til sjómanna og fiskvinnslufólks úti um allt land? Þórarinn tók skýrt fram að i áfangaáhti nefndarinnar fælust engar skuldbindingar. Hér væri um aö ræða tillögur manna sem í nefiidinni sátu. Þá sagði hann einnig að innan Vinnuveitenda- sambandsins væru menn síður en svo sammmála þeim niðurstööum sem nefndin heföi kornist að. „Hér er um að ræða tfimæli okkartil sfiórnraálamanna og ég tel mjög mikilvægt að bæði ríkis- sfiórn og alþingi komist að sam- komulagi áður en gengið verður frá nýjum búvörusamningi. Við höfum ekki samþykkt eitt eða neitt í þessari nefnd þannig að hér er fyrst og fremst um að rasða tilmæli frá okkur til sfiórnmála- manrm." -kaa Ögmundur Jónasson: Dugleysi i land- búnaðarmálum „Ég er vissulega þeirrar skoð- unar að landbúnaöarráðherra eigi aö leita eftir staöfestingu rík- isstjórnar og Alþingis áður en hann skrifar undir nýjan búvöru- samning. Hins vegar hafa ríkis- sfiórnir og alþingismenn sýnt dugleysi við aö leysa vanda land- búnaöarins,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, á blaðamannafúndi i gær. Ögmundur sagöist vonast til að þessar niðurstöður nefndarinnar um úrbætur og hagræðingu í sauðfiárræktinni færu óbreyttar í gegnutn hendur alþingismanna ogríkisstjómarinnar. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.