Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Síða 6
6 - MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1991. Viðskipti_____________________________________________________________ dv Morgunverðarfundur Verslunarráðs um lækkun virðisaukaskatts í 15 prósent: „Að elska konuna sína og þykja vænt um börnin sín“ - ekki tókst að sannfæra stjómmálamennina Virðisaukadæmið 24,5% VSK: 40,0 milljarðar króna 15,0% VSK: 24,5 milijarðar króna, að öðru óbreyttu Mismuninn má brúa með eftirfarandi hætti: Milljarðar Afnám VSK-undanþága 5,0 Þjónustugjöld (hafnir/flugvellir 3,5 Afnám tekjuskattsfríðinda 2,0 Óbreytt verð á bensíni, áfengi og tóbaki 1,5 Eðlileg gjaldskrá ríkisfyrirtækja 1,5 VSK-sparnaður hins opinbera 1,0 Bætt virðisaukaskattskil 1,0 Samtals 15,5 Steingrimur Ari Arason, hagfræðingur Verslunarráðs Islands, í ræðustóli i gær. „Lækkun virðisaukaskatts er stór- verkefni sem krefst vandlegs undirbúnings líkt og bygging álvers." Til hliðar má sjá hugmyndir Steingríms um það hvernig hann ætlar að hafa upp í tekjumissinn af lækkun virðisaukaskatts ur 24,5 prósentum i 15 prósent. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins og utanrík- isráðherra, sagði á morgunverðar- fundi Verslunarráðs íslands á Hótel Sögu í gærmorgun að lækkun virðis- aukaskatts væri réttlát leið, eftir- sóknarverð og jafneðlileg og menn elskuðu konuna sína og þætti vænt um börnin sín. Hins vegar væri lækkun virðisaukaskatts ekki raunsæ í íslensku þjóðfélagi við nú- verandi aðstæður. Mjög erfltt yrði að ná samstöðu um að hrinda hug- myndinni í framkvæmd. Steingrími Ara tókst ekki að sannfæra mig „Steingrími Ara tókst ekki að sann- færa mig um að þaö sé fær leið til að lækka virðisaukaskatttinn, leið sem allir séu sáttir um,“ sagði Jón Baldvin. Hinir ráðherrarnir, sem töluðu á fundinum, Steingrímur Her- mannsson og Ólafur Ragnar Gríms- son, voru sama sinnis. Geir Haarde, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagöi á fundinum aö hann vildi láta kanna það mjög rækilega að lækka' virðisaukaskattinn svo að um mun- aði án þess þó að heildartekjur ríkis- ins skertust. 15 milljarðagap þyrfti að brúa Þeir Steingrímur Ari Arason, hag- fræðingur Verslunarráðs, og Ólafur Johnson, framkvæmdastjóri Skorra, héldu framsögu um lækkun virðis- aukaskattsins úr 24,5 prósentum nið- ur í 15 prósent. Þetta væri dæmi upp á 15,5 milljarða að þeirra mati. Steingrímur sagði í sinni ræðu að rökin fyrir 15 prósenta virðisauka- skatti væru þau að samkeppnisstaða atvinnulífsins styrktist, innlend verðmætasköpun ykist, skattskil yrðu betri vegna afnáms undanþága þeirra sem nú greiða ekki virðis- aukaskatt. Síðast en ekki síst sagði Steingrímur Ari að lækkunin myndi auðvelda hagræðingu í opinberum rekstri sem næðist með aukinni einkavæðingu.-' „Það eru miklir íjárhagslegir hags- munir í húfi,“ sagði Steingrímur Ari. „Möguleg þjóðhagsleg áhrif væru þau að við breytinguna ykist hagvöxtur um 1 prósent vegna meiri framleiðslu þjóðarinnar, verðlag gæti lækkað um 2 prósent. Viðskipta- halh yröi minni og minni ríkissjóðs- halh.“ Raunhæft verð rukkaö fyrir opinbera þjónustu Steingrímur Ari sagði ennfremur að mikilvægt væri að tekin yrði upp raunhæf gjaldtaka fyrir opinbera þjónustu í ríkara mæli en of algengt væri að greitt væri fyrir opinbera þjónusta með almennum skatttekj- um í stað þjónustugjalda sem þeir greiddu sem notuðu viðkomandi þjónustu. „Raunhæf verðlagning fyrir opin- bera þjónustu er eðlileg leið til að láta einkaaðila sjá um reksturinn,“ sagði Steingrímur Ari. Örn Johnson ræddi um að undan- þágur í núverandi virðisaukaskatts- kerfi væru allt of margar. Sömu sögu væri að segja um skilin og benti hann á skýrslu, sem gerð var fyrir nokkr- um árum, um milljarða skattsvik hér á landi. Þá sagði Örn að lækkun virðis- aukaskatts í 15 prósent lækkaði verð á vöru og þjónustu um 8 prósent. „Yfir slíkum aðgerðum hefur fólkiö í landinu ekki kvartað.“ Ólafur Ragnar Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra sagði að tillögur frummæl- enda um lækkun virðisaukaskatts þýddi í raun hærri gjöld á þá sem njóta góðs af núverandi kerfl hins opinbera, eins og íbúðaeigendur, skólafólk og sjúklinga, svo nokkur dæmi væru nefnd. „í þessu felst leiðin til að brúa biliö sem myndast við að lækka virðis- aukaskattinn. Ég tel afar erfitt aö framkvæma þessar tillögur vegna andstöðu hagsmunasamtaka við þær. Ég held til dæmis að tillögurnar séu hressilegasta stríðsyfirlýsing gegn sjávarútveginum í langan tíma.“ Steingrímur Hermannsson Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sagði mikilvægt að kæmi til lækkunar viröisaukaskatts yrði þaö fyrst og fremst millifærsluleið þannig að þess yrði gætt að tekjur ríkisins yrðu ekki skertar. Hann sagði aö þrátt fyrir að ósk allra væri að hafa jafnvægi í ríkis- fjármálum og lægri skatta væri þaö einu sinni svo að öllum ríkisstjórn- um reyndist erfitt að skera niður útgjöld á móti í því velferðarkerfi sem almenningur gerði kröfu um. „Það er auðveldara að setja svona hugmyndir á blað heldur en að fram- kvæma þær,“ sagði forsætisráð- herra. _jgh Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR innlAn överdtr. (%) hæst Sparisjóösbækurób. Sparireikningar 4,5-5 Lb 3ja mán. uppsögn 4,5-7 Sp 6mán.uppsögn 5,5-8 Sp Tékkareikningar, alm. 1-1.5 Sp Sértékkareikningar VlSITÖLUB. REIKN. 4,5-5 Lb 6mán. uppsögn 2,5-3,0 Nema Íb 15-24 mán. 6-6,5 ib.Sp Orlofsreikningar 5.5 Allir Gengisb. reikningar í SDR7.1 -8 Lb.lb Gengisb. reikningar í ECU 8,1-9 ÓBUNDNÍR SÉRKJARAR. Lb.lb Vísitölub. kjör, óhreyföir. 3 Allir Óverötr. kjör, hreyfðir 10,25-10,5 Nema Ib BUNDNIR SKIPTIKJARAR. Vísitölubundin kjör 5,25-5,75 Bb Óverötr. kjör INNL. GJALDEYRISR. 12,25-13 Bb Bandaríkjadalir 5,25-6 ib Sterlingspund 11,5-12,5 Ib Vestur-þýsk mörk 7,75-8 Ib Danskarkrónur 7.75-8.8 Sp LJTLÁNSVEXTIR ÚTLANÖVEROTR. (%) lægst Almennirvíxlar(forv.) 15,25 . Allir Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 15,25-15,75 Lb Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) UTLÁN VERÐTR. 18.75-19 Bb Skuldabréf AFURÐALÁN 7,75-8,25 Lb Isl.krónur 14,75-15,5 Lb SDR 10-10,5 Lb Bandarikjadalir 8,8-9 Sp Sterlingspund 15,5-15,7 Lb.lb Vestur-þýsk mörk 10,75-10,9 Lb.ib.Bb Húsnæðislán 4,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir MEÐALVEXTIR 23,0 óverðtr. mars 91 15,5 Verðtr. mars 91 7.9 VISITÖLUR Lónskjaravísitalaapríl 3035 stig Lánskjaravísitala mars 3009 stig Byggingavisitala apríl 580 stig Byggingavisitala apríl 181,2 stig Framfærsluvísitala mars 150,3 stig Húsaleiguvísitala 3% hækkun 1 . april VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5.452 Einingabréf 2 2,943 Einingabréf 3 3,575 Skammtimabréf 1.826 Kjarabréf 5,347 Markbréf 2,851 Tekjubréf 2,085 Skyndibréf 1,589 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,601 Sjóðsbréf 2 1,822 Sjóðsbréf 3 1,803 Sjóðsbréf 4 1,562 Sjóðsbréf 5 1,086 Vaxtarbréf 1.8463 Valbréf 1,7185 Islandsbréf 1,130 Fjórðungsbréf 1.083 Þingbréf' 1.129 Öndvegisbréf 1,119 Sýslubréf 1,139 Reiðubréf 1,108 Heimsbréf 1,045 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6,80 7,14 Eimskip 5,27 5,50 Flugleiöir 2,62 2,72 Hampiójan 1,80 1,88 Hlutabréfasjóðurinn 1,82 1.91 Eignfél. Iðnaðarb. 2,05 2.15 Eignfél. Alþýðub. 1.47 1,54 Skagstrendingur hf. 4,40 4.60 islandsbanki hf. 1,54 1,60 Eignfél. Verslb. 1,36 1,43 Olíufélagið hf. 6,30 6,60 Grandi hf. 2,40 2,50 Tollvörugeymslan hf. 1,00 1,05 Skeljungur hf. 6,40 6,70 Ármannsfell hf. 2,35 2,45 Fjárfestingarfélagið 1,28 1,35 Utgerðarfélag Ak. 3,82 4,00 Olis 2,23 2,33 Hlutabréfasjóður VlB 0,98 1,03 Almenni hlutabréfasj. 1,03 1.07 Auðlindarbréf 0,975 1,026 Islenski hlutabréfasj. 1,06 1,11 Síldarvinnslan, Neskaup. 2,40 2,50 (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum,. útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn, íb = Islandsbanki Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum. Láxushús og íbúðirí ÞfskaMi Feriendorf Hostenberg Verðdæmi í júní: Flug og lúxushús í tvær vikur, 2 fullorðnir og 2 börn, 2 til 12 ára, kr. 31.430,- Flug og íbúð í 2 vikur, 2 fullorðnir, kr. 38.100,- Flug og bíll, Þýskaland Verðdæmi í júní: Flug og bíll í 2 vikur miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2 tii 12 ára, k|. 26.300,- Flug og bíll í 1 viku, 4 fullorðnir. kr. 24.900, FeMær llaínanirætí 2 - Sími 62-30-20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.