Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Síða 17
•OTWHjnnmmiin T MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1991. 17 Menning Mannlíf á myndum Um íslensku ljósmyndasýninguna 1991 Björn Torfi Hauksson - Valdimar Örn Flygening. Um margra ára, jafnvel áratuga, skeið hafa íslenskar sjónmenntir lið- ið fyrir vöntun á gróskumikilli Ijós- myndahefð. Tæplega er um að kenna skorti á íslenskum ljósmyndurum, eins og sést á því að fyrir nokkrum dögum voru uppihangandi myndir eftir hartnær fimmtíu sprelllifandi ljósmyndara á öllum aldri, mest- megnis atvinnumenn, á tveimur sýn- ingarstöðum í bænum. Þess utan eru nokkur íslensk ljós- myndaraefni í þann mund að ljúka námi við virta skóla úti í löndum, svo ekki sé minnst á álitlegan hóp efni- legra leikmanna um land allt. Einhverra hluta vegna hefur þessi skari ljósmyndara ekki náð að gera sig gildandi innan íslenskra sjónlista. Margir þeirra hafa að visu komið frá námi með ferskar hugmyndir í ljós- myndatöskunni, haldið sýningar á ljósmyndum, jafnvel stofnað ljós- myndatímarit, en koðnaö niður í óftjórri peningavinnu fyrir auglýs- ingastofur, fjölmiðla eða iðnfyrir- tæki. Nokkrir þeirra hafa að vísu unnið skapandi ljósmyndavinnu þess á milli, en ekki nógu samfellt til árangurs. Stöðnun/endurnýjun Saga íslenskrar ljósmyndunar hin síðari ár er að sönnu vörðuð stökum úrvalsmyndum en í hana vantar hrygglengjuna, heildstæða ljós- myndavinnu nokkurra svipmikilla einstakhnga sem er frumskUyrði þess að lífvænleg „hefð“ geti mynd- ast. Þetta ástand mála hefur ekki síð- ur komið niður á öðrum myndmiðl- um en ljósmyndinni, hefur tU dæmis torveldað nýskapandi víxlverkun þeirra. Er fróðlegt að bera íslenska ljós- myndun saman við ljósmyndun ffænda vorra á Norðurlöndum sem einkennist af stöðugri og þróttmikilli endurnýjun, einkum og sérílagi í Finnlandi. Sjálfsagt hefur eitthvaö skort á metnað og festu íslenskra ljósmynd- ara. Hefðu þeir staðið fyrir regluleg- um sýningum á ljósmyndum og skoðanaskiptum um þær værum við betur á vegi stödd. Sjálfsagt hefur einnig skort talsvert á skUning ís- lensks menningarsamfélags á eðU og gildi ljósmyndunar, enda eru ís- lenskar sjónmenntir svo ungar að árum að við erum tæplega búin aö venjast forvera hennar, málaralist- inm. Yfirbót og endurreisn En hverjar sem ástæður þessarar ljósmynaarlegu ládeyðu eru gefst nú gullvægt tækifæri til yflrbótar og endurreisnar. Lj ósmyndaþj ónustan Skyggna/Myndverk hf. hefur nú sýnt af sér það lofsverða framtak að stofna tU mikillar samsýningar og úttektar á íslenskri nútímaljósmynd- un að Kjarvalsstöðum í von um að „hér sé upphafið að reglubundnum sýningum af þessu tagi og að þær verði vettvangur fyrir það besta í ís- lenskri ljósmyndun sem ljósmyndar- ar stefna á og miða vinnubrögð sín við í framtíðinni" eins og segir í efn- ismikilli sýningarskrá. Ljósmynda- safn Reykjavíkur hefur og gengið til samstarfs við aðstandendur sýning- arinnar og kynnir fallegt úrval gam- alla ljósmynda á vesturgangi Kjar- valsstaða. Á ljósmyndasýningunni eru 190 myndir eftir 43 ljósmyndara, valdar úr 650 innsendum myndum. í hópi þessara 43 ljósmyndara eru grun- samlega fáar konur, 4 talsins. Hvað veldur? Með þessari fyrstu samsýningu sinni færast aðstandendur æði mikið í fang því henni er ekki einasta ætlað að sýna ástand og horfur í „frjálsri" eða „skapandi“ ljósmyndun á Islandi heldur einnig í iðnaöar- og atvinnu- ljósmyndun, tískuljósmyndun og auglýsingaljósmyndun, en hver og einn þessara flokka kallar á sérstaka sýningu. Auk þess eru allnokkrar myndir af þessum toga að flnna með- al „Listrænna ljósmynda“ og í svo- kölluðum „Frjálsum flokki". Verktakaljósmyndir Flokkun íjósmynda á sýningunni er i rauninni 'A vandræðaleg, hugs- anlega vegna þess að þátttakendur fengu sjálflr að hafa áhrif á hana. Meðal „listrænna“ mynda eru hrein- ar auglýsingamyndir, íþróttamyndir fylla flokk sem heitir „Daglegt líf' o.s.frv. Allt um það lætur nærri að fjórð- ungur sýndra ljósmynda sé gerður í þágu annarra en ljósmyndaranna sjálfra sem gefur örugglega ekki rétta mynd af þeim sem um linsurn- ar halda. Þessi flöldi tæknilega óað- fmnanlegra „verktakaljósmynda“, Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson þar á meðal uppstilltra barna- og portrettmynda, gefur sýningunni í heild sinni áferöarfagurt en um leið yfirborðskennt svipmót. Og þegar við bætist fyrirferðarmikill flokkur fágaðra „Landslags- og náttúrlífs- mynda“ er ekki trútt um að maöur sakni lýsandi og spurulla mannlífs- ljósmynda úr daglega lífinu, helst í svart/hvítu, en margir telja þær hornstein og kjölfestu þessa mynd- miðils. Ljósmyndum af þeirri gerð er vissulega til að dreifa á sýning- unni, en ekki nægilega mörgum fyrir minn smekk. Nokkurdæmi Ég nefni til dæmis „Eggert Magn- ússon við eitt verka sinna“ eftir Gunnar Gunnarsson, „Gunnar Sverrisson" eftir Braga Þ. Jósefsson, „Bóndi er bústólpi“ eftir Björn Rú- riksson (í flokki atvinnuljósmynda), „Gústa“ eftir Jóhannes Long, „Por- trett í heita læknum" eftir Sigurgeir Sigurjónsson, „Dans" og „Ay! Madre mia" eftir Marisu Arason, „Valva" eftir Sigurgeir Sigurjónsson, „Heim- urinn er fomtnilegur“ eftir Eirík Jónsson, „Heimsókn í klaustur Karmelsystra" eftir Brynjar Gauta Sveinsson og „Veiðimenn á norður- slóð“ eftir-Ragnar Axelsson. Tvö síðastnefndu verkin eru raun- ar myndraðir en nokkrir þátttak- enda virðast hafa þroskað með sér frásagnargáfu sem vert er að fylgjast með í náinni framtíð. Meðal annarra sögumanna eru þeir Þorkell Þorkels- son og Grímur Bjarnason meö nekt- armyndir sínar og Sigurþór Hall- þjörnsson með mótorhjólasvítu sína. (Ein aðfmnsla: Ártöl ættu undan- tekningarlaust að fylgja ljósmynd- um.) Nýsköpun „íslenska ljósmyndasýningin 1991" á eflaust eftir að verða aðstandend- um jafnt sem þátttakendum gott veganesti upp á sambærilegar sýn- ingar í framtíð. í þeirri framtíð mundi ég telja heppilegast að láta alla „verktakaljósmyndun“ lönd og leið og ganga út frá nýsköpun. HIRTU TENNURNAR VEL — en gleymdu ekki undirstödunni!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.