Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1991, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1991, Page 11
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991. 11 Menning Nei, ráðherra Nú ér skammt til kosninga og frambjóðendur keppast við að sýna sig á fundum og mannamótum. Hvert tækifæri sem gefst er notað til þess að viðra afrekalistann og lof- orðaskráin lengist með hverjum degi. Saklausir kjósendur sitja undir öllu snakkinu, sem því miður er oftar en ekki innantómt glamur, og sann- leikanum er hagrætt eftir hagsmun- um hvers og eins. Því valdameiri, sem menn eru, þeim mun auðveldara reynist þeim að skjóta sér undan því að svara spumingum eða standa ábyrgir gerða sinna. Þetta eru bEéði gömul og ný sann- indi en Emst Bmun Olsen matreiðir réttinn með vænum skammti af danskri kímni án þess að missa tökin á alvarlegum boðskap í leikritinu Ráðherrann khpptur sem frumsýnt var á Litla sviði Þjóðleikhússins í gærkvöldi. Verkið, sem er skrifað, 1982, snýst um ábyrgð fjölmiðla og siðferði stjómmálamanna, sem selja sann- færingu sína fyrir embætti og bitl- inga. Það gerist í hijóðstofu útvarps- stöðvar þar sem sjálfur menntamála- ráðherrann hefur tekið að sér að setja saman klukkustundar langa dagskrá með ýmsu efni. Hann fær þá snjöllu hugmynd aö kóróna þátt- inn með stuttu spjalii við unga menntakonu sem hefur skrifað at- hyghsverða tímaritsgrein um ábyrgð menntamanna. Gott umræðuefni og kjörið til þess að koma á framfæri öllum stöðluðu khsjunum. Ráherrann er gamah stjórnmála- refur og ætlar auðvitað að nota tæki- færið til þess að sýna sjálfan sig, landsfoðurinn, í sem bestu ljósi. Og honum er jafnframt alveg ósárt um það þó aö hann baki þennan óreynda viðmælanda sinn í leiðinni. En fljótlega eftir að upptaka hefst verður ljóst að írena er ekki auðveld bráð, heldur þvert á móti hvass og rökfastur viðmælandi sem gefur honum ekkert eftir. Fyrir bragðið leiðist ráðherrann út í að segja ýmis- legt, sem hann hefði betur látið ósagt, og spjalhð snýst upp í kappræðu þar sem hann fer halloka. í hita leiksins gleymir hann sér og missir út úr sér yfirlýsingar, sem geta valdið póht- ísku fjaðrafoki, ef þær fara í loftið. Fyrri hluti verksins er byggður upp sem kynning á persónum og aðstæð- um og síðan fylgir sjálf upptakan á spjalh ráðherrans og írenu. Sviðs- myndin sýnir hljóðver og upptöku- klefa í útvarpsstöð. Hljóðvinnslan er mjög mikilvæg en hana annast Vig- fús Ingvarsson. Glær borð og stólar gefa létt yfir- bragð og stílhrein útfærsla Messíönu Tómasdóttur hentar vel fyrir upp- fæsluna. Messíana sér líka um vel hannaða búninga. Verkið er ekki njörvað niður í þeim tíma, sem það á að gerast á, þ.e. upp úr 1970. Skírskotunin verður þess vegna almennari og er í fuhu gildi enn í dag þó að forsendur hafi breyst nokkuð. Sigrún Valbergsdóttir vand- ar leikstjómina og leggur upp úr raunsæislegu yfirbragði á aðstæðum sem margir þekkja af eigin raun. Persónumar em fjórar. Dagskrár- gerðarmaðurinn, Karlotta, stjórnar upptökunni. Hún er þaulreynd og það vefst ekkert sérstaklega fyrir henni að matreiða efnið, jafnvel þó að útkoman gefi eitthvað aðra mynd en það sem raunverulega var sagt. En ef kúnninn er valdamikih maður þá þarf oft að virða óskir hans um klippingar og lagfæringar á upptök- um. Það má mixa þetta allt til, ef vilji er fyrir hendi og jafnvel búa til nýjan sannleika, þegar svo vih verkast. Bríet Héðinsdóttir í hlutverki Karl- ottu er yfirveguð framan af, og óþarf- lega þvinguð, en þiðnar upp og fær- ist öll í aukana í átökum og uppgjöri seinni hlutans þar sem hún nær góð- um tökum á persónunni. írena er af annarri kynslóð og verð- ur til þess að opna augu Karlottu. Hún er ímynd þeirrar æskudrauma sem eldra fólkið hefur varpað fyrir róða í lífsgæðakapphlaupi og framapoti. írena og Óh hljóðmaður koma skoðunum höfundar og aðvör- unum á framfæri. LeHdist Auður Eydal Baltasar Kormákur leikur Óla og lagði óþarílegar áherslur í fasi og látbragði, sérstaklega framan af, þar sem hann hefði mátt vera afslapp- aðri og eðhlegri. Þegar kom til meiri átaka í seinni hlutanum varð persón- an sterkari í meðföriun hans. Erla Rut Harðardóttir flytur texta írenu vel og túlkar ágætlega kvíða hennar og óstyrk fyrir upptökuna. Frammistaða hennar í upptökuklef- anum var þó ennþá betri og við kapp- ræðu þeirra Erhngs Gíslasonar í hlutverki ráðherrans, tók verkið kipp og komst verulega á skrið. Erlingur lék af öryggi á marga strengi í hlutverkinu. Hann kemur inn sem hinn sleipi og smeðjulegi stjórnmálamaður, missir grímuna í viðureigninni við írenu og sýnir svo klæmar þegar hann fer að „semja“ við Karlottu. Það em margir umhugsunarverðir punktar í þessu bráðskemmtilega leikriti. En þessa dagana er það þó liklega heiðarleiki stjómmálamanna og það vald, sem fjölmiðlar geta haft á stjómmálabaráttuna, sem er hvað efst á blaði. Þjóðleikhúsið sýnir á Litla sviði: RAÐHERRANN KLIPPTUR Ráðherrann klipptur gerist í upp- tökustúdíói þar sem á að fara að taka viðtal við ráðherrann. Höfundur: Ernst Bruun Olsen Þýðing: Einar Már Guðmundsson og leik- hópurinn Lýsing: Ásmundur Karlsson Höfundur hljóðmyndar: Vigfús Ingvarsson Leikmynd og búningar: Messíana Tómas- dóttir Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram á skrifstofu embættisins, Aðalstræti 92, Patreksfirði, á neðangreindum tima: Jörðin Grænahlíð, Bfldudalshreppi, þingl. eign Jóns Bjamasonar, mánu- daginn 22. aprfl 1991 kl. 13.30. Upj> boðsbeiðandi er Stofnlánadeild land- búnaðarins. Fasteignin Lækjarbakki, Tálknafirði, þingl. eign Herberts Guðbrandssonar, mánudaginn 22. aprfl 1991 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er íslandsbanki h/f. Frysti- og vinnsluhús ásamt vélum og tækjum, Brjánslæk, Barðaströnd, þingl. eign Flóka h/f, mánudaginn 22. aprfl 1991 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru Fiskveiðasjóður Islands og Bún- aðarbanki íslands. SÝSLUMAÐUR BARÐASTRANDARSÝSLU lllllll. i A * ' * A ~' *•# * n ' ÆmmSSmmSSBm jt jm áMhi jgrnm, filf mm iilll H f.:S- jggBmmmim 8ii m ' WMw é mm mm mmm H! m ijs jHk i •V- • ; ..Jiilil A ímwm j jgésngm Hafsteinn Helgason, verkfræðingur, skipar 4. sæti F-listans Reykjavík. fyrir fólk FRJALSLYNDIR Símar: 91 -82115, 98-22219, 91 -45878, 92-1 3871, 96-27787

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.