Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1991, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1991, Qupperneq 21
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991. 29 Iþróttir ar tvö af stigum Islendinga. DV-mynd GS ‘ikmenn ninga, segirKSÍ þeim 11 sem þar voru komnir á samn- ing. Þremenningarnir eru Birgir Sig- fússon, Ragnar Gíslason og Valdimar Krislófersson. „Félögin hafa verið róleg í aö ganga frá þessum málum, og fleiri hljóta að fara að senda imr samninga. Þetta eru ekki KSÍ-samningar fyrr en þeir berast okkur,“ sagði Stefán Konráðsson, framkvæmdasfjóri KSÍ, í samtali við DV. HK í 1. deild - í handboltanum HK úr Kópavogi tryggði sér í gær sæti í 1. deild þegar liðið sigraði Njarðvík, 28-32, í efri hluta 2. deildar karla á Islandsmótinu í handknatt- leik. Njarðvíkingar höföu tveggja marka foskot í leikhléi en HK tryggði sér sigur í síðari hálfleik. Flest bend- ir til að hitt Kópavogsliðið, Briðablik, fylgi HK upp í 1. deild. Valur vann IR á Reykjavíkurmótinu Steinar Adolfsson tryggði Valsmönn- um sigur á ÍR-ingum á Reykjavíkur- mótinu í knattspyrnu þegar hann skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik. -GH Körfuknattleikur Yfirburðir gegn Skotum - ísland vann Skota 1 gær, 101-61 íslenska landsliðið í körfuknatt- leik vann stórsigur á Skotum, 101-61, í öðrum landsleik þjóðanna á jafn- mörgum dögum í íþróttahúsinu í Kaplakrika í Hafnarflrði í gær- kvöldi. íslendingar höfðu, eins og tölurnar gefa til kynna, mikla yfir- burði og í leikhléi var munurinn 20 stig, 46-26. Fyrstu stigin í leiknum komu ekki fyrr en 3 mínútur voru liðnar af leik- tímanum og var Falur Harðarson þar á ferðinni. Falur fór á kostum á upp- hafsmínútum leiksins og skoraði 13 af fyrstu 16 stigum íslendinga. ís- lendingar náðu fljótt frumkvæði í Íeiknum, komust í 7-0 og 18-6 og náðu mest 20 stiga forskoti í fyrri hálfleik, 46-26. íslenska liðið byijaði síðari hálf- leikinn illa og Skotar náðu að minnka muninn niður í 11 stig, 48-37. Nær komust Skotar ekki og íslend- ingar juku forskotið á ný og þegar upp var staðið var munurinn orðin 40_ stig. íslenska liðið verður vart dæmt af þessum leik því mótspyma Skotanna var ekki mikil. Falur Harðarson var besti maður íslenska liðsins, skoraði 22 stig þó svo að hann þyrfti að verma bekkinn alllengi vegna villuvand- ræða. Jón Amar Ingvarsson og Magnús Matthíasson komust einnig vel frá leiknum og Kristinn Einars- son gerði góða hluti. Vamarleikur liðsins var oft með ágætum en sókn- arleikurinn hefði mátt ganga betur. Lið Skota er afspymuslakt og mað- ur hafði það á tilfinningunni að hér væm á ferðinni eldri karlar í æfinga- leik. Liðið spilaði mjög grófan körfu- knattleik og leikmenn liðsins gerðu í því að röfla í dómurunum. í liðinu em þó tveir þokkalegir leikmenn og sáu þeir um að skora 46 stig af 61 stigi liðsins. • Stig íslands: Falur Harðarson 22, Jón Amar Ingvarsson 14, Magnús Matthíasson 14, Valur Ingimundar- son 12, Kristinn Einarson 9, Guðni Guðnason 8, Páll Kolbeinsson 6, Rúnar Ámason 6, Sigurður Ingi- mundarson 4, Axel Nikulásson 4, Friðrik Ragnarsson 1. • Stig Skota: Morrison 23, Kiddie 23, Murrhead 6, Lamb 4, Ryan 2 og McDaid 2. • Leikinn dæmdu Leifur S. Garð- arsson og Guðmundur S. Maríasson og gerðu það af stakri prýði. -GH Hans Guðmundsson handknatt- leiksmaöur, sem leikið hefur með KA frá Akureyri í vetur, mun ekki leika með félaginu á næsta keppn- istímabili. Hans hefur verið aöal- markaskorari KA-liðsins í vetur og varö annar markahæsti leikmað- urinn f deildarkeppninni í vetur. „Ég festi kaup á húsi í Garðabæ á dögunum og við fiöldskyldan höf- um ákveöið að flytja í húsið þegar keppnistímabiiinu lýkur. Ég hef enn ekki tekið ákv’örðtm um hvað ég geri í handboltanum en það er víst að ég mun leika með liði frá stór-Garðabæjarsvæðinu,“ sagði Hans Guðmundsson í viðtali við KA-menn cru ekki öruggir um að halda sæti sínu í l. deildinni en liðið á mikílvægan leik fyrir liönd- um í kvöld en þá leikur liðið á heimavelli gegn Gróttu. Eins og áöur hefur komið fram þá mun Alfreð Gislason þjálfa og leika með KA á næsta keppnistímabili. -GH HSIseiur gullboKann um helgina Sala gullboltans, merkis Hand- knattleikssamabnds íslands, núna um kosningahelgina um land allt, markar upphaf að lokaundirbúningi fyrir heimsmeistarakeppnina hér á landi 1995. HM 95 verður haidið hér í lok næsta kíörtímabils eða innan fjögurra ára þannig að ekki veitir af tímanum ef við ætlum að standa okk- ur í hlutverki gestgjafa íþróttamóts sem kannski verður nokkru sinni haldið hér á landi. Ekki síður þarf að huga að upp- byggingu keppnismanna, svo að við getum staðið öðrrnn þjóðum á sporði í heimsmeistarakeppninni sjálfri sem og í heimsmeistarakeppninni í Austurríki á næsta ári. Sala merkisins um helgina og þá sérstaklega á kjördag er beiðni hand- boltamanna um stuðning við þennan undirbúning. Tekist hefur að fá íþróttafólk í nánast hverju sveitarfé- lagi landsins, stóru og smáu, til sölu merkisins og skipulögð hefur verið sala þess við kjörstaði. Þá verður gengið í hús víðast hvar og merkið einnig selt á mannamótum. Lang- flestum ætti því að gefast tækifæri til að sýna stuðning sinn í verki. Gullboltinn kostar 400 kr. Kostnaði við sölu merkisins og kynmngu er haldið í algjöru lágmarki nema sölu- launin sem renna fyrst og fremst til starfsemi íþróttafélaganna sem sjá um söluna. Andviröi merkjasölunn- ar mun því skila sér vel. ÖRSUT 8. UMFERÐ Föstudagur 19. apríl ÍBV - Haukar Kl. 20:00 Vestmannaeyjar Laugardagur 20. apríl FH - Víkingur Kl. 16:30 Kaplakriki Laugardagur 20. apríl Valur - Stjarnan Kl. 16:30 Valsheimili Föstudagur 19. apríl KA - Grótta Kl. 20:00 Akureyri Laugardagur 20. apríl ÍR - KR Kl. 16:30 Seljaskóli Laugardagur 20. apríl Fram - Selfoss Kl. 16:30 Fjölbrautaskóiinn í Breiðholti 'yyr vátryggingafélag íslands hf Cott fólklSlA 6705-54

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.