Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1991, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1991, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991. 41 LífsstOl Meðalveröið á hvítkáli hækkaði um fjórðung frá síðustu könnun en stóð í stað á blómkáli. DV kannar grænmetismarkaðinn: PAPRIKA +21% I CQ I 567 282 Almenn verðhækk- un grænmetis - mest á grænni papriku og hvítkáli Neytendasíða DV kannaði að þessu sinni verð á grænmeti í eftirtöldum verslunum: Bónusi í Hafnarfirði, Fjarðarkaupi í Hafnarfirði, Hag- kaupi í Kringlunni, Kjötstöðinni í Glæsibæ og Miklagarði við Sund. Bónusbúðimar selja sitt grænmeti í stykkjatali á meðan hinar saman- burðarverslanirnar selja eftir vigt. Til að fá samanburð þar á milli er grænmeti í Bónusi vigtað og um- reiknað eftir meðalþyngd yfir í kíló- verð. Átta prósent hækkun varð á meðal- verði á tómötum frá í síðustu könnun og er það nú 336 krónur. Tómatar voru ódýrastir í Bónusi, á 117, næst kom verðið í Fjarðarkaupi, 295, Hag- kaupi, 360, Miklagarði, 423, og Kjöt- stöðinni, 486. Munur á hæsta og lægsta verði hefur sjaldan verið meiri en hann er 315%. Meðalverð á gúrkum hækkaði einnig um 8 af hundraöi milh vikna og er það nú 356 krónur. Gúrkur fengust á lægsta verðinu í Bónusi en þar var kílóið á 233 krónur. Næst kom Kjötstöðin, 298, Fjarðarkaup og Hagkaup, 415, og Mikligarður, 419. Munur á hæsta og lægsta verði á gúrkum er 80 af hundraði. Hækkunin á meðalverði á svepp- um var ekki mikil milli vikna en hún nam 3%. Meðalverðið er nú 492 krón- ur. Sveppir vora ódýrastir í Bónusi þar sem kílóverðið var 374 en næst kom Fjarðarkaup, 495, Kjötstöðin, 498, Mikligarður, 545, og Hagkaup, 549. Munur á hæsta og lægsta verði er 47%. Neytendur Lækkun um 7% varð á meðalverði á grænum vínberjum frá síðustu könnun og er það nú 271 króna. Græn vínber voru á lægsta verðinu í Bón- usi, á 195 krónur. Á eftir fylgdu Fjarðarkaup, 236, Mikhgarður, 249, Hagkaup, 299, og Kjötstöðin, 376. Munur á hæsta og lægsta verði á grænum vínberjum var 93 af hundr- aði. Hækkunin á meðalverði á grænni papriku var mikil milh vikna, 21%, og meðalverðið er nú 469 krónur kílóið. Græn paprika var á hagstæð- asta verðinu í Bónusi, á 282 krónur. Fjarðarkaup var með næstlægsta verðið, 456, Kjötstöðin 480, Hagkaup 559 og Mikhgarður 567. Munurinn á hæsta og lægsta verðinu var nokkuð mikih eða 101%. Meðalverðið á kartöflum lækkaði frá síðustu könnun um 7 af hundraði og er það nú 70 krónur. Kartöflur voru ódýrastar í Bónusi, á 55, næst á eftir kom Hagkaup, 64, Kjötstöðin, 74,50, Fjarðarkaup, 75,50, og Mikli- garður, 82,50. Munur á hæsta og lægsta verði á kartöflum er 50%. Meðalverð á blómkáli stendur í stað ef miðað er við síðustu könnun en það er 208 krónur eins og í síð- ustu viku. Blómkál fæst ekki í Bón- usi en lægsta verðið á blómkáli er í Fjarðarkaupi, 172 krónur. Næst kem- ur verðið í Miklagarði, 198, Hag- kaupi, 225, og Kjötstööinni, 237. Mun- ur á hæsta og lægsta verði á blóm- káli er 38%. Fjórðungshækkun varð á meðal- verði á hvítkáh og er það nú 94 krón- ur. Hvítkál var á hagstæðasta verð- inu í Bónusi, á 63, en næst kom verð- ið í Fjarðarkaupi og Hagkaupi, 79, Miklagarði, 119, og Kjötstöðinni, 132 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði er 110%. Meðalverðið á gulrótum er nú 152 krónur sem er sama verð og í síðustu könnun. Gulrætur voru á lægsta verðinu í Bónusi, 95 krónur kílóið. Næstlægsta verðið var í Hagkaupi, 130, síðan kom verðið í Fjarðar- kaupi, 150, Miklagarði, 170, og Kjöt- stöðinni, 208 krónur. -ÍS Sértilboð og afsláttur: Laukpylsa og lifrarkæfa Kjötstöðin í Glæsibæ er með nýj- ungar í sínu kjötborði sem allar eru á kynningarverði. Það er sérreykt lifrarpylsa á danskan máta, þýsk laukpylsa, pepperoni og dönsk lifrar- kæfa. Grih pitsur eru á sértilboði á 298, Nasl skrúfur með papriku- bragði, 140 g, eru á 179 krónur og Nasl flögur með paprikubragði, 120 g, eru á 166 krónur. Hjá Bónusi er sértilboð á Ritz kexi, 200 g, á 67 krónur, salthnetum, 500 g, á 169 krónur, Pripps pilsner í 'A 1 dósum kostar 54 og Ópal brjóstsyk- ur, allar bragðtegundir, 200 g, kostar 99 krónur. í Fiarðarkaupi var að fmna á th- boðsverði allar tegundir Gluten pasta, allar bragðtegundir af Bahlsen kartöflusnakki í 100 g pokum voru á 162 krónur, Lenor mýkingarefni fyr- ir þvott, 2 1, er á 225 krónur og Dix- cell, stórar eldhúsrúllur, 2 stk., eru á 147 krónur. Hagkaup í Kringlunni er með am- eríska kynningu í gangi og eru allar amerískar vörur á 25% afslætti. Þar má nefna Pampers bleiur, allar stærðir, á 1119 krónur, Sviss Miss fyrir heita súkkulaðidrykki, 3x120 g saman, með dúkku í kaupbæti. Vidal Sassoon sjampó og næring, 200 ml, kostar 279 og fiskrúllur með rækju- og sveppafyhingu voru á afsláttar- veröi á 175 krónur fyrir hvern 300 g pakka. í Miklagaröi var að finna kosninga- þrennu - 2 tegundir salats og saltkex, 340 g, á 298 krónur. Einnig gat að líta villikryddaðan kosningalambahrygg á 669 króna khóverði og í kaupbæti var Knorr sveppasósa. Danskt lúxus- kaffi frá Cirkel, 500 g, er á 159 og MS ídýfur, 3 tegundir, voru á 98 krón- ur stykkið. Það er greinhegt að thboðin ganga mikið út á það að fólk hafi eitthvað að narta í yfir kosningasjónvarpinu um helgina. -ÍS #. Tómatar Verð í krónum 100 i ■ i ■ , ■ , ■ I—■—i— ..... ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.