Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991. 15 Þá er kosningunum lokiö. Mikil umskipti veröa meðal þingmanna. Gamalreyndir stjómmálamenn hverfa af sjónarsviöinu og ný and- lit birtast á skjánum. Margir ágæt- is menn og konur, sem lengi hafa setið á þingi, gáfu ýmist ekki kost á sér ellegar féllu í kosningunum. Þaö er eftirsjá í flestum þeirra. Ég legg ekki í að nefna nein nöfn, gæti móögað einhvern með því að gleyma honum í upptalningunni. En nú bíða þeirra þau örlög að týn- ast og gleymast og tilheyra sögunni sem gleymir þeim jafnvel líka. Ekki eru nema nokkrir dagar liðnir frá kjördegi og samt er eins og heil ei- lífð sé liðin í því tilliti að fyrrver- andi þingmenn og sumir ráðherrar eru gleymdir og grafnir. í póhtík er engin miskunn og mörgum sviðsvönum, fyrrverandi alþingis- manninum mun reynast erfitt að sætta sig við afskipta veröld, einir og yfirgefnir. Þeir munu sakna sviðsljóssins. Mér telst til að tuttugu og fimm splunkunýir þingmenn taki nú sæti á alþingi. Aldrei áður hafa jafnskýr kynslóðaskipti átt sér stað. Flestir nýju þingmannanna eru mannvænlegt fólk, vel mennt- aðir og hafa getið sér gott orð á sín- um vettvangi. Sumir munu spjara sig, aðrir ekki. Það er lífsins gang- ur. En öll eru þau, sem nú taka sæti á alþingi, uppfull af spennu og eftirvæntingu og hyggja á stóra hluti og drjúgan frama. Enda eðh- legt. í stjómmálum þurfa menn að vera metnaðargjarnir. Vonandi beinist sá metnaður í rétta farvegi. Tryggð við flokka Flokkamir hafa verið að hamast við áð útskýra það fyrir þjóðinni að úrslit kosninganna hafi veriö sigur fyrir sig og sína. Alþýðu- bandalagið telur sig sigurvegara kosninganna með því að bæta við sig einu prósentustigi. Alþýðu- flokkurinn telur sig standa með pálmann í höndunum vegna sterkrar stöðu við stjórnarmynd- un. Sjálfstæðisflokkurinn lýsir sig sigurvegara með því að ná aftur upp sama fylgishlutfalli og fyrir átta ámm. Konurnar segjast hafa sannað tilvem sína í pólitíkinni með því að lifa þrennar kosningar af. Framsóknarflokkurinn segir að sigurinn sé fólginn í þvi að stjórnin fékk meirihluta atkvæða. Þannig draga menn ályktanir sínar og útskýringar af saman- burði viö aörar kosningar, aðra flokka, aðrar spár. Það veröur eng- um skotaskuld úr því að koma standandi niður eftir kosninganótt. Jafnvel Borgaraflokkurinn segir að laun heimsins séu vanþakklæti. Með öðrum orðum: það voru kjós- endur sem léku af sér og töpuöu en ekki Borgaraflokkurinn. Ef menn skoða síðan línurit yfir fylgi flokkanna síðastliðin þrjátíu ár birtist okkur athyghsverð niður- staða. Hún er sú að sáralitlar breyt- ingar eiga sér stað frá einum kosn- ingum til annarra. Við höfum mis- munandi ríkisstjómir, alls kyns ráðherra, búseturöskun, nýjar kynslóðir á kjörskrá, efnahags- kreppur og góðæri, hneykslismál og sprengjuframboð. Nú síðast búum við jafnvel í nýj- um umheimi, þar sem múrar falla, heimsveldi hðast í sundur og ný álfa og nýir straumar blasa við á sviði stjómmála og mannlífs. Öll þessi þróun er að skapa nýtt sam- félag og hér heima annars konar þjóðfélag. Samt halda kynslóðir kjósenda tryggð viö hina gömlu flokka og endurnýja umboð þeirra samkvæmt lögmáli sem er ofan og utan við allar aðrar breytingar í kringum okkur. Hending ræður í þessum kosningum vom óvana- lega mörg sérframboð á ferðinni. Þau endurspegla vaxandi óánægju með flokkaskipan og hina pólitísku samtryggingu. Engum nýjum stjórnmálaflokki hefur tekist að festa sig í sessi ef frá er talinn Kvennalistinn. Hin sérframboðin lifa ekki einar kosningar af og smá- flokkakraðakið í kosningunum um síðustu helgi reyndist vatn á myllu gömlu flokkanna. Þau voru sjálfum sér verst. Þetta er í sjálfu sér miður vegna þess að það er löngu tímabært að stokka flokkakerfið upp, eins og ég hef margsinnis fært rök fyrir. Fjór- flokkamir gefa ekki rétta mynd af skiptingu þjóðarinnar til vinstri og hægri ef sú skilgreining er þá yfir- leitt tÚ. Einhver stjómmálafræð- ingur benti á að þessar kosningar sönnuðu að stjórnmáhn væru að færast öh inn á miðjuna. En þess frekar er flokkaskiptingin villandi. Það sem eftir stendur er sú stað- reynd aö flokkarnir eru orðnir hagsmunasamtök fyrir sjálfa sig. Enda er niðurstaðan sú að þjóöin fær sjaldnast þá ríkisstjórn sem hún óskar sér og atkvæði á einn flokk getur jafnvel leitt til þess að annar flokkur njóti þess. Það er hending hver verður ofan á. Við sjáum til dæmis stöðuna eins og hún er í dag, þar sem Alþýðuflokk- urinn hefur skyndhega lykhað- stöðu til stjórnarmyndunar og ræð- ur því hver fær umboðið frá forset- anum. Alþýðuflokkurinn bætti þó varla við sig atkvæði frá síðustu kosningum og hefur samtals 15% fylgi meðal þjóðarinnar. Er þessi lykilstaða Alþýðuflokksins í sam- ræmi við vilja kjósenda? Sú sjálfhelda, sem íslendingar eru í á vettvangi stjórnmálanna, leiðir og th þess að engin vitræn skýring fæst á því hvort þjóðin Laugardags- pistOI Ellert B. Schram hafi verið að hafna áframhaldandi vinstri stjóm eða gefa henni traustsyfirlýsingu. Hending réð því að stjórnarflokkarnir fengu 32 þingmenn í stað 33. Jöfnunarsæti eins þingmanns og eins flokks ræðst af nokkrum tugum atkvæða þar sem misstór kjördæmi, tilvilj- anakennt hlutfall og kannske kjör- sókn úr einum hreppi skiptir sköp- um. Traust eóa vantraust Með einum þingmanni í viðbót hefði núverandi ríkisstjórn setið áfram án þess að þurfa á Borgara- flokki að halda. Með einum þing- manni minna hangir meirihlutinn á biáþræði en samt er það túlkun Ólafs Ragnars og Framsóknar- flokksins að þjóðin hafi samþykkt áframhaldandi stjórnarsetu. Þetta hefði Jón Baldvin eflaust líka gert ef samstarfsflokkarnir hefðu ekki gert það glappaskot að senda hon- um tóninn í kosningabaráttunni. Og af því Jóni Baldvin var mis- boðið stefnir nú í viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks og kúvendingu í valdaskipting- unni. Meira þurfti ekki th. Ef gengið er til kosninga, þar sem kjósendum er boðið upp á ákveðin stjórnarmynstur og stefnumörkun hverrar ríkisstjórnar fyrir sig, þyrftu stjórnmálamennirnir ekki að velkjast í vafa um umboð sín að loknum kosningum. Þá vissu kjós- endur sömuleiðis hvað þeir kjósa um. Það þýðir hins vegar lítið fyrir Ólaf Ragnar eða reyndar hvern sem er að lýsa því yfir fyrir kosn- ingar að hver flokkur gangi sjálf- stætt th kosninga og með óbundnar hendur og beina jafnvel spjótum sínum aö samstarfsmönnum sín- um og koma síðan eftir kosningar og halda því fram að kjósendur hafi verið að taka afstöðu með eða móti ríkisstjóm. Slíkur málflutn- ingur er tvískinnungur og gengur ekki upp. Meðan mörkin milli stjómar og stjórnarandstöðu em ekki skýrari en raun ber vitni; meðan flokka- skiptingin kemur í veg fyrir að skh- in mhli vinstri og hægri eru óljós; meðan kosningar eru ekki þjóðar- atkvæðagreiðsla um Evrópumál, stóriðju, skattamál, kvóta, land- búnaðarstefnu, ríkisfjármál og svo framvegis, er auðvitað enginn veg- ur th að átta sig á því hvaða umboð það er sem flokkarnir fá. Afleiðing- in er sú að allir flokkar hafa frjáls- ar hendur um hvaðeina og hvers konar stjórnarsamstarf eins og best hentar þeirra eigin hagsmun- um. Kjósendur eru ekki spurðir. Sjálfstæðisflokkurinn gæti þess vegna tekið upp samstarf við Al- þýðubandalagið, jafnvel þótt yfir- gnæfandi líkur séu á því að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi ekki síst hlotið stuðning út á það að koma Alþýðubandalaginu úr ríkisstjórn! Það er nefnilega ekki bara í Kvennalistanum sem Macchiavelh hefur áhrif. Hann situr beggja meg- in samningaborðsins og aht um kring. Heilræði til Davíðs Davíð Oddsson hefur fengið um- boð til stjórnarmyndunar. Hann mun snúa sér th Alþýðuflokksins og er kannske búinn að því. Það er eðlilegt að stærsti flokkur þjóð- arinnar eigi sæti í ríkisstjóm og stýri henni. Sjálfstæðismenn og kratar eiga samleið í álversmálinu, hafa líkar skoðanir á Evrópumál- um og vilja báöir draga úr miðstýr- ingu. í fljótu bragði mætti ætla að þeir geti nálgast hvor annan í sjáv- arútvegs- og landbúnaðarmálum. Báðir munu þeir auðvitað fylgja þjóðarsáttinni eftir, enda getur engin ríkisstjórn setið hér deginum lengur sem missir verðbólguna út úr höndunum. Erfiðustu mál þessara flokka verða ríkisfjármálin. Fullyrt er að nú vanti flmmtán mhljarða króna til að endar nái saman og næstu fjárlög verði afgreidd með greiðslu- afgangi. Þetta er risavaxin upphæð, ekki síst í ljósi þess að Sjálfstæðis- flokkurinn verður að standa við það kosningaloforð sitt að skattar verði ekki hækkaðir. Hvað þýðir þetta? Það þýðir niðurskurð; niður- skurð á útgjöldum í tengslum við búvörusamningana, samneysluna og rekstur hins opinberra. Það yrði óðs manns æði fyrir væntanlega stjórnarflokka að af- greiða þetta viðfangsefni með al- mennum fyrirheitum um aö stefna beri að og unnið skuli að og tryggja beri. Niðurskurðinn verður að negla niður strax í stjórnarsátt- mála. Það heilræði get ég gefið Davíð Oddssyni að ef hann múr- og naglfestir ekki aðgerðirnar í rík- isfjármálunum strax í upphafi mun það aldrei takast á síðari stigum. Það vel þekki ég til viðhorfa og vinnubragða í þingflokki sjálfstæð- ismanna að frestur á þvi átakamáh er algjörlega vonlaus gálgafrestur. Hann getur eins farið í gálgann strax. Alþýðuflokkurinn á ekki að ljá máls á neinu öðru en undirskrifuð- um ákvörðunum um niðurskurð og aðgerðir ef kratamir meina það á annað borð að koma þurfi skikki á ríkisfjármálin. Enda er það for- senda fyrir þjóðarsátt, forsenda fyrir hehbrigöu efnahagslífi, for- senda fyrir skynsamlegu stjórnar- samstarfi. Alþýðuflokkurinn á að selja sig því verði. Hann hefur trompin á hendinni og á að stiha Sjálfstæðisflokknum upp með völ- ina og kvöhna. Það eru mín ráð th Jóns Baldvins. Að öðrum kosti hefur hann hinn möguleikann sem er sá að snúa sér aftur á hina hliðina, á vinstri vang- ann. Þar vhja menn leysa ríkis- fjármálin með hækkuðum sköttum og hafa ekki farið dult með það. Menn mega ekki gleyma þvi að sú leið er enn opin ef við eigum okkur ekki viðreisnar von. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.