Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1991, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1991. 9 Utlönd Þúsundir f lýja undan aurskriðum Þúsundir manna flúöu á sunnudag undan allt að sex metra háum brenn- heitum aurskriöum úr Pinatuboeld- fjallinu á Filippseyjum þegar þær ruddu sér leið yfir þorp og banda- ríska herstöð. Lögreglan skýrði frá því að einn maður hefði drukknað þegar aur- skriðurnar og steinar úr fjallinu þeyttu honum út í á. Maðurinn lést í þorpinu Sapang Bato við borgina Angeles sem er um 80 kílómetra fyr- ir norðan Manila. Sjö manna var saknað, þar af fjög- urra sem féllu í ár. Aska féll í Angel- es í þrjá klukkutíma og þykkt brenni- steinsský huldi borgina, að sögn íbú- anna. Rafmagnslaust varð í Angeles vegna aurskriðanna og á götunum var ökkladjúpt lag af leðju, að sögn lögreglunnar. Hlutar Clarkflugstöðvarinnar, sem Bandaríkjamenn yfirgáfu eftir að Pinatubofjall hóf fyrst að gjósa í júní, voru þaktir leðju. Lögreglan skaut viðvörunarskot- um upp í loftið, kirkjuklukkur hringdu og fólk tók til fótanna þegar mörg tonn af gosefni, sem höfðu sest í hhðar Pinatuboeldfjalls, losnuðu í miklum monsúnrigningum og æddu niður fjalliö. Aurskriðurnar eyðilögðu þúsundir sandpoka sem íbúarnir höfðu komið upp á bökkum Abacanárinnar fyrr um daginn til að verja heimili sín. Allt að tuttugu þúsund manns höfðu fariö í mótmælagöngu að ánni og að grípa til eigin ráða þar sem ríkis- hafa látist af völdum eldgossins í fyllt poka með sandi og ösku til að stjórnin aðhefðist ekki neitt. Pinatubo frá því fjallið hóf að gjósa styrkja árbakkana og sögðust þurfa Meira en fimm hundruð manns þann9.júní. Reuter Ibúar borgarinnar Angeles á Filippseyjum fylla poka af sandi og ösku til að reyna að verja heimili sín fyrir skriðum úr Pinatuboeldfjallinu. Simamynd Reuter Palestínumenn f á hæli í kirkju Enghavekirkja á Vesterbro í Kaup- mannahöfn hefur veitt fimmtíu rík- isfangslausum Palestínumönnum hæli en þeir eru hræddir um að þeim verði vísað úr landi þegar umboðs- maður þingsins tekur afstöðu til beiðni þeirra um pólitískt hæli. Hópurinn kom til guðsþjónustu í Enghavekirkju á sunnudag og að henni lokinni fóru þeir fram á hæh. Sóknarpresturinn í Enghavekirju sagði í fréttatilkynningu, sem hann sendi frá sér, að kirkjan hefði verið opnuð til að veita Palestínumönnun- um skjól. Ef umboðsmaðurinn synj- aði beiðni þeirra ættu þeir á hættu að verða sendir aftur til Líbanons þar sem þeir væru í lífshættu. í hópnum eru eingöngu karlmenn og Gunnar Bach Pedersen sóknar- prestur sagði í samtali við Ritzau- fréttastofuna að hann og starfsbræð- ur hans hefðu ekki tekiö afstöðu til þess hve lengi Palestínumennirnir gætu verið í kirkjunni. Ritzau HljVKIH" ..VII) DOBIMIM A1I A\ ILE 66 NÝTT fyrir unglingana: caridó funk erobikk! LITLA BÚÐIN Fatnaður, hljómplötur, Supadance- skór! „BORN, INGUNGAR, EINSTAKUNGAR, HJ0N“ • Hip hop - funk - jass Kennslustaðir: • Barnadansar og leikir Kópavogur: Smiðjuvegur 1, stúdió 1 og 2, • Samkvæmis- og gömiu dansarnir dans og likamsrækt, Ijósbaðsstofa • Salsa Álftanes: íþróttahús • Argentínskur tangó Seltjarnarnes: Sjálfstæðissalurinn • Rokk - tjútt - boogie og jive Reykjavik: Tónabær • Leikfimi og eróbikk fyrir alla!!! INNRITUN ER HAFIN í SÍMUM 642535 og 46635. Kennsla hefst mánudaginn 9. september Gestakennarar skólans: Vernon Kemp og Thomas Lopez. Meðlimur í DSÍ, DÍ, ICBD. FJÖLSKYLDUAFSLÁTTUR! dV Dagný Björk danskennciri xampox / skófatnaður\ HAUSTSKORNIR KOMNIR xampox / skótfatnaður\ Teg.801 Mjög sterkur og þægilegur hversdagsskór. Nabuc leður. Reimaður. Litur - dökk grænn. St. 36-41. ^tirarfpfou. Teg. 7990 Sterkur og vandaður leðurskór með sóla sem þolir m.a. olíu, bensín, síru ofl. Litur - svartur. St. 36-41. - Teg.7955 Nánast sami skór og 7990, nema hvað saumur er yfir ristina. Teg. Aurora Stílhreinn og glæsilegur kvenskór úr nabuc-leðri. Allur leðurfóðraður. Leðursóli. Litur - svartur. St. 36-41. d?érgmgur Betur égóðum skóm... KTCÓgAT.A fly LAUGAVEGI 1 - SÍMI 1-65-84 Teg. BA-112 Loðfóðraöur kuldaskór úr rúskinni. Hefur margsannað sig við íslenskar aðstæður undanfarin ár. Litir - brúnt og svart. St. 41-46. (36-41 vænt.l.) ^tirartpfou Teg. CR-100 Sérlega þægilegur kvenskór úr rúskinni. Allur leðurfóðraður. Litur - svart. St. 36-41.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.