Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1991, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1991. Spumingin Finnst þér rétt að láta nemendur greiða skóla- gjöld í framhaldsskólum? Óli Kr. Guðmundsson læknir: Nei, mér finnst það ekki rétt. Ég tel að allir eigi aö hafa sama rétt til náms. Ásgerður Alda Friðbjarnardóttir nemi: Nei, það finnst mér ekki. Arndís Friðriksdóttir nemi: Nei, mér finnst það ekki rétt. Bjarki Júliusson hjólstýrlingur: Já, mér finnst sjálfsagt að fólk geri það. Friðrik Arnarsson nemi: Já, ég styð það. Ég tel rétt aö nemendur greiöi fyrir þá góðu menntun sem þaö fær í Háskóla íslands. Þrjátíu þúsund er ekki há upphæð. Aðalsteinn Pálsson nemi: Já, mér finnst þaö sjálfsagt. Lesendur Dekkri hliðin á gæsaveiðimönnum G.B. skrifar: Ég vil taka fram strax í upphafi að ég er skotveiðimaður. - Nú er gæsa- veiðitímabilið rétt nýhafið og þegar eru famar að berast fréttir af gæsa- veiðimönnum (líka konum), misgóð- ar. Á forsíöu DV birtist t.d. mynd nýlega af veiðimanni með bráð sína og hund sem var að færa eiganda sínum nýskotna gæs. - Þetta var góða hliðin á gæsaveiðimönnum. En því miður er önnur hlið, og sú öllu dekkri. Veiðimaður skýtur lamb. Ekki er vitað hvort um viljaverk eða slysa- skot var að ræða, en óneitanlega hlýtur manni að finnast fátt til um viðkomandi veiðimann því sá sem hlut átti að máli hefði án nokkurs vafa átt að sjá sóma sinn í því að bera bónda þeim sem lambið átti fréttirnar og reyna eftir fremsta megni að bæta fyrir þann skaða sem hann olli. Hafi hins vegar um vísvit- andi verk verið að ræða er veiði- manni þessum ekki við bjargandi, og ætti hann ekki að hafa skotvopna- leyfi í fórum sínum. Önnur frétt birtist einnig í DV um svipað leyti þess efnis að skotið hefði verið á álftafjölskyldu og þrír fuglar felldir. Varla þarf að taka það fram að álftin er algjörlega friðuð. En þarna voru vitni að atburðinum, full rúta af ferðamönnum, sem voru að dást að þessum fallegu fuglum er glæpurinn var framinn. Fararstjóri hópsins náði númeri bifreiðar sem þarna var og mun lögreglan vafalítið hafa hendur í hári þessa veiðimanns. Þvi miður er góða hliðin ekki alltaf sú sem fram snýr eins og hér. - Slíkar fréttir verða að hætta að berast því að verki er aðeins örlítið brot af þeim fjölda sem skotveiðar stunda. Óvarkárni, átroðningur á einka- lönd, ókurteisi í garð bænda og síð- ast en ekki síst vanvirðing við lög og reglur - öllu þessu verður einfald- lega að hnna. Skotveiðimenn, tökum höndum saman, hjálpumst að við að útrýma þessum vanda. Að lokum vil ég óska öllum sönnum gæsaveiði- mönnum góðs gengis, og megum við allir koma heilir heim. Skólagjöld löngu tímabær Einar Magnússon skrifar: Það fór eins og einhver sem sendi inn lesendabréf til ykkar spáði þegar fólk lét sem hæst út af því sem það kallaði „lyfjaskatt", að hann gleymd- ist þegar að alvörunni kæmi og taka þyrfti á fortíðarvanda fyrri ríkis- stjórna af alvöru. - Enda er nú svo komið að fólk veit ekki hvað það á að fjargviðrast út í. Hækkun á opin- berri þjónustu, sem menn hafa hing- að til fengið ókeypis en verða nú að greiða aö hluta (en hvergi nærri aö fullu), fer fyrir brjóstið á mörgum. Allir vissu þó innst inni að svona gengi þetta ekki lengur. Einhvern tíma kæmi að skuldadögunum. Sannleikurinn er einfaldur. Svo lít- il þjóð sem við íslendingar getur eng- an veginn haldið úti lífstíðar ríkisfor- sjá af staðgreiðslugjöldum einum, (tekjuskatti) að viðbættum fasteigna- gjöldum og eignaskatti. Þetta getur engin þjóð, og við ekki heldur. - Skólagjöld eru ein hhðin á málinu, en þau eru smámunir borið saman við það sem á eftir kemur. Ég sá sjónvarpsviðtal við eina geð- þekka stúlku sem sögð var vera í forsvari fyrir háskólanema. Hún staðhæfði að hún væri á móti hvers kyns skólagjöldum. Ég man samt ekki eftir því að hún eða aðrir hafi mótmælt innritunargjaldi í Háskól- ann og félagsgjaldi í menntaskólum. En bæði þessi skyldugjöld nemenda runnu líka til þeirra sjálfra! Allir voru skyldaðir til að inna þau af hendi þó svo þeir væru í prinsippi á móti svona félagsgjöldum. - Fyrir skólagjöld, sem renna til ríkisins, er þó verið að grynnka á þeirri hít sem opinber framfærsla af ýmsu tagi er orðin. Þau eru lítill hluti af persónu- legri eyðslu skólanema sem flestir vinna yfir sumarmánuðina. Það verður enginn efnilegur nemandi af- skiptur vegna skólagjalda þessara sem voru orðin löngu tímabær. Ófremdarástand Laugardalsvallar: Það vantar stúku, það vantar Ijós Nonni og Eiki skrifa: Við erum tíðir gestir á Laugardals- velli eins og aðrir áhugamenn um útiíþróttir. A knattspyrnukappleikj- unum sjáum við best og finnum það ófremdarástand sem þessi stærsti leikvangur landsins býr við enn í dag. Þama vantar tilfmnanlega al- mennilega og fullkomna stúku. Þarna vantar miklu betri og full- komna flóðlýsingu. Og allt þetta mætti nú lagfæra ef peningar væru fyrir hendi. En það er alltaf þetta vandamál með peningana. - Hvar á að taka þá? spyrja þeir sem stjóma og leggja kollhúfur yfir vandanum. Nú emm við félagarnir ekki að segja að peningar hggi á lausu og þá megi taka upp af götunni, rétt si- svona. En koma tímar og koma ráð. Og vandamálin eru til þess að leysa þau. - Annars væru þau ekki til. Nú vhjum við koma fram með sig- urstrangleg úrræði. Þið ráðið hvort þið farið eftir þeim. En hér koma þau í stærð og stafrófsröð. - Við leggjum th að Hitaveita Reykjavíkur sjái um að byggja fuhkomna stúku, eina eða fleiri, með upphituöum sætum. Þær Stúkur sem snúast, upphituð sæti og flóðljós í hvert horn - á Laugardalsvelli? mega alveg vera þannig að þær snú- ist - ef það léttir eitthvað ákvörðun- artöku - t.d. í hálfhring með nokk- urra mínútna mhlibih. Einnig að Rafmagnsveita Reykjavíkur útvegi flóðljós sem dugi og dragi í hvert horn Laugardalsvallar og svæðið í kring. Og úr þvi svona illa tókst til með hönnunaráætlun og eftirht með kostnaöi við byggingu Perlunnar yrði þessi framkvæmd á Laugardais- vehinum tilvahn (thraun?) til að sanna að svona óhönduglega takist ekki th í framtíðinni. Límmiðar á Laugavegi Kona við Laugaveginn hringdi: Þeir eru vægast sagt leiðinlegir þessir bmmiðar sem klesst er á húsveggi og annars staöar. Hér við Laugaveginn keyrir þetta þó úr hófi fram og sóðaskapurinn er orðinn mjög áberandi. - Þótt kvartað sé við suma þá aðila sem að þessu standa er ekki hlustað heldur haldið áfram að hma og enginn fær rönd við reist. A morgnana, þegar maður kemur hér th vinnu, er búið að þvo götuna og umhverfið er hreint. Verslunareigendur þvo glugga og allir reyna að ná hm- miðum af húsveggjum. En næsta morgun er aht komið í sama horf. Þessir miðar eru einkar áberandi frá sumum, eins og t.d. Tveimur vinum sem láta sér ekki segjast með uppfrmingar. - En þetta er áreiðanlega mál fyrir borgaryfir- völd að stemma stigu við með ein- hverjum hætti. Égkommúnisii? -Aldrei Aðalsteinn hringdi: Það er spaugilegt að lesa um og heyra viðbrögð þeirra íslensku manna sem áður voru áhangend- ur Sovéteinveldisins. Játuðu það opinberlega og héldu uppi stöð- ugum áróðri fyrir áætlunarbú- skap og sósíahsma, sem í raun var ekkert annaö en kommún- ismi. Þessu var smeygt hér í þjóð- arsálina með stuðningi allra flokka. Sumir 'létu þetta viðgang- astaf „praktiskum" ástæðum, Ld. sumir forysturaenn sjálfstæðis- manna, til að halda aðstöðunni. Nú koma menn fram hver á eftir öðrum og staðhæfa að það hafi aldrei hvarflað að þeim vinstri hugsun hvað þá meir. - Ég kommúnisti? spyija þeir með undrunarsvip. - Aldrei. Það er áreiðanlega erfitt að hafa fylgt svona óheyrhega röngum mál- stað mest af sinni ævi og verða svo aö skifja harainn við sig. En sumir eru enn aö reyna aö fljúga án hans. Hvaðverðurþá með Ráðhúsið? Óskar Ólafsson hringdi: Mörgum hefur áreiðanlega komið á óvart sú óvarkárni í fjár- málum sem viðhöfð hefur verið við byggingu og hönnun Perlunn- ar á Óskjuhlíð. Borgarstjórinn á hrós skihð fyrir að taka á málinu með viðeigandi hætti og stöðva framkvæmdir á meðan málin eru krufm. En úr því svona fór nú með Perluna og kostnaður var veru- lega vanáætiaður hvað verður þá um Ráðhúsið okkar sem vitað er aö komið er allmjög fram úr áætl- un um fjárþörf? Mér fyndist það verra mál að því leyti að það hús mun aldrei borga sig en Perlan er bæði falleg og getur aflað tekna. nýjuteiðina Magnús Jónsson skrifar: Þegar kemur að viðræðum verkalýðshreyfingarinnar við at- vinnurekendur verður að öllum líkindum tekist á um það hvort fara eigi gamlar hefðbundnar leiðir með kaupkröfum langt yfir skynsemismörkin og samhhða verkfahshótanir eða hvort á að taka mið af hóflegum kröfum og þjóðarsátt eins og síðast. Ég legg til að aðilar vinnumark- aðarins sameinist um nýju leið- ina, að reyna að ná markmiðum ura aðra þjóðarsátt, Það eina sem ég sé á borðinu sem verulega gild- an samningsgrundvöll eru skattamál, og þá tvö eða jafnvel þrjú skattþrep. Þar mega þó laun undir t.d. 260 þúsundum ekki flokkast undir hátekjur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.