Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1991, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1991, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1991. 15 Um menntun iðnaðarmannsins í febrúar sl. var í Rúgbrauðsgerð- inni haldin ráðstefna um menntun- armál iðnaðarmanna. Þar voru mörg merkileg erindi haldin um stöðu menntunar iðnaðarmanns- ins. Niðurlag þessarar málstefnu' er að bæta skuli enn frekar en áður menntun iðnaðarmannsins, jafnt bóklega sem verklega en þó meira verklega. Almennt voru menn þó sammála um að mennt væri mátt- ur. Þekkt er að með komu Skúla Magnússonar hófst hér á landi handverksiðn með tilkomu Inn- réttinganna. Stöndum á þröskuldi Smátt og smátt þróaðist iðnaður- inn en fyrstu árin eða áratugina var nær öll fagmenntun sótt til Danmerkur. Vegur iðnaðarmanns- ins óx jafnt og þétt og virðing sam- borgaranna fyrir iðnmenntun var til jafns við stúdentspróf er í þá daga var talið virðingarmenntun. Eftir seinna stríð óx eftirspurn eftir iðnaðarmönnum vegna peninga- streymis þess er fylgdi í kjölfar hersins og tilkomu nýsköpunartog- aranna. Þjóðfélagið varð flóknara, sérhæfmgin meiri, tækni og fram- farir örari, allt breyttist á ör- skömmum tíma. Á aðeins hálfri öld fór þetta litla þjóðfélag úr vanþróuðu kyrrstöðu- samfélagi í bullandi þróunarsamfé- lag, samfélag er reynir að hasla sér völl á meðal háþróaðra tækniþjóð- félaga þessarar jarðkúlu. Með þess- um mikla fjölda iðnmenntaðra manna og þeim hraða í fjölgun þeirra hefur margt skolast til og annað ekki fylgt tímanum við menntun þeirra. í dag stöndum við á þröskuldi og nú er þörf að staldra við, leiðrétta kompásinn áður en lengra er hald- ið. Framundan eru hættur og sigl- ing um boða og sker. Vert er að vita hvert við ætlum, hvaða kröfur við gerum, marka okkur bás í sam- tímanum og ákvarða leið til fram- tíðar. Á það fyrir okkur að hggja að tapa allri verkþekkingu niður á stig Suður-Evrópuríkja og stíga skref 50 ár til baka vegna inngöngu í EB þar sem viðurkenning á menntun KjaUarinn Atli Hraunfjörð málari í einu landi gildir í öllum? Áhrifa- menn kalla það „ásættanlegt". Hvaö köllum við slíka hugmynd? Stórfurðuleg fullyrðing í mars sl. var dreift til launþega- samtaka og félaga skýrslu, saman- tekt af fundi hjá OECD. Hún fjallar um menntamál og er þar lögð rík áhersla á að hverju þjóðfélagi er skylt að útvega hverjum einstakl- ingi þá menntun sem hann þarfn- ast. Þar kemur fram sú hugmynd aö laga skuli menntakerfið eftir fólkinu, ekki laga fólkið eftir kerf- inu. - Ennfremur kemur þar fram að 80% af vinnandi fólki í dag verða starfandi árið 2000. Þar er lögð áhersla á aukna menntun, símenntun og aukna starfsþjálfun. Framþróun í heimin- um á sviði tækni og iðnaðar er fólg- in í aukinni menntun starfsfólks. Staða hvers lands í samkeppni nú- tímans felst í vel þjálfuðu starfs- fólki. Hæfni þess er vinnur verkið er ekki síður mikilvæg en geta þeirra er stjórna framkvæmdum, hvaða nafni sem þær nefnast. Trygging verkkaupa og verksala fyrir góðu handverki felst í fæmi þess er verkið vinnur. Ekki aðeins á vel menntuðum verkstjóra, eins og heyrst hefur. Sú fullyrðing er stórfurðuleg að reyna telja neyt- endum trú um að nægilegt sé að verksahnn sé vel upplýstur en verkkunnátta þeirra er verkið vinna skipti minna máh. Nei! Verk, hverju nafni sem nefnist, stendur og fehur með vel menntuðu verka- fólki. Aðall góðra fyrirtækja er þessi: „Lykillinn að velgengni er vel menntað starfsfólk." í ljósi þess er furðulegt að sjá og heyra hugmynd- ir um inngöngu í EB eða EES, með öllum þeim ágöllum sem því fylgir. Hví ætti ungur maður í dag að mennta sig í einhverri grein í landi þar sem námið tekur mörg ár þegar hægt er að ná sama rétti með mun skemmra námi annars staðar. Er það „ásættanlegt" að færa alla þró- un 50 ár aftur í tímann, að minnsta kosti. Meistaraskólinn ísland hefur stórkostlega mögu- leika framundan ef rétt er á málum haldið. Við þurfum að auka aha iðnmenntun á komandi árum. Við þurfum að gera okkar unga fólki fært að skapa sér orðstír víða um heim sem vel menntað og hæft fag- fólk. Það gerum við ekki með hug- myndum um að afnema löggild- ingu iðngreina eða á annan hátt rýra gildi iðnmenntunar. Við ger- um það best með að auka gildi iðnnáms. Ein hugmyndin er nú í burðar- liðnum þar sem farið er inn á nýjar brautir í endurskipulögðum meistaraskóla og er það vel. Meistaraskóhnn verður þá beint framhald af iðnskóla og iðnmennt- un. Að loknum meistaraskólanum ásamt einhverri valgrein stendur nemandinn uppi með stúdentspróf sem skilar honum áfram i háskól- ann eða æðri menntun aðra, svo fremi sem hugur hans og geta stefna þangað. Ingvar Ásmundsson skólastjóri telur að í dag sé iðnskólinn raun- hæfasti framhaldsskóhnn fyrir nemendur til að hasla sér vöh í líf- inu. Þar er fjölbreytni námsins mikil og blindgötur í námi fáar eða engar. Flestir eða alhr útskrifist með einhverja starfsþjálfun að baki. Ágætu lesendur, eflum menntun, eflum iðnnám, eflum verkmennt- un. Þannig eflum við lífskjör okkar og eflum stöðu þjóðarinnar á vett- vangi smáþjóöa í samfélagi nútím- ans. AtliHraunfjörð „A það fyrir okkur að liggja að tapa allri verkþekkingu niður á stig Suður- Evrópuríkja og stíga skref 50 ár til baka vegna inngöngu í EB þar sem viður- kenning á menntun 1 einu landi gildir 1 öllum?“ Úr Iðnskólanum. - Raunhæfasti framhaldsskólinn fyrir nemendur til að hasla sér völl í lifinu? Lengi er von á einum „Nú er bara að biða og vona að nemandinn skili sér,“ segir greinar- höf. m.a. um fyrirhugað skólasjónvarp. - Frá vinnslu fyrir Fræðsluvarp- ið sem minnst er á í greininni. Frá febrúar til nóvember 1988 voru búnar til 4 kennslubækur, 5-6 sjónvarpsþættir, 8 útvarpsþættir og 27 kennslubréf. Hverju er ég að lýsa? Ég er að lýsa þeirri námsefn- isgerð sem Fræðsluvarpið sáluga stóö fyrir vegna fjarkennslu í móð- urmáh árið 1988. En hverju skyldi svo það al- mannafé, sem varið var til fjar- kennslunnar í móðurmáli, hafa skilað? Nákvæmlega einum nem- anda. Vegna fjárskorts Sigrún Stefánsdóttir, fréttamað- ur með meiru, sem veitti Fræðslu- varpinu forstöðu, hætti vegna þess að því voru „einungis" ætlaðar 8,0 milljónir króna á fjárlögum. Ég er örugglega ekki einn um þá skoðun að það var gott að upphæðin var ekki hærri. Nemandinn hefði getað átt i erfiðleikum með að komast yfir allt námsefnið! Ef einkafyrirtæki hefði staðið að fjarkennslunni með sama hætti og Fræðsluvarpið þá hefði það fyrr eða síðar orðið að hætta starfsemi vegna tekjuskorts. Fræðsluvarpiö margblessað lagði ekki upp laup- ana vegna nemendaskorts. Það hætti þegar forstöðukonan sagði upp vegna fjárskorts. En hver var ástæðan fyrir því hve illa tókst til með þessa tegund fjar- kennslu? Við skulum láta Heimi Pálsson cand. mag., einn þeirra sem sömdu námsefnið góða í ís- lensku, hafa orðið en hann hélt ein- Kjallariim Friðrik Eysteinsson rekstrarhagfræðingur mitt erindi á námskeiði í fjar- kennsluaðferðum sem haldið var í Kennarháskóla íslands sl. haust. „Annaðhvort reyndist naumast nokkur markaður eða þörf vera fyrir þessa tegund fjarkennslu ell- egar þá að markaðssetning hennar mistókst með öhu. Þátttaka varö nánast engin.“ Óskirnar fyrst Við stöndum þannig frammi fyrir því eina ferðina enn að aðferða- fræði markaðsfræðinnar var fótum troðin. í stað þess að beina fyrst kröftunum að því að finna út hverj- ar óskir væntanlegra nemenda um námsefni, kennslutilhögun og fleira væru þá var þeim fyrst beint að því að framleiða námsefni. Heimir Pálsson lýsti þessari að- ferðafræði á eftirfarandi hátt. „Við gætum jafnvel líkt því við lækna sem fyrst ákveða meðulin en leita svo að sjúkdómum sem kynnu að passa við þau.“ En hvemig má koma í veg fyrir „slys“ á borö við það sem henti Fræðsluvarpið? Svarið við þeirri spumingu er hlægUega einfalt. Við byrjum á þvi að athuga hverjar óskir væntanlegra neytenda eru og uppfyUum þær síðan. í markaðs- málunum má ekki vera með neitt slen. Það verður aö hrista það af sér. Síðustu fréttir Nú er ég viss um að einhver er farinn að hugsa með sér að ég sé á einhvern hátt á móti menntun. Því fer víös fjarri. En ég er á móti þvi að skattgreiðendur borgi fyrir hana en níóti hennar ekki. Við eigum að nota þekkingu þeirra sem aflaö hafa sér menntunar og reynslu í markaðsmálum til að fækka svona „slysum“, alveg eins og við notfær- um okkur sérfræðiþekkingu á öðr- um sviðum. Fólkið í landinu hefur aldrei fengið að heyra hversu „vel“ Fræðsluvarpið gekk. Það fékk aftur á móti að heyra hve „litlu“ ætti að verja tíl þess og að forstöðukonan hefði sagt upp vegna þess. Síðustu fréttir af fræðusluvarps- málum eru þær að Sigrún Stefáns- dóttir er komin í undirbúnings- nefnd háskólans vegna fyrirhugaðs skólasjónvarps í haust. Nú er bara að bíða og vona að nemandinn skUi sér. Friðrik Eysteinsson „Fólkið 1 landinu hefur aldrei fengið að heyra hversu „vel“ Fræðsluvarpið gekk. Það fékk aftur á móti að heyra hve „litlu“ ætti að verja til þess og að forstöðukonan hefði sagt upp vegna þess.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.