Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1991, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1991, Qupperneq 22
38 MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1991. LífsstOl Aðild að EES bætir hag neytenda - segir Jón Sigurósson viöskiptaráðherra „Mín skoðun er sú að við sem neyt- endur munum tvímælalaust hafa hag af aðildinni að EES. Við íslend- ingar höfum verið frekar aftarlega á merinni á þessu sviði og það var fyrst fyrir fáum árum sem við fórum að gefa neytendavernd gaum,“ sagði Jón Sigurðsson í samtali við Neyt- endablaðið fyrir skömmu. Neytenda- málaráðherrar EFTA-ríkjanna og embættismenn, sem fara meö neyt- endamál í ríkjunum, sátu fundi í boði Jóns Sigurðssonar viðskipta- ráöherra dagana 29.-30. ágúst þar sem rædd voru neytendamál iand- anna. Þátttakendur voru 3 frá Austur- ríki, 4 frá Finnlandi, Noregi og Sví- þjóð, 2 frá Sviss og 1 frá Liechten- stein, auk tveggja starfsmanna frá skrifstofum EFTA-ríkjanna. Frá ís- landi sátu 7 fulltrúar fundinn en Jón Sigurðsson viðskiptaráöherra var fundarstjóri. Neytendamál heyra undir viðskiptaráðuneytið. Á fundinum var meðal annars fjall- að um fyrirhugað samkomulag um evrópskt efnahagssvæði og lögðu ráðherrarnir áherslu á að slíkt sam- komulag myndi koma neytendum til góöa með aukinni samkeppni er leiða myndi til lægra vöruverðs og meiri fjölbreytni í vöruúrvali. Þeir lýstu þeim ásetningi sínum að vinna að framgangi hagsmunamála neytenda og að tryggja sem fullkomnasta neyt- endavemd. Þátttakendur töldu að í framan- greindu skyni yrði að styrkja sam- starf EFTA-ríkjanna og að það væri sér í lagi mikilvægt á þeim tíma sem líða mun fram að gildistöku EES- samkomulagsins. Var ákveðið að semja áætlun um nauðsynlegt sam- starf EFTA-ríkjanna hvaö þetta varðar. Ráðherrarnir ítrekuðu þá afstöðu sína að EFTA-ríkin yrðu, ásamt Evrópubandalaginu, í samein- ingu að móta evrópska neytenda- löggjöf framtíðarinnar. Aukin milliríkjaviðskipti og notk- un nýrrar tækni kallar á samræmda löggjöf um neytendavernd í Evrópu. Mikilvægur þáttur slíkrar löggjafar Neytendur er að viðhalda ströngum kröfum til vemdar heilbrigði, öryggi og um- hverfi. Aukin áhrif neytenda á sam- ræmingu evrópskra staðla hafa hér miklu hlutverki að gegna og á fund- inum var fjallað um fleiri atriði sem miða að því að tryggja neytenda- vemd á hinu evrópska efnahags- svæði. Ráðherrarnir staðfestu stuöning sinn við aðgerðir ríkja í Mið- og Aust- ur-Evrópu er miöa að gjörbreytingu á efnahagskerfl þeirra. Þeir bentu á að neytendavernd er nauðsynlegur þáttur í markaðshagkerfl. Þátttak- endurnir ræddu um aðgeröir til þess að auövelda þessa breytingu, þar á meöal að halda námsstefnur um neytendavernd, skiptast á upplýsing- um og bjóða fram þjálfun starfs- manna. Áformað er að halda fyrstu námsstefnuna í þessu skyni í Prag í janúar næstkomandi. Á fundinum komu fram áhyggjur ráðherranna um að lélegar fram- leiðsluvörur frá Vesturlöndum, sem ekki uppfylla vestræna öryggis- og heilbrigðisstaðla, verði settar á markað í Austur-Evrópu. Töldu þeir nauðsynlegt að koma í veg fyrir slík- an útflutning. „Þegar ég kom fyrst hér í viöskipta- ráöuneytið ákvað ég að setja upp sér- staka deild neytendamála. Með því að við lögum okkur að sameiginlegri stefnu Norðurlanda, EFTA og EB munum við ná ávinningi sem senni- lega hefði verið miklu seinteknari ef við hefðum verið einir á ferð. Ég held reyndar að íslendingar hafi oft og tíðum fullmikið sjálfsálit í þessum efnum og haldi að hér sé allt í svo góðu lagi að það geti ekki verið betra. Því miður er það ekki svo hér á íslandi. íslensk löggjöf, sem getur talist til neytendaverndar, er vægast sagt bágborin eins og Neyt- endasamtökin hafa gagnrýnt hvað eftir annað. En aðild íslands aö samningi um evrópskt efnahags- svæði knýr stjórnvöld til að gera mun betur,“ sagði Jón Sigurðsson í samtali við Neytendablaðið. Þátttakendur á námskeiðinu með leiöbeinendum fyrir framan borö, hlaðið fiskréttum. DV-mynd JAK Þátttakendur frá öllum Norðurlöndunum: Námskeið í fiskréttum „í fyrra vorum við með gesti á veg- um Norðurlandaráðs og það voru gestir frá menntamálaráðuneytum Norðurlandanna. Þegar þeir borð- uöu hér 7' rétta hádegisverð, þar af 3 fiskrétti, voru þeir svo hrifnir af matnum að þeir spurðu hvort við værum ekki til í að halda námskeið fyrir þá í fiskréttum," sagði Friðrik Gíslason, skólastjóri Hótel- og veit- ingaskólans, í samtali við DV. „Svo var þessi hugmynd rædd og nú í vor kom upp sú spurning hvort ekki ætti að gera eitthvað í þessu. Menntamálaráðuneytið tók þessu vel og við hjá skólanum rukum upp til handa og fóta og efndum til 5 daga námskeiðs. Það hefur tekist mjög vel hjá okkur og við höfum sýnt þá þekk- ingu sem við búum yfir. Þátttakendur eru 13 talsins, 3 frá Danmörku, 6 frá Finnlandi, 2 frá Noregi og einn frá Svíþjóð. Þar að auki er einn íslendingur meðal þátt- takenda. Því miður virðist svo sem námskeiðiö hafi ekki verið nægilega auglýst hér á landi, alla vega bendir fiöldi íslenskra þátttakenda til þess. Við gerðum okkur vonir um 24 þátt- takendur, eða um það bil, en þrátt fyrir að þeir séu aðeins 13 hefur nám- skeiðið gengið mjög vel og þátttak- endurnir eru mjög ánægðir. Stundaskráin er samsett af fyrir- lestrum um næringargildi, mat- reiðsluaöferðir og hollustu fisks. Einnig er rætt um uppruna margra íslenskra fiskrétta og matarvenja okkar íslendinga. Farið er í gegnum ákveðna fiskrétti og þeir svo mat- reiddir á viðeigandi hátt. Við höfum einnig fariö í vettvangsferðir, í fisk- búðir og framleiöslufyrirtæki og einnig farið í eina sjóveiðiferð. Eftir hádegi síðasta dag námskeiðsins, föstudag, verður síðan lítils háttar landkynning," sagði Friðrik. -ÍS Tvær fiskréttauppskriftir: Heiteða köld laxakæfa, bökuð í leirskál Innihald: ca 300 g flakaöur lax I kg fiskur olía hvítvin koniak sítrónusafi salt söxuð steinselja tímían pipar lárviðarlauf múskat 4-6 eggjahvítur II þeyttur ijómi eða stífur sýrður rjómi jarðsveppir pistasíur Laxinn er skorinn í 1,5 cm þykka strimla sem eru hafðir jafnlangir og formið sem þeir eru bakaðir í. Síðan er hann marineraöur í oliu, hvítvini, koníaki, sitronusafa, salti, saxaðri steinselju, tímíani, pipar og lárviðarlaufi í um það bil 1 klst. Eitt kg af hvítum fiski, til dæmis smálúðu, skarkola eða steinbit, er hakkað og hrært með salti, pipari, múskati ogörlitlum cayenne-pipar. Þar út í eru settar 4-6 þeyttar eggja- hvítur og blandað með hálfþeyttum rjómanum eða sýrða rjómanum, jarðsveppum og pistasíum. Form- ið er smurt að innan meö smjöri, þar næst kemur eitt lag af farsi, síðan laxastrimlar, aftur eitt far- slag, síðan laxastrimlar og loks eitt lag af farsi, penslað með mariner- ingunni og lok látið á formið eða lokað raeð álpappir. Bakað í vatnsbaði í um það bil eina klst. Borið fram heitt eða kalt, til dæmis með hvitu smjöri eða humarsósu. Pönnusteiktur hörpudiskur - uppskriftfyrir4: Innihald: 675 g hörpudiskur 225 g rabarbari Vt dl sykursíróp !4 dl salatolía 125 g smjör nýmulið salt nýmulinn pipar Ðsksoð nýr kerffil sem meðlæti 64 rabarbárabitar eru skornir í 5 mm x 4 cm strimla, soðnir í síróp- inu, kældir og geymdir. Sírópinu er hellt af og afgangurinn af rabar- baranum soðinn og marinn í gegn- um sigti. Hörpudiskurinn er sneiddur, létthitaður i salatolíu og 15 g af smjöri í 1 'A mín. og kryddað- ur með salti og pipar. Þá er hann tekinn af pönnunni og haldið heit- um. élíunni er hellt af, fisksoðið soðið í kjarna, sírópinu bætt í, suð- an látin koma upp og þeytt með lin- uðu smjöri. Hörpudiskurinn og rabarbara- strimlarnir eru hitaðir í 200° C í eina mínútu á diski og sósunni hellt á milli hörpudisksins og skreytt með kerfli. Athugið að ofeldaður hörpudiskur verður aldrei góður. VERKSMIÐJUUTSAiA frá 3. september í húsi Sjóklæðagerðarinnar Skúlagötu 51,1. hæð. Útlitsgallað og eldri gerðir af sport- og vinnufatnaði. REGNFATNAÐUR harna, kvenna, karla SJOFATNAÐUR NYLONFATNAÐUR KAPP-FATNAÐUR barna, kvenna, kui'Iu VINNUFATNAÐUR samfestingar, buxur, jakkar, sloppar VINNUVETTLINGAR Opið virka daga kl. 13-18 og laugardaga kl. 10-14. STIGVEL SEXTIU OG SEX NORÐUR SJÓKLÆÐAGERÐIN HF • SKÚLAGÖTU 51

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.