Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1991, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1991, Qupperneq 18
18 MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1991. milli Kl. 13 og 15 i sima 45399. Úrvalsleikfimi - aöeins 12 konur i tíma. Hlakka til aö sjá ykkur. HANNA FORREST Hártap? Nýjasta tækni í meðferð gegn hártapi 1. Hársrætur, óvirkar og dauðar. Hártap. 2. Lokaaðgerð. Nýja hárið hefur náð festu og mun endurnýjast og endast ævilangt. ' Ókeypis ráðgjöf. ' Skrifleg lifstíðar- ábyrgð.' Framkvæmt af færustu læknum hjá elstu og einni virtustu einkastofnun i Evrópu. Hringið eða skrifið til: Harley Dean Clinic, Skúlatúni 6, box 7102, 127 Reykjavík. Sími 91-27080 milli kl. 9 og 17 og sími 91-17160 milli kl. 19 og 21. Svæðameðferð og létt rafmagnsnudd j ásamt acupunchturmeðferð með lacer Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf- uðverk. ELSA HALL, Langholtsvegf 160, sími 68-77-02. Á ÞAKIÐ OG SVALIRNAR ® ÞAKDUKAR VARANLEG VATNSVÖRN Cl BYGGÐWBIKHF. Reykjavíkurvegi 60, 222 Hafnarfjörður Sími 91-54644 - Fax nr. 54959 Sviðsljós Tvíburasynir Jóns og Steingerðar, Þórir og Tómas, með börnin sín. Þórir heldur á dótturinni Steingerði og Tómas með soninn Valgeir. Jón Þorgeir Hall- grímsson sextugur Jón Þorgeir Hallgrímsson yfir- læknir varð sextugur þann 20. ág- úst síðastliðinn. Hann hefur verið sérfræðingur við Kvennadeild Landspítalans allt frá árinu 1966 og einnig unnið sem sérfræðingur við leitarstöð Krabbameinsfélags íslands síðan 1967 auk annarra læknastarfa. Jón er einnig dósent í kvensjúkdómum og fæðingar- hjálp við læknadeild Háskóla ís- lands. í tilefni afmæbsins bauð Jón, ásamt konu sinni, Steingerði Þóris- dóttur, vinum og vandamönnum til veislu í Akoges-húsinu síðastbðinn föstudag. Fjöldi fólks kom til að gleðjast með Jóni og fjölskyldu hans á þess- um merkisdegi. Fjölmargar ræður voru fluttar og komust færri að en vildu til að flytja afmælisbarninu heiðurskveðjur. Þeir sem ekki gátu flutt ræður sínar af munni fram tóku til þess ráðs að færa honum þær í handriti svo hann gæti lesið þær að hófinu loknu. Jón fékk einnig margar góðar gjafir og heillaóskir. Afmælisbarninu og gestum til mik- illar ánægju brugðu starfsfélagar Jóns á leik og sýndi starfsfólk skurðstofunnar á Landspítalanum „kabarett" við mjög góðar undir- tektir áhorfenda. Afmælisbarnið, Jón Þorgeir, ásamt konu sinni, Stein- gerði Þórisdóttur. J DV-myndir Anna Gestirnir skemmtu sér Ijómandi vel eins og sjá má á þessum brosmildu andlitum hér eru Sveindís Þóris- dóttir og Auöolfur Gunnarsson. Þorsteinn Asgeirsson, formaður Skotsambands íslands, afhendir hér Jó- hannesi Jenssyni bikarinn. DV-myndir RASI Bikar- meistari í skot- fimi Verðlaun í skotfimi voru afhent í lokahófi Skotsambands íslands sem haldið var í Rúgbrauðsgerðinni ný- verið. Sá sem hlaut titilinn bikarmeistari íslands í skotfimi að þessu sinni var Jóhannes Jensson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.