Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1991, Blaðsíða 16
16
MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1991.
Erlendmyndsjá
Þeir gera ýmislegt, Ástralir, þegar þeir kanna hvort sjúkrabílar þeirra séu nógu traustir. Hér er áhættubílstjóri
að velta einum slíkum í Melbourne til að kanna hvort ný tegund veltigrinda uppfylli þær kröfur sem til þeirra eru
gerðar.
Áttu barn á skólaaldri?
Þá geturðu hugsanlega haft áhuga á Dans-Nýjung Barnabæ sem kynnir nýtt á Is-
landi: 9 mánaða námskeið fyrir börn á aldrinum 5-7 ára.
Kennt verður frá kl. 8-12 og^íðan 13-17.
Hvað vilt þú gera fyrir barn þitt???
.. .vandaðu valið!
Hjá okkur læra börnin dans, söng, leiklist, slökun, framsögn, fram-
komu, kurteisi, borðsiði, að vinna með liti, við bökun, lestur, teikn-
un.
Þegar námskeiðinu lýkur halda börnin sýningu á því sem þau hafa
lært og veita viðurkenningum skólans viðtöku. Þau verða í alvöru-
leikbúningum sem skólinn lætur í té.
Unnið verður úr hinum frábæru barnabókum sem Vaka-Helgafell
gefur út og Gáski segir frá.
Öll kennsla miðast við að vera barni þínu til gagns og gleði.
Ath., takmarkaður fjöldi nem-
enda.
Skólinn tekur til starfa mánudag-
inn 9. sept. Skírteinaafhending
verður laugardaginn 7. sept.
kl. 14.00-18.00.
Upplýsingar í síma 677270
alla daga þessa viku frá 13-18
<aySajl iÞ—
Hermaður gengur meðfram fullri lest af skriðdrekum í lestarstöðinni í Ljublj-
ana í Júgóslavíu. Skriðdrekarnir voru á leið á heræfingar í Bosníu en þeim
æfingum varð að aflýsa þar sem lestarsamgöngur röskuðust vegna stríðs-
átakanna i Króatíu.
Tvær gamlar stríðskempur faðmast og kyssast við götuvígi í Moskvu eftir
að valdaránstilraun harðlínumanna fór út um þúfur á dögunum. Stríðshetj-
urnar og unglingar, sem voru í liði með þeim, neituðu að fara að skipunum
Jeltsins Rússlandsforseta og rifa viggirðingarnar niður.
Það var glatt á hjalla hjá þeim George Bush Bandaríkjaforseta og John
Major, forsætisráðherra Bretlands, úti á sjó undan sumarhúsi forsetans í
Mainefylki fyrir helgi. Bush er mikill stangaveiðimaður og hann gat ekki
verið þekktur fyrir annað en að bjóða Major að bleyta færi með sér.
Starfsmaður Hagenbeckdýragarðsins í Hamborg sprautar örsmáum
tölvukubbi inn í 45 daga gamlan kinverskan hlébarða. Með þessu móti á
að verða hægðarleikur að þekkja þennan hlébarða frá öðrum bræðrum
hans. Hlébarðinn var fyrsta dýrið í dýragarðinum sem merkt er á þennan
hátt og fékk hann því viðurnefnið Kubbur. Simamyndir Reuter