Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1991, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1991, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1991, 49 Sviðsljós Bragi Kristjánsson sjötugur Bragi Kristjánsson, framkvæmda- stjóri póstmálasviðs Pósts og síma, varð sjötugur þann 27. ágúst síðast- liðinn. Bragi hefur verið viðloðandi íþróttir í fjölmörg ár. Hann hefur meðal annars verið í ólympíunefnd íslands frá 1951, í stjórn FRI, í stjórn íþróttasvæðanna í Reykjavík um árabil og síðast en ekki síst hefur hann verið í fulltrúaráði Knatt- spyrnufélagsins Vals í tugi ára. í tilefni afmælisins bauð Bragi ásamt konu sinni, Steinunni Snorra- dóttur, til veislu í Akoges-salnum í Sigtúni 3. Fjölmargir gestir komu til að gleðjast með afmælisbarninu og fjölskyldu á þessum merkisdegi. Margar ræður voru fluttar honum til heiðurs en einnig voru nokkrar óvæntar uppákomur. Annar sonur Braga og Steinunnar, HaRdór, er höfuðpaur hljómsveitar- innar „Vinir Dóra“. Söngkona hljóm- sveitarinnar, Andrea Gylfadóttir, sem hefur verið kölluð blúsdrottning Afmælisbarnið, Bragi Kristjánsson, dóttur. ásamt konu sinni, Steinunni Snorra Afmælisbarnið umvafið kvenfólki. Þessar heiðurskonur, sem komu til að gleðjast með Braga, eru ræstingakonur í Landsímahúsinu, frá vinstri, Guð- rún Þórðardóttir, Halldóra Guðmundsdóttir, Bragi, Pálína Hafsteinsdóttir og Hansína Bjarnadóttir. íslands, söng við undirleik Karls Möller og fengu þau mjög góðar und- irtektir áheyrenda. Hinn sonurinn, Helgi, sem einnig er í tónlistinni, en hann er yfirkenn- ari Tónlistaskóla Hafnarfjarðar, spil- aði á píanó en dótturdóttir Braga, Steinunn, spilaði með á blokkflautu. Einnig spilaði á píanó systursonur Braga, Kristján Magnússon, en hann hefur spilað með mörgum þekktum hljómsveitum og má þar, til dæmis, nefna hina þekktu hljómsveit KK. Bragi hefur verið i gufubaðsklúbb i tugi ára. Nokkrir félagar hans úr klúbbn- um komu til að gleðjast með honum á þessum merkisdegi, frá vinstri, Gunnlaugur Snædal læknir, Ágúst Bjarnason, skrifstofustjóri og formaður klúbbsins, afmælisbarnið og Tómas Árni Jónsson læknir. Ólafur Tómasson póst- og simamálastjóri heilsar upp á afmælisbarnið en hjá þeim stendur Sigrún Þorleifsdóttir, kaupkona í blómabúðinni Burkna í __ Hafnarfirði. DV-myndir S f' Douwe Jan BakkeríNý- listasafninu Hollenzki listamaðurinn Douwe Jan Bakker opnaði sýningu í efri sölum Nýlistasafnsins laugardaginn 24. ágúst. Sýningin skiptist í þijá flokka sem eru minnisblöð, frum- myndir og teikningabrot. Douwe Jan Bakker ætti að vera íslendingum vel kunnur því hann hefur oft komið hingað til lands og sýnt verk sín. Hann sýndi fyrst í Gallery Súm árið 1971 og síðast sýndi hann 1985 í Nýli&tasafninu. Douwe Jan Bakker er fæddur í Heemstede í Hollandi 1943 og lagði stund á Ustnám við Ustaskólana í Eindhoven og Den Bosch. Hann hef- ur haldið fjölda sýninga í heimcdandi sínu og átt verk á farandsýningum með hoUenskri Ust. Douwe hefur aðallega helgað sig langtímaverkefnum sem eru oftast tengd tungu og merkingu. Listamaðurinn er hér í boði Ný- Ustasafnsins' og MyndUsta- og hand- íðaskóla íslands sem gestakennari. Sýningin verður opin daglega frá klukkan 14-18, til 8. september næst- komandi. Listamaðurinn Douwe Jan Bakker. DV-mynd Anna DANSSKOiI ASTVAtDSSON A* BORN (yngst 4 ára) UNGLINGAR Samkvæmisdansar - diskódansar. FULLORÐNIR (einstaklingar og pör) Samkvæmisdansar - nýir og gamlir. ROCK’N ROLL Sértímar í rokki og tjútti. NÝJUSTU DISKÓDANSARNIR / Suc Machine, Carabian Electric Boogie o.fl. plús Hip Hop. EINKATÍMAR (einstaklingar, pör, smáhópar). KENNSLUSTAÐIR: Reykjavík. Brautarholt 4, Drafparfell 4, Ársel (Árbæ), Fjörgyn (Foldaskóla). Hafnarfjörður, Mosfellsbær, Hveragerði. Innritun daglega frá kl. 10-12 og 13-19 I síma 74444 og 20345. Kennsla hefst laugardag 14. sept. Skírteini afhent fimmtudag 12. sept kl. 17-21. Keflavík, Grindavík, Garður, Sandgerði, Njarðvík. Innritun hefst mánudaginn 9. sept. og er frá 20-21 í síma 68680. Gestakennari í vetur verður hinn frábæri enski danskenn ari Keitti Keily. Vestmannaeyjar: Innritun á næstunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.