Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1991, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1991, Qupperneq 40
U1 o. -m: ■H Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1991 Jón Baldvin: Þetta er mál þingflokksins „Fjárlagaafgreiðslan er þess eðlis að nú þegar hafa verið teknar ýmsar bindandi ákvarðanir, til dæmis strax þann 9. júlí þegar ríkisstjórnin ákvað útgjaldaramma ráðuneyta. Það er því ekki hægt að verða við ósk þess- ara flokksmanna. Auk þess er þetta mál þingflokksins. Hins vegar verða öll meginmál og stefnumál að sjálf- sögðu tekin til umræðu í flokks- stjórn," segir Jón Baldvin Hannibals- son, formaður Alþýðuflokksins. Þrettán framámenn í Alþýðu- flokknum hafa farið fram á það við stjórn flokksins að þegar í stað verði haldinn fundur í flokksstjórn til að ræða fjárlagagerðina. Þess er krafist að engar skuldbindandi ákvarðanir verði teknar fyrr en flokksstjórn hafi lagt blessun sína yfir þær. Jón Baldvin segist tvisvar hafa orð- ið að aflýsa fyrirhuguðum flokks- stjórnarfundi að undanförnu. Ekki hafi veriö fundarfært vegna sumar- leyfa flokksmanna. Hann segist nú stefna að því að halda fundinn næst- komandifimmtudag. -kaa Framleiönisjóður: ElduráOtrateig: v Ikveikja með bensíni? Eldur kom upp i mannlausri íbúð á Otrateig 20 rétt eftir miðnætti að- faranótt sunnudagsins. Eigendur íbúðarinnar, sem höfðu nýverið fest kaup á henni og unnið að endurbót- um, m.a. lagningu parkets á gólf, voru ekki fluttir inn. Nágranni, sem varð eldsins var, fór með slökkvitæki og réðst til atlögu við eldinn. Tókst honum að slökkva eldinn áður en slökkviliöið kom á staðinn. íbúðin var síöan reyklosuð. Talsverðar skemmdir urðu á nýju parketinu. Af ummerkjum að dæma virtist sem bensíni hefði veriö hellt niður á tveimur stöðum í íbúðinni ogeldurlagðurað. -ELA > \ LOKI Sighvatur gat nú sparaö meö því að leika sjálfur í áróðursmyndinni! CIIaIii Lamm UIAii aIIIm ciietii dofh diou OTtir að foreldrar sæktu þau Sérstakt neyðarathvarf unglinga hefur veríð sett upp í miðbænum um helgar í samvinnu lögreglu og Æskulýðs- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Neyðarathvarfið er ætlað til að geyma börn og unglinga innan sextán ára aldurs þar til for- eldrar koma og sækja ungana sína, Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar, upplýsingafulltrúa lögregl- unnar, var þetta reynt í fyrsta skipti nú um helgina með góðum árangri. EOefu böm voru tekin aðfaranótt laugardags og náðist í foreldra þeirra allra. _ „Foreldrar tóku þessu vel,“ sagði Ómar Smári en benti á að ef ekki næðist í foreldrana yröu börnin vistuð á sérstökum stað þar til þau yrðu sótt. Börnin reyndu engar mótbárur er lögreglan hirti þau í miðbænum enda ekki staður fyrir svo unga krakka og útivistartimi þeirra liðinn. Lögregian ætlar ekki að gefa upp hvar þetta nýja athvarf er en að sögn Omars er það í námunda við miðbæinn. „Við munum halda þessu áfram um helgar. Bæði lög- reglumenn að störfum og sérstakt eftirlitsfólk frá Æskulýðsráði mun fylgjast með að ung börn og ungl- ingar séu ekki að þvælast í miö- bænum. Allir undir sextán ára aldri mega búast við að vera hand- samaðir og fluttir í athvarfið. Þeir fá síðan að vera í okkar umsjá þar til næst í foreldrana," sagði Óraar Smári. „Reynsla helgarinnar af þessari nýjung var mjög góð svo ástæða er til að halda þessu áfram.“ Talið er að á milli sex og átta þúsund manns hafi verið saman- komin í miðbæ Reykjavíkur aðf- aranótt laugardagsins. Ölvun var áberandi en ekki var þó mikið um bókanir vegna slagsmála eða ann- arra óláta. Þegar hreinsunardeilu borgarinnar kom til starfa um klukkan hálfsex um morguninn þurfti lögregla að rýma bannn svo hægt væri að lireinsa hann. Aö sögn lögreglu gekk það bærilega þó nokkrir rugludallar vildu staldra lengur við. Flest þetta fólk var á aldrinum 19-25 ára. Mun rólegra var í miðbænum aðfaranótt sunnudagsins enda veð- ur verra en nóttina áður. -ELA „Það fer ekki hjá því að framlögin til. sauðfjárræktarinnar bitni á öðr- um útgjaldaþáttum landbúnaðar- mála. Þeir verða minni en ella fyrir vikið. Þannig get ég til dæmis ekki gengiö jafn langt í jarðrækt og skóg- rækt og ég hefði kosið,“ segir Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra. Halldór hefur nú lagt til við ríkis- stjórnina að framlög til Framleiðni- sjóös verði skert um 300 milljónir á næstu fjárlögum. Alls er honum ætl- að að ná útgjöldum ráðuneytis síns niöurumháttítvomilljarða. -kaa Heilbrigðisráðuneytið: Auglýsingin um 650 þúsund „Auglýsingamyndin var gerð hjá Myndbæ pg kostaði á bilinu 300-350 þúsund. Áætlað er að sýna hana í viku, þrisvar eftir aðalkvöldfréttir og 5-6 sinnum fyrir ellefufréttir. Þessar sýningar kosta samtals um 300 þúsund krónur," sagði Jón Sæ- mundur Sigurjónsson, formaður lyfjanefndar heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytisins, er hann var spurður um kostnað við umdeilda auglýsingamynd frá ráðuneytinu um lyfjakaup sem sýnd hefur verið í sjónvarpinu að undanförnu. -JSS Hraðakstursmálið: Akvörðun í dag Heimsókn Mauno Koivisto, forseta Finnlands, lýkur í dag en hann hefur dvalist hér síðan á fimmtudag. Hann hefur bæði skoðað landið og rætt við forráðamenn þjóðarinnar, Myndin er tekin er hann gróðursetti tré á Þingvöilum i gær ásamt Vigdisi Finnbogadóttur, forseta íslands. DV-mynd GVA Lögreglan í Reykjavík tekur ákvörðun um það'í dag hvort bíl- stjóri Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra verður sviptur ökuréttindum vegna hraðaksturs. Bílstjórinn fór í skýrslutöku hjá lögreglunni í Reykjavík á föstudag. Þar sagði hann það misskilning að ráðherra hefði hvatt sig til að sinna ekki stöðvunarfyrirmælum lög- reglumanna þegar ráðherrabifreiðin mældist á um 130 km hraða. Bílstjór- inn kveðst heldur ekki hafa ekið eins hratt og mæhngin sagði. Eramburð- arskýrslur lögreglumanna úr Kefla- vík voru væntanlegar til Reykjavík- urímorgun. -ÓTT Veðrið á morgun: Hlýtt aust- an- og norð- austanlands Á morgun verður vestan- og suðvestanátt, smáskúrir við suð- ur- og suðvesturströndina en bjart og fremur hlýtt austan- og norðaustanlands. ÞJÓFAVARNIR FYRIR FYRIRTÆKI OG HEIMILI Vönduð og viðurkennd þjónusta VARI Állan sóíarTiringinn Öryggisþjónusta síðan 1 9ó9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.