Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1991, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1991, Blaðsíða 36
52 MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1991. Menning______________ Tónlist fyrir sælkera Góðir gestir glöddu hjörtu tónlistarunnenda nú um helgina. Það voru þeir Andreas Schmidt, barítón- söngvari frá Þýskalandi, og Rudolf Jansen, píanóleik- ari frá Hollandi. Þeir félagar héldu tvenna tónleika í íslensku óperunni á laugardag og sunnudag við góða aðsókn og frábærar undirtektir. Á efnisskrá þeirra var eingöngu tónlist eftir Robert Schumann. Á fyrri tón- leikunum voru sönglög við ljóð ýmissa höfunda. Á þeim síðari voru lög við ljóð Heinrichs Heine, þar sem meðal annars voru flokkarnir Liederkreis og Dichter- liebe. Tónlistargagnrýnandi DV hlýddi á síðari tónleik- ana og sá að þeim loknum mest eftir því að hafa ekki farið á þá fyrri líka. Því er stundum haldið fram að frá sjónarhóli tón- skáldsins sé heppilegra að ljóðið, sem það velur til að semja lag við, sé ekki of áhrifaríkt, það geti dregið úr áhrifum lagsins. Áreiðanlega má til sanns vegar færa að auðugt og snjallt ljóð gerir sumpart auknar kröfur og getur fækkað þeim leiðum sem færar eru tónskáldi sem hefur einsett sér að halda fullan trúnað við ljóðið og leyfa því að njóta sín til fulls í verki sínu og helst að skína enn bjartar. En þegar þetta tekst verður ár- angurinn oft óviðjafnanlegur. Meðal þess sem ein- kenndi þau ljóð Heines sem þarna voru flutt er blátt áfram framsetning á frekar einfoldu efni. „Es ist eine alte Geschichte, doch bleibt sie immer neu, und wem sie just passieret, dem bricht das Herz entzwei", eins og segir í ljóðinu um unglinginn og stúlkuna sem tek- ur fyrsta manninum sem fyrir veröur. Það fer lítið fyrir skrúömælginni hér og viðfangsefnið er hvers- dagslegt. Skáldlegt innsæi og skýrleiki hugsunarinnar er það sem hrífur dýpst tilfmningar áheyrandans og mega þau í fyrstu virðast ólíkleg einkenni á kveðskap hins mikla rómantíska ástarskálds en við nánari at- hugun er ljóst að þannig hlýtur það einmitt að vera. Schumann virðist í tónlistinni yfirleitt velja þá leið að hafa laglínur frekar einfaldar en leggja hina tónhst- arlegu áherslu á undirleikinn þar sem efni ljóðanna er oft fallega htað. Þetta er skynsamleg leið og heppn- ast fullkomlega hjá Schumann enda verður þess hvergi vart að þessi takmörk hái honum hugmyndalega. Ljóð- ið fær með þessu að ráða lagferlinu að mestu og nýtur sín til fulls, jafnframt því sem það fær aukna dýpt við undirleikinn. Mega báðir mjög vel viö útkomuna una, bæði skáldið og tónskáldið. Tónlist Finnur Torfi Stefánsson Flutningur þeirra félaga, Andreas Schmidt og Ru- dolfs Jansen, var svo góður að unun var á að hlýða og bar þar fáa skugga á. Söngur Schmidts var mjög fallegur, blæbrigðaríkur og listrænn, og má áreiðán- lega vænta mikils af þessum unga söngvara í framtíð- inni. Svipað má segja un píanóleik Jansens sem var sérlega litfagur og skýr. Það truflaði nokkuð tónleik- ana að stólsetur í óperuhúsinu skullu nokkrum sinn- um niður með brauki og bramli og auðvitaö einmitt á viðkvæmustu stöðum svo að sálir gagnrýnanda og annarra fíngerðari tónleikagesta hrukku í kút og tóku margir andköf og voru nokkra hríð aö jafna sig. Þessu mun ekki ráða stráksskapur eins og einhvern tíma var haldið fram í pistlum þessum heldur hönnunar- galli í stólsetunum og er hér meö skorað á forráða- menn hússins að bjóða ekki gestum þess upp á einn veturinn enn með slíkum hrellingum heldur að leysa setumálið sem fyrst. Andlát Hannibal Valdimarsson, fyrrv. ráð- herra, lést þann 1. september. Hannibal var fæddur í Fremri-Arn- ardal í Eyrarhreppi 13. janúar 1903. Hann varð gagnfræðingur 1922. Stundaði nám við Hohnstrup Stats- seminarium í Danmörku og lauk þaðan prófi 1927. Hannibal kenndi á Isafirði, Súðavík og Akranesi og var skólastjóri Gagnfræðaskólans á ísafirði frá 1938-1954. Á árunum 1952-1956 var hann ritstjóri í Reykja- l’ vík. Hannibal var forseti Alþýðu- sambands íslands frá 1954 til 1971. Hann var formaður Alþýðufiokksins 1952-1954, Alþýðubandalagsins 1956-1968 og Samtaka fijálslyndra og vinstri manna frá stofnun þeirra 1969-1974 og var jafnframt formaður þingflokks samtakanna. Hannibal var fyrst kjörinn á þing áriö 1946 og sat á þingi til ársins 1974. Hann var skipaður félags- og heil- brigðisráðherra áriö 1956 en gegndi störfum til 1958. Áriö 1971 var hann skipaður samgöngu- og félagsmála- ráðherra og fékk lausn 1973. Hannibal sat í mörgum ráðum og nefndum fyrir verkalýðshreyfing- una og sem alþingismaður. Frú Þórdís Eggertsdóttir, Kópavogs- braut 64, andaðist í Borgarspítalan- um 30. ágúst. Valur Kristinn Jónsson, Ásvallagötu 61, andaðist á heimili sínu 29. ágúst. Jóhannes Hjaltason er látinn. Björn Karlsson, Aðalgötu 8, Blöndu- ósi, lést í Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi fóstudaginn 30. ágúst. Jarðarfarir Valgerður Jónsdóttir, Háaleitisbraut 37, andaðist í Landspítalanum 15. ágúst. Útfórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Margrét Karlsdóttir frá Bjargi, Mið- firði, verður jarðsungin þriðjudag- inn 3. september kl. 13.30 frá Foss- vogskirkju. Sigríður Einarsdóttir frá Stóru-Þúfu verður jarðsungin frá Akraneskirkju í dag, 2. september, kl. 14. Guðlaug Erla Sigurðardóttir, Stór- holti 24, vistmanneskja á Skálatúni, Mosfellssveit, verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag, 2. september, kl. 13.30. Pétur Teitsson, fyrrverandi bóndi á Bergsstöðum, verður jarðsunginn frá Hvammstangakirkju miðviku- daginn 4. september kl. 14. Ebba Jónsdóttir, sem lést 25. ágúst, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 3. septemb- er kl. 13.30. Safnaðarstarf Hallgrímskirkja: Fyrirbænaguösþjón- usta þriöjudag kl. 10.30. Beðiö fyrir sjúk- um. Tilkyimingar Centaurá Berlín Hljómsveitin Centaur leikur í Berlín mánudags- og þriðjudagskvöld. Tónleikar í Lista- safni Sigurjóns Á síðustu þriðjudagstónleikum sumars- ins í Listasafni Sigurjóns þann 3. sept- ember flytja Björn Th. Árnason fagott- leikari og Hrefna Eggertsdóttir píanóleik- ari verk eftir F. Devienne, L. Spohr, G. Pierné, A. Tansmann og H. Neumann, hið síðastnefnda tileinkaö Birni. Tónleik- arnir hefjast að venju kl. 20.30 og verður kafíistofa safnsins opin að þeim loknum. Félagsstarf aldraðra, Gerðubergi Vegna vinnu við húsnæði breytist dag- skrá tímabundið. í dag, 2. september: hárgreiðsla, spilaö og spjallaö. Kaffi kl. 15. Nánari upplýsingar í síma 79020. Kvöldnámskeið í myndlist Teikning, módel, umhverfi. Málun, olía, akrýl. Upplýsingar í símum 22454 og 621718. Kvikmyndagreining fyrir almenning Kvikmyntiasjóður og Endurmenntunar- nefnd Háskóla íslands efna til námskeiðs í kvikmyndagreiningu fyrir almenning 3.-12. september. Kvikmyndagreiningin er einkum ætluð kvikmyndaáhugafólki, gagnrýnendum, blaðamönnum, rithöf- undum, kennurum og öðrum sem vilja kynnast myndmáli og byggingarlögmál- um kvikmynda. Sýndar verða og greind- ar tvær myndir, „Amadeus" og „Closely Watched Trains". Greiningin fer fram á Nauðungaruppboð vegna vanefnda uppboðskaupanda verður fasteignin Hjallabrekka 2, 2-C, þingl. eign Ómars Ólafssonar, boðin upp að nýju og seld á nauðungarupp- boði sem fram fer á eigninni sjálfri þriðjudaginn 3. september 1991 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru Sigurður G. Guðjónsson hrl. og Gestur Jónsson. Bæjarfógetinn í Kopavogi LEGSTEINAR §6®8csig© Helluhrauni 14 220, sími 652707 _____Opið 9-18. Laugardaga 10-15. Myndgáta ensku. Handrit að myndunum veröur mögulegt að eignast. Myndimar verða sýndar á þriðjudagskvöldum og greining- in fer fram á fimmtudagskvöldum. Leið- beinandinn, Martin Daniel, er þekktur handritshöfundur frá Bandaríkjunum og hefur kennt handritaskrift frá 1982. Þátt- takendur eru beðnir um að skrá sig hjá Endurmenntunarnefnd Háskóla íslands í síma 694923 eða 694924. Verð kr. 2500 fyrir 4 kvöld og 1500 fyrir 2 kvöld. Tapað fundið Fjallahjól tapaðist úr Norðurmýri 18 gíra grænblátt Trek jazz voltage fjalla- hjól hvarf úr Norðurmýri fyrir rúmri viku. Ef einhver veit hvar hjólið er niður- komið er sá vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 13373. Tombóla Guðmundsdóttir, tombólu til styrktar Nýlega héldu þessar tvær stúlkur, sem Hjálparsjóði Rauða kross íslands. Alls heita Linda Dögg Jóhannsdóttir og Rósa söfnuðu þær 269 kr. Ferðamálaskóli á íslandi Félag íslenskra ferðaskrifstofa hefur í samstarfi við Tölvuskóla íslands ákveðið að koma á hagnýtu námi fyrir verðandi og starfandi starfsfólk ferðaþjónustu, fyrst um sinn með námi til starfs á ferða- skrifstofu eða söluskrifstofu. Námskrá hefur verið í smíðum síðan í júní og ligg- ur nú fyrir, alls 600 kennslustundir þar sem tekið er á öllum helstu þáttum í starfi ferðaskrifstofu. Haustönn stendur frá 1. október til 13. desember, en vorönn frá 6. janúar til 27. mars og lýkur með prófi. Kennt er hálfan daginn kl. 13-17. Skólinn mun starfa í húsnæði Tölvuskól- ans, Höfðabakka 9, Reykjavík. Skólagjald fyrir báðar annir er 225.000, og eingöngu er teknir nemendur sem hafa gott vald á ensku. Nánari upplýsingar eru gefnar hjá Tölvuskóla íslands í síma 671466.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.