Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Side 22
22
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991.
Sérstæö sakamál
Sannið það
- ef þið getið
Þrívegis var fólk ráöiö af dögum
á þann hátt aö ýmislegt benti til
aö kaldrifjaður og kaldhæðinn
morðingi heföi veriö á ferð. Þar
kom að lögreglan þóttist næstum
alveg viss um hver hann væri.
Hann var yfirheyrður oftar en einu
sinni vísaöi hann öllum ásökunum
á bug. Málið var því oröið erfitt
viðfangs.
Þræðir úr skóm
og peysu
í allri pappírshrúgunni sem var
á gólfinu fundu tæknimenn rann-
sóknarlögreglunnar tvær vísbend-
ingar sem gátu orðið til þess aö
leiða í ljós hver hafði myrt Edeline
Allen, fimmtíu og níu ára, á heim-
ih hennar við Stockton Road í Oak-
land í Kaliforníu. En hvers virði
voru þær?
Það var 16. ágúst 1988 sem Edel-
ine Allen var myrt. Og vísbending-
amar voru þræðir úr strigaskóm
og peysu. Ljóst var að þeir vora
ekki úr neinum af þeim fatnaði,
skófatnaði eða öðrum, sem Edeline
hafði átt eða var í eigu manns
hennar, Ernies, sem var sextíu og
eins árs. Allt benti því til að morð-
inginn hefði rekist í eitthvað og
þannig hefðu þræðimir orðið eftir.
Gallinn var hins vegar sá að vís-
bendingamar kæmu ekki að neinu
gagni nema sá fyndist sem peysuna
og strigaskóna átti og hvort tveggja
væri þá enn í vörslu hans.
Farið hafði verið ránshendi um
heimili Edeline. Þaðan höföu horf-
ið skartgripir en það sem hvað
mesta athygli vakti var sjálft morð-
ið. Ljóst var að Edeline var á þeim
aldri að hún gat ekki hafa veitt
morðingjanum mikla mótspyrnu.
Það mátti þvi álykta að morðið
hefði hugsanlega veriö óþarft. Þá
var aðferðin sem beitt var þannig
að hún vakti athygli. í brjósti Edel-
ine fundust tvær .22 hlaupvíddar
kúlur og aðrar tvær sams konar í
hnakka hennar. Þótti ljóst að þeim
hefði verið skotið eftir að hún fékk
kúlurnar í brjóstið.
Nýtt morö
Meðal þeirra sem lögreglan hafði
augastað á vom gamlir kunningjar
hennar, Wayne Monaghan, tuttugu
og þriggja ára, og Maxwell Fancetti
sem var tveimur árum yngri. En
hvor um sig var háll sem áll og
þótt fullvíst þætti að Fancetti hefði
mörg innbrot og líkamsárásir á
samviskunni hafði aðeins tekist að
sanna fá þeirra á hann.
En áður en lögreglan fékk tæki-
færi til að yfirheyra þá gmnuðu
fannst lík skammt utan við borg-
ina. Það var þann 26. ágúst. Sá
myrti hafði verið skotinn tvívegis
í bakið og síðan hafði hann verið
skotinn tveimur skotum í hnakk-
ann. Hlaupvídd byssunnar,
skammbyssu, var sú sama og þeirr-
ar sem Edeline Allen hafði verið
skotin með. Líkið reyndist vera af
Maxwell Fancetti.
Wayne Monaghan var nú hand-
tekinn og yfirheyrður í margar
klukkustundir en hann lét engan
bilbug á sér finna og sýndi af sér.
nokkum hroka. Hann kvaðst ekk-
Wayne Monaghan.
ert vita um moröiö á vini sínum
og þegar tekið var aö spyrja hann
um Edeline Allen sagðist hann ekki
hafa minnstu hugmynd um hver
hún hefði verið eða að hún hefði
verið myrt.
Húsleitin
Meðan >firheyrslan stóð yfir
Monaghan var gerö leit í búðinni
sem hann bjó í. Þar fundust striga-
skór og peysa sem þegar var farið
með til tæknimanna lögreglunnar.
Þeir gátu nokkru síðar staðfest að
þræðirnir sem fundust á heimili
Edeline Allen væm úr þessum
strigaskóm og peysunni.
Nú þótti rannsóknarlögreglu-
mönnum sem morðmálið væri í
þann veginn að upplýsast. Var
Monaghan tjáð að ljóst væri að
hann tengdist morðinu á frú Allen.
En hann lét sér hvergi bregða.
Hann játaði að hann ætti bæði
skóna og peysuna en sagði að hann
og Maxwell Fáncetti hefðu búið
saman í úbúðinni og reglulega
gengið í fótum hvor annars.
„Við Maxwell vorum vinir,“ sagði
hann. „Það er líka erfitt að búa í
íbúð með manni sem er ekki vinur
manns. Þess vegna deildum við öllu
og hann gekk eins ,oft í fótum af
mér og ég af honum. Ég get hins
vegar ekki sagt til um hvort hann
skaut gömlu kerlinguna eða ekki
en eitt er víst og það er að ég gerði
það ekki. Annars getið þið ákært
mig og látið mig koma fyrir rétt en
þið vitið eins vel og ég að þið fengj-
uð mig aldrei dæmdan af þessum
gögnum."
Og rannsóknarlögreglumennirn-
ir vissu að hann hafði rétt fyrir sér
og létu hann lausan.
Fjarvistarsönnun
Ekki styrkti það stöðu rannsókn-
arlögreglunnar að tvær tvítugar
stúlkur, Celia Ravenscroft og Jean
Donahue, skýrðu frá því við yfir-
heyrslu, eftir að Monaghan vísaði
á þær, að þær hefðu verið með
honum á þeim tíma er Edeline Al-
len var myrt. Ljóst var að stúlkurn-
ar gátu ekki talist sérstaklega
áreiðanlegar en jafnljóst var að
framburður þeirra yrði tekinn’ gild-
ur fyrir rétti.
Margt benti til að þeir Wayne
Monaghan og Maxwell Fancetti
hefðu deilt með sér stúlkunum
tveimur á sama hátt og þeir deildu
flestu öðru.
Þótt stúlkurnar væra yfirheyrð-
ar lengi og af ákveðni breyttu þær
ekki framburði sínum. Það þótti
hins vegar grunsamlegt hve sam-
mála þær voru, jafnvel um minni
háttar atriði, og benti það til að þær
hefðu samhæft framburð sinn, líkt
og um æfingu hefði verið að ræða
fyrir hugsanlega yfirheyrslu.
Þriðja morðið
Viku eftir yfirheyrsluna var
þriðja moröið framið. Lík ungrar
stúlku fannst. Hafði hún verið
skotin tveimur skotum í líkamann
en síðan tveimur i hnakkann. Not-
uö hafði verið skammbyssa með
hlaupviddina .22. Líkið reyndist
vera af Celiu Ravenscroft.
Enn á ný var Wayne Monaghan
tekinn til yfirheyrslu en hann lét
engan bilbug á sér finna sem fyrr
og lýsti nú yfir því að Jean Dona-
hue gæti veitt honum fjarvistar-
sönnun því hann heföi verið méð
henni þegar morðið var framið.
Clough rannsóknarlögreglumað-
ur, sem stýrði rannsókn morðmál-
anna þriggja, varö brátt ljóst að lík-
Celia Ravenscroft.
lega tækist honum ekki að sanna
neitt á Monaghan án þess að ný
gögn fyndust. Hann lét því fylgjast
með ferðum Jean Donaghue allan
sólarhringinn.
Lengst af dvaldist hún í íbúð
sinni. Af og til heimsótti hún Wa-
yne og nokkrum sinnum fór hún í
íbúð þriðja aðila við Delano Drive.
Eftir nokkra daga var ákveðið að
gera leit í íbúð Jean og íbúðinni við
Delano Drive. Leitin á síðamefnda
staðnum bar árangur.
Skammbyssa finnst
í íbúðinni fannst taska. Stúlka
sem bjó þar skýEði svo frá að hún
geymdi hana fyrir gamla skólasyst-
ur sína, Jean Donahue. í töskunni
fundust peningar og svaraði upp-
hæðin til þeirrar sem stolið hafði
verið á heimili Edeline Allen.
Rannsóknarlögreglan gat að vísu
ekki sannað að þeir væm þaðan
komnir en í töskunni fundust einn-
ig skartgripir og auðsannað var að
þeim haföi verið stolið af heimih
Allenshjónanna. Það sem mestu
skipti þó var að í töskunni fannst
.22 hlaupvíddar skammbyssa.
Tæknimenn sýndu síðan fram á að
það væri byssan sem Edeline Allen,
Maxwell Fancetti og Celia Ra-
venscroft voru skotin til bana með.
Að auki fundust á henni fingraför.
þau reyndust vera af Wayne Mo-
naghan. Önnur fingraför voru ekki
á byssunni.
Þegar Monaghan var handtekinn
var framkoma hans svipuð og í
fyrri skiptin. „Ef þið vitið að ég hef
gert það þá skulið þið sanna það,“
sagði hann.
Og það var einmitt það sem rann-
sóknarlögreglan gerði. í þetta sinn
fann Monaghan enga undankomu-
leiö.
Jean Donahue.
Málsatvik skýrast
Þegar Jean Donahue var tekin til
yfirheyrslu viðurkenndi hún að
hafa fengið Celiu Ravenscroft á
staðinn þar sem hún var myrt. Hún
neitaði hins vegar að vera á nokk-
urn hátt tengd morðunum á Maxw-
ell Fancetti og Edeline Allen.
Maxwell Fancetti hafði orðið
hverfa úr þessum heimi svo hann
•gæti ekki komið Wayne í vanda en
eftir fyrri yfirlýsingar Waynes
hefði Maxwell verið tekinn til yfir-
heyrslu hefði hann verið á lífi. Og
væri framburður Waynes réttur
hlaut Maxwell að vera sá sem myrt
hafði Edeline Allen.
Celia var myrt af sömu ástæðu.
Hún hafði tekið aö sýna hræðslu-
merki eftir morðið á Maxwell og
Wayne óttaðist að hún þyldi ekki
frekari yfirheyrslur.
Málalok
Wayne Monaghan fékk langan
fangelsisdóm og hæpið að hann fái
nokkru sinni frelsi á ný. Og Jean
fær góðan tíma til að hugsa um sinn
þátt í því sem gerðist. En eiga þau
nokkru sinni eftir að gera sér grein
fyrir því hvar þau véku af réttri
braut?
Clough rannsóknarlögreglufull-
trúi er efins um það. Hann hefur
kynnst þeim sem og öðru fólki sem
gerst hefur sekt um svipaða glæpi.
„Líklega er ekkert hægt að gera
fyrir það,“ segir Clough. „Þetta fólk
er haldið tilfinningakulda. Það hik-
ar ekki við að drepa þá sem verða
á vegi þess á götunni. Mannslíf eru
því einskis viröi og það getur ekki
skihð aö það hafi gert neitt rangt.“