Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Blaðsíða 24
24
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 19.91.
Ekki sátt við lopa-
peysuverð fyrir ís-
lenskan vatnasilung
segir Kristlaug Pálsdóttir í Engidal sem veiðir vatnasilung og selur til útlanda
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii:
„Það hefur verið veiddur silungur
í vatninu héma síðan ég man eftir
mér en alltaf í grófriðin net og aðal-
lega til að borða nýjan eða reykja.
Svo höfum viö alltaf veitt smásilung-
inn á dorg á veturna," segir Kristlaug
Pálsdóttir, bóndi og silungsveiðimað-
ur, sem býr á bænum Engidal í Bárð-
dælahreppi í S-Þingeyjarsýslu. Það
var lengi búið aö standa til að koma
við hjá Kristlaugu og fá að fara með
henni „í róður“ en Kristlaug hefur
undanfarin tvö sumur fengist við að
veiða silung sem hún hefur síðan
flakað og selt á erlendan markað.
Þetta hlýtur að teljast athyglisvert á
tímum „fiskeldisdauða" og Kristlaug
var meira en fús að leyfa DV að íljóta
með er hún færi að vitja um netin í
vatninu.
Vatnið, sem um ræðir, heitir Kálf-
borgarárvatn og er skammt frá bæn-
um Engidal. Þrjár jarðir eiga land
að vatninu og er það nýtt frá tveimur
þeirra. „Það er gamalt samkomulag
um að veiðirétturinn sé jafn og frá
hverri þriggja jarðanna megi veiða
hvar sem er í vatninu,“ segir Krist-
laug. Hún segir einnig að í áratugi
a.m.k. hafi verið veitt óhemjumagn
af silungi í vatninu, veitt hafi verið
í net allt árið, undir ís á veturna og
mikið veitt á dorg á hveiju vori. „Sil-
ungurinn bjargaði miklu þegar ég
var ung, við vorum 10 systkinin og
pabbi stundaði veiði í vatninu allt
árið.“
Óhemjumagn
af smásilungi
Kristlaug segir að veiðin hafi síðar
lagst af í nokkur ár og hvort sem það
sé orsökin eða ekki þá sé óhemju-
magn af smásilungi í vatninu. Það
er því af nógu að taka þegar fara á
að veiða fyrir útlendingana sem vilja
einmitt mjög smáan fisk. En hvernig
bar þennan útflutning að?
„Það komu til mín í fyrra menn frá
Veiðimálastofnun Norðurlands sem
hefur aðsetur að Hólum. Þeir voru
að ferðast á milli bænda, sem eiga
Þær Kristlaug og Anna Heiður
komnar að landi með aflann sem
var góöur, eða um 150 fiskar.
Kristlaug við stýrið á leiðinni út á vatnið.
DV-myndir gk
veiðirétt í vötnum, og vildu að fólk
færi út í það að nýta þessi vötn
meira. Það hafði verið stofnað félag
þessa fólks og heitir það Veiðifang.
Um 70 félagar eru í þessum hags-
munasamtökum en sennilega um 25
sem hafa fariö út í það aö stunda
veiði og selja á erlendan markað.
Þessir menn frá Veiðimálastofnun
Norðurlands voru fljótir að sjá að
mjög mikið er af smáfiski í vatninu
hér og þeir ráölögðu mér að veiða
þennan smáfisk og flaka hann. Það
hefur eitthvað með það að gera að
flökin af þessum htla fiski þykja
passa á diskana, sennilega sem for-
réttur. Stærri silungurinn er aftur á
móti fluttur út heUl.
í fyrra byrjaði ég að veiða fyrir
Svíþjóðarmarkað og það gekk mjög
vel. Við gengum frá flökunum í
lofttæmdar umbúðir og settum á ís
en þrisvar í viku fórum við með fisk-
inn til Húsavíkur þar sem hann var
frystur og ég held að það hafi farið
sendingar vikulega utan.“
Vita varla
hvað silungur er
- Fékkst gott verð fyrir fiskinn?
„Við fengum 400 krónur fyrir kílóið
af flökunum og 200 krónur fyrir kíló-
ið af stærri fiskinum sem fluttur var
út óflakaður. Það er í sjálfu sér ekki
hægt að ætlast til þess að við fáum
mikið fýrir fiskinn í upphafi, á með-
an verið er að kynna hann erlendis,
því margir útlendingar vita varla
hvað silungur er.“
- En hvað olli því að þú veiddir síðan
fyrir Frakklandsmarkaö í sumar?
„Ég veit það varla enda spurði ég
ekki um það. Þetta var nýr markaður
og e.t.v. hafa flökin frá okkur þótt
svona góð, ég vona að það hafi verið
ástæðan. Nú varð hins vegar sú
breyting á að flskurinn var sendur
ferskur utan. Þetta kostaði það að
við urðum að vinna í miklum spretti
því fiskurinn varð að vera nýr og
góður.
Við lögðum netin yfirleitt á sunnu-
dagskvöldi og veiddum svo eins og
við gátum á mánudögum og þriðju-
dögum. Á miðvikudögum fórum við
svo með fiskinn í flugvél á Aðaldals-
flugvelli, þaðan fór fiskurinn suður
og snemma á fimmtudagsmorgni var
flogið með hann utan. Ég veit ekki
með vissu hvaða aðilar fengu þennan
fisk en ég held að það hafi verið
frönsk veitingahús."
- Hvað var þetta mikið magn í sum-
ar?
„Þetta voru 200 kg af flökum en ég
hefði getað sent miklu meira. Yfir-
leitt fóru um 30 kg af flökum á viku
en það var ýmislegt sem kom upp
á, veður hamlaði veiðum og ýmislegt
annað kom í veg fyrir að meira væri
veitt. Þá lá 24 daga vinna að baki
þessum 200 kílóum en fyrir kílóið í
sumar fékk ég 450 krónur eða 50
krónum meira en árið áður.“
Lágt verð innanlands
- Ert þú ánægð með þetta verð?
„Eins og ég sagði áðan þá erum við
að kynna þessa vöru erlendis og því
skiljanlegt að við þurfum að haga
okkur samkvæmt því í upphafi. En
það er ýmislegt í sambandi við verð-
lagninguna á þessum fiski sem ég hef
áhyggjur af. Nú er farið að reyna að
koma flökuðum vatnafiski á innan-
landsmarkað líka og mér finnst fólk
ekki gæta sín nægilega í sambandi
við verðlagninguna. Það er verið að
selja beiniaus flök í lofttæmdum
umbúðum fyrir aUt niöur í 400 krón-
ur kílóið og mér finnst það allt of lít-
ið miðað við fyrirhöfnina og þá miklu
vinnu sem fylgir þessu.
Ef ég á að segja mína skoðun þá
frnnst mér lágmark að fá 600-700
krónur fyrir kílóið og það var það
verð sem ég seldi á hér heima í sum-
ar. Það þýðir ekkert að vera að miða
verð á vatnasilungi við verð á eldis-