Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Page 27
26 -LAUGARÐAGUR -5: -GKTÓBER -W91. UAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991. 39 Þrjár kvikmyndastjömur í einni fjölskyldu: Með leiklistina í - Amar Jónsson og böm hans, Þorleifur og Sólveig, birtast á hvíta tjaldinu í vetur Sumum fyndist nóg að þau þrjú væru i bíómyndum sumarsins en svo er ekki. Systir Arnars, Helga Jónsdóttir, og dóttir hennar, Álfrún, leika báðar í bíómyndinni Svo á jörðu sem á himni. Eggert Þorleifsson, mágur Arnars, leikur í tveimur bíómyndum í sumar. Þetta er sannarlega fjölskylda hvita tjaldsins. DV-mynd GVA „Miðað við hversu fáar myndir eru framleiddar á íslandi er það kannski tilviljun að við skulum öll þijú leika í myndum í sumar,“ segja þau Arnar Jónsson leikari og tvö af börnum hans, Þorleifur og Sólveig, sem öll hafa eytt hluta sumarsins í kvik- myndaleik. Reyndar er þá ekki öll sagan sögð því systir Arnars, Helga Jónsdóttir, og dóttir hennar, Álfrún, hafa einnig leikið í bíómyndum í sumar, svo og mágur Arnars, Eggert Þorleifsson. Það eru því sex manns í sömu fjölskyldunni sem hafa feng- ist við kvikmyndaleik þetta, að því er virðist, gróskumikla bíósumar. Geri aðrir betur. „Myndin, sem ég leik í, heitir Mar- ías og er gerð fyrir Sjónvarpiö. Hún fjallar um strák sem býr á sveitabæ en hann hefur enga til að ta!a við nema roskinn vinnumann, sem heit- ir Grímur, og mjög ungan strák, fóst- urbróður sinn. Ég leik aðalhlutverk- ið, Munda, en sagan er byggð á sögu Einars H. Kvaran, Marías. Ætli myndin verði ekki sýnd í Sjónvarp- inu um jólaleytið," segir Þorleifur sem er þrettán ára gamall og nem- andi í Áiftamýrarskóla. Hann er ekki alls óvanur að leika því áður hefur hann leikið allnokkrum sinnum á sviði og auk þess lék hann í kvik- myndinni Stellu í orlofi sem flestir íslendingar kannást við. „Þetta var góð töm í sumar. Við vorum hálfan mánuð úti á landi og unnum þá tíu til fjórtán tíma á dag. Síðan vorum við í Reykjavík við upp- tökur þannig að um einn og hálfur mánuður fór í upptökurnar," segir Þorleifur ennfremur. Bíómynd fyrir tilviljun Hann segir að þetta hafi verið mjög erfitt tímabil, sérstaklega meðan upptökur fóru fram úti á landi. Þor- leifur segist hafa fengið hlutverk í þessari mynd fyrir algjöra tilviljun. „Það var hringt hér dyrabjöllunni og úti stóð Viðar Víkingsson leik- stjóri og spurði um pabba. Þegar ég sagði að hann væri ekki heima sagð- ist hann eiginlega vera að koma með handrit handa mér í lestur. Hann sagðist vilja fá mig í prufu fyrir bíó- mynd. Ég var alveg hissa enda hafði pabbi gleymt að segja mér frá þessu en Viðar hafði áður talað við hann,“ útskýrir Þorleifur. „Síðan fór ég tvisvar í prufutöku einn og síðan með öllum leikurunum. Það varð úr að ég var valinn í þetta hlutverk," segir Þorleifur. í sjónvarpsmyndinni Marías eru um sautján hlutverk en fimm aðal- hlutverk. Þar sem Þorleifur er í aðal- hlutverkinu reyndi mikið á hann í upptökunum eða, eins og hann segir sjálfur: „Ég sést nefnilega frá öllum homum." Þorleifur segir að Marías sé fjöl- skyldumynd sem allir ættu að hafa gaman af að horfa á. „Ég er viss um að böm hafa gaman af myndinni og gætu líka lært heilmikið af henni.“ Vinnan skapar manninn Þorleifur hefur náð sér í mikla reynslu í leiklistinni og auk þess er hann, eins og systkini hans, alinn upp við leiklist og leikhús. Ekkert kemur honum því á óvart í þeim efn- um. En lærði Þorleifur eitthvað á þessari upplifun í sumar? „Það er erfitt að segja,“ segir hann. „Ætli það sé ekki bara þannig að vinnan skapi manninn og æfmgin meistarann." Hann hefur þó ekki gert það upp við sig hvort hann fetar í fótspor foreldr- anna í leikhúsinu. Meðal þeirra verka, sem Þorleifur hefur leikið i, eru Pétur Gautur, Uppreisn á ísafirði, Yerma og Litli sótarinn. - En var ekki erfitt að fara að heim- an og út á land? „Nei, það var létt yfir öllum svo það var ekki erfitt. Upptökur voru stífar og ekki mikill tími til að hugsa um annað. Smátt og smátt komst maður betur inn í hlutverkið og það var ekki svo erfitt. Helstu erfiðleikarnir voru hversu vinnudagarnir voru langir," svarar Þorleifur galvaskur. Tökum var lokið í lok júní og þá gat ég slappað af og fariö í bæinn og keypt mér fót,“ segir þessi ungi leik- ari sem einnig hefur ljáð rödd sína í barnamyndir á Stöð 2. Ingaló í sjávarþorpi Systir hans, Sólveig, leikur aðal- hlutverkið í kvikmyndinni Ingalóá grænum sjó sem er eftir kvikmynda- gerðarmanninn Ásdísi Thoroddsen. Sólveig hefur áður leikið í kvik- myndinni Stella í orlofi eins og bróð- ir hennar. „Það var seint síðasta vetur sem Ásdís hringdi í mig og bauð mér lítiö hlutverk í myndinni. Um vorið hringdi hún aftur en þá hafði komið í ljós að sú leikkona, sem átti að leika aðalhlutverkið, var föst í öðru verk- efni. Ásdís ætlaði því aö prófa nokkr- ar stúlkur og úr varð að ég fékk hlut- verkið," segir Sólveig. „Þessi mynd fjallar um stúlkuna Inguló sem býr í litlu sjávarplássi úti á landi. Aðstæöur í þorpinu passa henni ekki og þess vegna er Ingaló svolítið utan við það sem er að ger- ast. Ingaló er tvítug þegar sagan ger- ist og hún lendir m.a. í miklum úti- stöðum við fólk. Hún fer þvi suður til Reykjavíkur og leitar sér hjálpar hjá sálfræðingi. Myndin er raunsæ og segir, held ég, mjög vel frá lífinu eins og það er í litlum sjávarþorpum hér á landi,“ segir Sólveig ennfrem- ur. „Inn í myndina fléttast atriði sem fólk kannast við, eins og uppreisn verkafólks í Vestmannaeyjum árið 1973 þegar barist var um bættan aö- búnað. Handritið er alfarið Ásdísar Thoroddsen en hún styðst við sanna atburði. Sjálf hefur hún búið úti á landi og kynnst lífinu þar. Áhorfand- inn kynnist lífmu í verbúðum og Reykvikingar fá áreiðanlega að kynnast ýmsu sem þeir hafa ekki séð áður,“ segir Sólveig. Að búa og vinna saman Eins og Þorleifur þurfti Sólveig að dveljast úti á landi við upptökur og tóku þær fimm vikur. „Það var á margan hátt mjög gott. Mér fannst betra að einbeita mér á ókunnum stöðum þar sem ég þekkti ekki til. Ekkert trullaði okkur og fólkið á þessum stöðum var alveg sérstaklega yndislegt. Upptökur fóru meðal ann- ars fram á Drangsnesi, Hólmavík, Suðureyri og Flateyri. Það má sann- arlega þakka íbúum þessara staða sem tóku okkur opnum örrnum," segir Sólveig. Hún er nítján ára og nemandi við Menntaskólann í Reykjavík. „Það er vissulega erfitt þegar hóp- ur vinnur og býr saman. Maður varð að vera almennilegur í umgengni og allir lögðu sig fram í því. Þetta var góður hópur,“ segir Sólveig. Norrænar barnasögur Arnar segist hafa verið í Utlu hlut- verki í stuttri barnamynd, hlutverki hrossabónda. Myndin er ein af þrem- ur stuttum barnamyndum sem kvik- myndafyrirtækin Þumall, Umbi og Magmi film standa að í samvinnu við fyrirtæki á Grænlandi og í Færeyj- um. Sögurnar gerast allar á norræn- um jaðarsvæðum, enda kallaðar Norrænar sögur. Þó að íslendingar standi að baki myndunum þá eru það Grænlendingar sem sjá um leik- stjórn og leik á Grænlandi og Færey- ingar sjá sömuleiðis um leik og leik- stjóm í Færeyjum. íslenska barnasa- gan er samin af Guðnýju Halldórs- dóttur. Reiknað er með að myndimar verði sýndar allar í einum pakka í einhverju kvikmyndahúsi borgar- innar í kringum áramótin en enn hefur það þó ekki veriö endanlega ákveðið. „Vinnuheiti myndarinnar var Siggi og folinn en ég býst við að það verði ekki endanlegt nafn íslensku myndarinnar,“ segir Arnar. „Þetta er mjög skemmtilegt verkefni. Það er oft erfitt að vinna bæöi með böm- um og dýrum en í þessu verkefni gekk það mjög vel. Myndin var tekin upp í Miödal og síðan í Skarði á Landi þar sem er stór hlaöin hestarétt, enda mikhr hrossabændur sem þar búa.“ Margar myndir að baki Arnar Jónsson er ekki óvanur kvikmyndaleik. Hann lék á sínum tíma aðalhlutverkið í kvikmyndinni Útlaginn, Á hjara veraldar, Atóm- stöðinni, Gullsandi og fjölda sjón- varpsmynda. Arnar starfar um þess- ar mundir í Þjóðleikhúsinu þar sem hánn fer með hlutverk í Gleðispili Kjartans Ragnarssonar og er að und- irbúa uppsetningu á Madam Butt- erfly sem er stórt og mikið verkefni. - En er leiklistin mikið rædd og fá börnin ráð hjá foreldrum sínum áður en þau fara með kvikmyndagengi út á land? „Pabbi gaf mér mjög góð ráð í sam- bandi við sjónvarpsmyndina," svar- ar Þorleifur en Sólveig bætir við aö besta ráðið sé sjálfsagt hvemig mað- ur sé alinn upp. „Þaö er stöðugt ver- ið að hamra á hstinni - eða þannig," segir hún. „Jú, það má segja að mað- ur alist upp í leikhúsi," bætir Þorleif- ur við. Arnar hefur litlu við að bæta, enda eru bæði Sólveig og Þorleifur opin og ófeimin að tjá sig. Sólveig hefur nokkuð leikið á leik- sviði, bæði í Þjóðleikhúsinu, Óper- unni og í Herranótt MR. Yngri systir þeirra, Oddný, hefur einnig talsvert leikið í Þjóðleikhúsinu, meðal annars í Óvitum eftir Guðrúnu Helgadóttur. Systkinin eru fimm. Sú elsta hefur minnst skipt sér af leiklistinni en yngsti bróðirinn, sem er níu ára, bíð- ur í ofvæni eftir að fá hlutverk, eftir því sem systkinin segja. Og þaö má segja að leiklistin teygi sig um ættina því frænkur og frænd- ur em einnig á kafi í henni, eins og áður kom fram. Helga Jónsdóttir og dóttir hennar, Álfrún, leika stór hlut- verk í kvikmynd Kristínar Jóhanns- dóttur, Svo á himni sem á jörðu, og Á meðan bíómyndirnar eru unnar og klipptar sitja þau Þorleifur og Sólveig við námsbækurnar og fá tilsögn föður síns með enskuna. Þau iáta það ekki mikið á sig fá þó að frægðin sé á næsta leiti. Því miður var ekki hægt að nálgast mynd af Arnari Jónssyni í nýju myndinni en hér er hann í hlutverki sínu i Útlaganum. Sólveig í hlutverki sínu sem Ingaló á grænum sjó sem frum- sýnd verður i febrúar. Þorleifur i hlutverki sinu i sjónvarpsmyndinni Marías sem sýnd verður i sjónvarpinu í kringum jólin. Eggert Þorleifsson leikur bæði í Inga- ló á grænum sjó og í Sódóma Reykja- vík. Leikarabörnin fá hlutverkin Þau systkinin hafa hins vegar svo- htið fundið fyrir aö „smjattað" sé á, eins og þau orða það, að börn leikar- anna fái hlutverk í bíómyndum. Þau ítreka að það sé ekki bara því að þakka. „Við höfum auðvitað ákveðna reynslu úr leikhúsunum sem kemur okkur til góöa. Það sem við Þorleifur höfum verið að gera í sumar er for- eldrum okkar óviðkomandi," segir Sólveig og brýnir sig. Arnar bætir við að ekki sé óalgengt að börn feti í fótspor foreldra sinna í mörgum greinum og ekki síst í leiklistinni. „Það skiptir svo miklu máU að kunna að bera virðingu fyrir leikUstinni," heldur Sólveig áfram. - En er erfiðara að leika í kvikmynd en á sviði? „Nei, þaö er miklu erfiðara aö leika á sviði. Á hitt ber að Uta að þetta er mjög ólíkt og því nær vonlaust að bera saman,“ svarar Sólveig. „Jú, þetta er tvennt ólíkt,“ ítrekar hún. „Smáatriðin skipta meira máU bak við myndavéUna en á sviði,“ skýtur Þorleifur inn í umræðuna. „Hvert blikk eða andUtshreyfing getur haft áhrif í bíómyndinni sem enginn tek- ur eftir á sviöinu," heldur hann áfram. „Oft eru atriði tekin mörgum sinnum eða frá mörgum sjónarhom- um. Stundum er heUum degi eytt í pínuUtið atriði,“ segir Sólveig og bætir við að hún myndi ekki hafna fleiri hlutverkum í bíómyndum því þetta sé mjög skemmtUegt. „Þegar maður var búinn að loka sig frá umheiminum og hættur að taka eftir kvikmyndatöku- eða hljóð- manninum þá gekk þetta eins og í sögu. Einbeitingin skiptir miklu máU,“ segir Sólveig. „011 reynsla hjálpar manni." Sex kvikmynda- stjörnur í einni fjölskyldu Ekki eru mjög margar kvikmyndir búnar tU á íslandi og þess vegna er það svo að um leið og tökum lýkur á mynd tekur hið venjulega líf við aftur og leiklistin gleymist um tíma. Þau Þorleifur og Sólveig segjast Utiö hugsa um kvikmyndir sínar þessa dagana, enda eru þau bæði á kafl í skólanámi og nóg þar að gera. Þau vita hins vegar að um leiö og mynd- imar verða sýndar komast þau í sviðsljósið á nýjan leik og eru undir það búin að verða fyrir „árásum" félaga sinna. Sólveig er ákveðin í að fara í leik- Ustarskóla þegar hún hefur lokið stúdentsprófi. Og ekki ætlar hún ein- göngu að láta það nægja því hún ætlar að búa sig undir framtíðina og læra einnig leikstjóm eins og móðir hennar, ÞórhUdur. „Leikkonur eiga ekki um auðugan garð aö gresja í leikhúsunum, enda mun færri hlut- verk búin tíl fyrir þær en karlana." Þessu segist Sólveig hafa gert sér grein fyrir. „Ég ætla að fara í há- skóla erlendis í grunnnám í leikhús- fræðum, leikUst og leikstjóm. Þá hef ég möguleika á að gera fleira en að leika.“ Bæði Sólveig og Þorleifur hafa aUa tíð haft mikinn áhuga á leikUst og voru aUtaf staðráðin í að verða leik- arar. Þorleifur er hins vegar aö draga í land. Hann telur launin of lág. - En um hvað verður talað í jólaboð- um í ykkar fjölskyldu, haldið þið? „Allt annað en leikhús," svarar Arnar en bætir við: „Jú, auðvitað tölum við um leikhús og aUt sem því fylgir. Fólk, sem vinnur stöðugt við leikUstina, hefur áhuga á mörgu fleiru. Sjáðu t.d. ÞórhUdi sem hefur fengist við stjórnmál af krafti en er nýhætt," heldur hann áfram. Það verða áreiðanlega íjörugar umræð- ur, skulum við segja," sagði Arnar og ungu leikaramir taka undir þau orð. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.