Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991. Myndbönd Skannarbeijast SCANNERS II - THE NEW ORDER Útgefandl: Kvikmynd. Leikstjóri: Christian *Duguay. Kanadisk, 1991 -sýningartimi 100 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Skannar eru manneskjur sem fæddust með þeim ósköpun að þeir geta stjórnað öðrum með hugar- orku einni saman. Urðu þeir svona vegna þess að mæður þeirra tóku tilraunameðal. Scanners var fyrsta kvikmynd Davids Cronenberg fyrir tíu árum. Nú er búið að gera fram- hald og hefur tekist sæmilega að skapa þá ógnarstemningu sem ein- kenndi fyrri myndina. í Scanners II (The New Order) eru skannarnir farnir að vera til vandræða og er flestum þeirra haldið niðri á deyfilyfjum. Sá sem hefur eftirlit með þeim notar þá til ýmissa myrkraverka. Þegar einn þeirra gerir sér ljóst að hann er aðeins verkfæri setur hann sig upp á móti yfirboðaranum og annar skanni er sendur gegn honum. Scanners er aðeins fyrir tauga- sterkar manneskjur. Eftirminni- legasta atriðið í fyrri myndinni var þegar hausinn sprakk á einu fórn- arlambi skanna og er endurtekning á því atriði sem er ekki eins ógn- vekjandi og áður. Scanners er ágæt skemmtun fyrir unnendur hryll- ingsmynda en aðrir ættu að Játa hana eiga sig. Fata i Videomorð THE FATAL IMAGE Útgefandi: Kvikmynd. Leikstjórl: Thomas J. Wright. Aðalhlutverk: Michele Lee og Justine Bateman. Bandarisk, 1990 - sýningartimi 99 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. Mæðgur eru í sumarfríi í París. Dóttirin er með videotökuvélina á fleygiferð og myndar allt sem ná- lægt henni er. An þess að gera sér grein fyrir myndar hún morð. Morðinginn sér að morðið hefur verið fest á video og hefur eftirfór. ^ Snýst nú sumarfrí mæðgnanna upp í hina verstu martröð. The Fatal Image er gerð fyrir sjónvarp og er sæmileg sem slík. Það er góður hraði í myndinni en söguþráðurinn verður ósennilegur þegar maður hefur það í huga að morðinginn hefði aldrei þurft að elta mæögumar uppi því eins og morðið kemur fyrir á myndband- inu er varla hægt að gera sér grein fyrir að morð hafi verið framið, auk þess sem morðinginn er illþekkjan- legur. Stórbrotin og glæsileg mynd DANSAR VIÐ ÚLFA Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Kevin Costner. Aðalhlutverk: Kevin Costner, Mary McDonnell, Graham Greene og Rodney Grant. Bandarísk, 1990-sýningartimi 173 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sjö óskarsverðlaun fékk Dansar við úlfa síðastliðið vor og hún átti þau svo sannarlega skilið. Myndin er í alla staði mjög vel heppnuð og er yfir henni klassískur blær. Ná- kvæmni er einnig eitt atriði sem einkennir myndina og er í raun undravert að þetta skuli vera fyrsta kvikmynd leikstjóra og sá leikstjóri er Kevin Costner sem einnig leikur aöalhlutverkið í myndinni. Kevin Costner tók mikla áhættu með myndinni Dansar við úlfa. Myndin er ekki aöeins hátt í þriggja tíma löng heldur fer hluti hennar fram á indíánamáli en áhættan borgaði sig og Dansar við úlfa er einhver eftirminnilegasta kvik- mynd síðari ára. Kevin Costner leikur liðsforingi- ann John Dunbar sem slasast í borgarastyijöldinni. Þegar hann sýnir hetjudáð fær hann að velja hvar hann vill þjóna hernum og hann velur herstöð sem er í landi indíána. Vegna utanaðkomandi að- stæðna er hann einn í langan tima og unir sér vel. Nágrannar hans, Sioux-indíánarnir, eru forvitnir um þennan hvíta mann sem býr einn á sléttunni og trúa því að kynni af honum muni leiða til skilnings þeirra á gerðum hvíta mannsins og hvað þeir ætli sér. í fyrstu verða kynnin stirð en vin- skapur tekst og brátt er Dunbar orðinn sem einn af hópnum. Ekki minnka tengsl hans við indíánanna þegar hann kynnist ungri hvítri konu sem varð fangi indíána barn að aldri og hefur alist upp hjá þeim. En draumurinn um frið verður að engu um leið og herinn birtist. Dansar við úlfa er mikið augna- yndi og ekki skemmir hin frábæra tónlist Johns Barry. Kevin Costner leikur Dunbar af mikilli innlifun en leikstjórn hans er, þegar hugsað er til baka, þaö sem úrslitum ræður um gæði myndarinnar. Greinilegt er að hann er hugfanginn af verk- K B VIN í: <» S T N »i K Kevin Costner er ekki aðeins aðalleikarinn í Dansar við úlfa, hann leik- stýrir einnig myndinni og framleiðir hana. 18« ItftT til-RMUHtí t iw siss i.Brí f u:it m vm: MÖUK1.M janikvAms HVhftAMAWV 1:N IUW taxnkUimn.sk, efni sínu og samúö hans er skiljan- lega með indíánum en eins og sag- an sannar fór hvíti maðurinn veru- lega illa með frumbyggja Ameríku. Dansar viö úlfa er kvikmynd sem lifir í minningunni og verður for- vitnilegt að sjá hvort Kevin Costner tekst að fylgja þessu mikla byrjun- arverki eftir. Það verður allavega erfitt. -HK ★★ DV-myndbandalistinn 1 (-) Dansar við úlfa 2 (1) Kindergarten Cop 3(8) Highlander II 4 (2) Misery 5 (4) Desperate Hours 6 (5) Boyfriend from Hell 7(6) King of New York 8 (7) Blue Steel 9 (13) The Doors 10 (-) Coup de Ville 11 (3) King Ralph 12 (12) White Hunter, Black Heart 13 (11) White Palace Ein önnur mynd sem tekur stórt stökk er The Highlander II en þar 14 l.\ pacifíc HeíghtS leika aðaihlutverkin Christopher Lampert og Sean Connery og eru .. . þeir í fullum skrúða á myndinni. 15 (15) RainbOW Drive ★ !4 Ódauðlegir tímaflakkarar HIGHLANDER II - THE QUICKENING Útgefandi: Háskólabió. Lelkstjóri: Russell Mulcahy. Aðalhlutverk: Christopher Lambert, Sean Connery, Virginia Madsen og Mlchael Ironside. Bandarísk, 1991 - sýningartimi 98 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Highlander var að mörgu leyti nokkuð skemmtileg kvikmynd og bauð upp á ágætan fantasíusögu- þráð þótt stundum væri eríitt að fá botn í ýmislegt sem þar vai* að ger- ast. Þaö var kannski eins gott að söguþráöurinn skyldi vera laus í reipum því framhaldiö, Highlander H, The Quickening, er enn rugl- ingslegra og Htið að græða á að hafa séð fyrri myndina. Christopher Lambert og Sean Connery endurtaka hlutverk sín. Eitthvað hefur upprunanum verið breytt til að geta sett saman sögu- þráö myndarinnar. Nú kemur sem Ir'S TIME F0R A NBV KIN00F MAGIC. HiGHLWRD T H E QUIC'KENING sé í ljós að þeir eru alls engir jarð- arbúar heldur frá plánetunni Zeist og eru í útlegð á jörðinni og hafa verið það í fimm hundruð ár. í stað þess að fyrri myndin geröist í fortíð og nútíð gerist Highlander II ein- göngu í framtíðinni. Þegar gerð er framhaldsmynd er eins gott að söguþráðurinn sé í lagi, sérstaklega ef endir fyrri myndar- innar var erflður til framhalds. Frægasta lausnin á framhaldi er sjálfsagt þegar einn árgangur af Dallas var látinn vera draumur svo hægt væri að koma Bob að aftur. Það viögengst álíka vitleysa hér á mörgum sviðum og úr verður einn allsherjar botnlaus rughngur og er erfitt að sjá hvernig stóö á því að jafnboðlegur leikari og Sean Conn- ery skyldi taka að sér hlutverkið aftur. Kosturinn við Highlander n er góðar tæknibrellur og góður hraði í myndinni en skylmingarsenurnar verða þreytandi eftir því sem hður á myndina. -HK Endurfundir TEXASVILLE Útgefandi: Bióhöllin. Leikstjóri: Peter Bogdanovich. Aðalhlutverk: Jetf Bridges, Cybill Shep- ard, Annie Potts og Randy Quaid. Bandarisk, 1990-sýningartimi 123 min. Leyfð öllum aldurshópum. Tuttugu ár eru síðan Peter Bogd- anovich gerði sína langbestu kvik- mynd, The Last Picture Show, og hefur honum vegnað skrykkjótt síðan, gert nokkrar ágætar myndir en einnig nokkrar lélegar. Það kom því fáum spánskt fyrir sjónir þegar hann hóf gerð Texas- ville sem er framhald The Last Picture Show. í þeirri mynd voru margir ungir leikarar að stíga sín fyrstu spor, leikarar sem alhr eru orðnir heimsfrægir. Jeff Bridges leikur Duane Jack- son, ohumann sem finnur aö veldi hans er að hrynja. Þegar æskuunn- ustan, Jacy Farrow, kemur til bæj- arins telur eiginkona hans víst að kynnin verði endurvakin en annað kemur á daginn. Þau eru að sjálf- sögðu spennt hvort fyrir öðru en utanaðkomandi aðstæður og það að Körlu og Jacy er vel til vina gera þær áætlanir að engu. Texasville veldur nokkrum von- brigöum. Handritið er bitlaus og persónumar, sem orkuðu svo sterkt fyrir tuttugu árum, ná aldrei til áhorfandans. Viss sjarmi er þó yfir myndinni og viss spenna er í andrúmsloftinu í Texasville en Bogdanovich nær því miður aldrei að blása lífi í þær glæður sem stundum sjást. -HK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.