Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Qupperneq 60

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Qupperneq 60
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991 Reykjavíkurborg skuldar bankanum 2.9 milliarða Skuidastaða Reykjavíkurborgar við Landsbankann var rædd á fundi bankaráðs síðastliðinn fimmtudag. Þar kom frarn að borg- in skuldar Landsbankanum rétt taepa þrjá milljarða eða 2.930 millj- ónir króna. Þaö kom iika fram að Reykjavikurborg er einn stærsti skuldari landsins viö bankann. DV skýrði frá þvi fyrir nokkru aö yfirdráttur borgarinnar á Jtlaupareikningi i Landsbankanum hefði verið tæpir 1,6 milljarðar króna 30. september síðastliöinn. Ljóst er aö hann er kominn í 1,8 milljarða samkvæmt skuldastöð- unni sem kvnnt var á fimmtudag- inn. í þessari skuldatölu, 2.930 millj- ónum, er skuldabréf uppá 1100 milljónir króna sem Landsbankinn keypti af borginni i vor. Þar er um að ræða skuldabréf sem Reykjavík- urborg ábyrgist en ríkissjóður á að greiða á sjö árum. Um er að ræða fjármagn sem ríkið greiðir til borg- arinnar af vegafé. Heimildir DV halda því fram aö það geti farið eftir fjárveítingum Alþingis hveiju sinni hve mikiö borgin fær af vega- fé tii að greiða þessa skuld. Markús Örn Antonsson borgarstjóri segir aftur á inóti að um sé að ræða skuld ríkisins við borgina, sem það kom- ist ekki hjá að greiða. Markús Öm Antonsson borgar- stjóri vildi ekkikenna ráðhúsbygg- ingumú um yfirdrátt borgarinnar í Landsbankanum og skuldastöð- una yfirleitt. Hann sagöi ástæðuna fyrst og fremst vera lakari útsvars- og skattáinnheimtu. Hannsagðiað á sama tima og yfirdrátturinn í Landshankanum var 1588milijómr 30. septemberí haust hafiútistand- andi útsvar og skattar verið 1585 milljónir. Ástæðuna fyrir lakari innheimtu útsvars og skatta sagði Markús Örn vera erfiðleika hjá fyrirtækj- um og einstaklingum. Hann sagði að staðan í ár væri 600 milljónum króna lakari en í fyrra. Búið væri að afskrifa af þeirri upphæð 300 milljónir og 300 miiljónir væru óinnheimtar. Landsbankinn á í lausafjárerfið- leikum um þessar mundir og verð- ur að greiða refsivexti til Seðla- bankans. Þetta staðfesti Eyjólfur K. Sigurjónsson, formaður banka- ráðs Landsbankans, Bankinn þarf að eiga 7,2 milijarða í lausafé í hverium mánuði og 4 milljarða bundna í Seðlabankanum. Eigi hann þetta ekki verður hann að greiða refsivexti til Seðlabankans og það hefur Landsbankinn þurft að gera. Staðan er auðvitað mis- munandi frá einum mánuði til ann- ars. „Við stöndumeinfaldlega frammi fyrír þeirri spurninp hvort viö eigum að stöðva atvinnurekstur í landinu eða halda áfram að lána undirstöðuatvinnuvegunum, þótt við göngum á okkar tausaflárstöðu með því. Þetta veröum við að vega og meta hverju sinni, en bankinn á peninga en veröur að standa við þessi ákvæði um lausafé og bindi- skyldu," sagði Eyjólfur K. Sigur- jónsson, formaöur bankaráðs Landsbankans. -S.dór RLRtóktugi myndlykla RLR lagði hald á tugi myndlykla í Reykjavík eftir húsleit hjá ungum manni sem grunaður er um að hafa brotið lög um fjarskipti, höfundar- rétt, almenn hegningarlög og fleira. Húsleitin var framkvæmd í kjölfar kæru frá íslenska útvarpsfélaginu. Manninum er gefið að sök að hafa breytt myndlyklunum þannig að hægt var að sjá dagskrá Stöðvar 2 án þess að greiða afnotagjald. -ÓTT Laugardaga 10-17 Sunnudaga 14-17 TM-HUSGÖGN SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822 Það styttist óðum til jóla. Þessi unga failega stúlka stóðst ekki mátið og tók aðeins á snævi þöktu jólatré við Sundlaugaveginn í gær. Stúlkan heitir Hulda Sif Ólafsdóttir. DV-mynd GVA Kj ararannsóknanefhd: Kaupmáttur hef ur aukist umtvö prósent Greitt tímakaup landverkafólks innan ASÍ hefur hækkað um 8,5 pró- sent að meðaltali frá öðrum ársfjórð- ungi 1990 til sama ársfjórðungs í ár.. Á sama tímabili hækkaði fram- færsluvísitalan um rúm 6 prósent. Kaupmáttur jókst því um rúm 2 pró- sent á tímabilinu, segir í fréttabréfi Kjararannsóknanefndar. Jafnframt segir að kaupmáttar- aukning hafi átt sér stað á fjórða ársfjórðungi 1990 og fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs. Því hafi kaupmáttar- aukningin verið 2,8 prósent á því rúma ári sem liðið er síðan þjóðar- sáttarsamningarnir voru gerðir. -J.Mar LOKI Á að kíkja á sjónvarp í Auðbrekkunni? Veðrið á sunnudag og mánudag: Áfram frost um allt land Á sunnudag verður suðvestanhvassviðri og smáél á annesjum suðvestan- og vestanlands en norðvestanhvassviðri og él á Austur- og Norðaustur- laiídi. Annars staðar verður skýjað en að mestu úrkomulaust. Frost veröur allt að 16 stig. Á mánudag verður suðaustan- og austanhvassviðri eða stinningskaldi og él á Suður- og Vesturlandi en norðan- og norðvestanhvassviðri og él á Austurlandi, annars staöar skýjað en úrkomulaust. Frost verður allt að 14 stig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.