Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991. 49 Helgarpopp Blús meö stóru bé-i ööru máli. „Nýja platan er á ýmsan hátt sterkari en Healer-platan", segir Hooker. „Það eru magnaðir lista- menn sem leggja mér lið á Mr Lucky. Suma þeirra hef ég þekkt í áratugi en aðrir eru nýir vinir. Þetta var hópur sem náði vel saman og við skemmtum okkur konunglega við gerð plötunnar. Ég held að það heyri allir sem hlusta á Mr Lucky.“ Víst er að aðstoðarmennirnir eru ekki af verri endanum. Gítarleikar- arnir sem ljá gamla manninum lið eru: Albert Collins, Ry Cooder, Ro- bert Cray, Keith Richard, Carlos Santana og Johnny Winter. írinn rauðbirkni Van Morrison syngur magnaðan dúett með Hooker og Jim Keltner lemur húðir í laginu This is Hip. Aðrir sem koma við sögu eru munnhörpu- og gítarleikarinn John Hammond, Nick Lowe á bassa og Booker T. Jones á hljómborð. Leyfið mér að njóta ávaxta verka minna meðan ég lifi Mr Lucky, sem Hooker tileinkar minningu gítarleikarans Stevie Ray Vaughan, er einstæður gripur. Það er sama hvar drepið er niður á plöt- unni, lögin tíu eru hvert öðru betra. Sem betur fer tilbrigði við ólík stef en tregataktur og tilfinning eru í sér- flokki. Af rólegri lögum rista, I cover the Waterfront og Higway 13, dýpst. í öðrum er meira tempó og má nefna I want to Hug you, Susie og This Hip í því sambandi. Fyrst nefnda lagiö er keyrslublús þar sem gert er út á klingjandi slaghörpuleik Johnnie Johnson sem lengi starfaði með rokkaranum Chuck Berry. This is Hip er grípandi lag sem vel gæti kom- ist í hóp blússtandarda í framtíðinni. Mr Lucky er rós í úttroðiö hnappa- gat John Lee Hookers. Kastljósið fell- ur enn og aftur á þennan mann sem alþýðutónhst liðinna áratuga stend- ur í þakkarskuld við. Hooker er enda þakklátur fyrir það orðspor sem hon- um hefur fallið í skaut. „Fullt af fólki er ekki uppgötvað og metið að verð- leikum fyrr en það er fallið frá,“ seg- ir Hooker. „Þá er það sett á stall og hafið til vegs og virðingar. En þá er það orðið of seint. Ég vil fá blómin meðan ég er á lífi. Ég fæ ekki notið angan þeirra þegar ég er liðið lík.“ John Lee Hooker er fyrir löngu orðin lifandi goðsögn í heimi rokk og blústónlistar. Hann byijaði að senda frá sér plötur skömmu eftir síðari heimsstyrjöld og hann er enn að. Nýjasta afrek hans, Mr Lucky, sýnir gamla manninn í hörku formi og ekki dregur stjörnufansinn sem platan opinberar, úr leikgleðinni. Þar á blúsinn rætur John Lee Hooker fæddist í ágúst árið 1920 í Clarksdale í Mississipi- fylki Bandaríkjanna. Sú sveit hefur ahð af sér marga af mestu jöfrum blúsins og má nefna Robert Johnson, B.B. King og Muddy Waters sem dæmi. Hooker tók trega-taktinn inn með móðurmjólkinni og þroskaði hann á sama tíma og bamskómir Umsjón Snorri Már Skúlason slitnuðu í frjósömum héruðum Miss- issippidalsins. Það var stjúpfaðir hans sem kenndi honum fyrstu gítargripinn. Hooker minnist þess tima þegar hann var að ná tökum á hljóðfærinu og byijaði að djamma með félögunum. „Þetta var óræður spuni sem náði heljartökum á manni, eins og að setjast á bak hesti og ríða sæll inn í sólsetrið. Spila- mennskan var tilfmning frá A-Ó.“ Hooker yfirgaf fóðurhúsin 14 ára .gamall, hélt út á þjóðveginn með malinn á baki og stefnu á Memphis. Þetta var á þeim tíma sem meðul Roosevelts forseta gegn kreppunni voru farin að bera árangur og strák- iur vildi reyna fyrir sér á vinnumark- aði sem var að rakna úr roti krepp- unnar. Segir fátt af Hooker fram til ársins 1941 en þá flutti hann til Detro- it. í þeirri borg hófst spilamennska hans fyrir alvöru, með hverfa hljóm- sveitum og á götuhornum. Fyrirmynd í þrjátíu ár Fyrsta rafgítarinn fékk Hooker frá T-Bone Walker og þann grip notaði hann á plötunni Boogie Chillen árið 1948 en platan sú beindi sviðsljósinu í fyrsta skipti að John Lee Hooker enda seldist hún í fáheyrðu upplagi á þessum tíma, um milljón eintökum. John Lee Hooker. Það var einkum meðal svartra leys- ingja sem höfðu flutt frá bómullar- ökrum suðurríkjanna til stórborg- anna sem Hooker naut hylli í byijun. Síðar, upp úr 1960, uppgötvaði ný kyn- slóð hvítra rokkara verk John Lee Hookers og tóku að leita í smiðju hans. Þá var nafn Hookers hafið til virðingar og hefúr síðan skinið hátt á himnafest- ingunni. Það voru einkum breskar rokksveitir á borð við Rolling Stones, Yardbirds og The Animals sem vöktu athygli á Hooker með því aö taka upp lög hans og stfl. Aðrar stjömur 7. ára- tugarins urðu fyrir sterkum áhrifum frá John Lee Hooker og í þeim hópi voru Doors, Jimi Hendrix og John Mayalls Bluesbrakers. Galdralæknir á sigurbraut Árið 1989 vakti John Lee Hooker heimsathygli fyrir plötuna Healer þar sem hann galdraði fram hvern seiðinn á fætur öðrum. Fór svo að gamli maðurinn hlaut Grammy verðlaun fyrir verkið og var útnefnd- ur blúsari ársins 1989 af virtum tón- listarritum. En þrátt fyrir að margur hafi ætlað að Hooker hafi náð hátindi ferils síns með metsölu- og verðlaunaplötunni Healer áriö 1989, enda kappinn þá tæplega sjötugur, er hann sjálfur á Siglt á vit hins óþekkta - Valgeir Guðjónsson sýnir á sér nýja hlið á Gaia Víkingaskipið Gaia klífur ölduna. Tvö ár eru liðin frá því Valgeir Guöjónsson sendi frá sér plötuna Góðir áheyrendur. Valgeir hefur látiö fara lítið fyrir sér á tónlistar- sviðinu síðan á haustmánuðum ársins 1989 eða aUt þar til í síðustu viku að platan Gaia var útgefin. Eins og fólk rekur minni til er Gaia nafnið á víkingaskipinu sem siglt var frá Noregi til Ameríku í sumar og haust, með viðkomu á Orkneyj- um, Shetlandseyjum, Færeyjum, á íslandi og Grænlandi. Feröin var farin til að minnast fundar Amer- íku árið þúsund. En Gaia er meira en nafn á fleyi. Það er grískt nafn- orð og þýðir jörð. - En af hveiju platan Gaia? „Ég sigldi með skipinu í 10 daga, frá Noregi til Orkneyja, sem blaöa- maður Morgunblaösins," segir Val- geir. „Ferðin blés mér í bijóst stemningu sem var mér framandi og mér fannst ég knúinn til að tjá í tónlist. Hugmyndina kynnti Knud Kloster sem er einn helsti forsp- rakki ferðar Gaiu og honum fannst þetta áhugaverð leið til að auka út birtingakraft skipsins." Lítið skip segir stóra sögu Valgeir sagði ferð Gaiu ekki fama til þess eins að kynna afrek Leifs Eiríkssonar. Sigling þessa litla skips væri ekki síður farin í þágu framtíðar. Síðustu 150 árin hefur maðurinn gengið svo á auðlindir jarðar að haldi áfram sem horfi er fyrirsjáanlegt aö eftir 100 ár verður ekki lengur lífvænlegt á jörðinni. Sigling Gaiu á að vekja fólk til umhugsunar um þetta atriöi. Með því að líta til baka á afrek manna fyrir þúsund árum, manna sem höfðu kjark og þor til að leggja út á opið óþekkt haf áður en jörðin varð hnöttótt. Það er sá kjarkur og þor sem mannkyniö þarf á að halda nú. Kjarkur til að snúa út úr blind- götunni sem þaö er komið í. Afrek Leifs fyrir þúsund árum á að blása fólki þennan kjark í brjóst. Þess vegna var ferð Gaiu farin með stór- um formerkjum. Lítið skip er að segja stóra sögu. Tónlist sem leiktjöld „Tónlistin á Gaia plötimni er leiktjöld fyrir þanka hvers og eins,“ segir Valgeir og vissulega bíður áheyrandans mögnuð sigling þar sem hann er skipstjóri í eigin sinnu. Tóiflistin er dreymin og flæðandi þannig að erfitt er að ná taki á henni. Skrýtinn seiður sem kallar á áheym. Tónlistin er myndræn eins og lagaheitin Söngur hiafmeyjanna, Handan sjóndeildarhringsins og Miðnætti, bera með sér. Valgeir Guðjónsson sýnir á sér nýja og óvænta hlið á plötunni Gaia. Hann hrífur áheyrandann með sér í ferðalag þar sem skringilegar myndir ber fyrir sjónu og hann seg- ir sögu í magnaðri tónlist. Gaia er ekki geisladiskur sem fer á fóninn í samkvæmum heldur verk sem sett er á þegar maöur vill veröa fyrir áhrifum eða þá gefa hug- myndafluginu lausan tauminn, einn með sjálfum sér. Fyrir slíkar flugferðir er tónverkið Gaia gott eldsneyti. Tónlistin er öll instrumental enda segir Valgeir að skipið sigli í gegn- um mörg málsvæði og þar sem þess- ari tónlist sé ætluð landtaka á fleiri stöðum en íslandi, hafi þótt ráðleg- ast að hafa hana án orða. Gaia verð- ur sem sagt gefin út erlendis og hefúr sú útgáfa þegar fengið byr í seglinn aö sögn Valgeirs Guðjóns- sonar, en auk hans koma Eyþór Gunnarsson og Skúli Sverrisson mikið við sögu á þessari sérstæðu og eigulegu plötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.