Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991. 53 Trimm Búinn ad missa 50 kíló á sjö mánuðmn: Gat varla hreyft mig þegar ég kom fyrst - segir Jón P. Kristinsson húsasmiður „Ég er búinn að koma hingað um sjö mánaða skeið en hef ekki verið í þrekstíganum frá byrjun, enda var hann þá ekki kominn. Ég var fyrst í tækjunum og hef reyndar alltaf verið í þeim með. En á þessu timabili er ég búinn að missa um 50 kíló og ég líki mér ekki saman viö það sem ég var, enda gat ég varla hreyft mig þegar ég kom hingað fyrst,“ sagði Jón P. Kristinsson húsasmiður í samtali viðDV. Allir dagar kvölds og morgna Jón er í hópi þeirra manna sem eru hvað duglegastír við að nota þrek- stigann sem GYM 80 á Suðurlands- braut 6 býður upp á og hann verður víst örugglega ekki sakaður um að slá slöku við þegar líkamsræktin er annars vegar. „Ég kom fyrst 2-3 í viku og svo urðu þetta allir dagar, bæði kvölds og morgna. Ég kem áður en ég fer í vinnuna og svo aftur þeg- ar henni er lokið og mætí líka um helgar. Ég eyði hálftíma í þrekstigan- um á morgnana en í allt eru þetta um þrír tímar á dag sem fara í þetta. En megnið af tímanum fer í tækið þó svo að ég taki líka hring í hinum tækjunum." Jón segir á léttum nótum að hann hafi verið að drepast úr offitu og því hafi hann ákveöið að taka sér tak. Hann vill þó ekki aiveg viðurkenna að hann hafi veriö latur við að hreyfa sig en þvertekur þó engan veginn fyrir það. Jón segir að vegna þyngdar sinnar hafi þaö ekki hentað honum að fara út að skokka og því hafi hann þurft að fmna eitthvert annað form og vissulega hefði þrekstiginn falhð undir það. Hann hentaði honum og reyndar miklu fleirum mjög vel. Möguleikamir í tækinu eru ýmsir og hægt er að stilla það á ýmsa vegu, allt eftir því hver stígur í það í hvert skiptí. Ætlar að halda í horfinu Sjálfsagt þætti einhverium erfitt að vakna fyrir allar aldir og drífa sig í líkamsrækt en Jóni virðist veitast það létt. „Það er ekkert mál að drífa sig á morgnana, maður hefur bara gott af því. Það er ágætt að æfa létt á morgnana og taka aðeins meira á á seinni æfingunni. Ég er að nálgast það sem ég setti mér og þegar því er náö ætla ég að halda í horfinu. Mér fannst reyndar í byriun að árangur- inn stæði á sér en eftír á aö hyggja held ég að það sé betra að vinna á þessu mál á lengri tíma eins og ég hef gert.“ * Jón segist hafa htlu breytt í matar- æðinu en ahur óþarfi, eins og sæl- gæti, er nú út úr myndinni. Hann ræðir þessi mál af þekkingu og sjálfs- öryggi við blaðamanninn en hvemig f shokkímenn og Macom M. stofna Bauer-deildina: íslandsmót í íshokkíi Ishokkí er íþróttagrein sem ekki hefur farið mikið fyrir hérlendis en hún hefur samt verið stunduð, a.m.k. í Reykjavík og á Akureyri um þó- nokkurt skeið. Ástæður þess eru margar en nú eru bjartari tímar framundan hjá íshokkíáhugamönn- um og munar þar mestu um skauta- svelhð í Laugardal sem var nýlega tekiö í notkun. Íshokkí sem keppnisgrein stendur nú áhugamönnum um þessa íþrótt til boða en keppni á íslandsmótínu hefst 30. nóvember nk. með viður- eign SA og SR. Mótið gengur undir nafninu Bauer-deildin en það er fyr- irtækið Macom hf. sem er styrktar- aðili og leggur jafnframt til Bauer- bikarinn sem keppt verður um en samningur þar að lútandi.var undir- ritaður í vikunni og er hann metínn á 600-800 þúsund. Til keppni mæta þrjú hð, tvö frá Reykjavík og eitt frá Akureyri. Norð- anmenn kaha sitt félag Skautafélag Akureyrar og það er ekki nýtt af nálinni eins og reyndar Skautafélag Reykjavíkur sem er annað Reykja- víkurliðanna. Þriðja hðið á mótínu er Björninn en það er nýstofnað félag með aðstöðu í Laugardal eins og Skautafélag Reykjavíkur. Fyrir- komulagið verður með þeim hætti að leiknar verða 12 umferðir, heima og heiman og hér er að sjálfsögðu verið að tala um meistaraflokk. í stuttu spjahi sem DV átti viö Magnús Jónasson, framkvæmda- stjóra Macom hf., kom fram að áhugi á íshokkíi hérlendis er feikilega mik- hl og th vitnis um það er stór hópur sem mætir á æfingar á Skautavehiö í Laugardal. Þrátt fyrir aö aðstaðan þar sé tiltölulega nýkomin í gangið er hún í reynd nú þegar búin að sprengja aht utan af sér. Magnús segir að kostnaðurinn við að stunda þessa íþrótt sé ekki mikill og í byrjun sé nóg að útvega sér skauta, hanska, hjálm og prik. í hveiju hði eru 19 leikmenn þar af 2 markverðir. Inni á í hvert skipti eru 6 leikmenn úr hvoru hði en skipting- ar eru örar enda er íshokkí sennhega hraðasta flokkaíþrótt í heimi. -GRS Dregið um keppnisstaöinn í fyrsta leiknum i Bauer-deildinni. Frá vinstri Magnús Finnsson SA, Magnús Jónasson, framkvæmdastjóri Macom hf., Sigurður Magnússon, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Simon P. Sigurðsson, form. Bjarnarins, Edda Jónsdóttir, stafsm. ÍSÍ, Haraldur Hannesson, form. SR, og Hannes Sigurjónsson SR. DV-mynd S var þetta þegar hann kom fyrst, allt of þungur og í lélegu formi, og fór að vinna í sínum málum? „Það skipt- ir engu máh því hér er fólk af öhum stærðum og það er enginn að spá í stærðarhlutfolhn eða formiö. En hinu er ekki að neita að það er tölu- vert átak að koma sér af stað og það þekki ég ágætlega sjálfur. Ég er nú eiginlega í almennhegri hkamsrækt í fyrsta skiptí og nú er ég betur búinn undir aha hluti. Ég finn ótrúlega mikinn mun á mér núna eða fyrir sjö mánuðum,“ sagði Jón. -GRS Möguleikarnir í þrekstiganum eru ýmsir og hægt er að stilla hann á ýmsa vegu, hvert skipti. Jón, t.v., sem hér sést í stiganum segist hafa litlu breytt í mataræðinu. allt eftir þvi hver stígur i hann í DV-mynd GVA ....' v •• .....................................................gmiwwiwww Innritun á sérstakt undirbúningstímabil vegna Islandsmótsins í þolfimi stendur nú sem hæsL Eins og skýrt hefur verið frá hér á trimmsíðunni verður islandsmót» þessari iþróttagrein haldið í fyrsta skipti í lok febrú- ar á næsta ári. Þeir sem ákveða sfðan að vera með á sjálfu mótinu taka þátt í sérstökum lokaundirbúningi sem hefst væntanlega um miðj- an janúar. Skráningu er m.a. hægt að tiikynna hjá World Ctass, Stúdiói Jónínu og Ágústu og Suzukibilum hf. A E R O B I C Skráningarstaðir: Rcykjavík: Suzuki bílar hf., Gym 80, Stúdíó Jónínu og Ágústu, Ræktin og World Class. Kópavogur: Alheimskraftur Hafnarfjörður: Hress Keflavik: Líkamsrækt önnu Leu og Bróa og Perlan Akureyri: Dansstudio Alice ísafjörður: Studio Dan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.