Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991. 27 Wolfgang Peter, vinbóndi og islandsvinur, á leið til starfa. Bogdan hinn pólski axlar háf með fimmtiu kilóum af vínberjum. tiltölulega sléttum vínakri er þetta hvort tveggja í sjálfu sér létt verk og löðurmannlegt en fæstir akranna eru á jafnsléttu. Algengur, dæmi- gerður vínakur er í snarbrattri hlíð svo afar eríitt getur verið að fóta sig og enn erfiðara að fá fötuna til þess að standa á réttum kih. Þegar líður á uppskerutímann hafa berin til- hneigingu til þess að detta af vínviðn- um og þá þarf að tína þau upp af jörð- inni og það reynir á bakið. Hér um slóðir er viðurinn sjálfur svo hávax- inn að lítið þarf að bogra við tínsl- una. Það reynir hins vegar ótrúlega mikið á fæturna að standa í snar- brattri brekku allan daginn og að bera háfinn er hreint út sagt þræla- vinna. Þeir sterkustu úr hópnum reyna að skiptast á um það ef langt er að fara en þegar hægt er að hafa dráttarvélina fyrir ofan akurinn eru þrír háfar í einu dregnir upp á sér- stökum sleða. Ekki fyrir drgumóramenn Að þessu sinni hagaði veðri þannig á bökkum Móselárinnar að fyrstu vikuna var reglulega hlýtt og nota- legt yfir daginn en seinni vikurnar var hitinn oft ekki nema nokkrar gráður fyrst á morgnana og stöku sinnum rigndi. Rétt er að taka það sérstaklega fram fyrir draumóra- menn í hópi lesenda að tínsla er ekki lögð niður nema það rigni alveg sér- staklega mikið. Og þegar rignir stöð- ugt allan daginn og vatnið af vínvið- unum rennur upp í ermarnar á sjó- gallanum og menn standa varla eða ekki á fótunum í leðjunni og maður klippir í fingurna á sér svo blóðið streymir niður í vínberjafötuna eins og úr nýskomum grís þá fer mann að langa heim í íslenskan kartöflu- garð. En auðvitað er þetta stórskemmti- legt líka. Vinnudagurinn stendur í átta tíma og einu sinni er gert klukkustundar langt matarhlé. Móð- ir Wolfgangs vínbónda, Hanna, sá u'm matseldina svo hér gafst dágott tækifæri til þess að kynnast þýskri matargerð eins og hún blasir senni- lega aldrei við venjulegum ferða- mönnum. Vér mörlandar vomm að vísu orðin nokkuð langeyg eftir góðri fiskmáltíð ep það venst furðanlega að lifa á svínakjöti, nautakjöti, ýms- um pylsum sem Þjóðverjar gera af meiri fjölbreytni en aðrar þjóðir, að ógleymdum súpunum hennar Hönnu sem voru hreint dásamlegar. Eins og fara gerir var flaska af heimilisvín- inu aldrei langt undan og það var algjörlega ný reynsla fyrir okkur ís- lendinga af vera á vinnustað þar sem beinlínis var hvatt til áfengisneyslu. Um klukkan 3 var gjarna höfð stutt pása og þá skiptu menn með sér einni flösku eða drukku kafíi í fimm mín- útur. Væri sérlega kalt í veðri var gjarnan hitabrúsi með heitu hvít- vínsglöggi með í farteskinu en slíkt nefna hérlendir Glúhwein og sé það drukkið sjóðheitt rennir það yl í loppnustu tær og fingur. Slappað af á þorpskránni Fyrir þá sem um árabil hafa ekki lyft þyngri hlut en penna var fyrsta vika uppskerunnar afar erfið og duttu menn gjarnan úrvinda út af snemma á kvöldin. Venjulega var komið heim í hús um 5.30 og þá var eftir að losa feng dágsins, sem gat verið tæp tvö tonn, í sérstaka vín- berjapressu sem kreistir úr vínberj- unum safann af slíku afli að einung- is skráþurr mulningur verður eftir. Hinn eiginlegi vinnudagur stóð því til 6.30 en þá beið kvöldmaturinn og eftir það þýskt sjónvarp eða ferð á þorpskrána. Fyrst um sinn höfðum við ekki neina afgangsorku en þýskt sjónvarp er, með fullri virðingu fyrir Þjóðverjum, alveg ótrúlega leiðin- legt. Um tveggja kílómetra gönguferð er niður snarbratta hæðina til þorps- ins og stysta leiðin óupplýst í kol- dimmu skógarþykkni. Eftir eina slíka ferð með Garðbæinginn Sófus þéttkenndan sem leiðsögumann reyndum við að sitja um bílferðir. Nokkrar krár og vínstofur er að finna í Reil en þar er meira lagt upp úr hvítvínsdrykkju í kjallarahvelf- ingum en hefðbundnu þýsku bjór- þambi. Við urðum fljótlega fastagest- ir á Zur Linde þar sem bjórinn kost- aði tæp tvö mörk (75 krónur) og í Römerkeller sem er klassískur þýsk- ur vínkjallari fyrir túrista með diskó- teki svo þar er hægt að fá sér snún- ing. Þorpsbúar eru almennt vin- gjarnlegt fólk sem er vant íslenskum vinnumönnum frá .Wolfgang og tóku okkur friðsamlega og mörgum fyrir- spumum um sögueyjuna svöruðum við, eða reyndum að svara eftir því sem þýskukunnátta okkar leyfði. Þó er rétt að vara sig á góðglöðum ís- landsvinum sem vilja bera í menn vín því best er að komast hjálpar- laust heim. íslendingar og áfengið Wolfgang vínbóndi er umburðar- lyndur gagnvart íslendingum enda hefur hann kynnst misjöfnum sauð í mörgu fé. Hann segist þó á heildina htið hafa góða reynslu af þeim sem starfskröftum með örfáum undan- tekningum. Þannig dvaldi hjá hon- um nokkra mánuði ungur íslending- ur sem gat haft samband við verur á öðrurn hnöttum og þurfti að eigin sögn að borða 5000 hitaeiningar á dag hið minnsta til þess að halda lífi. „En hann var duglegur að vinna,“ segir Wolfgang og hlær. Eins og fara gerir hefur Wolfi séð ýmsar hliðar á áfengisneyslu ís- lenskra bæði hér og heima á íslandi en umgengni þjóðarinnar við sterka drykki er langt komin með að afla þeim vafasamrar frægðar meðal annarra þjóða. Eitt sinn þegar Wolf- gang var með virðulega gesti í heim- sókn og vínsmökkun kom dráttarvél- in heim af akrinum með íslensku vinnumennina. Einn þeirra var dauðadrukkinn eftir daginn og faðm- aði að sér virðulegar þýskar matrón- ur í grútskítugum vinnugallanum, tók mjög virkan þátt í vínsmökkun- inni og hélt eftirminnilegan fyrirlest- ur um íslenskan landbúnað, sérstak- lega kýr og skapferh þeirra og lund- arfar. „Ég var satt að segja dauðhræddur um að gestirnir myndu móðgast en það fór aht á besta veg því þeir reynd- ust hafa af þessu hina bestu skemmt- an þó minn maður væri dálítið aum- ur yfir öllu saman daginn eftir,“ seg- ir Wolfgang. Hvítvín á ekki að drekka ískalt Eini þátturinn í umgengni íslend- inga við vín sem kemur Wolfa til að tala sig upp í hita er þegar léttvíns- drykkja berst í tal. Hann segir það þjóðarósið á íslandi að drekka hvít- vín of kalt. Þegar Wolfgang var með vínsmökkun á Hótel Sögu fyrir nokkrum árum lenti hann í útistöð- um við þjóna sem vildu láta hvítvíns- flöskumar standa í ís. „Hvítvín á að drekka svalt en ekki ísjökulkalt því þá hverfur besta bragðið vegna kuldans. Mér er alveg óskiljanlegt hvemig þessi siður hef- ur komist á,“ segir Wolfi og hristir höfuðið raunamæddur. Honum verður ennfremur tíðrætt um þann sið íslendinga að „þamba“ vín eins og kálfar og hugsa aðeins um áhrifin en gefa sér ekki tíma til þess að njóta bragðs og ilms sem skyldi. íslendingar drekka nefnilega léttvín eins og aðrar þjóðir drekka bjór. Algengt áfengisinnihald hvít- víns frá Mósel er 7-8 prósent þannig að það gefur augaleið að sé það drukkið að hætti siðmenntaðra þjóða verða neytendur aldrei nema rétt kenndir og glaðir. „Þannig á að njóta víns,“ segir Wolfang. „Menn eiga að gleðjast yfir góðu víni eins og góðum mat og syngja og skemmta sér. Vín er best þegar þig langar í það,“ segir hann heimspekilega og lyftir glasi af gullnu gæðavíni. Nokkrir fróðleiks- molar um Móselvín og framleiðslu þeirra... Fullyrt er að vínrækt á bökkum Móselárinnar eigi sér rösklega 2000 ára sögu. Þegar Rómverjar lögðu undir sig þennan hluta Evrópu og gerðu borgirnar Mainz og Trier hvora við sinn enda Móseldalsins að höfuðstöðvum sínum stóðu þeir frammi fyrir nokkrum vanda. í þann tíma tíðkaöist að greiða rómverskum hermönnum í peningum, mat og víni. Tahð er að þeim hafi verið greitt um hálft gallon af rauðvíni eða hvítvíni dag hvem (2,2 htrar). Vandinn fólst í því að hvorki voru til flöskur né tunnur til þess að flytja vínið í sunn- an frá Ítalíu nema með ærnum til- kostnaði yfir Alpafjöhin. Lausnin fólst auðvitað í því að flytja vínviðinn norður rétt eins og hann hafði áður verið fluttur til ítahu frá Grikklandi. Mjög hentugar aðstæðm- reyndust vera meðfram ánum Mósel og Rín og þannig var lagður grundvöhurinn að umfangsmikihi vínrækt á þessum slóðum. Tvennt gerir þetta mögulegt. Ann- ars vegar steintegund sem drekkur í sig sólarljósið og tryggir nokkra vörn gegn næturkuldum og enn- fremur brattar hhðar við árnar sem endurvarpa sólarljósi og gera vín- rækt svo norðarlega að veruleika. Fyrstu víngerðarmenn á þessum slóðum héldu að því meira sem væri af berjum þess betra yrði vínið og geymdist betur. Reynslan leiddi hins vegar í ljós að of mörg ber á einni og sömu plöntunni leiða til seinni þroska. Sum ber ná aldrei að þrosk- ast sem aftur leiðir af sér hærra sýru- stig og minna geymsluþol. Shk vín þurfa langan tíma, eða minnst tvö ár í eikartunnu áður en þau verða drykkjarhæf. Þessi vinnubrögð gátu af sér orðatiltækið: Vín skal vera gamalt en víf ungt. Nokkru fyrir aldamót varð mönn- um ljóst að með því að rækta vínvið með færri berjum sem náðu meiri og jafnari þroska var hægt að brugga vín sem bragðaðist frábærlega strax ungt vegna minni sýru. Með út- breiðslu þessara vinnubragða varð nokkurs konar bylting í vínrækt og víndrykkju því ung og fersk vín geta menn drukkið, allt að tvær flöskur í einu og staðið upp stálslegnir að morgni. Þetta þýðir þó ekki að vífið eigi að vera gamalt þó vínið eigi að vera ungt. Það var ekki fyrr en um aldamót sem vínrækt jókst svo við Móselána að farið var að flytja vínið út úr hér- aðinu. Um svipað leyti var farið að setja það á flöskur og tilkoma jám- brautanna auðveldaði flutninga. Gersveppurinn, sem veldur því að vín verður áfengt, er lifandi vera sem á það sameiginlegt með mannskepn- unni að vera haldinn sterkri sjálfs- eyðingarhvöt. Sveppurinnframleiðir áfengi úr sykri en þegar vökvinn hefur náð ákveðnum styrkleika drepur áfengið sveppinn. Við venju- lega gerjun getur áfengisinnihald vökvans hæst orðið 13%. Það fer þó eftir hitastigi, gertegund og sykur- innihaldi vökvans. Samkvæmt þýskum lögum má ekki kaha vín þurrt nema sykurinnihald sé lægra en 9 grömm í htra. Hálf- þurrt vín inniheldur mihi 9 og 18 grömm af sykri á lítra og sætt vín meira en 18 grömm. Það er seinlegt og erfitt að verða sérfræðingur í léttvínsneyslu en það er afar gaman að æfa sig. KIRKJUFÉLAG DIGRANESPRESTAKALLS DAOAn nn i/ni/noAi a BASAn- 0G K0KUSALA verður í safnaðarheimilinu, Bjarnhólastíg 26, Kópavogi, laugardaginn 16. nóvember kl. 2 e.h. ' Nefndin Wargt 96ðf® Jíð P6* 1 Ko««‘ö °9styrKlð 9otl \ kauP m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.