Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991.
51
Skemmtilegasta sumarmyndin í DV:
Kossageitin hitti
beint í mark
Kossageit, mynd Unnar Siguröar-
dóttur, Hjaröarholti 18, Akranesi,
hefur verið valin sem skemmtileg-
asta sumarmynd DV1991. Dómnefnd
sem var skipuð þéim Gunnari V.
Andréssyni og Brynjari Gauta
Sveinssyni, ljósmyndurum á DV, og
fulltrúa frá Hans Petersen hf., átti
úr vöndu aö ráða þar sem margar
myndanna voru mjög skemmtilegar.
Alls bárust um 2 þúsund skemmti-
legar sumarmyndir frá lesendum DV
um allt land. Þegar öllu var á botninn
hvolft var engin myndanna þess
megnug aö velta Kossageitinni úr
fyrsta sæti. Myndin þykir rúma ein-
staka hlýju og kímni og endurspegla
skemmtilega stemningu frá hðnu
sumri.
)
i
)
Fyrir skemmtilegustu sumar-
myndina fær Unnur fuhkomna Can-
on EOS 1000 myndavél að verðmæti
35 þúsund krónur í verðlaun. Til
hamingju, Unnrn-.
Sigurlaug Brynjólfsdóttir, Suöur-
hólum 20, Reykjavík, hlýtur önnur
verðlaun fyrir skoplega mynd af
tveimur snáðum sem hún kahar:
Hva’ á bara að fara hringinn í sum-
ar? Þeir eru dásamlegir, guttamir,
þar sem þeir spá í kassabílinn úti í
guðsgrænni náttúmnni. Sigurlaug
hlýtur Prima Zoom 105 myndavél að
verðmæti 23 þúsund krónur í verð-
laun.
Björk Ingólfsdóttir, Kóngsbakka 5,
Reykjavík, hlýtur þriðju verðlaun
fyrir myndina Veiðibros. Það er fátt
skemmthegra en að fara á skak í blíð-
viðrinu og kemur myndin kjama
málsins skemmtilega til skila. Björk
fær Prima 5 myndavél að verðmæti
um 10 þúsund krónur í verðlaun.
Aukaverðlaun
Snorri Magnússon, Lyngmóa 1,
Garðabæ, hlýtur íjórðu verðlaun fyr-
ir myndina Höfuðlaus vernd. Bryn-
dís Skúladóttir, Keilugranda 5,
Reykjavík, fær fimmtu verölaun fyr-
ir myndina Ó, þú fagri Skagafjörður.
Loftur Kristinn Vilhjálmsson,
Heiðarbæ 2, Akranesi, hlýtur sjöttu
verðlaun fyrir myndina Sveitasælu.
Snorri, Bryndís og Loftur fá öh
kæhtösku frá Hans Petersen og ekki
> aðvitanemaeitthvaðleynistíhenni.
DV óskar öhum verðlaunahöfun-
um hjartanlega th hamingju og þakk-
ar um leið öhum þeim sem sendu inn
myndir í keppnina um skemmtheg-
ustu sumarmynd DV. Keppendur fá
myndir sínar endursendar, svo fram-
arlega sem nafn og heimihsfang hef-
ur fylgt myndunum.
Verðlun afhent
Verðlaunaafhending fer fram á rit-
stjóm DV, Þverholti 11, klukkan 15
fimmtudaginn 21. nóvember. Von-
umst við þá th að hitta myndasmið-
ina í eigin persónu. Þéir sem ekki
komast geta sent fthltrúa sinn th aö
taka við verðlaununum.
-hlh
1 •
- um tvö þúsund lesendur sendu okkur sumarmyndir
Kossageit eftir Unni Sigurðardóttur.
Ó, þú fagri Skagafjörður eftir Skúla
Magnússon.
Veiðibros eftir Björk IngóHsdóttur.
Hva’ á bara að fara hringinn í sumar? eftir Sigurlaugu Brynjólfsdóttur.
4f| V ■ ' m fe- S^pp|í
■V
M'%
f
■■ -i.
Höfuðlaus vernd eftir Snorra Magnússon.
Sveitasæla eftir Loft Kristin Vilhjðlmsson.