Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 52
64 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991. Andlát Hrafnhildur Einarsdóttir, Hallkels- staðahlíð, Hnappadal, er látin. Bergur Pálsson skipstjóri, Skarðs- hlíð 2, Akureyri, lést þann 14. þessa mánaðar. Ása Sigurðardóttir, Öldrunarstofn- un Flateyrar, lést í Sjúkrahúsi ísa- fjarðar 15. nóvember. Safnadarstarf Hallgrímskirkja. Jólabasar Kvenfélags Hallgrímskirkju kl. 14.00. - Neskirkja. Félagsstarf aldraðra. Sam- verustund í dag kl. 15. Bingó. Munið kirkjubílinn. Árbæjarkirkja. Æskulýðsstarf í kvöld kl. 20. Helgistund. Foreldramorgnar eru í safnaðarheimili kirkjunnar alla þriöju- daga kl. 10-12. Opiö hús miðvikudag kl. 13.30. Fyrirbænastund kl. 16.30. Fella- og Hólakirkja. Mánudagur: Starf fyrir 11-12 ára börn kl. 18. Fundur í æsku- lýðsfélaginu mánudagskvöld kl. 20.30. Söngur, leikir, helgistund. Upplestur í Gerðubergi kl. 14.30. Seljakirkja. Mánudagur: Fundur hjá KFUK, yngri deild, kl. 17.30, eldri deild kl. 18.30. Fundur hjá æskulýðsfélaginu Sela kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Fyrirbænir í kirkjunni mánudag kl. 18. Grensáskirkja. Æskulýðsfundur sunnu- dagskvöld kl. 20. Hallgrímskirkja. Fundur í Æskulýðsfé- laginu Örk mánudagskvöld kl. 20. Laugarneskirkja. Fundur í æskulýðsfé- laginu sunnudagskvöld kl. 20. Neskirkja. Mánudagur: Æskulýðsfund- ur kl. 20. Þriðjudagur: Mömmumorgunn kl. 10-12. Kaffi og spjall. Seltj arnarneskirkja. Æskulýðsfundur sunnudagskvöld kl. 20.30.10-12 ára starf mánudag kl. 17.30. THkynningar ' Borgfiröingafélagiö í Reykjavik spilar félagsvist laugardaginn 16. nóv- ember kl. 14 aö Hallveigarstöðum. Inn- gangur frá Öldugötu. Allir velkomnir. Húnvetningafélagið Spilað á laugardag kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Nýjar bækur frá íslenska kiljuklúbbnum íslenski kiljuklúbburinn hefur sent frá sér þrjár nýjar bækur: Haustskip eftir Björn Th. Bjömsson er heimildarsaga og gerist á síðari hluta 18. aldar. Þar er greint frá örlögum hátt á annað hundrað ■ manna sem fluttir voru með haustskip- um í danskan festingarþrældóm eða spunahús. Leikritið Ljón í síðbuxum, sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir nú, er byggt á einni af persónum bókarinnar. Bókin er 356 bls. og prýdd fjölda teikninga eftir Hilmar Þ. Helgason. Hneyksli eftir jap- anska höfundinn Shusaku Endo er sál- fræðileg spennusaga um tvífaraminnið. Hún varð á örskömmum tima metsölu- bók í Japan og hefur síðan verið þýdd á fjölmörg tungumál. Úlfur Hjörvar þýddi bókina sém er 239 bls. Suður um höfin er spennusaga eftir spænska höfundinn Manuel Vázques Montalbán. Bókin fékk Plaanetaverðlaunin á Spáni árið 1979 og alþjóðlegu spennusagnaverðlaunin í Frakklandi árið 1981. Jón Hallur Stefáns- son þýddi bókina sem er 188 bls. Félag eldri borgara Opið hús í Risinu kl. 13-17. Bridge og fijáls spilamennska. „Stjömukonsert“ í bíósal MÍR Nk. sunnudag, 17. nóv., kl. 16 verður nær 40 ára gömul sovésk söngva- og tónlistar- mynd sýnd í bíósal MIR, Vatnsstíg 10. Þetta er myndin Stjörnukonsert frá árinu 1952 en hún var sýnd við góða aðsókn í íslenskum kvikmyndahúsum á sjötta áratugnum. í kvikmyndinni koma fram margir fremstu listamenn þess tíma í Sovétríkjunum á sviði tónlistar, söngs og dans og eru atriðin fiölmörg úr óperum, ballettum og hljómsveitarverkum rúss- neskra og sovéskra höfunda. Meðal flytj- enda eru einsöngvarar og sólódansarar Bolshoj-leikhússins í Moskvu, Kirov- óperunnar í Leningrad (nú Sankt Peter- burg), Mosiev-þjóðdansaflokkurinn og Osipov-þjóðlagasveitin. Kvikmyndin var gerð undir stjórn Ivanovskis og Rappa- ports. Skýringartextar eru á ensku. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Styrktarfélag vangefinna Stjórn Styrktarfélags vangefmna boöar tfi sameiginlegs fundar með foreldr- um/forráðamönnum og starfsmönnum félagsins í Bjarkarási þriðjudaginn 19. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Magnús Kristinsson, formaður félagsins, greinir frá helstu verkefnum þess. 2. Jóhann Pétur Sveinsson lögfræöingur, flytur er- indi og svarar fyrirspurnum, „Hvemig getum við búið í haginn fyrir skjólstæð- inga okkar?“. 3. Kaffiveitingar. Eigendaskipti á Herraríki Nýlega urðu eigendaskipti á versluninni Herraríki, Snorrabraut 56. Nýir eigendur eru Júlíus Marteinsson og Thelma Más- dóttir. Verslunin verður áfram rekin undir nafni Herraríkis og sem fyrr verð- ur boðið upp á góðan og vandaöan herra- fatnað. Jólakort styrktar- félags vangefinna Sala er hafin á jólakortiun félagsins. Þau eru með myndum af verkum listakon- unnar Sólveigar Eggerz Pétursdóttur. Hefur hún gefið félaginu frummyndim- ar, 4 talsins, og verður dregið um þær 27. janúar 1992 og vinningsnúmer þá birt í fjölmiðlum. Átta kort em í hveijum pakka og fylgir spjald, sem gildir sem happdrættismiði. Verð pakkans er kr. 500. Kortin verða til sölu á skrifstofu fé- lagsins að Háteigsvegi 6, í versluninni Kúnst að Laugavegi 40, Nesapóteki að Eiðistorgi 17 og á stofnunum félagsins. Að gefnu tilefni skal tekið fram að kortin em greinilega merkt félaginu. Hans Petersen hf. styrkir líkn- arstarf með sölu jólakorta Eins og undanfarin ár selja verslanir Hans Petersen hf. jólakort sem ætluð em til þess að setja ljósmyndir i. Mjög er vandað til jólakortanna og em margar gerðir í boði. í ár verða öll jólakortin til styrktar Hjartavemd en um sl. jól fór styrkurinn til Krabbameinsfélagsins. Af hveiju seldu korti í verslunum Hans Pet- ersen um þessi jól renna 5 kr. til Hjarta- vemdar. A myndinni má sjá Ólaf Þor- steinsson og Almar Grímsson frá Krabbameinsfélaginu og Guðrúnu Pet- ersen hjá Hans Petersen hf. er afhending styrksins frá í fyrra fór fram. Þrjár verslanir á sama stað á Akureyri Þrír ungir athafnamenn á Akureyri hafa opnað verslanir sínar að Ráöhú- storgi 7 þar sem Örkin hans Nóa var áður til húsa. Þetta em þeir Amar Birgisson með herrafataverslunina Toppmenn, Guð- mundur Svansson með sportvömversl- unina Allir sem 1 og Einar Viðarsson bakari með Einarsbakarí. Arnar er nýliði í verslunarrekstri en þeir Guðmundur og Einar hafa rekið verslanir á Akureyri áður. Sparkaðíbíl: Óskað eftir vitnum við Aratungu Rannsóknardeild lögreglunnar á '■ Selfossi óskar eftir aö vitni gefi sig fram vegna tjóns sem varð á hvítri Toyota Corolla bifreið við Aratungu í Biskupstungum aðfaranótt 3. nóv- ember. Sparkað var í bílstjórahurð bílsins. Skófar var greinilegt eftir sparkið og hlaust tugþúsunda króna tjón af. Þeir sem geta gefið upplýs- ingar um máhð eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Sel- fossi í síma 98-21154. -ÓTT Myndgáta dv Kvenfélag Kópavogs Fundur verður fimmtudaginn 21. nóv- ember kl. 20.30 í félagsheimilinu. Kynnt- ar verða finnskar snyrtivömr. Jólafundur Kvenfélags Seljasóknar verður haldinn 3. desember kl. 20. Hátíð- armatur. Þátttaka tilkynnist í sima 71082 og 627233. Levi’s-verslun opnuð á Akureyri Levi’s-verslun hefur verið opnuð aö Strandgötu 6 á Akureyri og er það fyrsta verslunin með þessu nafni utan Reykja- víkur. Pétur Arason, eigandi verslunarinnar, sagði Levi’s-verslunina í Reykjavík hafa starfað í 23 ár og með opnun verslunar- innar á Akureyri væri verið að koma til móts við þá sem búa á Eyjafjarðarsvæð- inu og Norðurlandi. „Við viljum einfald- lega færa þjónustu okkar til þessa svæð- is,“ sagði Pétur. Safnaðarfélag Ásprestakalls Fimdur verður í safnaðarheimilinu þriðjudaginn 19. nóvember kl. 20.30. Fundarefni: Spiluð verður félagsvist. All- ir velkomnir. Söfnun til styrktar krabbameinssjúkum börnum Nýlega héldu þessar stúlkur sem heita frá vinstri: Sara Halldórsdóttir, Tinna Ilalldórsdóttir og Karólína Natalía Karls- dóttir söfnun til styrktar krabbameins- sjúkum börnum. Alls söfnuðu þær kr. 1.157.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.