Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991 47 Stefán Jón Hafstein útvarpsmaður dvaldist í Súdan og Eþíópíu á árunum frá 1985-88 og hefur nú komið þroskasögu sinni og reynslu saman í bók. „Þetta er opinská mannlífsbók,“ segir hann. DV-mynd Brynjar Gauti Guðimir em geggjaðir: - Stefán Jón Hafstein í nýrri bók meðal sálufélaga í Áfríku „Þegar Guð skóp manninn byijaði hann á því að skapa svarta mann- inn. Svona byrjar sagan sem manni er sögð við ýmis góð tækifæri. Þessa sögu segja þeir Eþíópíumenn eftir að nokkur kynni hafa tekist. Annars væru lög hæversku í hættu. Hún er sögð með glettnist- óni og bliki í auga. Við rétt tæki- færi. Eins og í Bati. „Bati konur drekka mjólk, búa í óspilltri náttúru og eru hmafagrar og lögulegar," sagði kunningi sem ég eignaðist á leiðinni, Mesele. Tveir menn sem tilviljun hafði sett saman á nokkurra daga ferð um táradal og vonarlönd. Við áttum drjúga fundi í aftursæti jeppans sem át upp langa og erflða kíló- metra milii staða. Og mikið rétt. Fegurstar kvenna eru þær í víðri veröld og eiga sér engan líka.“ Þannig segir útvarpsmaðurinn og fyrrum upplýsingafulltrúi Rauða krossins, Stefán Jón Haf- stein, frá í nýrri bók sinni Guðirnir eru geggjaðir. „Bókin er ekki heim- ildarrit og því síður fræðisaga. Hún er um fólk sem á margan hátt er mjög líkt okkur,“ segir rithöfund- urinn. Fjölskrúðugt mannlíf - En af hveiju settist Stefán Jón niður og skrifaði bók um fólkið í Afríku? „Það kemur fram í hinum æsi- spennandi lokakafla hver ástæðan er. Þess vegna má ég ekki svara þeirri spurningu. Það er viss ástæða fyrir því að mér fannst ég þurfa að setjast niður og skrifa þessa sögu. Kveikjan var þó kannski sú að margir spurðu mig, eftir að ég kom heim, hvernig hafi verið að horfast í augu við hin stríðshrjáðu lönd sem við sjáum stöðugt í fréttum. Mannhfið í Eþí- ópíu og Súdan er mjög fjölbreytt, htskrúðugt og fallegt. Og allt öðru- visi en við kynnumst í hungur- myndum þeim sem sjónvarps- stöðvar sýna. Mig langaði að koma því á framfæri. Auk þess varð ég fyrir mikilli reynslu, sem fólk hér heima var að spyrja mig um, því vissulega er þarna hörmungará- stand,“ svarar Stefán Jón. Tilfinningar brjótastút Hann segist hafa velt fyrir sér þeim svörum sem hann gaf fólki, eigin tilfinningum, þroska og reynslu og útkoman orðið þessi bók. „Mig langaði til að fram kæmu þær andstæður sem ég kynntist, annars vegar þetta fallega, fjöl- breytta og fagra menningar- og mannlíf sem er í Afríku og hins vegar þær hræðilegu hörmungar sem stundum dynja yfir. Þessar tvær andstæður spha saman í bók- inni.“ Stefán Jón dvaldist í Eþíópíu og Súdan á árunum 1985-88. Fyrst sem upplýsingafuhtrúi Alþjóða Rauða krossins og síðan vann hann þró- unarverkefni fyrir Rauða kross ís- lands. Hann skrifaði hjá sér ýmsa minnispunkta, sem honum þóttu athyghsverðir á þeim tíma, og úr þeim vann hann nú er hann settist við skriftir. Skítugur meðal hreinna „Fólk, hvort sem er í bæjum eða sveitum, heldur sér ótrúlega vel til fara miðað við aðstæður. Fólk sem á annað borð hefur einhvern minnsta möguleika á að vera ekki beinhnis hluti af svaðinu. Meöan gahabuxurnar minar breyttust á einum degi í viðurstyggð voru sams konar flíkur félaga minna jafn- þokkalegar og fyrr; sama gilti um skyrtur og boh. Ef ég fór í sunnu- dagsgöngu aö morgni eftir smáskúr brást ekki að skálmar mínar urðu samlitar forinni á augabragði. Kon- ur bæjarins á mjallhvítum bað- muharkjólum, öklasíðum, skund- uðu skrefstórar til kirkju og aftur án þess að fá svo mikið sem blett á faldinn. Þær koma skríöandi út úr moldarkofum á Utklæðum, sitja á markaðnum, elda við kol, án þess að drulluarða komi á. Þetta er kunnátta sem glatast hefur í alls- nægta- og þ vottavélasamfélögum. ‘ ‘ Stefán Jón skoðar mannlífið með smásjá og segir opinskátt frá. Jafnt þegar hann lýsir fólki sem eigin hugleiðingum. „Bókin er skrifuð og rifjuð upp á bar í Addis Ababa,“ segir hann. „Bókin byrjar og endar þar,“ heldur hann áfram. ÁKínabar Og í bókinni segir hann: „Á morg- un fer ég heim. Gamh góði þjónn- inn á Kínabar hreinsar borðið. Hann kemur með flösku og setur glas við hliðina á þykkum bunka af minnisblöðum. Tötrughypja hímir stundarkorn við opnar dym- ar á staðnum, heldur á króga og réttir fram lófa. Enginn virðir hana viðlits.“ í bókinni segist Stefán Jón gera upp við sig þá reynslu sem hann hlaut þau ár sem hann kynntist Afríku. „Ég er að leita að ákveöinni mynd eða atburði sem ég rifia upp smám saman. Bókin er í raun einn- ig innri ferð. Þetta er sem sagt ferð- in um Afríku og ferðin um eigin huga,“ segir hann. - Ertu þá að bera saman atvik í Afríku og hér heima á íslandi? „Ekki beint. Þetta er frekar mín eigin þroskasaga þar sem smám saman rennur upp fyrir mér að það sem ég hélt að væri algilt var rangt. En ég lærði allan tímann." - Og hvað lærðir þú? „Því á bókin að svara. Það er opið fyrir lesendanum.“ Stefán Jón hefur unnið við bók- ina í tvö ár og tók sér langt frí frá rás tvö í sumar til að klára hana. „Mikið til var unnið meðfram vinn- unni. Minnispunktarnir hjálpuðu mikið enda blundaði í mér á þeim tíma að skrifa þessa bók.“ Atvik sem standa upp úr - Hvað kom þér sjálfum mest á óvart þegar bókinni var lokið? „Ætli það sé ekki skilningur minn á því sem hafði gerst á ferða- laginu. Hann dýpkaði mjög mikið. Það er einmitt sá skilningur sem ég er að koma á framfæri. Maður upplifir ýmsa atburði í daglega líf- inu sem hverfa jafnóðum og koma ekki aftur. Þegar maður hins vegar sest niðúr og hugsar skipulega um hlutina uppgötvast hvað stendur upp úr. Það er ákveðin reynsla, sem jaðrar við að vera absúrd, sem kemst til skila í síðustu köflum bókarinnar," segir Stefán Jón og bætir við að bókin sé auölesin. Bókin er skreytt myndum eftir höf- undinn. „Ég vil endilega að fram komi að bókin er ekki fræðirit. Þetta er persónuleg upplifun og mannlífsbók.“ Meðal bræðra og systra - Eru Afríkubúar ólíkir okkur? „Það er ótrúlegt hvað Eþíópíu- menn eru líkir okkur. Fyrri hluti bókarinnar er í raun um hversu lík við erum. Ég var sífellt að hitta sálufélaga og ég rek dæmi um það. í raun er mjög auðvelt fyrir íslend- inga að samlagast þessu fólki. Þeir eru stoltir eins og við. Þeir eru ein- stakhngshyggjumenn, miklir sögu- menn og veislumenn. Óskaplega gestrisnir og rausnarlegir. Við eig- um þarna bræður og systur í sál- inni,“ segir Stefán Jón og bætir við að það hafi komið honum mikið á óvart. - En nafnið á bókinni, Guðirnir eru geggjaðir, hvaðan kemur það? „Þetta er nafn á bíómynd. Það var á ákveðnu augnabliki sem ég var að sveima um í bandarískri flutn- ingaþyrlu yfir óbyggðum Súdans við mjög furðulegar aðstæður að ég upplifði sama atvik og var í upp- hafsatriði þessarar bíómyndar. Þá rann upp fyrir mér í hversu fárán- lega aðstöðu ég var kominn og hvernig heimurinn skiptist í him- inhrópandi andstæður. Nafnið á bókinni kemur upp úr ákveðnu atviki sem er í raun lokahnykkur- inn á þessari löngu leið inn í sjálfan mig.“ - Hverjir verða lesendur þessarar bókar? „Fyrst og fremst þeir sem hafa gamanafgóðumsögum." -ELA Nonni og Manni eru lika til í Afríku ... eða hvað?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.