Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 16. NÖVEMBER 1991. 17 segir Jakob og gjóar augunum á mynd af Jóni Sigurðssyni sem hang- ir uppi á vegg hjá honum. Lúabragð - En var ekki máhð rétt í höfn hjá ykkur?, „Jú, við vorum búin að ná um þetta breiðri samstöðu á Alþingi sl. vor. Ólafi Þ. Þórðarsyni tókst með lúa- bragði að bregða fyrir okkur fæti. Hann fann tekníska leið til að eyði- leggja máhð. Núna eru þeir ágætu menn, sem jafnvel börðust fyrir mál- inu, sumir komnir í ráðherrastóla og vUja allt 1 einu ekkert af þessu vita lengur, þannig að við erum dálít- ið að byrja upp á nýtt. Ég er því mið- ur ekki á staðnum en vinir mínir heima, sem kaUa sig Vaskir menn, hittast vikulega og vinna í þessu máU. Það verður ekki geflst upp fyrr en réttlætið nær fram að ganga. Þetta er prinsípmál. Jafnvel þótt sigurinn yrði aðeins sætur í einn dag og dag- inn eftir yrði dæmdur skattur á alla menningu eins og nú er víst tíl um- ræðu.“ Jakobi hitnar í hamsi þegar við ræðum þessi mál en það bráir snöggt af honum þegar við ferðumst 18 ár aftur í tímann og gUttir jafnvel í smáfortíðarglampa þegar ég spyr hvort dvöl hans hér í London fyrr á árum komi honum til góða núna: „Já, við vorum hér úti, ég, Tómas Tómasson og Þórður Árnason, við hljóðupptökur. Ég var síðan áfram að vinna eftir að strákamir fóru heim, spUaði inn á hljómplötur og stjómaði upptökum á flölda ís- lenskra hljómplatna sem hér voru unnar. Ég fór Uka margar tónleika- ferðir um aUt Bretland með mönnum sem mér þótti heiður að því að fá að leika með. Ég var hér í svona 2 ár, frá 1973 til 1975, og hef komið hér við aUtaf síðan. Ég nauðþekki þar með borgina, þekki Breta mjög vel og á hér mörg góð sambönd og góða kunningja frá fyrri tíð sem er óneit- anlega mikUl kostur fyrir mig í þessu starfi nú.“ Vinnjafntfyrir allar listgreinar - Heldurðu ekki að fólk hafi einmitt áhyggjur af því að dægurtónUstin eigi eftir að skipa mestan sess hjá þér þar sem þú ert svona tengdur og kunnugur þeim heimi? „Að sjálfsögðu hefur fólk áhyggjur af því. Ég væri illa staddur í þessu starfi ef ég áttaði mig ekki á því og gætti þess ekki að gera ekki upp á miUi Ustgreina. Ég held að ég geti Uka sagt með góðri samvisku að þær vikur, sem ég er búinn að vera hér, hafi ég reynt að gera öUum Ustgrein- um jafnhátt undir höfði. Ég þekki auðvitað kvikmynda- og tónlistar- geirann best því það er mitt sérsvið. Hins vegar hafa menn haft samband við mig úr öUum Ustgreinum og ég mun kappkosta að á engan verði haUað. í bókaútgáfunni gilda svipuð lögmál og í plötuútgáfunni hvað markaðssetningu varðar. Það er erf- itt og tímafrekt að komast í alvöru gallerí með myndlistina og menn þurfa líka að átta sig á að hér er ald- an mun þyngri en heima, aUt skipu- lagt með miklum og löngum fyrir- vara og leiðin er oft löng að mark- inu. Mörgum þykir því hálfótrúlegt að ég skuU vera búinn að skipuleggja íslenska menningarviku, sem hefst núna um áramótin, á þessum stutta tíma sem ég er búinn að vera héma.“ Margt á döfinni - Hvemig verður hún? „Hún hefst 30. nóvember á ljós- myndasýningu í Oriel-gaUernnu í Chelsea. Þar verður kvenleg íslensk fegurð frá 1950-1992 á ljósmyndum ýmissa ljósmyndara. I gaUeríinu verða seldar íslenskar veitingar á meðan á sýningunni stendur og síð- an verða íslensk kvöld á hverjum laugardegi a.m.k. fram í janúar. Magnús Magnússon mun síðan halda inngangserindi að heilmikiUi sýningu sem opnuð verður á full- veldisdaginn í Gulbenian-gaUerunu í Kensmgton og ber yfirskriftina „Fire vera að vinna gott starf í London og mjög þarft. and Ice - An Icelandic Week of Cult- ural Contrasts". Hún hefur það markmiði að minna fólk á Leif Ei- ríksson og þann heim sem hann kannaði fyrir 1000 ámm annars veg- ar og svo það ástand sem blasir við nútímamanninum hins vegar. ÖU dagskráin verður byggð upp á þess- um andstæðum og sem dæmi má nefna Utskyggnusýningu þar sem sýndar verða gullfallegar myndir af íslenskri náttúru og íslenskum böm- um eftir Pál Stefánsson í bland við mjög truflandi og óhugnanlegar myndir af umhverfisspillingu, meng- uðum ströndum, öskuhaugum New Jersey og þessum miklu andstæðum sem aUs staðar blasa við okkur í umhverfinu. í þessu felst auðvitað áminningin um að nú verði menn að staldra við og fara sér hægar en sömuleiðis góðlátleg áminning um að í norðri er til hreint og ómengað land, hrein paradis. Síðan verðum við með myndUstarsýningu tveggja mjög ólíkra ungra listamanna, þeirra Guðjóns Bjarnasonar og Guðrúnar Einarsdóttur. Þjóðleg tónUst eftir Jón Leifs verður flutt af Jónasi Sen píanóleikara og hljómsveitin Todmo- bile mun flytja annars konar og gjör- ólíka þjóðlega tónUst. Rammíslensk- ur rímnasöngur, kórsöngur og lang- spilsleikur Sigurðar Rúnars Jóns- sonar, Didda fiðlu, verður á boðstól- um og kontratenórsöngvarinn Sverrir Guðjónsson syngur. Hilmar Örn Hilmarsson verður hér líka með mjög sérstæðan tónUstarviðburð og kvikmyndin Böm náttúrunnar verð- ur sýnd. HUmar hefur einmitt nýver- ið unnið til verðlauna fyrir tónUstina í þeirri mynd. Rúnar Marvinsson mun svo verða gestakokkur á hinum virta fiskveitingastað Wheelers í West End fyrstu viku desemher. Þetta er dagskráin í grófum drátt- um en í tengslum við þetta er búið að skipuleggja margvíslegar fjöl- miðlauppákomur sem er þá hin hlið- in á staríi mínu og ekki síður mikil- væg, eins og ég var að nefna áðan. Sjónvarpsstöðin BBC mun taka fyrir atriði úr dagskránni í tveimur þátt- um, sömuleiðis ITV. Sky Channel mun filma aUa dagskrána og vinna úr henni sérstakan þátt og blöð og útvarpsstöðvar munu gera þessu góð skU.“ Jakob segir að þetta sé aUt unnið í samvinnu við stjórn íslendingafé- lagsins og sendiherrans London, sem hefur reynst sérlega hollráður og úrræðagóður, að ógleymdum ís- lensku fyrirtækjunum hér í Bret- landi sem munu standa straum af kostnaðinum að verulegu leyti. Hljómsveitin Síðan skein sól verð- ur með tónleika dagana 17.-21. nóv- ember. Þar á eftir hefst norræn ráð- stefna um stöðu Norðurlandanna í nýrri og breyttri Evrópu þar sem ís- lenskir stjómmálamenn flytja erindi og sitja fyrir svörum. - Hvað tekur síðan við? „Það er meiningin að halda jafnt og þétt áfram; bjóða upp á eitthvað í hveijum mánuði og halda stærri hátíðir á sex mánaða fresti. Það eru áform um að hafa hér fljótlega í byrj- un næsta árs tónleika sem em hugs- aðir sérstaklega til að kynna ópem- söngvara og einleikara, eins konar kynningartónleika fyrir umboðs- menn og skríbenta í tónlistarheimin- um hér. Sömuleiðis er stórhljóm- sveitin Júpiters væntanleg og Bubbi Morthens. Dæmi um langtímaverk- efni em áform um að halda samsýn- ingu tíu íslenskra myndlistarmanna í stóm galleríi. Ég er líka að vinna að því aö gera samning við Channel 4 um að koma þar inn íslenskum kvikmyndum til sýningar. Síðan er meiningin að setja upp aðra menningarhátíö í lok apríl og hún mun tengjast mikilli listahátíð í Glasgow sem Bergljót Jónsdóttir hjá Tónverkamiðstöðinni hafði frum- kvæðið að því að koma á og næsta haust verðum við þátttakendur í mikilh norrænni hstahátið í Barbi- can Centre en ég er að vinna að því þessa dagana að auka þar hlut ís- lenskra hstamanna. Þetta er það sem vitað er um og ég mun síðan vonandi geta látið verkin tala. Ég ht á starf mitt hér sem eigjnlega utanríkisþjónustu í orðsins fyhstu merkingu og tel ekki síður nauðsyn- legt að þeir sem starfa að framleiðslu hugverka á íslandi njóti sambæri- legrar þjónustu í utanríkisviðskipt- um og framleiðendur á öðrum svið- um. Þetta starf hefur fengið mjög góðar undirtektir margra sem þurfa á aðstoð að halda. Ég hvet þá hsta- menn, sem hyggja á að færa út kvíamar í sinni markaðssetningu, th að hlífa mér ekki við ágangi meðan ég er hér th þjónustu reiðubúinn." - Má búast við að þú hellir þér út í póhtík? „Ég er ekki búinn að ákveða mig í þeim efnum. Það hefur oft verið talið að ég myndi gera það. Ég er satt best að segja búinn að fresta því með ýmsum ráðum, m.a. þessu starfi hér. Kannski það verði af því einhvern tíma í ellinni en ekkert liggur á,“ segir Jakob sposkur á svip og bætir við: „Ég ætla hins vegar að einbeita mér að þessu sem ég er að gera núna. Ég veit sjálfur að ég er að vinna hér gott starf og pluma mig bara vel í því þessa stundina." NÝR UNO FYRIR 168.275 KR ÚT Fiat Uno er brautryðjandi í flokki smábíla sem byggðir eru á hugmyndinni stór að innan — lítill að utan. Nú liefur verið bætt um betur og gerðar breytingar sem gera Uno að enn betri bíl. Betri búnaður og innréttingar, fullkomin hljóðeinangrun, nýjar vélar, endurbættur 5 gíra kassi, betri loftræsting og síðast en ekki síst; allt stál í ytra byrði er galvaniserað sem tryggir bestu hugsanlegu ryðVörn. Það þarf ekki að aka lengi á nýjum Uno til að komast að því að hér er á ferðinni mun betri bill en áður var. Sterkari, hljóðlátari og þægilegri — með 8 ára ryðvarnarábyrgð. SKEIFUNN117 ■ REYKJA VIK ■ SIMI688 850 Fiat Uno 45 tilbúinn á götuna: Staöpreiösluverö 648. ÍOO kr. Afborgunarverö 673.100 kr. Útborgun 168.275 kr. Mánaöarlegar greiöslur á eftirstöðvum í 36 mán. 19.332 kr. (meö vöxtum). Alls 523.760 kr. með stimpilgjaldi, lántökukostnaði og að sjálfsögöu fullur bensíntankur. niiiir"ifiit'íit ii mi iii miminw
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.