Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 16. NÖVEMBER 1991. Kvikmyndir Umdeilt viðfangsefni Flestar þær kvikmyndir sem sýnd- ar eru í almennum kvikmyndahús- um hérlendis sem og annars staðar í hinum vestræna heimi eru gerðar undir vemdarvæng stóru kvik- myndaveranna í Hollywood. Kvik- myndaverin annaðhvort standa al- gerlega að baki framleiðslu mynd- arinnar eða fjármagna hluta henn- ar. Einnig er ekki óalgengt að kvik- myndaverin taki að sér að dreifa myndum sem þau hafa ekkert lagt í sjálf, sérstaklega ef þær hafa unn- ið til einhverra verðlauna. Það er því erfitt að vera sjálfstæð- ur kvikmyndagerðarmaður í dag. Kostnaður viö að gera kvikmynd er orðinn það hár að æ færri eru tilbúnir að taka áhættuna af að fjármagna myndir sjálfstæðra kvikmyndagerðarmanna. Það er miklu minni áhætta að veöja á eitt- hvað af þekktu nöfnunum í grein- inni eins og Sidney Pollack, James Cameron og John Landis. En sem betur fer er alltaf til ákveðinn hóp- ur hugsjónamanna sem er tilbúinn að leggja mikið á sig til að láta draum sinn um að gera kvikmynd rætast. Umsjón Baldur Hjaltason Grýttbraut Margir af bestu kvikmyndagerð- armönnum Bandaríkjanna og Evr- ópu hófu feril sinn sem sjálfstæðir kvikmyndagerðarmenn. Þeir slógu svoí gegn með einhverri mynd sem vakti áhuga stóru kvikmyndaver-' anna á vinnu þeirra. Yfirleitt fylgdi á eftir boð um gull og græna skóga ef þeir vildu gera kvikmyndir fyrir kvikmyndaverin. Sumir slógu til meðan aðrir vildu ekki selja skratt- anum sálu sína því auðvitað ætlast stóru kvikmyndaverin til þess aö myndir sem þau gera höfði til fjöld- ans. Nokkrir af þessum efnilegu kvikmyndagerðarmönnum náðu sér síðan aldrei á strik aftur í þessu nýja umhverfi eins og t.d. Terry Gilham meðan aörir blómstruðu eins og ástralski leikstjórinn Peter Weir. Gott dæmi Gott dæmi um þessi mál eru sjálf- stæðu kvikmyndagerðarmennimir og bræðurnir, þeir Joel Cohen og Ethan Coen. Öllum á óvart vann mynd þeirra Barton Flink gull- pálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra auk þess sem Joel Coen fékk verðlaun sem besti leik- stjórinn og John Turturro sem best leikarinn. Á einni nóttu urðu þeir bræður heimsfrægir og kvik- myndaverið 20th Century Fox tók að sér að dreifa myndinni. Það verður gaman að fylgjast með þeim bræörum og hver framleiðir næstu mynd þeirra og hvemig þeim gangi að höndla alla frægðina. Gus van Sant En sumir óháðir kvikmyndagerð- armenn hafa ekki áhuga á að gera myndir sem þurfa endilega að höfða til íjöldans. Þeir vilja heldur taka fyrir ákveðin málefni sem þeif hafa áhuga á. Hér er oft um að ræða viðkvæmt efni sem getur valdið deilum og illindum meðal fólks og stóm kvikmyndaverin vilja ekki koma nálægt. Einn af þessum leikstjómm er hinn 39 ára gamh Gus van Sant sem nýlega lauk við sýna þriðju mynd í fullri lengd. Hér eru söguhetjurnar úr nýjustu mynd Gus. *** ** ^„ Leikstjórinn Gus van Sant. Fyrsta mynd Gus var gerð á 16 mm filmu og bar heitiö Mala Noc- he. Hún var gerð fyrir aðeins 1,2 milljónir íslenskra króna ogfjallaöi um samband tveggja phta, af- greiðslumanns í matvöruverslun og ólöglegs innflytjanda frá Mex- íkó. Myndin hlaut verðlaun kvik- myndagagnrýnenda í Los Angeles sem besta myndin eftir óháðan leikstjóra. Gull og grænir skógar Áður en Gus vissi hvaöan á sig stóð veðrið var hann kominn inn á skrifstofur Universal kvikmynda- versins sem vildi fá þennan unga og efnilega leikstjóra til að gera mynd fyrir sig. Eftir að hafa hlust- að á framkvæmdastjóra kvik- myndaversins dágóða stund lýsa þvi með háttstemmdum orðum hvers konar myndir hann ætti að framleiða dró hann upp úr pússi sínu hugmyndir að þremur mynd- um sem hann vildi sjálfur leik- stýra. Sú fyrsta var Satan’s Sandbox sem átti að gerast í fang- elsi en sá galh var á gjöf njarðar aö hún endaöi með þvi að alhr voru drepnir. Síðan bauð Gus upp á Mike í gönguferð i myndinni My Own Private Idaho. Drugstore Cowboy, sem fjallar eins og nafnið gefur til kynna um ungl- inga í eiturlyfjasulli og svo síðast My Own Private Idaho sem fjahar um tvo pilta sem vinna fyrir sér með vændi. Viðbrögðin létu ekki standa á sér og um leið og fuhtrúar Universal kvikmyndaversins yfir- gáfu fundinn, sögðu þeir við Gus: „Þetta hljómar mjög hstrænt en við getum ekki framleitt svona mynd- ir.“ Eiturlyf og vændi Sem betur fór fann Gus van Sant aðra aðha til að vinna með og ár- angurinn varð 1989 Drugstore Cowboy sem vann m.a. verðlaun samtaka kvikmyndagagnrýnenda sem besta myndin, besti leikstjór- inn og besta handritið. Drugstore Cowboy er ákaflega sorgleg mynd. Hún fjallar um Bob og konu hans, Dianne, sem ásamt vinum sínum stunda þá iöju aö ræna apótek til að komast yfir eiturlyf. Þetta er algerlega ruglað hð sem lifir í sín- um eigin hugarheimi. Þegar einn í hópnum deyr af ofneyslu eiturlyfia virðist Bob átta sig á að svona gangi lífið ekki th lengdar. Hann ákveður að fara í endurhæfingu og reyna að losa sig úr viðjum eiturlyfianna. Hann skhur eftir eiginkonuna, sem var ekki thbúin að takast á við vandann, en því miður er hægara sagt en gert að gera upp við fortíð- ina á þennan máta. Nýmynd Nýlega lauk svo Gus van Sant við nýjustu mynd sína sem var raunar ein af þessum þremur sem hann bauöst th að leikstýra fyrir Uni- versal kvikmyndaverið. Hún fiah- ar um mjög viðkvæmt málefni og segir frá þeim River Phoenix og Keanu Reeves sem vina fyrir sér með vændi í Portland. Myndin dregur heiti sitt af texta í lagi hljómsveitarinnar B 52 „ we’re li- ving in our own private Idaho“. Gus van Sant segist hafa fengiö hugmyndina að handritinu fyrir einum tíu árum og hafi fengiö inn- blástur ekki aðeins frá William Shakespeare heldur frá öðrum ólíkum bókmenntaverkum eins og Shas Marner, The Satyricon og sumum verka Charles Dickens. „Þegar þig vantar hugmyndir" var haft eftir Gus í nýlegu viðtali, „skaltu stela efni frá meistaraverk- um bókmenntana". Blandað efni My Own Private Idaho hefst á einni af hraðbrautum Idaho þar sem Mike, unghngur sem hefur átt erfitt með að finna sig í lífinu og býr við sálræn vandamál, lætur hugann reika til æskuáranna í leit að týndri móður sinni. Hann býr í Seattle þar sem hann selur líkama sinn fyrir fé jafnt konum sem körl- um. Þar eignast hann vin að nafni Scott sem er sonur borgarstjóra Portlands. Hann leitar vinskapar við Mike, m.a. til að ögra föður sín- um og raunar allri fiölskyldunni enda segist hann ætlar að hætta öllu „villtu lífi“ eftir að hann sé orðinn 21 árs. Myndin lýsir sam- bandi og lífi þessara ungmenna og samtímis tvinnar Gus inn í mynd- ina alls kyns fólki, allt frá þjálfuð- um leikurum yfir í fólk sem hann hefur auðsýnhega fundið þar sem hann var að kvikmynda í vafasöm- um hverfum borgarinnar. En fiallar My Own Private Idaho um kynvillu? Nei, segir leikstjór- inn Gus van Sant. „Það eru engar kynvilltar persónur í myndinni. Hún fiahar um ákveðinn hluta af þjóðfélagsmunstri okkar, þ.e. vændi og tekur ekki afstöðu til þessa málaflokks. Persónan River gæti verið kynvihtur en þú ert ekki viss og jafnvel hann veit það ekki sjálfur." En hvernig finnst Gus van Sant að vera orðinn þekktur sem leik- stjóri. Hann hefur sjálfur gert grín að þessu og titlað sig sem leikstjór- ann frá Sódóma. En það eru aðrir sem vhja kaha Gus van Sant nýj- asta frumheijann í bandarískri kvikmyndagerð. Hann sé fulltrúi bandaríska draumóramannsins sem blandar saman hinu ljóta úr raunveruleikanum við draumóra eins og þeir gerast bestir. „Þaö hef- ur ekkert breyst," segir Gus og glottir, „nema að fólk er farið að hlusta á mig sem þaö gerði ekki áður. Það hlustar raunverulega og meira aö segir sumir eru famir að skrifa niður athugasemdir." Helstu heimildir: Variety, American Film, Film Comment, Premiere.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.