Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 30
30
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991.
Hriktir í stoðum ættarveldisins í Bolungarvík:
Kompásinn rangt stilltur?
Gjarnan hefur verið litið til Bolungarvíkur með stolti þar sem atvinnulíf
hefur verið með miklum blóma og einstaklingar hafa byggt upp öflugt
bæjarfélag. En svo bregðast krosstré sem önnur tré.
„Það eina rétta væri að fyrirtæki
Einars Guðfinnssonar væru gerð
gjaldþrota og nýtt fyrirtæki yrði
stofnað með nýjum mönnum. Þar
með yrði ákveðinni ættarveldissögu
hér í Bolungarvík lokið og nýtt skeið
hafið,“ sagði rótgróinn Bolvíkingur í
samtali við DV. Hann vildi ekki láta
nafns síns getið. „Mér er vel við þá
frændur og bræður og hef ekki hug
á að styggja þá eða búa til bardaga,"
sagði þessi maður ennfremur.
Þannig er farið með allflesta Bol-
víkinga. Þeir vilja ekki láta hafa neitt
eftir sér um ættarveldið á staðnum
enda eiga þeir flestir afkomu sína
undir fyrirtækjum sem eru kennd
við Einar Guðfinnsson. Ung kona
sagði að menn héldu verulega að sér
höndum þessa dagana enda væri
mikil óvissa fram undan í bænum.
„Við erum eins og ein stór tjölskylda
sem stendur saman þegar vandamál-
in herja á.“ Annar bæjarbúi sagði að
þriðji ættliður fyrirtækisins hefði
gert mörg mistök. Eitt dæmið var
þegar keyptur var mjög dýr togari
sem smíðaður var á ísafirði.
Ættarveldi Einars Guðfinnssonar
og fjölskyldu á sér langa sögu. Einar
hóf útgerð á tyírónum bát úr Fola-
fæti árið 1925. Árið 1964 breytti Einar
rekstrinum í hlutafélag. Hann var
sjálfur stjórnarformaður og aðalfor-
stjóri en synir hans framkvæmda-
stjórar. Reksturinn var víðfeðmur,
náöi yflr útgerð, frystingu, síldar-
verksmiðju og síðar loðnuverk-
smiðju og verslun.
Enginn efaðist um veldi ættarinnar
og gjarnan hefur verið litið með stolti
til Bolungarvíkur sem mikils upp-
gangspláss. En svo bregðast krosstré
sem önnur tré. Veldið hefur verið á
fallanda fæti undanfarin ár og nú er
svo komið að þriðji ættliðurinn sem
rekur fyrirtækin þarf að biðja um
aðstoð. Skuldirnar hlaðast upp og
bæjarbúar pískra sín á milli um at-
vinnuhorfur í plássinu eða, eins og
einn bæjarbúa komst að orði: „Ef
veldi Einars Guðfínnssonar hrynur
þá hrynur bærinn.“
Vantar festuna
í stjórnun
„Ég held að menn viti ekki allt of
mikiö um hvað er að gerast hér. Mín
skoöun er sú aö hér sé mjög erfitt
ástand," segir Karvel Pálmason, Bol-
víkingur og fyrrum verkalýðsleið-
togi og þingmaður. Karvel er einn
þeirra sem unnið hafa fyrir Einar
Guðfinnsson hf. „Ég tel ástandið
jafnvel verra en menn gera sér grein
fyrir,“ segir Karvel. „Einar Guð-
finnsson byggði upp fyrirtækin hér
með hjálp margra góðra manna.
Hann hefði aldrei getað gert það einn.
Það hefur verið litið á Bolungarvík
sem vel stætt bæjarfélag en því mið-
ur hefur það farið dalandi."
- Áttu skýringu á því?
„Þær eru margar. Kvótinn er stór
þáttur í þessu dæmi eins og annars
staðar á landinu. Kvótaskerðing ár
frá ári hefur sett sitt mark á sjávar-
þorpin. Auðvitað eru erfiðleikar í
fyrirtækinu líka. Þar hefur vantað,
að mínu viti, meiri festu í stjórnina
alllengi. Eru ekki hættumörkin við
þriöju kynslóðina?"
Of mikil bjartsýni
- Þriðja kynslóðin hefur byggt mikið
upp og þar á meðal glæsilegt skrif-
stofuhúsnæði. Hefur verið bruðlað í
fyrirtækinu eins og sumir vilja halda
fram?
„Menn hafa greinilega verið bjart-
sýnir. Kannski um of. Þeir voru
kannski bjartsýnir vegna þess að vel
gekk. Menn sáu ekki fyrir framtíðina
meö kvótaskerðingu, minnkandi
afla, framleiðslu og þess háttar. Þess
vegna hafa þeir reýst sér hurðarás
um öxl á þeim tíma. Ég hygg aö menn
hefðu mátt gá betur að sér í þeim
efnum. Það á þó ekki einungis við
hér í Bolungarvík heldur einnig ann-
ars staðar."
- Hvernig líst þér á ástandiö?
„Ég er alltaf bjartsýnn og trúi ekki
öðru en menn komist fram úr þess-
um erfiðleikum."
- Þarf þá ekki mikið að gerast?
„Jú, það þarf að taka til hendinni.
Því aðeins verður eitthvað gert að
menn taki til hendinni."
- Eru menn þarna á staðnum sem
þú treystir til að rífa upp fyrirtækið?
„Hér er fullt af harðduglegu fólki.
Það eru líka margir duglegir menn
innan fyrirtækisins. Þeir verða bara
að átta sig á aðstæðum og rétta
kompásinn."
Aldrei áöur jafnslæmt
- Þarf þá ekki að koma til stórtæk
hjálp eins og fjárhagsaðstoð?
„Hvað er stórtæk hjálp og hvað
hefur þetta byggðarlag lagt til þjóðar-
búsins? Menn verða að spyrja sig
þess,“ svaraði Karvel Pálmason.
Hann sagði ennfremur að trúlega
væri farinn að grafa um sig ótti með-
al bæjarbúa vegna atvinnuástands-
ins. „Ég er nú samt þeirrar skoðunar
og trúi ekki öðru en að þetta bjargist
allt saman.“
- Hefur þú áður séð jafnslæmt
ástand?
„Nei, ekki hef ég það nú. Hins veg-
ar hef ég verið þeirrar skoðunar að
ástandið hafl verið slæmt í nokkur
ár en þó aldrei eins slæmt og nú.
Þetta áttu menn að sjá fyrir. Og ég
get alveg sagt að þó að þetta fyrir-
tæki fari yfirum, sem ég á ekki von
á, þá koma alltaf einhverjir aðrir í
-staðinn. Hér verður aldrei lögð niður
byggð, hvað sem pólitískir forystu-
menn kunna að segja.“
- Finnst þér forsætisráðherra líkleg-
ur til hjálpar?
„Það skiptir engu máli í raun hvað
hann mun geri. Hann mun verða
knúinn til þess að halda byggð í land-
inu. Hann lifxr ekki einn og sér í
Reykjavík. Þaö er klárt,“ sagði Kar-
vel og bætti við að fólk ætti að gera
sér grein fyrir að það væri ekki ein-
asta Vestfirðir sem ættu við vanda
að glíma. „Hann er um allt land. Það
þarf að koma til hugarfarsbreyting í
þessu landi. Fólk verður að gera sér
grein fyrir að það liflr ekki á seðlum
sem prentaöir eru hjá Seðlabankan-
um. Það lifir á fiskinum. Ef menn
taka fræðinga trúanlega þá er minni
fiskur í sjónum og þá verðum við að
lifa eftir því. Ég tek hins vegar ekki
mark á þeim. Mín trú er sú aö nógur
afli sé í sjónum en kvóti á enginn að
vera. Menn eiga að sækja í sjóinn
eins og þeir geta. Þeir sem eru best
til þess fallnir hafa mestu möguleik-
ana. Fiskimiðin eru auðlind Vest-
fjarðakjálkans."
- Hvað um vaxtastefnu?
„Þaö er enginn vafi á að vextirnir
eru að drepa þjóðfélagið. Þar mega
stjórnmálamenn heldur betur gá að
sér. Ef menn vilja er hægt að lækka
vexti og afnema lánskjaravísitölu."
Óviðráðan-
legar skuldir
Annar Bolvíkingur, Kristinn
Gunnarsson þingmaður, er kannski
ekki jafnbjartsýnn og Karvel.
„Ástandið er þannig að mínu mati
að skuldir eru orðnar óviðráðanleg;
ar. Ekkert nema stórfelldar aðgerðir
munu koma hlutunum í lag. Það þarf
að lækka skuldir og það mikið. Ég
teldi vænlegustu leiðina að stofna
nýtt fyrirtæki sem bærinn kæmi inn
í ásamt fleirum. Mér heyrast bæj-
arbúar vera sammála mér í því,“ seg-
ir Kristinn. „Það þarf reyndar að
koma til uppstokkun á þessari at-
vinnugrein á öllu landinu með mikl-
um aðgerðum. Ég er þeirrar skoðun-
ar að eitt af því sem þarf að gera,
jafnt í Bolungarvík sem annars stað-
ar, sé að lækka skuldir. Það verður
ekki gert nema með einu penna-
striki, gjaldþrotameðferð eða öðrum
slíkum aögerðum. Það getur enginn
rekið þessi fyrirtæki í dag með öllum
þessum skuldum."
- Þarf ekki að koma til vaxtabreyt-
ing?
„Jú, vissulega. Fyrst þarf að losa
fyrirtækin undan skuldunum og síð-
an þarf að skapa þeim skilyrði fyrir
áframhaldandi rekstri. Númer eitt
er þá mikil vaxtalækkun. Vextir eru
ekki óbreytanlegir. Þeir eru ákvarð-
aðir af pólitísku umhverfi. Síðan þarf
að færa meira af fiskvinnslunni inn
í landið. Ég get nefnt dæmi frá í fyrra
en þá fóru um 150 þúsund tonn af
óunnum bolfiski beint til útlanda.
Önnur 120 þúsund tonn fóru í sjó-
frystingu á frystitogurum. Saman
eru þetta 270 þúsund tonn. Ég er með
tölur um að meiri verðmæti eru í
fiski, sem fer í gegnum frystihús í
landi, heldur en óunnum. Það er því
þjóðhagslega hagkvæmt að beina
vinnslunni inn í landið. Það þarf að
sporna við þessari gegndarlausu vit-
leysu með frystitogara sem Fisk-
veiðasjóður er aö lána milljarða í.
Við stöndum frammi fyrir samdrætti
og atvinnuleysi og þá verður að færa
þennan fisk inn í landið.
Vitlaust skráð gengi
Einnig get ég nefnt gengiö sem er
vitlaust í dag. Þaö þarf aö breyta
genginu. Hægt væri að hafa gengis-
aðlögun í langan tíma. Ég hef velt
fyrir mér að á því tímabili, sem væru
nokkrir mánuðir, yrði gengið rétt af
Karvel Pálmason, fyrrum þingmað-
ur, telur að margar ástæður valdi
hruni fyrirtækja Einar Guðfinnsson-
ar i Bolungarvík. „Menn áttu að sjá
þetta fyrir og gá að sér,“ segir hann.
með sérstöku gjaldi á innflutning
sem fært yrði á útflutninginn. Of lágt
gengi er einungis tilfærsla á pening-
um frá útflutningi til innflutnings.
Fastgengisstefna er rugl. Ég skil ekki
af hverju íslenska krónan er svo heil-
ög, hún er nánast naglfóst þannig að
jaðrar við trúaratriði.
Þá get ég nefnt aðra hugmynd mína
sem er sú að borga út innstæðu
frystihúsanna í Verðjöfnunarsjóði.
Þau eiga einn og hálfan milljarð þar
og eðlilegt væri að borga þá peninga
til baka.“
Kristinn segir það vera staðreynd
að eftir að Einar Guðfinnsson féll frá
árið 1985 hafi farið að halla undan
fæti í fyrirtækjum hans.
- En er Kristinn bjartsýnn?
„Ég get ekki leyft mér það miðað
við þann skilning sem stjómvöld
hafa á málunum. Þetta er komið í
þannig stöðu að úr verður ekki bætt
nema með pólitískum ákvörðunum.
Ég hef ekki séð neitt sem gefur mér
tilefni til bjartsýni. Mér sýnist Bol-
ungarvík vera hjá forsætisráðherr-
anum eins og einhver bóndabær uppi
í dal sem breytir engu þó að fari í
eyði.“
Kristinn sagði að kvótakerílð væri
í raun að þvinga öll sveitarfélög
landsins inn í bæjarútgerðina þar
sém skip séu seld hæstbjóðanda með
kvóta. „Það verður að gera breyting-
ar á kvótakerflnu. Ég tel að hægt sé
að stjórna fiskveiðum með allt öðr-
um hætti og hef tillögur um það,“
sagði Kristinn Gunnarsson og bætti
viö að bæjarbúar væru tilbúnir að
leggja mikið á sig til að halda byggð-
inni í Bolungarvík. „Við höfum dug-
legt fólk sem er reiðubúið að berjast."
Við förum ekki suður
Daði Guðmundsson er nýkjörinn
formaður Verkalýðs- og sjómannafé-
lagsins í Bolungarvík. Hann sagðist
ekkert hafa heyrt um málin nema
það sem komið liefur fram í fjölmiöl-
um. Enginn hefur leitað til Verka-
lýðsfélagsins, hvorki starfsmenn né
atvinnurekendur. „Það hefur engum
verið sagt upp sem eru í Verkalýðsfé-
laginu,“ segir Daði. Hann hefur hins
vegar ákveðnar skoðanir á því hvers
vegna ástandið hafi versnað svo á
undanförnum árum. „Gengið hefur
verið vitlaust skráð sem þýðir að
þeir sem eru í innflutningi græða en
útflytjendur tapa. Þetta var hrein
eignaupptaka hjá þeim sem eru í
fiskútflutningi á landsbyggðinni.
Meirihluti þjóðarinnar virðist halda
að við lifum á peningum sem verða
til í Seðlabankanum eða vaxa á trján-
um fyrir sunnan. Það er mikill mis-
skilningur. Ef Davíð Oddsson og
fleiri stjórnmálamenn halda að þeir
geti flutt okkur suður er ég hræddur
um að margir muni missa atvinnu
sína í Reykjavík," segir Daði enn-
fremur ómyrkur í máh.
Skulda þeir okkur?
„Þeir þurfa að leita að orsökunum,
þessir menn. Það er of seint í rassinn
gripið þegar allt er komið til fjand-
ans. Ástandið er alvarlegt hér og fólk
kvíðir fyrir framtíðinni. Ég sé ekki
hvað hægt er að gera í stöðunni. Það
breytir engu þó bærinn komi inn í
með hundrað milljórúr. Mér þætti
gaman ef spekingarrúr fyrir sunnan,
sem kunna á tölvur og reiknistokka;
gætu reiknað út fyrir okkur inn-
komu Bolungarvíkur og Suðureyrar
frá stríðslokum. Hvort skyldum við
skulda þeim eða þeir okkur? Ég
myndi halda að reikningurinn væri
okkur hagstæður," segir Daði.
Hann er þess fullviss að ef Bolung-
arvík hefði fengið að ráðstafa sínu
aflafé á eigin spýtur gæti bærinn
núna hjálpað hinum. „Kvótalögin
eru algjört bull og þeir menn sem
settu þau á ættu að vera bak við lás
og slá,“ segir Daði. „Þeir eru að leggja
í rúst hvert byggðarlagið á fætur
öðru. Það er ekki komiö að því en
er að byrja."
- Sjálfsagt er margt stjórn landsins
að kenna en hvað um stjórnendur
fyrirtækisins?
„Að sjálfsögðu hafa þeir ekki staðið
sig. Ég held þó að það þýði ekkert
að hengja einn eöa neinn, við erum
öll sek.“
- Áttu von á atvinnuleysi í vetur?
„Við höfum verið blessunarlega
lausir viö atvinnuleysi hér og ég
vona að svo veröi áfram. Vitanlega
kvíðir maður fyrir vetrinum. Það er
ekkert gaman að vera nýtekinn við
verkalýðsfélagi í svona stöðu. Mér
líst ekkert á ástandið þó að maður
lifi í voninni."
Hroðalegar fréttir
Kristín Magnúsdóttir er bókavörð-
ur í Bolungarvík og fyrrum bæjar-
fulltrúi. „Ég var að koma frá Banda-
ríkjunum þar sem ég hef verið í
mánuð og þótti óskaplega leiðinlegt
að koma heim og heyra þessar frétt-
ir, alveg hroðalegt. Hér hefur alla tíð
allt verið í blóma og því bregður
manni við slík tíðindi. Við erum samt
ekkert að gefast upp, það er alveg á
hreinu," segir Kristín. „Fyrirtæki
Einars Guðfinnssonar eru uppistað-
an í atvinnulífi okkar og ég vil ekki
trúa því að Bolvíkingar standi ekki
saman um að halda þeim gangandi.
Sjórinn er undirstaöa okkar. Flestir
Bolvíkingar hafa unnið einhvern
tíma í einhverju fyrirtæki Einars
Guðfinnssonar og ég segi fyrir mig
að ég vildi ekki missa þetta fólk héð-
an. Það yrði ekki svipur hjá sjón því
þetta fólk hefur staðið í broddi fylk-
ingar á mörgum sviðum," segir
Kristín.
„Við heyrum oft að við séum alltaf
að heimta af ríkinu á þessum
krummaskuðum. Ég held að fólk sem
segir svona viti ekki hvaðan þjóðar-
auðurinn kemur. Fiskurinn er und-
irstaða okkar allra í þessu landi. Við
Vestfirðingar höfum lagt okkar af
mörkum."
Óvissa og kvíði
- Heldurðu að hægt hefði verið að
koma í veg fyrir að svona færi?
„Kannski er of seint gripið í taum-
ana. Maöur veit aldrei. Það geta þeir
einir sagt sem hafa reikninga fyrir-
tækisins í höndunum.“
- Hvernig líst þér á veturinn?
„Við erum öll kvíðin því auðvitað
vitum við hvað gerist ef við missum
vinnuna. Nú er búið að segja upp
stórum hópi fólks frá 1. desember.
Ég held að flestir Bolvíkingar voni
að það gerist ekki. Við vonum að það
verði búið að koma fyrirtækinu á
réttan kjöl. Ég trúi ekki öðru énda
hefégtrúáfyrirtækinu." -ELA
I
LAUGARDAGUR 16. NÖVEMBER 1991.
Böm og bamaböm Einars Kr. Guðfinnssonar,
útgerðarmanns og forstjóra í Bolungarvík
1. Guðfmnur hefur lengst af séð um
útgerðina hjá fyrirtæki föður síns.
Við skipxúagsbreytingar og stofnun
hlutafélagsins Einar Guðfinnsson hf.
árið 1964 kom útgerðin í hans hlut.
Harm hefur stjórnað útgerðinni síð-
an og verið helsti málsvari fyrirtæk-
isins út á við.
2. Halldóra er hússtjórnarkennari að
mennt, búsett í Reykjavík. Hún gift-
ist Haraldi Ásgeirssyxú verkfræðingi
sem hefur verið forstjóri Rannsókna-
stofnunar byggingariðnaðarins.
3. Hjalti er efna- og matvælaverk-
fræðingur, búsettur í Garðabæ.
Hann hefur lengst af starfað hjá
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og
verið þar framkvæmdastjóri frá 1974.
4. Hildur var um skeið varaþingmað-
ur. Hún giftist Benedikt Bjarnasyiú
sem var forstjóri útgerðarfélagsins
Græðis hf. áður en Bolungarvíkur-
bær keypti fyrirtækið. Tengdafaðir
Hildar var Bjarni Eiríksson útgerð-
armaður sem ásamt föður hennar
var annar helsti máttarstólpi at-
vinnulífsins í Bolungarvík.
5. Jónatan hefur séð um verslunar-
rekstur hlutafélagsins, auk þess sem
hann stjómaði síldarverksmiðjunni
og loðnuverksmiðjunni.
6. Guðmundur Páll hefur verið yfir-
verkstjóri dótturfyrirtækis Einars
Guöfinnssonar hf., frystihúss íshús-
félags Bolungarvíkur. Hann er
tengdasonur Marsellíusar Bern-
harðssonar, hins kunna skipasmiðs
á ísafirði.
7. Jón Friðgeir er húsasmíðameistari
að mennt, búsettur í Bolungarvík.
Hann stofnaði Byggingaþjónustu
Jóns Friðgeirs Einarssonar 1956 og
hefur rekið hana síðan, ásamt plast-
verksmiðju og byggingavöruverslun.
Jón Friðgeir mun vera umsvifamesti
byggingaverktaki landsbyggðarinn-
ar. Fyrir tveimur árum stóð hann i
deilum við frændur sína vegna við-
skipta við bæjarstjórnina og hugðist
hann þá selja fyrirtækið og flytja
suður en af því hefur ekki orðið.
8. Pétur Guðni hóf ungur vörubíla-
akstur og hefur um árabil rekið
flutningafyrirtæki í Bolungarvík.
9. Einar Kristinn hefur verið útgerð-
arstjóri hjá Ein-
ari Guðfinnssyni
hf. Hann hefur
starfað mikið í
röðum ungra
sjálfstæðis-
manna, hefur
verið varaþing-
maður um skeið
og er nú þing-
maður Vestflrð-
inga. Ekki er
ólíklegt að hann
eigi öðrum frem-
ur eftir að verða í forsvari fyrir sjálf-
stæðismenn á Vestfjörðum.
10. Haraldur stundaði skrifstofustörf
hjá Einari Guðfmnssyni hf. um
skeið. Hann flutti síðan suður og
vinnur nú að fisksölumálum í
Grimsby.
11. Halldór Jón er trésmiður, búsett-
ur í Bolungarvík. Hann hefur starfað
hjá föðurbróður sínum, Jóni Frið-
geir.
12. Einar Garðar er framkvæmda-
stjóri fisk-
vinnslufyrirtæk-
isins Sund hf. á
ísafirði sem
tengdafaðir hans,
Halldór Her-
mannsson, stofn:
setti og rak en
Halldór er bróðir
Sverris Lands-
bankastjóra. Ein-
ar hefur haft
mikil afskipti af bæjarmálum á
ísafirði og er nú forseti bæjarstjórnar
þar.
13. Gísli Jón er framkvæmdastjóri
innflutningsfyrirtækisins Sandfell
hf. á ísafirði sem m.a. flytur inn veið-
arfæri, auk þess sem það hefur
stundað útflutning á fersfiski. Gísli
Jón er tengdasonur Önnu Her-
mannsdóttur, systur Halldórs út-
gerðarmanns og Sverris Lands-
bankastjóra
14. Hilmar Garðar hefur getið sér
gott orð sem handboltamaður, leikur
með Stjömunni og hefur leikið með
unglingalandsliðinu.
15. Einar er viðskiptafræðingur, hef-
ur starfað hjá Síldarútvegsnefnd og
er forstjóri hennar. Hann er stjórnar-
formaður hins nýja fyrirtækis, Einar
Guðfmnsson.
16. Ómar var um skeið búsettur í
Þýskalandi og
starfrækti þar
ferðaskrifstofu.
Hann er nú einn
af aðaleigendum
íslandsflugs hf.
og er þar fram-
kvæmdastjóri.
17. Einar er viðskiptafræðingur að
mennt og var um tíma forseti bæjar-
stjórnar Bolungarvíkur. Hann var
skrifstofustjóri hjá Einari Guðfinns-
syni hf. og systurfyrirtækjunum ís-
húsfélagi Bolungarvíkur hf„ Baldri
hf. og Völusteini hf. en er nú fram-
kvæmdastjóri hins nýja fyrirtækis,
Einar Guðfinnsson.
18. Kristján er nú framkvæmdastjóri
Verslunar Einars Guðfinnssonar,
fyrirtækis sem stofnað var í fyrra til
að halda utan um verslunarrekstur-
inn.
19. Elías er vélaverkfræðingur og
starfar við íshúsfélag Bolungarvíkur
og síldarverksmiðjuna.
20. Heimir Salvar rekur heildverslun
í Reykjavík sem Einar bróðir hans á.
21. Marsellíus var búsettur í Reykja-
vík um skeið en rekur nú harðfisk-
verkun í Bolungarvík.
22. Einar er verkstjóri frystihússins.
23. Albert er rafvirki og starfar við
frystihúsið.
24. Margrét er gift Sigurði Sigurjóns-
syni, forstjóra Byggðarverks í Hafn-
arfirði, sem er eitt stærsta bygginga-
verktakafyrirtæki landsins.
25. Ásgeir Þór stundaði viðskiptanám
í London og er nú nemi við Tækni-
skóla íslands. Hann hefur tekið virk-
an þátt í starfi ungra sjálfstæðis-
manna.