Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 38
50 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991. Merming Handbók sem leitað verður til f t*. Fjöldi mynda prýðir Heiðurshross, af hrossum einum sér og hryssum með afkvæmum eins og þessi mynd sýnir. Fyrir nokkru birtist viðtal í Tímaritinu Eiðfaxa við Kristin Hugason hrossaræktar- ráðunaut. Þar var hann spurður álits á vænt- anlegri bók Jónasar Kristjánssonar um nið- urstöður kynbótadóma árin 1990-1991. Orð- rétt segir þar: „Reyndar hafði mér aldrei flog- ið í hug að nokkur maður myndi setja þessar upplýsingar óyfirfarnar á prent. Því vil ég biðja hestafólk að hafa í huga að bók Jónas- ar hefur ekki heimildargildi fyrir hið eigin- lega kynbótastarf." Þetta er harður dómur en því miður órökstuddur þar sem dæmi eru ekki nefnd skoðun hans til áréttingar. Þaö var því með nokkurri eftirvæntingu að ég opnaði bók Jónasar. Bókin hefur að geyma ættbók ofangreindra ára og ættartré þeirra hesta sem þar hlutu sæti ásamt þeim hryss- um sem náðu I. verðlaunum þessi tvö um- Bókmeimtir Albert Jóhannsson rædd ár, auk fleira efnis. Við lestur bókarinnar hef ég ekki rekist á villur í ættfærslu eða tölulegum upplýsing- um um aldur, einkunnir eöa niðurstöður dóma enda er mér kunnugt að gögn þessi hafa verið borin undir eigendur eða umráða- menn hrossanna. Þeir hafa greinilega lagt sig fram um aö hafa þær sem gleggstar og réttastar enda ættir hrossanna raktar aftur í sjöunda ættlið en ekki þriðja eins og gert er í Hrossaræktinni, svo að dæmi sé nefnt til samanburðar. Það kæmi mér því ekki á óvart þó að hrossaræktendur leituðu fyrst upplýs- inga í þessari bók ef þeir vildu fræðast nánar um ættir hrossa sinna í framtíðinni. Höfundur bókarinnar Heiöurshross er kunnur aö því að fara sínar eigin götur, burt- séð frá því hvað aðrir samferðamenn gera. Það sést m.a. á þeim orðum sem hann notar um þau atriði sem mynda hrossadóma. Út í þaö verður ekki farið nánar hér en sumt af þeim tillögum er til bóta. Erfiðara á ég með að sætta mig við hvaöa meðferð landafræðin hlýtur. Ásahreppur í Rangárvallasýslu heitir Ásar en það nafn kannast ég aðeins við á sveit norður í Húnaþingi. Þá eru lögbýli í nánd við kauptún eða þorp færð þangað, t.d. Sandhólaferja í Djúpárhreppi sögð í Þykkvabæ og Tjaldhólar í Hvolhreppi taldir á Hvolsvelh. En þetta breytir engu um gildi bókarinnar sem uppsláttarrits í tengslum við hrossarækt. Höfundur bókarinnar nýtir vel þá mögu- leika sem tölvuvinnsla skapar til fjölbreytni. Aftast er skrá yflr eigendur þeirra hrossa sem þarna er fjallað um. Þar kennir að sjálf- sögðu margra grasa en lestur þeirrar skrár, svo og upplýsingar aftar um bæi þá sem hrossin koma frá, færa mér heim sanninn um það að í raun réttri skiptist eigendur og/eða uppalendur hrossa í tvo hópa: Þá sem hér er fjallað um, temja hross og koma með þau til dóms og hina sem láta viðurkennda hrossarækt lönd og leið, temja ekki eða sýna undaneldishross og leita lítt eða ekki á þau mið þeirra hrossa sem þessi bók fjallar um. Þá eru hross flokkuð hér eftir lit. Sú skrá leiðii glögglega í ljós hveru hrossum af sum- um litum fer fjölgandi, t.d. brúnum og jörpum. Aftast í bókinni eru hrossin skráð eftir tölvukerfi Bf. ísl. (Bítölu, sem höf. nefnir svo) Kynbótagildisspá Bf. ísl. fylgir hins veg- ar ekki hér með enda ærir það óstöðugan að reyna að fylgjast með henni þar sem hún breytist ár frá ári. Skrá er yfir þá bæi og staði sem hrossin koma frá. Hún talar sínu máli og er afar fróð- leg. Hún sýnir okkur svo að ekki verður um villst að sumir ræktendur eru virkari en aðrir og fleiri hross koma til dóms og hljóta viðurkenningu úr sumum héruðum en öðr- um. Flestar myndir bókarinnar eru teknar af Eiríki Jónssyni. Hann hefur að mínum dómi leyst verk sitt mjög vel af hendi og tekist að sýna falleg hross í því formi sem þeim hæfir. Nokkuð vantar á að upplýsingar bókarinn- ar séu samfelldar, niðurstöður dóma á öðrum stað en mynd og ættargraf. Það vafðist þó ekki fyrir mér að nota bókina þrátt fyrir það og vafalaust er hún fallegri með þessari upp- setningu. Heiðurshross er fyrst og fremst handbók sem leitað verður til ef þess gerist þörf að fá upplýsingar um ættir og dóma. Höfundur á þakkir hestamanna skildar. Það er ekki hægt annað en aö dást að elju hans og áhuga. Ef til vill eigum við eftir að líta augum sambæri- leg verk um þau hross liðinna ára sem okkur vantar enn upplýsingar um? Heiðurshross Höfundur: Jónas Kristjánsson Útg.: Hestabækur, Seltjarnarnesi 1991 Heykvísl og gúmmískór Þessi prósabók Gyrðis Elíassonar er allsér- stæð. Hann hefur áður sent frá sér skáldsög- ur og smásögur auk ljóðabóka. En hér eru rúmlega tuttugu þætti á 80 bls. Ég segi þætt- ir frekar en sögur, því í fyrsta lagi eru þetta mjög stuttir textar, 2-5 bls. hver. í öðru lagi gerist yfirleitt ekkert í þeim, altént er flest óbreytt í sögulok. Um hvað snúast þessir textar þá? Þeir virðast flestir gerast í bæ úti á landi. Stundum má þekkja Akranes, en lík- legt virðist að aðrir þættir gerist á minni stöðum. Sameiginlegt er þó kyrrð, fátt fólk eða ekkert ber fyrir augu, og það lætur lítið að sér kveða. Oftast kemur fram sögumaður sem talar í fyrstu persónu, og segir þá tölu- vert frá sjálfum sér. Hins vegar er mjög breytilegt hver sögumaður er. Stundum barn, stundum einbúi á óákveðnum aldri, eða einstæður faðir með bam, kemur fyrir að hann sé kvæntur og samvistum við konu sína og bam. Tvívegis er sögumaður draug- ur, og einu sinni köttur. Undiralda Beint samhengi er ekki sjáanlegt miili ein- stakra texta nema einu sinni. í sögunni „Yfir trébrú" er sögumaður drengur sem fer með foður sínum að heimsækja prest sem býr einn í húsi. Drengurinn „veit að hann er áskrifandi að dularfullum tímaritum þessi prestur." Og mun aftar í bókinni kemur sag- an „Himnastiginn" og segir frá uppgjafar- presti sem býr einn í litlu húsi, er áskrifandi að kiltritunum Playboy og Penthouse, og þekur alla veggi hjá sér með nektarmyndum stúlkna úr ritunum. Annars er einkum dreg- ið fram að þetta sé lítt áberandi maður, geng- ur bara um bæinn, þar sem hann þekkir engan, situr á bókasafninu og les þjóðsögur. En hér er undiralda, sem lítið ber á. Auk nektarmyndanna er helst að telja að hann fer upp á þak eina andvökunóttina til að negla niður lausar plötur, en reiður granni tekur oröalaust af honum hamarinn. Og text- anum lýkur á því að prestur klöngrast aftur upp stiga á þakið, liggur þar og lætur rigna upp í sig. Engin skýring er gefin á neinu, en sé titill sögunnar, „Himnastiginn", tengdur Bókmenntir Örn Ólafsson við starf mannsins, virðist hann vera að leita guðs, enda þótt ekkert sé hér ótvírætt. Og það er eitt af mörgu sem gerir söguna dæmi- gerða fyrir bókina. í annarri sögu segir frá manni sem býr einn í húsi meö barnungri dóttur sinni. Hún á efitt með að keppa við dagblað um athygli hans, og saknar móöur sinnar látinnar. En sögumaður er draugur, sem bíður eftir því aö stelpan fari í skóla og maðurinn í vinnuna. Þá ætlar draugsi að fá sér kaffibolla, og seinna kannski að ryksuga, hann er heima allan daginn. Þetta minnir á heimagangandi húsmóður, einnig leikur draugurinn á munnhörpu, en móðirin lék á blokkflautu. Þessi undiralda sameiginlegra atriða gerir tómið eftir móðurina enn átak- anlegra en eUa, sem og einvera draugsins, sem er fullur af umhyggju. Ég nefni það í leiðinni, þótt aukaatriði sé, að hann segist vera „fyrsti meðaladraugur á íslandi, brugg- aður fyrir miðja síðustu öld.“ En það hefur skáldið væntanlega lesið úr orðinu, því í einu heimildinni sem ég hefi getað fundið um meðaladraug (Gráskinna hin meiri II, 37), var slíkur draugur vakinn upp með venjuleg- um hætti, en síðan komið fyrir í meðali. Undur Auk drauga eru hér dverghestar, urrandi silungar, ýmis dýr tala, sum hlusta á útvarp, hrútur er drykkfelldur, og fleira mætti telja Myndskreytingar eftir Elías B. Halldórsson tylgja sumum sögum í Heykvísl og gúmmi- skór. af því tagi. En það er ævinlega sagt frá svona atriðum eins og ekkert sé, eða öllu heldur eins og hversdagslegustu fyrirbæri væru. í einum texta segir sögumaður bara frá því að hann tíni bláber í hlíð fyrir ofan bæinn, tali við gamlan mann um hesthús og horfi á stúlku við stangarveiðar. Allt eins hvers- dagslegt og hægt er, en inn í það er skotið tveimur línum sem stinga í stúf viö þetta; þess efnis, að fyrir þúsundum ára hafi drek- ar flogið yfir þetta svæði. Ekkert meir, og við umhugsun virðist líklegt að líf þessara dreka hafi ekki veriö neitt merkilegra en líf fólksins sem sagt er hér frá, þaö líf er þá ekki síður „ævintýralegt" en þetta ævintýra- lega efni um drekana. I annarri sögu er eng- in skýring gefin á því að maður lætur græða á sig hreindýrshorn, og hann eyðir því bara ef fólk fer að tala um það. En greinilega verð- ur hann þarmeð í stíl við drykkjufélaga sinn, hrútinn. Sá er hins vegar vondur með víni, en hyrndi maðurinn er ljúfur og rólegur. Horn mannsins voru söguð af honum dauð- um, svo þau má enn sjá á vegg hjá prestin- um, þetta er eins og sönnunargögn þjóðsagn- anna. En hom hrútsins eru eins og tákn lundernis hans, vaxa honum næstum því oní augu, og hann brýtur allt og bramlar með þeim. Þessi frásögn hefur ramma sem er athyglis- verður, ekki síst af því að hann kemur ekk- ert við hana; sögumaður hlustar á gamla menn segja þessa sögu, sjálfur sofnar hann í sögulok út frá henni. Og þetta minnir á annan pólinn í mörgum textamia, samvistir foreldra og barna eru einkar alúðlegar, sú hlýja getur líka birst í samvistum dýra og kvenna, gamalla og barnungra. En hinn póll- inn er einmanaleiki sem ekki er haft orð á, en verður þeim mum átakanlegri fyrir bragð- ið, t.d. í fyurrnefndum sögum um prestinn. Þessir mörgu stuttu textar eru eins og grunneiningarnar úr lengri sögum Gyrðis, en nú eru þær ótengdar á yfirborðinu. Það reynir þá meira á lesendur að sjá undir yfir- borðiö, en þar er töluvert að finna. Fyrst er þó að sjá; eins og ævinlega lýsir Gyrðir hversdagslegustu hlutum myndrænt, svo að hlutirnir virðast lifa sjálfstæðu lífi, án tí.1- gangs utan við. Þaö tengist aftur öllum þess- um reimleikum og undrum sem hér ber fyr- ir, enda sýna þeir óbeint inn í sálir persóna sem fátt segja beinlínis af tilfinningum sín- um. Hér birtist einkanlega einmanaleiki og skerandi þrá eftir tilfinningasambandi. Þetta er ágæt bók, en mér finnst lengri sögur Gyrðis áhrifameiri, vegna þess að þar er stígandi í heildinni sem ég finn ekki hér. Gyröir Elíasson: Heykvísl og gúmmiskór. Mál og menning 1991, 89 bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.